Morgunblaðið - 09.07.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.07.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988 45 Frystitogararnir: Fisldnimi er tæplega hent frá borði í miklum mæli - kannski verður „einn uggi að mörgum fiskum“, segir Þórður Árelíusson, veiðaeftirlitsmaður „ÉG TEL að ekki sé mikið um það, að fiski sé hent frá borði á frystitogurunum. Það fer reyndar alveg eftir skipstjórunum; að þeir hafi þolinmæði í mikilli veiði til að stöðva veiðar, ef vinnslan hefur ekki undan. Einnig að menn freystist ekki til að rýma fyrir dýrari fiski, með því að ryðja ódýrari fiski út. Ég held að langflestir skipstjórar hafi það í heiðri að fiski sé ekki hent og gæðin séu ávallt sem mest, enda er afkoma áhafna frystitogara undir því komin að hátt verð haldist fyrir góðan fisk. Skip fá fljótlega á sig óorð, ef illa er farið með fisk og undir sliku óorði vilja sómakærir skipstjórar ekki liggja, enda getur einn uggi fljótt orðið að mörgum fiskum, þegar sagan breiðist út. Áríðandi er að skip, sem vinna aflann um borð, séu útbúin til að vinna allar tegundir, svo ekki þurfi að henda fiski af illri nauðsyn,“ sagði Þórður Árelíusson, veiðaeftirlitsmaður, í samtali við Morgunblaðið. Akureyrin og Oddeyrin, tvö af frystiskipum Akureyringa Úr vinnslusal Frera RE Nokkuð hefur borið á fullyrð- ingum þess efnis að frystitogar- arnir hendi miklu af fiski í sjóinn. Veiðaeftirlitsmenn hafa í auknum mæli farið í veiðiferðir með frysti- togurunum og verður svo áfram eftir nokkurt hlé vegna grálúðu- veiða togaranna. Morgunblaðið hafði vegna þessa samband við Þórð Árelíusson, veiðaeftirlits- mann, en hann fór fyrir nokkru í veiðiferð með frystitogaranum Örvari frá Skagaströnd. Þórður sagði, að hann teldi ekki að fiski væri í teljandi mæli hent frá borði þessara togara. Þeir fengju til dæmis 40 til 50 krónur fyrir heil- frystan smáþorsk með haus og það gæfi tæpast tilefni til þess að henda honum. Nægur tími ætti að vera til að handflaka þá fáu fiska, sem væru yfír 90 sent- ímetrar á lengd, svo litlar líkur væru á því að honum væri hent. Hins vegar gæti það verið að skip- stjórar gættu þess ekki nægilega að vinnslan hefði undan veiðunum og eitthvað af fiski væri óunnið, þegar næsta hal væri tekið. Þá gæti verið að fiskinum úr fyrra halinu yrði hent. Einnig gæti ver- ið að ódýrari fiskur eins og ufsi viki fyrir þorski. Þá mætti geta þess, að allur smáfiskur, sem væri hausaður og frystur um borð, teldist til aflakvóta til að koma í veg fyrir að menn færu í kringum stærðarmörkin. Þórður sagði, að hann þekkti aðeins til um borð í Örvari og þar væri allt til fyrirmyndar. „Mér fannst á þeim, að þeir tækju nærri sér ásakanir um að þeir hentu fískinum og þætti ómaklega að sér vegið,“ sagði Þórður. Hann sagði að mjög ör þróun hefði ver- ið í útgerð frystitogara. Örvar hefði byijað fyrstur fyrir rúmum 6 árum og hinir fylgt í kjölfarið. Líklega yrðu þeir orðnir 19 um áramótin. Um borð í þessum skip- um væri vaxandi áherzla lögð á góðan aðbúnað og mikið hugsað um að fræða mannskapinn um vinnsluna og markaðinn, sem fisk- urinn færi á. Hann hefði til dæm- is hitt marga vana sjómenn, sem segðust hafa lært margt, sem þeir ekki vissu áður, á námskeið- um fyrir áhafnir frystihogara. Þórður fór í þessa veiðiferð að beiðni sjávarútvegsráðuneytisins til að kynnast vinnubrögðum, vinnslu og nýtni á físki um borð í frystitogara auk venjubundinna eftirlits- og mælingastarfa á mið- unum. Hann lýsir nokkuð ná- kvæmlega gangi mála um borð og aðstöðu til veiða og vinnslu. Þá fjailar hann sérstaklega um vinnslu helztu fisktegunda. í skýrslu sinni um túrinn segir hann meðal annar svo: „Eftir að hafa fylgzt með karfa- vinnslunni um borð í Örvari er ég fullviss um að betri nýtingu og nýtni er vart hægt að fram- kvæma, því nánast allur sá karfi, sem kom í móttökuna, var unninn til frystingar.... Ufsinn