Morgunblaðið - 09.07.1988, Side 13

Morgunblaðið - 09.07.1988, Side 13
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JULI 1988 13 ■ Sendiherrar Norðurlandanna afhenda forsetum ástralska Jþingsins kertastjakana fimm, sem prýða munu hið nýja þinghús Astrala í Canberra. Benedikt Gröndal er lengst til vinstri á myndinni. Afhenti kertasljaka á 200 ára afmæli Astrala BENEDIKT Gröndal, ferða- sendiherra, er nýlega kominn heim úr ferð ti! Indónesíu og Astralíu, þar sem hann var með- al annars viðstaddur vigslu nýrr- »ar þinghússbyggingar í Can- berra, sem var hápunkturinn á 200 ára afmæli landnáms hvítra manna í Astralíu. Benedikt af- henti ásamt sendiherrum hinna Norðurlandanna fimm kertastj- aka úr silfri og kristal, en þeir eru gjöf þjóðþinga Norðurland- anna til hins nýja þinghúss Astr- ala. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að mönnum hefði þótt mikið til koma að fimm þjóð- ir hefðu svo náið samstarf að standa sameiginlega að gjöf. Benedikt afhenti landsstjóra Ástralíu, Sir Ninien Stephen, trún- aðarbréf sitt sem sendiherra og flutti við það tækifæri heillaóskir forseta Islands, nkisstjórnarinnar og þjóðarinnar til Ástrala á þessum tímamótum. Hann heimsótti ásamt konu sinni Islendinga í borgunum Sydney og Melbourne, en alls munu vera um 4-500 íslendingar í Ástr- alíu. Sagði Benedikt að þeir væru samheldnir og hefðu mikil sam- skipti við ísland. Þá ræddi Benedikt við ráðamenn um viðskipti, einkum um möguleika á sölu á íslenskri fiskveiðitækni til Ástralíu og Indónesíu. Benedikt sagði að hann legði ríka áherslu á að koma á viðskiptasamböndum í ferðum sínum og hefði hann samráð við Útflutningsráð, sem síðan leit- aði eftir áhugasömum fyrirtækjum. Sagði hann mikla möguleika á sölu fiskveiðitækni til Austur-Asíu og Kyrrahafslanda. Forseta Sameinaðs þings hefur verið boðið til fyrstu þingsetningar í nýja þinghúsinu .í Canberra síðar í sumar. Vegnr í Súðavíkurhlíð: Jónog Magnús áttulægsta tilboðið TILBOÐ frá fimm aðilum vegna nýbyggingar vegarkafla i Súðavíkurhlið við ísafjarðar- djúp voru opnuð hjá Vegagerð ríkisins 4. júlí. Kostnaðaráætlun nemur um 21,6 milljónum en lægsta tilboð, 16,5 milljónir, kom frá verktökunum Jóni og Magnúsi. Hæsta tilboð í verkið, tæplega 32 milljónir, kom frá Suðurverki hf. en Hagvirki hf. átti tilboð að upphæð 27,2 milljónir. Önnur til- boð voru undir kostnaðaráætlun. Um er að ræða nýbyggingu 3,1 km vegarkafla í Súðavíkurhlíð og skal verkinu lokið 20 nóvember næstkomandi. Gunnar H. Guð- mundssson, hjá Vegagerðinni á ísafírði, segir að gerð verði vatns- rás fyrir ofan veginn til að koma í veg fyrir svell á vetrum, vegurinn verði lagður beinni en nú sé og reist verði rofvörn neðan við hann. Útibúið er 50 ára í FRÉTT Morgunblaðsins á mið- vikudag af afmæli útibús Útvegs- bankans á Siglufirði var rang- lega sagt að útibúið væri 40 ára. Hið rétta er að útibúið er nú 50 ára gamalt. Beðist er velvirðingar á þessari missögn. Myndlistar- sýning í Þrastarlundi Sýningu Guðrúnar Einarsdóttur í veitingaskálanum Þrastarlundi við Sog lýkur mánudaginn 11. júlí, en þar sýnir hún 16 olíumálverk. Guðrún _er útskrifuð úr málara- deild M.H.Í. sl. vor. Veitingaskálinn er opinn alla daga til kl. 23.00. (Fréttatilkynning) Graegum Grasöum ÁTAK i LANDGRÆÐSLU LAUGAVEG1120,105REYKJAVIK SlMI: (91129711 Hlauparaikningur 261200 BúnaOarbankinn Hellu GÆTU NÝJAR VÉLAR RÁÐIÐ ÚRSLITUM UM VELGENGNI FYRIRTÆKIS ÞÍNS? IÐNLANASJÖÐUR ÚTVEGAR FJÁRMAGNIÐ! í síharönandi samkeppni veröa framleiöslufyrirtæki aö geta lagað sig aö nýjum aðstæðum og breyttri eftirspurn. Þá reynir á tækjabúnaöinn hvort unnt er aö framleiða eftir þeirri forskrift sem gefur hæst markaðsverð hverju sinni. lönlánasjóöur veitir hagkvæm lán til kaupa á fram- leiðslutækjum. Lánin taka jafnt til fjárfestingar í stærstu vélum og kaupa á minnstu tækjum. Kjörin eru aðgengileg, afgreiösla hröð og lánshlutfall er allt að 60% af f.o.b. verði vélarinnar. Lánshæf eru öll fyrirtæki og einstaklingar sem stunda iðnrekstur á íslandi. Hafðu samband við okkur sem fyrst. Kynntu þér nánar lánin sem við bjóðum, fyrirtæki þínu til framdráttar! IÐN LÁNASJÓÐUR IÐNAÐARBANKINN LÆKJARGÖTU 12, 101 REVKJAVÍK, SlMI691800

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.