Morgunblaðið - 09.07.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.07.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988 AF INNLENDUM VETTVANGI HJÖRTUR GÍSLASON Afurðaverð lækkar - fiskverð hækkar: Mílljarða króna tekjumissir og ört vaxandi tap frystingar Sainhæfing veiða og vinnslu virðist vera í rúst og skerðir verulega mögulegan hagnað Síðastliðið ár var sérkennilegt fyrir sjávarútveginn. Verð fyrir afurðir hafði aldrei verið hærra, en tap var engu að síður á rekstri flestra greina hans, meðal annars vegna slakrar stöðu dollarsins, mikils fjármagnskostnaðar og misgengis tekna og kostnaðar vegna fasts gengis og verðbólgu innanlands. Aflabrögð voru góð og gjaldeyristekjur í raun miklar, þó ekki dygði það til upp í kostnað og eyðslu. Á þessu ári hefur enn snarast á merinni, afurðaverð lækkar svo nemur milljarða tekjumissi á einu ári, fjármagnskostnaður eykst stöðugt, verð á fiski til vinnslu hækkar, vinnulaun hækka og verð á allri þjónustu. Verð fyrir afurðirnar nú er svipað og það var árið 1986, toppurinn er fallinn. Háa verðið var óraunhæft og gat ekki staðizt. Stjórnendur Coldwater og Iceland Seafood í Bandaríkjunum vöruðu við því í samtölum við íslenzka fjölmiðla á siðasta ári, að boginn væri spenntur til hins ítrasta, strengurinn gæti brostið og verðið fallið. Verðfallið hefði því ekki átt að koma neinum á óvart og við hefðum ekki átt að falla í þá gryfju að miða afkomuspár og afkomu þjóðarinnar við toppinn og eyða hagnaðinum strax. Þó sú speki sé gömul, að gott sé að eiga eitthvað til mögru áranna, á hún ekki hvað sízt við nú. Fá teikn um betri tíð Sé litið á verðþróun helztu frystra fiskafurða í hveiju markaðslandi, kemur í ljós, að í Bandaríkjunum hefur verð á þorsk- flökum verið mjög stöðugt frá'síðari hluta ársins 1983 fram á árið 1986. Þá fer það að hækka mun hraðar og- var í hámarki sfðastliðin ára- mót. Lengst af var verðið frá 1,50 dölum upp í 1,59 á pundið þar til stöðug hækkun hófst er verðið fór upp í 1,62 dali á þriðja ársfjórðungi 1986. Um síðastliðin áramót var það 2,21, lækkaði strax niður í 2,02 og síðar niður í 1,85. Upp úr miðju ári 1983 var þorskblokkin seld á 1,16 dali, en lækkaði næstu misser- in og fór lægst í 1,02. í upphafí ársins 1986 fór verðið að hækka, komst í 1,55 í upphafi síðasta árs og í 2 dali í lok þess. Nú er verðið 1,50. Skýring verðhækkunarinnar á sínum tíma var meðal annars aukin fískneyzla í kjölfar upplýs- inga um hollustu fískáts samfara minnkandi framboðs vegna slakrar stöðu dalsins. Nú fer framboð vax- andi, dalurinn er að styrkjast lítil- lega, en neyzla minnkandi, enda verð of hátt. í bandarísku upplýs- ingabréfi um sölu sjávarafurða vestra, segir í maíútgáfu að sala sé hreinlega léleg og fá teikn á lofti um betri tíð. Sé aðeins reynt að huga að áhrifum markaðslögmál- anna á sjávarafurðasöluna, virðist minnkandi neyzla og aukið framboð benda til lækkandi verðs. Kanada- menn bjóða þorskblokkina nú á 1,35 og hafa auk þess lækkað verð á þorski upp úr sjó vegna lækkandi afurðaverðs. Færeyingar hafa einn- ig lækkað