Morgunblaðið - 09.07.1988, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988
Davíð Oddsson til
Hull og Grimsby
Borgarstjórahjónin í Reykjavík
fara ásamt tíu manna fylgdarliði
í heimsókn til Grimsby og Hull i
nœstu viku. Borgarstjóri fer f boði
borgarstjórnanna i Grimsby og
Hull og mun meðal annars skoða
fiskmarkaði og rœða við forystu-
menn i atvinnulífi. Borgarstjórar
Grimsby og Hull komu hingað til
lands í boði Reybjavíkurborgar í
fyrra.
Samkvæmt upplýsingum frá borg-
arritara fer borgarstjóri til Lundúna
sunnudaginn 10. júlí og munu full-
trúar bæjarstjómanna í Grimsby og
Tilraunir
með þynnra
steypulag
á vegum
ÞEIR sem aka um Reykjanes-
braut kannast við að viða situr
bleyta eftir í hjólförum eftir
rigningar og veldur slysa-
hættu. Þar er vegurinn mjög
slitinn og er talið brýnt að
gert verði við hann innan
tiðar. Nokkur undanfarin ár
hafa Sementsverksmiðja ríkis-
ins, steypustöðin BM Vallá og
Vegagerð rfldsins staðið fyrir
tilraunum með steinsteypt of-
análag. í fyrra kostaði Vega-
gerðin tilraun við Keflavíkur-
veg, á móts við kirkjugarð
Hafnarfjarðar. Lagt var fjög-
urra sentimetra þykkt steypu-
lag á hundrað metra vegar-
kafla. Hefur tilraunin gefist
vel, að sögn Guðmundar Guð-
mundssonar, framkvæmda-
stjóra Sementsverksmiðju
ríkisins.
„Þetta hefur ekki verið rejmt
annars staðar og er vandamálið
aðailega fólgið í því hvort steyp-
an bindist við undirlagið, sem í
þessu tilfelli er steypa. Yfírleitt
er þykktin á milli 7 og 14 senti-
metrar þegar verið er að endur-
leggja steypu, en á þessum
spotta er þykktin aðeins Qórir
sentimetrar,“ sagði Guðmundur.
Steypan er vatnslitil og lfkist
helst undirlagsmöl og er hún lögð
á vegi með sömu tækni og notuð
er við malbikunarframkvæmdir.
Að sögn Guðmundar hefur til-
raunin gefíst vel og virðist sem
steypan bindist vel við undirlag-
ið.
Verði raunin sú að viðgerðir á
slitbundnum vegum fari fram á
þennan hátt má telja vfst að um
verulegan spamað fyrir þjóðar-
búið sé að ræða. Fjögurra senti-
metra þykkt af steypu er nokk-
um veginn sambærileg í verði
við malbiksframkvæmdir en end-
ingin er tvöfalt meiri. Vegagerð-
in hefur uppi áform um að leggja
svipað lag á vegarspotta vestar
á Reykjanesbrautinni á næst-
unni.
Hull taka á móti honum þar. Heim-
sókninni til Grimsby og Hull lýkur
föstudaginn 15. júlí.
í Grimsby og Hull eru fjölmörg
íslensk fisksölufyrirtæki og mun
borgarstjóri kynna sér viðskipti ís-
lendinga.
Davíð Oddsson dvelur í Grimsby
á mánudag og þriðjudag en í Hull
miðvikudag og fímmtudag. Að sögn
Jóhanns Sigurðssonar í Lundúnum
bjóða íslensk físksölufyrirtæki, Eim-
skip og SÍS, borgarstjórahjónunum
til veislu á miðvikudag. Boðið hefur
verið hátt á fímmta hundrað gestum
í veisluna, þar á meðal öllum helstu
viðskiptamönnum íslensku físksölu-
fyrirtækjanna í Bretlandi, bæjar-
stjómum Grimsby og Hull og
íslensku sendiherrahjónunum. Hilm-
ar B. Jónsson mun sjá um mat og
veisluföng. Að sögn Jóhanns er þetta
stærsta móttaka sem íslendingar
hafa efnt til f Bretlandi.
Að heimsókninni lokinni munu
borgarstjórahjónin fara til Dyflinnar.
Kátir piltar á Laugavegi
Morgunblaðið Einar Falur
HAFNFIRSKA gleðisveitin Kátir piltar kættu áheyrendur á Laugaveginum í gær er þeir léku þar
nokkur lög sin fyrir gesti og gangandi.
