Morgunblaðið - 09.07.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.07.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988 9 Vapona og Shelltox Lyktarlausu flugnafælurnar fAst A öllum helstu shell-stöbum og Í FJÖLDA VERSLANA UM LAND ALLT. V Skeljungur h.f. SMAVÖRUDEILD- SÍMI: 681722 / KAUPÞING HF Húsi verslunarinnar • sími 686988 VEXTIR Á VERÐBRÉFAMARKAÐI Víkan 3. - 9. júlí 1988 T* Vextir umfram Vextír Tegund skuldabréfa verðtryggingu % alls % Einingabréf Einingabréf 1 12,9% 33,2% Einingabréf2 9,6% 29,3% Einingabréf3 19,5% 40,9% Lífeyrisbréf 12,9% 33,2% Skammtímabréf 8,0% áætlað Spariskírteini ríkissjóðs laegst 7,2% 26,5% hæst 8,5% 28,0% Skuldabréf banka og sparisjóða lægst 9,7% 29,4% hæst 10,0% 29,8% Skuldabréf stórra fyrirtækja Lind hf. 11,0% 30,9% Glitnirhf. 11,1% 31,0% Sláturfélag Suðurlands l.fl. 1987 11,2% 26,0% Verðtryggð veðskuldabréf lægst 12,0% 32,1% hæst 15,0% 35,7% Fjárvarsla Kaupþings mismunandi eftir samsetn- ingu verðbrcfaeignar. Heildarvextir annarra skuldabréfa en Einíngabréfa eru sýndir miðað við hækkun lánskjaravísitölu síðastlíðna 3 mánuði. Raun- og nafnávöxtun Einingabréfa og Lífeyrisbréfa er sýnd miðað við hækkun þeirra síðastliðna 3 mánuði. Flest skuldabréf er hægt að endurselja með litlum fyrirvara. Ein- ingabréf er innleyst samdægurs gegn 2% innlausnargjaldi hjá Kaupþingi og nokkrum sparisjóðanna. Spariskírteíni eru seld á 2-3 dögum og flest önnur skuldabréf innan tveggja vikna. Fé í Fjárvörslu Kaupþings er ofiast hægt að Iosa innan viku. íþróttir og smáfiskar í Staksteinum í dag er staldrað við tvö ólík efni. Annars vegar er vitnað í ársrit knattspyrnudeildar Breiðabliks, þar sem sr. Kristján Einar Þorvarðarson, sóknarprestur, ritar um heilbrigði og gildi íþrótta. Þá er vitnað í nýtt hefti af tímaritinu Sjávarfrétt- um, þar sem meðal annars er fjallað um smáfiskadráp. Hollar lífsreglur Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur nýlega sent frá sér ársrit sitt. Þar ritar sr. Kristján Ein- ar Þorvarðarson um heil- brigði og gildi iþrótta og segir meðal annars: „Við lifum á öld há- tækni, sem innan læknis- fræðinnar kemur fram í ótrúlegum möguleikum, t.a.m. tæknifijóvgun og líffæraflutningum milli manna. Samt er það svo að læknavísindin standa ráðþrota gagnvart mikl- um vágesti, sem skekur og hrærir alla heims- Eyggðina. Hér er átt við hinn alræmda sjúkdóm sem nefndur hefur verið eyðni eða alnæmi. Einungis á félagsleg- um og siðferðilegum grundvelli er unnt að sporna gegn almennri útbreiðslu þessa alvar- lega sjúkdóms. Abyrg kynhegðun hvers ein- staklings byggist á skyn- samlegri breytni hans, sem vissulega grundvall- ast á því hversu heil- steyptum siðferðisþroska viðkomandi hefur náð, rétt eins og gildir um ábyrga afstöðu gagnvart reykingum, áfengis- og eiturlyfjaneyslu. En hvað hafa þessi at- riði með íþróttir að gera? Jú, iðkun iþrótta og ár- angur á þvi sviði er kom- inn undir skynsamlegu lífemi og góðri ástund- un. Þar er keppt að settu marki, stefnt að til- teknum árangri. Sá er vill ná langt í sinni íþróttagrein leggur allan sinn metnað þar að veði. Góður iþróttamaður heldur þess vegna i heiðri hollar lífsreglur. Hann leitast við að iðka það eitt sem stuðlar að andlegu og líkamlegu heUbrigði. I öllum mannlegum samskiptum ríkir ýmist góður eða slæmur „andi“. Þetta á við um bekkjardeildina, fjöl- skylduna, vinnustaðinn, iþróttaliðið og hverskyns félagsskap annan. Til þess að íþróttmenn i til- teknu kcppnisliði geti leikið saman til árangurs verður að rikja „góður andi í liðinu". Þ.e.a.s. öll samvinna og samskipti meðal liðsmanna verða að mótast af jákvæðu og góðu hugarfari. Á sviði iþrótta reynir nyög á hæfni manna hvað þetta varðar og félagslegur þroski og ögun eflist að miklum mun hjá þátttak- endum. Allir verða að virða „leikreglumar", bæði gagnvart samheij- anum og andstæðingn- um. Þessu reyna menn að framfylgja bæði innan vallar og utan.