þorskverðið til útgerðar, en Norðmenn segjast munu hætta að flytja frystan fisk utan vegna þess hve mikið tap sé á framleiðsl- unni. Jafnframt krefst fiskiðnaður- inn þar milljarða íslenzkra króna í styrki vegna bágrar stöðu. Offramboð á ferskum og frystum fiski Miðað við að verð á þorskflökum fyrir Bretlandsmarkað sé sett á 100 síðari hluta árs 1983, koma nokkr- ar verðsveiflur í ljós, allar upp á við þar til á þessu ári. Á fyrsta ársfjórðungi 1985 var verðið komið i 115, fór í 121 í upphafí 1986 og í 154 í lok þess árs. Það verð hélzt megnið af síðasta ári, en féll síðasta fjórðunginn niður í 150. Nú er verð- ið um 137. Verð á ísfíski seldum héðan í Bretlandi fór hækkandi frá árinu 1983 til síðasta árs. 1983 var verðið að meðaltali 59 pens, 69 árið eftir, næst 77, svo 92, 94 pens á síðasta ári, en hefur farið lækk- andi á þessu. Yfírleitt er verðið hæst yfír vetrarmánuðina en dalar á milli. Eftir fyrstu fímm mánuði þessa árs var meðalverðið 90 pens og fór lækkandi milli mánaða. Astæða hefur þótt til þess að draga úr útflutningi á ferskum físki með opinberri reglugerð til þess að reyna að hamla gegn frekari verðlækkun. Fulltrúar frystingarinnar telja að vaxandi framboð á ferskum físki á brezku mörkuðunum hafí valdið verðlækkuninni. Venjulega lækkar verð með vaxandi framboði og físk- ur er fískur hvort sem hann er fryst- ur eða ekki. Ljóst er að framboð er of mikið, hvort það er að kenna ferskfískútflytjendum eða frysting- unni. Skiptar skoðanir hafa verið um það hvort skili þjóðarbúinu meiri tekjum ferski eða frysti físk- urinn, en óyggjandi niðurstöður um Hvemig sem á því stendur, virðist tæpast borga sig að draga fisk úr sjó. Tap er sagt á veiðum og vinnslu, afurðaverð lækkar svo skiptir milljörðum og vaxandi styrkur Bandaríkjadalsins hefur lítið að segja. það liggja ekki fyrir, en einnig verð- ur að taka tillit til verðmætasköpun- ar í landi og beinna og óbeinna skatta vegna vinnslunnar. Minnki framboð ekki, en það er einnig mikið frá öðrum þjóðum vegna styrkrar stöðu pundsins, má búast við enn frekari verðlækkunum. Vestur-þýzki mark- aðurinn viðkvæmur Svipaða sögu er að segja af helztu mörkuðum okkar í Vestur- Evrópu. Verð á ufsablokk breyttist lítið árin 1983 og 1984. Verðið sveiflaðist talsvert árið 1985, fór úr 100 (fóst viðmiðun sett á þriðja ársfjórðung 1983) í 116 og niður í 105. Á síðustu tveimur árum hefur verðið svo sveiflazt milli 129 í upp- hafí árins 1986 í 145 í lok sama árs. Nú er verðið 134 og hefur ekki verið lægra síðan í upphafí 1986. Mjög svipaða sögu er að segja af verðþróun á grálúðublokk. Verð á ferskum fiski í Vestur-Þýzka- landi, sem er að mestu leyti karfí var 1,94 mörk árið 1983, 2,08 1984, 2,46 1985, og 2,49 árið 1986. I fyrra varð það hins vegar 2,16 mörk. