Morgunblaðið - 09.07.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988
33
Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson
Myndlistarkonurnar Sólveig Baldursdóttir (t.v.) og Ragnheiður Þórs-
dóttir við verk sin á sýningunni í Safnahúsi Skagfirðinga.
Sauðárkrókur:
Myndlistarviðburð-
ur í Safnahúsinu
Sauðárkróki.
NÝLEGA opnuðu fimm ungir
myndlistarmenn sýningu á verk-
um sínum í Safnahúsinu á Sauð-
árkróki. Um er að ræða högg-
myndir, vefnað, málverk og
teikningar auk módelfatnaðar
úr leðri. Stendur sýningin til 10.
þessa mánaðar.
Þeir myndlistarmenn sem nú
sýna verk sín hér á Sauðárkróki
eru: Sólveig Baldursdóttir mynd-
höggvari, en hún stundaði nám í
Myndlista- og handíðaskóla íslands
á árunum 1980—81, en síðustu 6
árin hefur Sólveig stundað nám við
Akademiuna í Óðinsvéum og í Carr-
ara á Ítalíu. Sólveig hefur haldið
sýningar á verkum sínum á Ítalíu
og í Danmörku, en þetta er hennar
fyrsta sýning hér heima.
Gréta Sörensen útskrifaðist úr
MHÍ textfldeild, árið 1983. Vann á
leðurverkstæði á árunum 1983—84,
en síðan hefur hún stundað mynd-
menntakennslu á Ólafsfirði. Þetta
er hennar fyrsta sýning. íris Frið-
riksdóttir útskrifaðist úr MHÍ
textfldeild 1984 og stundaði fram-
Leiðrétting
í föstudagsblaðinu urðu mynda-
brengl í greininni um Dalasýslu.
Myndirnar eru hér birtar aftur með
réttum myndatextum. Morgunblað-
ið biðst velvirðingar á þessum leiðu
mistökum.
Þorsteinn Pétursson oddviti í
Fellsstrandarhreppi.
haldsnám í Maastrict Hollandi
1984—86. Síðan hefur íris unnið
að list sinni, og hefur hún áður
sýnt verk sín í Stokkhólmi og í
Hollandi, en einnig tók hún þátt i
samsýningu á Kjarvalsstöðum árið
1985. Ragnheiður Þórsdóttir út-
skrifaðist úr MHÍ textfldeild 1984
en fór síðan til Kalifomíu til fram-
haldsnáms við John F. Kennedy
University á árunum 1984—85.
Ragnheiður hélt einkasýningu á
Akureyri 1986 og er þetta hennar
önnur sýning. Ragnar Stefánsson
útskrifaðist einnig árið 1984, úr
málaradeild MHI. Stundaði nú
síðast framhaldsnám í New York
og hefur tekið þátt í allmörgum
samsýningum hér heima.
Þykir Skagfirðingum allnokkur
fengur að þessari sýningu og sér-
staklega fyrir það að hún er haldin
á þeim tíma sem sjaldan er listvið-
burða von hér, þá ekki síður fyrir
þá sök að þrír af hinum fimm ungu
myndlistarmönnum eru Skagfírð-
ingar og sýna nú á heimaslóðum,
en síðast en ekki síst af því að sýn-
ingin er góð, hér eru á ferðinni
þróttmiklir ungir myndlistarmenn,
sem mikils má vænta af í framtíð-
inni. — BB
Jósefsdalur:
Torfæru-
keppni á
sunnudag
ÞRIÐJA keppnin sem gefur stig
til Islandsmeistarakeppninnar i
torfæruakstri verður haldin við
Jósefsdal nærri Bláfjöllum á
sunnudaginn. Verður það í fyrsta
skipti sem haldin er torfæru-
keppni á þessu svæði, sem er í
grennd við Gömlu kaffistofuna
svokölluðu. Verða allir helstu
ökumennirnir sem beijast um
íslandsmeistaratitilinn meðal
keppenda.
Sjö jeppar eru skráðir 'í flokk
sérútbúinna jeppa, en ellefu í flokk
óbreyttra. Keppt verður bæði í klif-
urþrautum og tímabrautum, sem
oftast ráða úrslitum í torfæru.
Reykvíkingurinn Haraldur Ásgeirs-
son á. Jeepster-jeppa hefur forystu
í íslandsmeistarakeppninni, en
meðal andstæðinga hans verða
Bergþór Guðjónsson frá Hvolsvelli
og Guðbjöm Grímsson úr
Reykjavík, en þessir kappar börðust
grimmt í sfðustu keppni.
'O
INNLENT
Stuðmennirnir Jakob Magnússon, Ragnhildur Gísladóttir og Egill
Ólafsson verða i hópi þeirra skemmtikrafta sem fram koma á
Atlavíkurhátíðinni.
Verslunarmannahelgin:
Stuðmenn, Bubbi
og Strax í Atlavík
LEYFI hefur nú fengist fyrir
útihátíð í Atlavík um verslunar-
Eden:
Málverk
ogpostulín
MÁLVERKA- og postulínssýning
Ríkeyjar Ingimundardóttur,
myndhöggvara, stendur nú yfir
í Eden í Hveragerði.
Á sýningunni em 38 verk, postu-
línsmyndir og málverk. Ríkey út-
skrifaðist úr Myndlista- og handíða-
skóla íslands vorið 1983. Hún hefur
einnig stundað keramíknám við
sama skóla. Þetta er 8. einkasýning
Ríkeyjar. Sýning stendur til 11. júlí.
Eitt málverkanna á sýningunni.
mannahelgina. Það er Ung-
menna og íþróttasamband Aust-
urlands sem stendur fyrir hátíð-
inni og meðal skemmtikrafta
verða Bubbi Morthens og hljóm-
sveitirnar Stuðmenn og Strax.
