Morgunblaðið - 09.07.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.07.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988 Hveragerði: Listmuna- sýning vegria vina- bæjamóts Hveragerði. VINABÆJAMÓT hefst í Hvera- gerði í dag, 9. júlí, og stendur í tvo daga. Unnið hefur verið margháttað undirbúningsstarf síðustu vikur svo allt megi til takast. Einn liður í dagskrá mótsins er sýning á ýmsum munum hagleiks- manna í Hveragerði og var hún sett upp í Hótel Ljósbrá og verður hún opin á opnunartíma hótelsins frá kl. 8 að morgni og til 22 að kvöldi. Sýndir eru margskonar munir. Sigurður Sólmundarson sýnir myndverk unnin úr náttúrulegum eftium. Ásgarður c/o Erlendur Magnús- son sýnir minjagripi, sérsmíði og útskurð. Ingvar Sigurðsson sýnir minjagripi og olíu- og krítarmyndir. Kara Jóhannesdóttir hefur ann- ast blómaskreytingar á sýningunni og víðar vegna mótsins. - Sigrún Kaldurjúní í Breiðuvík Morgunblaðið/Sigrún Sigfúsdóttir Hagleiksmenn í Hveragerði. Frá vinstri Ingvar Sigurðsson, Sigurður Sólmundarson og Erlendur Magnússon. Breiðuvik. ILLA hefur viðrað í júní og þó sérstaklega seinni hluta mánað- arins. Trjágróður skemmdist mikið og gras spratt lítið. Fugla- varp eyðilagðist i stórum stíl og gæftir voru með afbrigðum slæmar. Júnímánuður var rysjóttur og kaldur. Sunnan- og suðvestan átt ríkjandi, úrkomusamt og oft hvass og úfinn sjór sem um vetur væri. Tijágróður fór illa víða, visnuðu tijálauf og dóu. Grasspretta var mjög hæg, bæði á túnum og í út- haga og sýnist mér að sjórok hafi skemmt gróðurinn þar sem vindur stóð af hafi. Fuglavarp fór illa. Kríuvarp eyði- lagðist að mestu, sumir halda að mávurinn hafí átt nokkum þátt í að eyðileggja kríuvarpið, að hann hafí étið undan kríunni. Mávurinn sást oft í stórum hópum hér á tún- um og virtist hann vera að leita að æti. Rituvarpið í kiettunum við sjó- inn fór illa, því sjórokið sópaði hreiðrunum undan ritunni, sérstak- lega neðan til í björgunum. Lítill afli barst á land í júní, gæftir slæmar og frekar tregur afli þá daga sem gaf á sjó. Nú er hafin bygging fjögurra sumarhúsa í sumarbústaðahverfínu við Amarstapa, í viðbót við þau hús sem ég hef áður getið um í fréttum. Mikill fjöldi af fólki kom hér á nes- ið þann 1. og 2. júlí og ók ég með fólk fyrir Jökul til Ólafsvíkur og hef ég aldrei séð slíkan fjölda af bílum á þessari leið. Taldi ég 18 bíla á afleggjaranum sem liggur af þjóðvegi niður að sjó að fjárrétt sem er sunnan við Beravík, og einnig var fjöldi bfla niður við Djúpalón og á leið þangað. Veður var yndis- legt þennan dag og kjörið til nátt- úruskoðunar. Á þessum slóðum var mikið um huldufólk í gamla daga, en lítið hefur orðið vart við það á síðari áram, þó mun eitthvað af huldu- fólki hafa þama búsetu enn og syngja í Söngkletti og Tröllakirkju. - F.G.L. Ályktun háskólaráðs: Reynt verður að hnekkja embættisathöfn ráðherra HÁSKÓLARÁÐ samþykkti á fundi sinum i gær eftirfarandi ályktun í tilefni af veitingu lekt- orsstöðu í stjómmálafræði við félagsvisindadeild og vegna gagnrýni á málsmeðferð innan Háskóla íslands. í háskólaráði sitja háskólarektor, forsetar allra deilda Háskólans, tveir full- trúar háskólakennara og fjórir fulltrúar stúdenta, tveir frá Vöku og tveir frá Röskvu. Ályktun háskólaráðs er svohljóð- andi: 1. Háskólaráð mótmælir harðlega veitingu menntamálaráðherra á stöðu lektors í stjómmálafræði við Félagsvísindadeiid Háskóla íslands. Með embættisgerð þess- ari hefur ráðherra brotið frek- iega á þá meginreglu ftjálsra háskóla að þar veljist menn til starfa á grandveili hæfni tii kennslu og rannsókna á tiiteknu sérsviði. 