Framfærsluvísitalan undir rauða strikinu í flestum kjarasamningum:
Friðurinn verður örugg-
lega úti fyrsta nóvember
- segir Guðmundur J. Guðmundsson formaður VMSI
Selfoss:
Eldur kom
upp í bifreið
ELDUR kviknaði f sendiferðabif-
reið á Selfossi skömmu eftir há-
degi í gær. Slökkviliði gekk
greiðlega að ráða niðurlögum
eldsins en bifreiðin skemmdist
þó mikið að sögn lögreglu.
Ekki urðu slys á mönnum þegar
kviknaði í bifreiðinni af Ford Econ-
oline gerð sem ekið var eftir Engja-
vegi á Selfossi. Trúlega hefur eldur
kviknað út frá bilaðri bensínleiðslu,
en að sögn lögreglu var bensínslóði
á eftir bílnum.
Framfærsluvísitalan í júlíbyrj-
nn reyndist rétt undir viðmiðun-
armörkum i Akureyrarsamning-
unum svokölluðu, en 0,5% yfir
rauða strikinu í gildandi kjara-
samningum Dagsbrúnar og 9
annarra verkalýðsfélaga innan
Verkamannasambands íslands.
Guðmundur J. Guðmundsson
formaður Dagsbrúnar og Verka-
mannasambands íslands segist
telja litlar Iíkur á að komi til
endurskoðunar á samningum
þessara félaga enda hafi VMSÍ
samið um það við Vinnuveitenda-
sambandið og Vinnumálasam-
bandið að fella samningana sam-
an í einn samning, þótt félögin
10 hafi ekki öU samþykkt það
formlega enn. Guðmundur sagð-
ist hinsvegar telja afar hæpið að
rauða strikið, sem sett er 1. nóv-
ember, haldi og þá verði friður-
inn úti.
Rauða strikið í samningi Verka-
mannasambandsins, sem gerður
var í febrúar, miðaðist við að fram-
færsluvísitalan færi ekki yfír 261
stig 1. júlí, en sá samningur var
felldur í öllum aðildarfélögum sam-
bandsins nema tíu. í seinni samn-
ingnum, sem kenndur er við Akur-
eyri, miðaðist rauða strikið við 263
stig en vísitalan mældist 262,4 stig.
Guðmundur J. Guðmundsson sagði
við Morgunblaðið að í lok maí hefði
verið gert samkomulag milli VSÍ,
VMSÍ og VMSS að fella þessa
samninga saman í einn samning
með venjulegum fyrirvara um sam-
þykki aðildarfélaga. Guðmundur
sagðist ekki vita hve mörg af þess-
um 10 félögum væru búin að af-
greiða þetta samkomulag, a.m.k.
væri það ekki búið formlega hjá
Dagsbrún, en sér þætti þó ólíklegt
að menn færu að svipta þessu öllu
í sundur út af 1,4 stigum.
Snorri Snorrason hagfræðingur
VSÍ sagði við Morgunblaðið að þeg-
ar hann og Ari Skúlason hagfræð-
ingur ASÍ hefðu á sínum tíma gert
verðbólguspár fyrir rauðu strikin
hefðu þeir miðað við 6% gengis-
fellinguna sem kom í kjölfar samn-
inganna í febrúar. Hins vegar hefðu
þeir ekki gert ráð fyrir 10% gengis-
fellingunni í maí. Það væri því ljóst
að verðbólguspáin hefði verið of há
á sínum tíma en aðilar hefðu viljað
hafa ákveðið svigrúm. Það væri þó
ánægjulegt að rauða strikið hefði
haldið nú, annars hefði orðið mikill
ófriður á vinnumarkaðinum.
Guðmundur J. Guðmundsson
sagði að þótt flestir hefðu reiknað
með að rauða strikið héldi nú gegndi
öðru máli með vísitöluviðmiðunina
1. nóvember, sem er 272 stig, sér
í lagi eftir að gengisfellingin kom
í maí. „Ég er ekki viss um að allar
verðhækkanir vegna hennar séu
komnar fram nú, en í nóvember
verða áhrifín komin fram að fullu
og þá verður einnig komin inn
hækkun á landbúnaðarvörum í
september. Ríkisstjómin þarf því
að gera vel ef vísitalan á ekki að
fljúga yfír rauða strikið 1. nóvém-
ber, auk þess sem þá kemur strögl
um það hvort heimilt sé að borga
umfram rauðu strikin vegna bráða-
birgðalaganna. Mér sýnist því allar
líkur á að þetta sé aðeins gálga-
frestur hjá ríkisstjóminni og friður-
inn verði örugglega úti 1. nóvem-
ber,“ sagði Guðmundur J. Guð-
mundsson.