“ Smáfiskadráp í nýjasta hefti Sjávar- frétta er rætt við Jakob Jakobsson, forstjóra Haf- rannsóknastofnunar, og meðal annars vikið að smáfiskadrápi með þess- um hætti. Er Jakob spurður, hvort hann hafi ástæðu til að ætla að smáfiskadráp sé stundað hér við land í umtalsverð- um mæli. Jakob svarar: „Okkar gögn benda ekki til þess að smáfiska- dráp sé stundað í gríðar- lega miklum mæli, en hins vegar er því ekki að leyna að menn koma stundum hingað á Haf- rannsóknastofnun og lýsa því yfir, að á til- teknum skipum sem sjaldnast em nefnd á nafn sé fleygt geysimiklu af undirmálsfiski í hafið. Stundum er talað um að afla úr heilu togi sé fleygt. Ég veit ekki hveiju trúa skal en við höfum ekki gögn sem sanna þetta og meðan svo er ætla ég ekki að halda þvi fram að smáfiski sé fleygt í miklum mæli. Manni virðist þó skjóta skökku við, að sam- kvæmt aflaskýrslum er undirmálsfiskur veruleg- ur hluti (10%) af afla til- tekinna togara, þótt aðrir sem sækja á sömu mið landi ekki einum einasta undirmálsfiski, sam- kvæmt sams konar skýrslum. Sé það tilfellið að smá- fiskadráp sé stundað i stórum stíl, sem ég vil þó alls ekki fullyrða, þá hefur það auðvitað þær afleiðingar að þessi fisk- ur skilar sér ekki i afla siðar meir, en auk þess veldur það þvi að við misreiknum stærð ár- ganganna, þar sem sá útreikningur byggist á lönduðum afla og áætl- aðri náttúrulegri dánar- tiðni." Enn spyija Sjávar- fréttir: Menn sunnan- lands og norðanlands hafa löngum deilt um það hvemig skynsamlegast sé að nýta þorskstofninn. Sunnanmenn eru and- snúnir þvi, að þorskurinn sé veiddur i rikum mæli áður en hann nær þeim aldri að hann sæki á hrygningarstöðvamar fyrir Suðurlandi, en norðanmenn deila á sunnanmenn fyrir að veiða fiskinn áður en hann nær að hrygna. Hvemig metur þú þessi rök? „Hér er verið að draga myndina alltof sterkum dráttum. Tillaga okkar er sú, að dregið verði úr sókn i stofninn í heild, bæði smáf iskinn og eldri fiskinn. Það er ekki raunhæft að loka alveg uppeldisstöðvunum og taka allan aflann á ver- tiðinni. Að visu var þetta gert i injög miklum mæli hér áður fyrr en er ekki raunhæft nú. Ef við hins vegar byggðum þorsk- stofninn upp og fengjum fleiri árganga inn i veið- ina, þá myndi hlutfall smáfisks í aflanum minnka af sjálfu sér. Ef meira væri til af eldri fiski drægju menn sjálf- krafa úr sókninni i smá- fiskinn. Þá gætu bæði norðan- og sunnanmenn unað glaðir við sitt.“ Skeljungur h.f Nýlistasafnið: Sýningu Alans Johns- tons að ljúka SÍÐASTI dagur sýningar Skot- ans Alans Johnstons í Nýlista- safninu verður sunnudagurinn, 10. júli. Alan er fæddur árið 1945 og býr í Endinborg. Hann tók þátt í sam- sýningu fjögurra útlendinga í efri sal Nýlistasafnsins í febrúar sl. en er nú kominn aftur með einkasýn- ingu. Á henni eru 10 myndir, þar af ein veggteikning, einn brons- skúlptúr, og afgangurinn verk unn- in með gessó, blýanti og koli á striga. Alan Johnston sýnir mest í New York, Þýskalandi og Japan. Nýlistasafnið hefur gefið út bækl- ing með myndum og texta í tilefni sýningarinnar. Afmæll sreikningur 15 mánaða binditími. 7,25% ársvextir umfram verðtryggingu. L Landsbanki Islands Banki allra landsmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.