2. Háskólaráð vísar á bug ásökun- um menntamálaráðherra um vanhæfni og hlutdrægni dóm- nefndar við mat á umsækjendum um lektorsstöðu þessa, enda hefur hann ekki tilgreint neinar sérstakar vanhæfnisástæður og ber hann þó sönnunarbyrðina fyrir staðhæfíngum sínum. Að beiðni Félagsvísindadeild- ar var fulltrúi rektorst skipaður í dómnefndina. hann gegndi þar hlutverki umboðsmanns, gætti formsatriða og tryggði að fyllsta hlutleysis væri gætt við nefhdar- störf. Þessu hlutverki gegndi prófessor Jónatan Þórmundsson, varaforseti háskólaráðs. 3. Menntamálaráðherra feilst ekki á þá niðurstöðu dómnefndar að Hannes H. Gissurarson hafí ekki sýnt hæftii til að kenna undir- stöðugreinar stjómmálafræði. Ráðherra telur að doktorspróf i stjómmálafræði frá Oxford hljóti að sanna slíka hæfni. Stað- reyndir málsins era þær að Hannes H. Gissurarson hefur ekki stundað formlegt nám í stjómmálafræði, hann hefur ekki tekið nein námskeið í þeirri grein svo að vitað sé og hefur ekki sýnt með ritstörfum sínum að hann hafí þá þekkingu á helstu kenningum og rannsókn- araðferðum í greininni að hann teljist hæfur tii kennslu í undir- stöðugreinum hennar. Það er ekki óvenjulegt að menn stundi doktorsnám á sér- sviði, sem fella má undir fleiri en eitt fræðasvið. Hliðstætt dæmi má nefna um afgreiðslu á stöðu í efnafræði. Meðal um- sækjenda var efnilegur sérfræð- ingur með doktorspróf í eðlis- efnafræði.sem er ein af sérgrein- um efnafræðinnar. Þessi um- sækjandi var ekki taiinn hæfur vegna þess að undstöðumenntun hans var í eðlisfræði en ekki í efnafræði. Undirstöðumenntun Hannes- ar H. Gissurarsonar er í heim- speki og sagnfræði en ekki í stjómmálafræði. Doktorsnám á tilteknu sérsviði fræðigreinar tryggir ekki að sá sem hliit eigi að máli hafi hlotið þá grunn- menntun í fræðigreininni sem nauðsynleg er til kennslustarfa í undirstöðugreinum hennar., 4. Háskólaráð mótmælir þeim vinnubrögðum ráðherra að veita lektorsstöðuna á grandvelli með- mæla fyrrverandi kennara að- eins eins umsækjanda. Slíkar umsagnir era ekki frá hlutlaus- um aðilum eins og ráðherra gef- ur í skyn því kennarar leitast eðlilega við að gera hlut nem- enda sinna sem mestan. Ráð- herra hefði getað með rökstuddu áliti hafnað dómnefndarálitinu og krafíst þess að ný dómnefnd yrði skipuð. 5. Háskólaráð mótmælir þeirri til- raun ráðherra til að hafa áhrif á kennslu í Háskóla íslands með þeim hætti að veita stöðuna á grundvelii sérskoðana eins um- sækjanda á eðli og hlutverki stjómmálafræði. Kennslufrelsi 6. Háskólans hafa ráðherrar virt allt frá stonun hans þar til nú- verandi ráðherra gefur út hina sögulegu greinargerð 30. júní sl. Það er einsdæmi að ráðherra gefí út þá yfirlýsingu að kenn- arastöðu við Háskóla íslands skuli veita á grandvelli sérskoð- ana. Því miður hefur ráðherra kosið að beita veldi sínu þvert á anda þeirra laga sem nú era í gildi. Hefur hann sýnt fádæma hroka í tilraun sinni til að kúga Háskól- ann. Hákskólaráð átelur ráð- herra harðlega fyrir framgöngu hans í máli þessu. Auk þess sem þegar er talið hefur hann lítils- virt Háskólann með því að til- kjmning um stöðuveitinguna og bréf til rektors og háskólaráðs vora fyrst send fjölmiðlum áður en þau bárast réttum aðilum. 