Umferðarlagabrot: '
Kærur hafa tvöfaldast
Bílbeltanotkun dregur úr alvarlegum slysum
FJÖLDI þeirra ökumanna sem kærður er fyrir umferðarlagabrot
hefur farið vaxandi að undanförnu. Nemur fjölgun kæra allt að
helmingi milli tímabila á þessu ári og i fyrra. í maimánuði í ár voru
1319 ökumenn kærðir fyrir umferðarlagabrot á móti 723 í sama
mánuði í fyrra. Samhliða þessu hefur dregið úr mikið slösuðum
farþegum i umferðarslysum og segir lögreglan að bílbeltanotkun
hafi tvímælalaust stuðlað að þeirri þróun.
Ómar Smári Ármannsson, aðal-
varðstjóri í umferðardeild, segir að
af þeim 1319 ökumönnum sem
kærðir voru beri hæst kærur fyrir
of hraðan akstur. í maí í ár voru
þessar kærur 727 en 301 í fyrra.
Júnímánuður kemur aðeins betur
út hvað fjölda kæra varðar, í ár
voru tæplega 1100 ökumenn kærð-
ir á móti rúmum 900 í fyrra.
„Skýringin á þessari aukningu
er tvíþætt. Ökumenn gefa nú oftar
en ekki tilefni til afskipta lögreglu
vegna umferðarlagabrota og hins-
Hafþórsmálið:
Fjórar útgáfur
tíl af miðlínumii
Frá Kristni Benediktssyni blaðamanni Morgunblaðains á Dohmbanka.
RÚNAR Björgvinsson skip- og í fjórða lagi getur verið um
stjóri á Grindvíking GK sem
nú er staddur á Dohrnbanka
segir að það geti verið um fjór-
ar mismunandi miðlínur að
ræða milli Grænlands og ís-
lands eftir þvi við hvað er mið-
að.
„Þetta eru íslenska mælingin,
danska mælingin sem tekur mið
af tveimur sketjum við Grænland
sem eru horfin, þýsku sjókortin
skekkju í lórantækjum að ræða.
segir Rúnar. „Ágreiningurinn um
þessa miðlínu getur munað allt
að 4 sjómílum eftir því við hvað
er miðað. Mjög áríðandi er að fá
úr því skorið hvar lfnan er því um
gífurlega hagsmuni er að ræða
þegar rækja gefur sig til héma
megin við línuna enda er hún
stærri og verðmeiri eftir því sem
austar dregur."
vegar hefur lögreglan skipulagt
vinnu sína betur en áður,“ segir
Ómar Smári. „Þetta þýðir þó ekki
að við kærum allar smáyfirsjónir
sem við sjáum, þvert á móti sleppur
fólk oftast með áminningu ef um
smáyfirsjón er að ræða en við höld-
um ekki neinar tölur yfir slík til-
felli.“
Ómar segir að frá því að sektar-
ákvæði í bílbeltanotkun var lögleitt
í mars hafí orðið töluverð fækkun
á mikið slösuðu fólki í umferðinni,
einkum farþegum f framsæti bif-
reiða. „Bflbeltanotkunin hefur því
tvímælalaust sannað gildi sitt því
ætla má að mun fleiri noti nú belt-
in en áður,“ segir hann.
Mikið slösuðum f umferðinni
fækkaði úr 13 í maí í fyrra og niður
í 5 í maí í ár. í júní hinsvegar voru
6 mikið slasaðir sem er sama tala
og í fyrra. Lítið slösuðum fjölgaði
síðan um helming í júní í ár, voru
18 á móti 9 í fyrra.'Þá voru 89
teknir ölvaðir við akstur í júní en
þessi tala hefur verið á bilinu 70-80
undanfama mánuði.
Aðspurður um helstu orsakir
umferðaróhappanna undanfarið
segir Ómar Smári að þær megi
einkum rekja til sofandaháttar öku-
manna. „Þama kemur einnig til
aðgæsluleysi, virðingarleysi fyrir
hraðatakmörkunum og tillitsleysi
gagnvart öðmm vegfarendum,“
segir hann.
Helstu ráð til úrbóta segir Ómar
Smári vera að allir leggi sitt af
mörkum og að ökumenn séu vak-
andi fyrir því sem þeir em að gera
í umferðinni.