Vegna hertra reglna um útihátíð-
ir á gróðursælum stöðum, svo sem
í Hallormstaðaskógi, vom lengi vel
áhöld um hvort leyfi fengist fyrir
stórhátíð í Atlavík á þessu sumri.
Það leyfi hefur nú fengist. Auk
þeirra landskunnu hljómlistar-
manna sem áður em nefndir munu
ýmsir fleiri skemmtikraftar koma
fram á hátíðinni. í þessu sambandi
má nefna að Stuðmenn hafa ekkert
verið á ferðinni það sem af er árinu
og er ekki að efa að aðdáendur
þeirra munu nú fagna óvæntri end-
urkomu þeirra félaga í Atlavík um
verslunarmannahelgina.
Kristján Sæmundsson hrepps-
stjóri í Saurbæjarhreppi.
Stúdentaráð:
Nemendur eiga kröfu á
að fá hæfustu kennara
STÚDENTARÁÐ Háskóla íslands kom saman til fundar á fimmtu-
dagskvöld og samþykkti eftirfarandi ályktun vegna skipunar
Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar i stöðu lektors í stjórnmála-
fræði við félagsvísindadeild:
SHÍ mótmælir harðlega vinnu-
brögðum menntamálaráðherra við
skipun í lektorsstöðu í stjóm-
málafræði hinn 30. júní sl. Með
þeirri ráðstöfun teiur SHÍ ráð-
herra hafa vegið að því faglega
sjálfstæði sem Háskóli íslands
hefur og ber að hafa í eigin mál-
um.
SHÍ minnir ennfremur á mikil-
vægi þess að fagleg sjónarmið
grundvalli stöðuveitingar við Há-
skólann sem og annars staðar.
Stúdentar eiga kröfu á, að til
skólans séu ávallt ráðnir hæfustu
menn sem völ er á hvetju sinni.
SHÍ telur, með skírskotun til dóm-
nefndarálits, að svo hafi ekki ver-
ið með fyrmefndri skipun í lekt-
orsstöðu í stjómmálafræði þar eð
niðurstaðan „hæfur að hluta" er
ekki fullnægjandi þegar kostur
var á tveimur hæfum mönnum.
SHÍ lýsir yfír fullu trausti til
forráðamanna félagsvísindadeild-
ar og treystir því að dómnefnd
hafi verið skipuð hæfum mönnum
og niðurstöðum hennar megi
treysta.
SHÍ beinir þeim eindregnu til-
mælum til menntamálaráðherra
að vinnubrögð sem þessi verði
ekki að fordæmi við stöðuveiting-
ar í framtíðinni. Slík þróun væri
mjög óæskileg og jafnvel lamandi
fyrir Háskólann sem sjálfstæða
vísinda- og menntastofnun.
SHÍ tekur undir áskomn opins
fundar stjómmálafæðinema ,og
deildarfundar félagsvísindadeild-
ar, að staða lektors í stjórnmála-
fræði verði skipuð hæfum manni.
Afstaða SHÍ byggir á eftirfar-
andi rökum:
í lögum og reglugerð um Há-
skóla Islands er víða að finna
ákvæði sem tryggja eiga íhlutun-
arrétt Háskólans í eigin málum,
m.a. við veitingu dósents- og próf-
essorsembætta. Er það lagaskylda
að skipa beri dómnefndir og má
eigi veita embætti nema meiri-
hluti nefndar telji umsækjanda
hæfan, skv. 11. gr. laganna. Með
ákvæðum sem þessum er greini-
legt að ætlun löggjafans er að
tryggja ákveðið faglegt sjálfstæði
Háskólans.
Ennfremur beinir SHÍ þeim til-
mælum til ráðherra að stöðuveit-
ingavald við Háskólann verði með
lagabreytingu fært til háskólaráðs
en vald ráðherra einskorðað við
formlega staðfestingu þeirrar
ákvörðunar.
Löngu er viðurkennt að full
þörf væri á að sambærilegar regl-
ur giltu við ráðningu í lektorsstöð-
ur, enda var reglugerð breytt á
þann veg sl. sumar. Dómnefndir
hafa gjaman verið skipaðar af
deildum til að meta hæfni um-
sækjenda er lektorsstöður eru
auglýstar, til að undirstrika að
fagleg sjónarmið grundvalli með-
mæli deildar með umsækjanda.
Reglur á borð við hina fyrr-
greindu eru eðlilegar og æskileg-
ar, end«i er Háskólinn æðsta
menntastofnun þjóðarinnar — þar
er hina faglegu þekkingu að fínna,
en ekki í menntamálaráðuneytinu.
Ganga verður út frá því að við
Háskólann starfí fremstu fræði-
menn þjóðarinnar hveiju sinni.
Mat þeirra manna á því hveijir
teljist hæfir til að stunda þar
kennslu og rannsóknir hlýtur að
verða að leggja til grundvallar við
stöðuveitingar. Mat annarra
fræðimanna er því óviðkomandi
og sé farið að því, þvert gegn
mati fræðimanna Háskólans, hlýt-
ur það að teljast vantraust á þá
menn og móðgun við Háskóla ís-
lands ög þá sem þar starfa. Enn-
fremur hlýtur það að teljast aðför
að þvi sjálfstæði er skólanum er
sérstaklega tryggt með Háskóla-
logunum. Ráðherra hefur vissu-
lega hið endanlega veitingarvald,
en væntanlega til að velja úr hópi
þeirra er hæfir teljast af deild eða
dómnefnd sé hún skipuð.