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var verðið heldur hærra en á sama tíma síðasta ár, en hefur síðan verið lægra. Styrk staða marksins hefur verið hvetjandi til útflutnings á Þýzkaland, en miklar sveiflur á framboði, einkum héðan, hafa reglulega valdið verulegu verðfalli á markaðnum. Um þessar mundir er framboð í minna lagi og verð hátt. Þýzki markaðurinn hefur ver- ið mun viðkvæmari fyrir sveiflum á framboði en sá brezki. Litlar líkur á verð- hækkun á saltf iski Verð á saltfíski hefur sveiflazt eins og verð á öðrum sjávarafurð- um. Sé meðalverðið í dölum sett á 100 árið 1980, kemur í ljós að næsta ár hækkaði það um 14%, en næstu fjögur árin var það fyrir neðan 100. 1986 fór það í 127 og 178 á síðasta ári. Á þessu ári hefur verið hins vegar lækkað. Saltfískur- inn fer að stærstum hluta til Portú- gals og Spánar og er þar margt, sem veldur sveiflum á verði. Salt- fískurinn er seldur til þessara landa fyrir bandarilqadalidali (innan ákveðinnar gengiskörfu) og sveiflur á þeim gjaldmiðli, mikil hækkun á árunum 1982 til 1985, og lækkun síðan, ráða miklu um verðið. Það er bundið ákveðinni gengisj^örfu, þannig að þegar dalurinn hækkaði sem mest, lækkaði verð talið í hon- um nokkuð, en þegar hann lækk- aði, hækkaði verðið á ný. Sem dæmi um áhrif þessa má nefna, að frá 18. maí til 4. júlí hækkaði gengi dalsins um 5,5%, en á sama tíma hækkaði skilaverð til framleiðenda aðeins um 0,5% í íslenzkum krón- um. Framboð og eftirspum em eft- ir sem áður ráðandi afl og verð hefur að nokkru leyti ráðist af sam- keppni við Norðmenn. Spánn og Portúgal hafa nú gengið í Evrópu- bandalagið og tollar þess á saltfisk hafa þegar haft áhrif til verðlækk- unar. Eftirspum er lítið minni en í fyrra, en meira framboð er á Evr- ópumarkaði, einkum vegna birgða í Noregi vegna loknur markaðsins í Brasilíu. Spumingin snýst um það hvort hvort um frekari verðlækkan- ir verði að ræða, meðal annars í formi hækkandi innflutningstolla EB. Fiskverð fylgir verðbólgu fremur en afurðaverði Erfítt er að nálgast meðalverð á fiski upp úr sjó hér á landi. Helzta viðmiðunin er útreiknað verð í fram- legðarreikningum fískvinnslunnar. Verð á fískinum er mismunandi eftir stærð og gæðum og yfírborg- anir tíðkast víða. Þá er verð á físk- mörkuðunum yfírleitt hærra en í öðmm viðskiptum. Meðalverð í framlegðarreikningum gæti því ver- ið óraunhæft að því leytinu, að það sé hvergi greitt. Það gefur engu að síður glögga mynd af verðþróun, þegar það er skoðað. í ársbyijun 1982 var þetta meðalverð hjá SH 5,03 krónur og fór ört hækkandi í mikilli verðbólgu. Það þrefaldaðist á tveimur ámm og í lok ársins 1985 var það komið í 20,44. Síðan þá hafa hækkanir ekki verið eins örar, enda verðbólga minni. í lok ársins 1986 var verðið 25,06 og í lok 3retland þorskur Fiskverö Bretland ferskfiskur 83 1984 1985 1986 1987 88 Fiskverð Saltfiskur í l Bandaríkin þorskflök mzm 83 1984 1985 1986 1987 88 Morgunblaðið/BS Verðþróun helztu afurðaflokka, sem seldir eru í Bretlandi. Þorsk- flök með roði í brotinni línu, verð á ferskum fiski í súlum og þors- kverð hér heima til samanburðar, táknað með skyggða fletinum. Þróun á verði saltfisks og þorskflaka í Bandaríkjunum. Saltfiskverð- ið er sýnt með súlum, þorskflakaverðið með brotinni línu og þors- kverð hér heima með skyggða fletinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.