Morgunblaðið - 09.07.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.07.1988, Blaðsíða 1
Bandaríkin: Mikil hækkun á gengi dollarans Washington, London, Reuter. GENGI dollarans hækkaði verulega í gær vegna frétta um, að atvinnuleysi í Bandaríkjunum í júnímánuði hefði ekki verið minna í 14 ár eða 5,3%. Það eykur aftur líkur á, að seðlabankinn grípi til vaxtahækkana til að koma í veg fyrir þenslu og verðbólgu. í maí var atvinnuleysið 5,6% og hafði ekki verið búist við neinum breytingum þar á. Nýju tölurnar eru til marks um fjörkippinn, sem hlaupinn er í bandarískan útflutn- ingsiðnað vegna lágs dollarageng- is, en þær hafa endurvakið óttann við aukna verðbólgu. Alan Green- span, seðlabankastjóri, hefur áður sagt, að fari atvinnuleysið niður fyrir 5,2 eða 5,3% muni það verða til að auka kaupkröfur og þar með verðbólgu. Vegna þessa þykir líklegra en áður, að seðlabankinn grípi í taumana með vaxtahækk- un. Gullverðið lækkaði nokkuð í gær og lækkun olíuverðsins hélt einnig áfram. Hafði það raunar hækkað dálítið í kjölfar slyssins í Norðursjó en sú hækkun gekk til baka og í gær var verðið um það bil 14 dollarar fyrir fatið. Er það fjórum dollurum minna en OPEC- ríkin telja hæfílegt. Er offramboði um að kenna. Leitum hefnda Tugir þúsunda manna komu í gær saman í Teheran við útför þeirra, sem fórust með irönsku þotunni. Kröfðust þeir blóðugra hefnda en yfirmaður hersins hvatti þá heldur 'til að taka sér vopn í hönd og halda til vigvallanna í styijöldinni við íraka. Yfirmaður franshers: á vígvöllunum Dubai. Reuter. Yfirmadur íranska heraflans réð í gær löndum sínum frá að hefna farþega og áhafnar írönsku þotunnar, sem Bandarikjamenn skutu niður, og sagði, að það yrði aðeins til að almenningsálitið í heiminum snerist gegn þeim. Hann hvatti hins vegar alla vopnfæra menn til að hlýða kallinu og fara í stríðið gegn Irökum. Ættingjar þeirra, sem létust með írönsku þotunni, hrópuðu í gær á hefnd en Rafsanjani, yfirmaður íranska hersins, sagði á fjölmennum útifundi í Teheran, að óráðlegt væri að gjalda líku líkt í þessu máli. Yrði það aðeins til að snúa almenningsálitinu í heiminum gegn írönum. Hefndin ætti heima annars ’staðar, á vígvellinum í stríðinu við íraka. Hvatti hann alla, sem „vald- ið gætu vopni“, til að hlýða her- hvötinni. írakar réðust i gær á tvö stór olíuskip, sem voru í flutningum fyr- ir írani, grískt og kýpverskt, en ekki er talið, að manntjón hafi hlot- ist af. Dagblað í Dubai sagði í gær, að ástandið í fjarskiptamálum yfír Persaflóa væri þannig, að flugmenn vissu oft ekki hveija væri verið að kalla upp eða hverjum þeir væru að svara, hvaða flugtumi eða hvaða herskipi. Stjórnvöld í Bandaríkjun- um hafa sagt, að áhöfnin á Vin- cennes, sem skaut niður írönsku farþegaþotuna, hafi margreynt að hafa samband við hana áður. 68 SÍÐUR B OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter Brunnar leifar Piper Alpha-olfuborpallsins í Norðursjó. í gærmorgun höfðu fundist lík 17 manna en annarra 149 var þá enn leitað. Slysið á olíuborpallinum í Norðursjó: Létu lífið imiilokaðir og hrópandi á hjálp Aberdeen. Reuter. ALLT að 100 manns létu lífið hrópandi á hjálp eftir að hafa lifað af fyrstu sprengingarnar í olíuborpallinum Piper Alpha. Er það haft eftir einum þeirra, sem af komust. 