7. Háskólaráð mun láta athuga lagalega stöðu Háskólans í þessu máli í því skyni að hnekkja þess- ari embættisathöfn ráðherra. Hellufluffvöllur: Islandsmót í svifflugi hefst í dag ÍSLANDSMÓT í svifflugi hefst á Hellu-flugvelli i dag, laugardag- inn 9. júlí. Flugmálafélag íslands gengst fyrir mótinu og mun það standa í 9 daga, en þvi lýkur sunnudaginn 17. júli. Fimmtán keppendur munu taka þátt í mótinu, sem verður hið fjöl- mennasta sem haldið hefur verið til þessa. Meðal þáttakenda verður þekktur bandaríksur svifflugmaður, Tom Knauff, en hann hefur meðal annars sett heimsmet í svifflugi. Þetta er í annað sinn sem Tom Knauff keppir hérlendis. Móttstjóri verður Baldur Jóns- son, en auk hans verða í mótstjórn Tómas Waage, Hólmgeir Guð- mundsson og Þorgeir Magnússon. Ráðgjafi mótstjómar verður Guð- mundur Hafsteinsson veðurfræð- ingur, en hann hefur sérstaklega kynnt sér erlendis veðurspár fyrir svifflug. Ályktun félagsvísindadeildar: Niðurlag féll út ÞAU mistök urðu við vinnslu Morgunblaðsins í gær að niður- lag ályktunar deildarfundar félagsvísindadeildar Háskóla íslands á blaðsíðu 22 féll út. Blaðið biðst velvirðingar á þess- um mistökum og birtir hér lo- kakaflann, sem út féll: „Mikil alvara hlýtur að búa að baki þegar menntamálaráðherra sakar Háskóla íslands um mis- brest í starfí og þess verður að krefjast að ráðherrann hafi gildar ástæður tii slíkra ásakana og traust rök fyrir gerðum sínum í framhaldi af þeim. Ráðherra byggir hins vegar ásakanir sínar á afar ótraustum rökum og rang- færslum, og ekki tekur betra við er hann réttlætir gerðir sínar í framhaldi af árásum sínum á dómnefnd háskólans og félagsví- sindadeild. Að leita til fyrrverandi kennara aðeins eins úr hópi um- sækjendanna og óska eftir um- sögn um hann er ekki aðeins gróf móðgun við Háskóla íslands, held- ur brýtur sá gemingur á réttind- um og sanngimiskröfum hinna umsækjendanna. Ef ráðherrann vantreystir verk- um dómnefndar háskólans jafn- mikið og hann gefur í skyn hefði verið eðlilegra að óska eftir því við háskólann að ný dómnefnd yrði skipuð til að fjalla um alla umsækjendur að nýju. Sú leið sem menntamálaráðherra hefur nú valið til að réttlæta skipun í lekt- orsstöðu í stjórnmálafræði brýtur gegn öllum hefðum um samskipti háskólans og ráðuneytisins og gerir embættisfærslu hans alla hina tortryggilegustu. Ef þau vinnubrögð og röksemd- ir sem menntamálaráðherra hefur beitt í þessu máli verða grandvöll- ur embættisveitinga í framtíðinni þá gætu menntamálaráðherra og eftirmenn hans á skömmum tíma eyðilagt faglegan styrk og vísindalegt sjálfstæði Háskóla ís- iands. Fara verður 50 ár aftur í tímann til þess að fínna hliðstæðu við embættisveitingu Birgis ísleifs Gunnarssonar en þá mótmæltu allir prófessorar við háskólann pólitískri misnotkun kennslumála- ráðherra á veitingavaldinu. Þeir sögðu m.a.: „Vér lítum svo á, að embættis- veiting sú, sem hér um ræðir, sé fullkomið og skýlaust brot á sjálfsákvörðunarrétti háskólans og mótmælum henni eindregið af þeim sökum, enda er með henni skapað fordæmi, sem getur orðið stóram hættulegt og skaðlegt háskólanum í framtíðinni.“ Félagsvísindadeild beinir þeim tilmælum til háskólayfirvalda að leitað verði allra leiða til að hnekkja embættisveitingu þessari og því fordæmi sem hún gæti skapað í háskólastarfi hér á landi. Samþykkt á deildarfundi fé- lagsvísindadeildar 7. júlí 1988. Þórólfur Þórlindsson, deild- arforseti félagsvísindadeild-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.