er unninn fyrir Bret- landsmarkað. Hann er flokkaður strax við blóðgun eftir stærð og meðhöndlaður líkt og þorskurinn við hausingu, flökun og pakkn- ingu. Flökin eru flokkuð eftir stærð í þijár pakkningar. Stór ufsi er handflakaður, en sé þess þörf, er um að ræða ufsa sem er yfir 90 sentimetra stór. Þessi stóri ufsi, sem ekki veiddist í miklu magni í ferðinni, var handflakaður jafnóðum, en ekki var um að ræða það mikið, að það tefði fyrir... Ýsan er öll unnin í flök á Bret- landsmarkað. Hún er hausuð og fer þaðan í flökunarvélina, sem flakar allar ýsumar, allt frá grað- ýsu niður í kóð. Nýtnin er því mjög góð... Langa, keila, steinbítur, lúða og skötuselur voru með í afla, en í mjög litlum mæli. Langan, keilan og steinbíturinn voru hausskorin og heilfryst, nema ef svo lítið fékkst af þessum tegundum að ekki næðist í pakka í nokkrum hölym. Lúðan, stærsta langan, skötuselur og stór karfí (aldamó- takarfi) voru stt niður í lest og látin ftjósa þar til vinnslu í landi... Allur þorskur var flakaður með roði á Bretlandsmarkað, nema fískur undir 50 sentímetrar. Hann er slægður strax og heilfrystur með haus. Stór þorskur, stærri en 90 sentímetrarer handflakaður vegna hættu á að hann skemmi hnífa í hausingarvél og einnig flakast hann ekki nógu vel í flök- unarvélinni. Hann er flokkaður frá við blóðgun og flakaður strax eftir blóðgun. Alltaf er bytjað á að blóðga fískinn strax eftir að hann er kominn í móttökuna og þegar mjög stór höl eru tekin, kemur öll áhöfnin í það verk til að fiskur- inn missi ekki gildi sitt sem hrá- efni. Að öðru leyti er frívaktinni skipt í þrennt, þannig að þrír menn vinna í einu þtjá tíma í senn við að losa úr frystitækjum og setja blokkirnar í kassa. Þannig fá allir að minnsta kosti 6 tíma heila vakt í hvíld á sólarhring. Ekki get ég látið mörg orð falla um hringorminn, því ekki var það mikið af honum að það seinkaði fyrir vinnslunni. Að sögn áhafnar dregur hann stórlega úr afköst- um, ef hann er fyrir hendi af ein- hvetju ráði og hefur komið fyrir að þurft hefur að yfirgefa veiði- svæði, þar sem hringormur var í fiski í miklum mæli. Alls tók veiðiferðin átján og hálfan sólarhring. Veitt var á karfamiðum vestur af Reykjanesi í tíu sólarhringa. Á Norðurland- smiðum við þorskveiðar var verið í sex og hálfan sólarhring. f sigl- ingu, frágang frá afla eftir að veiðum lauk, þrif og fleira fóru tveir sólarhringar. Samtals öfluð- ust í veiðiferðinni 483,2 tonn upp úr sjó, þar af 306,5 tonn af ós- lægðum þorski. Aflaverðmæti áætlað um 28,3 milljónir króna, sem er að meðaltali um ein og hálf milljón á úthaldsdag. Hlé var gert á veiðum í sam- tals 31 klukkustund, þegar sýnt var að vinnslan hefði ekki undan. 10 tíma tók að vinna upp aflann eftir að veiðum var hætt. Lengst beið fískur í 10 tíma úr sama hali eftir því að hann væri tekinn til vinnslu og liðu 16 til 17 tímar þangað til síðasti fískurinn úr þessu hali fór í vinnslu. Algeng afköst voru um 50 tonn á sólar- hring af óslægðum fiski. Af ofansögðu sést að afköstin um borð í Orvari eru mikil og umhyggja fyrir því, að fiskur sé ávallt nýr og góður, þegar hann er unninn. Þarna hjálpast allt að, myndarlega rekið skip af útgerð, sem ekki líður fyrir peningaleysi, stjórnsamir yfírmenn og velþjálf- uð og hörkudugleg áhöfn. Áfla- brögðin í veiðiferðinni voru eins og þau gerast albezt og þá reynir á þolrif skipstjórans að kasta ekki aftur, ef kominn er það mikill afli að hætta er á að hann bíði vinnslu of lengi. Græðgin verður að víkja fyrir skynseminni. Hugs- unin um tonnafjölda gildir ekki á frystitogara, heldur verðmæti vinnslunnar og að markaðurinn fái allt af fisk í sem hæstum gæðaflokki." laugardaga 8QP-I8QP sunnudaga IIQP-I8QP ÁTAKILANDGRÆÐSLU LAUGAVEGI120.105 REYKJAVlK SiMI. (91)29711 Hlaupareiknlngur 261200 BúnaAarbanklnn Hellu •O c s-s o‘—
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.