Morgunblaðið - 09.07.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.07.1988, Blaðsíða 13
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JULI 1988 13 ■ Sendiherrar Norðurlandanna afhenda forsetum ástralska Jþingsins kertastjakana fimm, sem prýða munu hið nýja þinghús Astrala í Canberra. Benedikt Gröndal er lengst til vinstri á myndinni. Afhenti kertasljaka á 200 ára afmæli Astrala BENEDIKT Gröndal, ferða- sendiherra, er nýlega kominn heim úr ferð ti! Indónesíu og Astralíu, þar sem hann var með- al annars viðstaddur vigslu nýrr- »ar þinghússbyggingar í Can- berra, sem var hápunkturinn á 200 ára afmæli landnáms hvítra manna í Astralíu. Benedikt af- henti ásamt sendiherrum hinna Norðurlandanna fimm kertastj- aka úr silfri og kristal, en þeir eru gjöf þjóðþinga Norðurland- anna til hins nýja þinghúss Astr- ala. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að mönnum hefði þótt mikið til koma að fimm þjóð- ir hefðu svo náið samstarf að standa sameiginlega að gjöf. Benedikt afhenti landsstjóra Ástralíu, Sir Ninien Stephen, trún- aðarbréf sitt sem sendiherra og flutti við það tækifæri heillaóskir forseta Islands, nkisstjórnarinnar og þjóðarinnar til Ástrala á þessum tímamótum. Hann heimsótti ásamt konu sinni Islendinga í borgunum Sydney og Melbourne, en alls munu vera um 4-500 íslendingar í Ástr- alíu. Sagði Benedikt að þeir væru samheldnir og hefðu mikil sam- skipti við ísland. Þá ræddi Benedikt við ráðamenn um viðskipti, einkum um möguleika á sölu á íslenskri fiskveiðitækni til Ástralíu og Indónesíu. Benedikt sagði að hann legði ríka áherslu á að koma á viðskiptasamböndum í ferðum sínum og hefði hann samráð við Útflutningsráð, sem síðan leit- aði eftir áhugasömum fyrirtækjum. Sagði hann mikla möguleika á sölu fiskveiðitækni til Austur-Asíu og Kyrrahafslanda. Forseta Sameinaðs þings hefur verið boðið til fyrstu þingsetningar í nýja þinghúsinu .í Canberra síðar í sumar. Vegnr í Súðavíkurhlíð: Jónog Magnús áttulægsta tilboðið TILBOÐ frá fimm aðilum vegna nýbyggingar vegarkafla i Súðavíkurhlið við ísafjarðar- djúp voru opnuð hjá Vegagerð ríkisins 4. júlí. Kostnaðaráætlun nemur um 21,6 milljónum en lægsta tilboð, 16,5 milljónir, kom frá verktökunum Jóni og Magnúsi. Hæsta tilboð í verkið, tæplega 32 milljónir, kom frá Suðurverki hf. en Hagvirki hf. átti tilboð að upphæð 27,2 milljónir. Önnur til- boð voru undir kostnaðaráætlun. Um er að ræða nýbyggingu 3,1 km vegarkafla í Súðavíkurhlíð og skal verkinu lokið 20 nóvember næstkomandi. Gunnar H. Guð- mundssson, hjá Vegagerðinni á ísafírði, segir að gerð verði vatns- rás fyrir ofan veginn til að koma í veg fyrir svell á vetrum, vegurinn verði lagður beinni en nú sé og reist verði rofvörn neðan við hann. Útibúið er 50 ára í FRÉTT Morgunblaðsins á mið- vikudag af afmæli útibús Útvegs- bankans á Siglufirði var rang- lega sagt að útibúið væri 40 ára. Hið rétta er að útibúið er nú 50 ára gamalt. Beðist er velvirðingar á þessari missögn. Myndlistar- sýning í Þrastarlundi Sýningu Guðrúnar Einarsdóttur í veitingaskálanum Þrastarlundi við Sog lýkur mánudaginn 11. júlí, en þar sýnir hún 16 olíumálverk. Guðrún _er útskrifuð úr málara- deild M.H.Í. sl. vor. Veitingaskálinn er opinn alla daga til kl. 23.00. (Fréttatilkynning) Graegum Grasöum ÁTAK i LANDGRÆÐSLU LAUGAVEG1120,105REYKJAVIK SlMI: (91129711 Hlauparaikningur 261200 BúnaOarbankinn Hellu GÆTU NÝJAR VÉLAR RÁÐIÐ ÚRSLITUM UM VELGENGNI FYRIRTÆKIS ÞÍNS? IÐNLANASJÖÐUR ÚTVEGAR FJÁRMAGNIÐ! í síharönandi samkeppni veröa framleiöslufyrirtæki aö geta lagað sig aö nýjum aðstæðum og breyttri eftirspurn. Þá reynir á tækjabúnaöinn hvort unnt er aö framleiða eftir þeirri forskrift sem gefur hæst markaðsverð hverju sinni. lönlánasjóöur veitir hagkvæm lán til kaupa á fram- leiðslutækjum. Lánin taka jafnt til fjárfestingar í stærstu vélum og kaupa á minnstu tækjum. Kjörin eru aðgengileg, afgreiösla hröð og lánshlutfall er allt að 60% af f.o.b. verði vélarinnar. Lánshæf eru öll fyrirtæki og einstaklingar sem stunda iðnrekstur á íslandi. Hafðu samband við okkur sem fyrst. Kynntu þér nánar lánin sem við bjóðum, fyrirtæki þínu til framdráttar! IÐN LÁNASJÓÐUR IÐNAÐARBANKINN LÆKJARGÖTU 12, 101 REVKJAVÍK, SlMI691800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.