166 menn a.m.k. létust í slysinu. Enn logar mikill eldur í pallinum og var í gær kvaddur til bandarískur sérfræðingur í að slökkva olíuelda. „Mennimir hrópuðu í senditækin: „Við þurfum öndunartæki. Hvað er að gerast? Hefur einhver komist út? Við deyjum hér allir,““ sagði Harry Calder, einn starfsmannanna á pallinum, en hann komst út um dyr við annan mann. „Ringulreiðin var óskapleg. Margir lögðust á gólf- ið til að geta andað en við tveir komumst út í tæka tíð. Við vomm þama að minnsta kosti 100 og hit- inn var svo skelfilegur, að gluggar og dyr spmngu á örskammri stundu." Bandaríski olíueldasérfræðingur- inn Paul „Red“ Adair kom í gær til Aberdeen til að kanna aðstæður en eldamir brenna í olíu og gasi, sem streymir um borpallinn frá fimm lindum. Ekki er fullljóst hvemig að verkinu verður staðið því að ennþá er engum manni vært á pallinum. Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, vitjaði í gær þeirra, sem af komust, á sjúkrahúsi í Aberdeen og sagði þá, að stjómin hefði ákveðið að leggja fram sem svarar til 78 milljóna ísl. kr. í hjálp- arsjóð og Armand Hammer, stjórn- arformaður Occidental Petroleum, eiganda olíuborpallsins, ætlar að leggja fram sömu upphæð. Þá ætlar Evrópubandalagið að leggja til 46 millj. kr. Fjölskyldur hinna látnu fá auk þess í sinn hlut 7,8 millj. kr. hver, fímm ára laun, og eftirlauna- greiðslur. Cecil Parkinson orkumálaráð- herra hefur tilkynnt, að opinber rannsókn fari fram á slysinu en það varð aðeins tíu dögum eftir að ör- yggiseftirlitið hafði vottað, að allt væri í stakasta lagi á borpallinum. Búist er við, að skaðabótakröfur vegna slyssins verði meiri en áður hefur þekkst í tryggingasögunni og verði vel umfram milljarð dollara. Mikil samkeppni á tryggingamark- aðnum hefur valdið því, að trygg- ingafélög hafa boðið tryggingar niður hvert fyrir öðm en talið er víst, Norðursjávarslysið snúi þeirri þróun við. Sjá fréttir á bls. 26. Tannkremsskömmtun á Kúbu: Ein túpa fyrir þrjá á þriggja, mánaða fresti Havana. Reuter. SVO MIKILL tannkremsskort- ur er nú á Kúbu, að sjálfur þjóð- arleiðtoginn Fidel Kastró hefur séð sig tilneyddan til að skerast í leikinn. „Það er með öllu óskiljanlegt, að við skulum ekki geta verið sjálfum okkur nógir með tann- krem,“ sagði í fréttum Ain-frétta- stofunnar kúbversku, sem skýrði einnig frá því, að Kastró hefði í fyrradag skotið á fundi með tannkremsframleiðendum í landinu. Að honum loknum skip- aði hann svo fyrir, að framleiðslan skyldi aukin og úreltar vélar end- umýjaðar en þær standa sumar á fertugu. Yfirmaður tannkremsfram- leiðslunnar á Kúbu sagði í viðtali við fréttastofuna, að ástandið mætti rekja til erfíðleika í inn- flutningi hráefna frá Vesturlönd- um jafnt sem kommúnistaríkjun- um í Austur-Evrópu. í síðasta mánuði var ákveðið að taka upp tannkremsskömmtun á Kúbu og er hveijum þremur mönnum í fjölskyldu ætluð ein túpa á þriggja mánaða fresti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.