Morgunblaðið - 09.07.1988, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988
á hólminn er komið
Þegar
eftirArnar
Jónsson
Enn einu sinni hefur íslenska
þjóðin þurft að horfa agndofa og
í réttlátri reiði uppá ákvarðana-
töku varðandi stöðuveitingu sem
minnir á allt annað en lýðræði.
Þessi ákvarðanataka nálgast því
síður fijálsa samkeppni um hug-
myndir og að þeir hæfustu lifi.
Þó er sá maður sem að öllu
óbreyttu virðist ætla að veita stöð-
unni viðtöku sá íslendingur sem
hvað hrifnastur hefur verið af slíku
náttúrulegu ferli við ákvarðana-
töku. Ekkki veit ég hvort Hannes
Hólmsteinn hefur breytt um skoð-
anir eða hvort aðstæður kreflist
blinda augans.
Allt ungt fólk hlýtur að hræðast
þá tilhugsun að í framtíðinni geti
það búist við því að verða fórnað
á pólitísku altari allt eftir því
hvemig pólitískir vindar blása.
Síðastliðin ár hafa átt sér stað
hægfara breytingar í átt til auk-
innar fagmennsku á kostnað pólit-
ískra sjónarmiða við ráðningar hjá
hinu opinbera, en þegar á hólminn
kemur þá virðast þessar breyting-
ar ekki rista nógu djúpt. Vonir
ungs fólks um að gamaldags bitl-
ingapólitík og hrossakaupa sam-
tryggingar heyrðu nú fortíðinni til
hafa verið gerðar að engu eftir
að menntamálaráðherra tók þá
gerræðislegu ákvörðun að skipa
Hannes Hólmstein lektor í stjórn-
málafræði án þess að hafa hlotið
hæfnisdóm til þess að gegna stöð-
unni eins og hún var auglýst.
Ósamræmi orðs og æðis
Þegar settar hafa verið reglur
um hvernig meta beri hæfni
manna þá er það auðvitað hámark
hræsninnar þegar breytt er um
aðferð þegar niðurstöðurnar eru
ekki ákveðnum mönnum í hag.
Enginn efast um það að Hannes
Hólmsteinn hafí sýnt fram á hæfni
á sínu sviði, sem fellur ekki nema
að hluta til undir auglýsta lektors-
stöðu. Þetta þýðir það að Hannes
Hólmsteinn hefur ekki á valdi sínu
alla þætti hlutlægra rannsókna,
þ.e. kenningar, val rannsóknaað-
ferða, gagnasöfnun, úrvinnslu og
greinargerð. Það er því gróf móðg-
un við stúdenta í stjómmálafræði,
og háskólann í heild, að setja þeim
kennara sem er ekki vaxinn því
starfí sem hann á að vinna. Hefði
verið auglýst staða í stjórnmála-
fræði sem skilgreind væri innan
sviðs stjómmálaheimspeki þá er
enginn vafí á því að Hannes hefði
hlotið afgerandi hæfnisdóm sbr.
áliti dómnefndar um lektorsstöðu
í heimspeki frá 20. ágúst 1986.
Því er það alveg rétt sem Þórólfur
Þórlindsson, deildarforstjóri fé-
lagsvísindadeildar, lét hafa eftir
sér „við báðum um fyrsta stýri-
mann en fengum kokk“.
Samsæriskenningin
Þegar menntamálaráðherra tal-
ar um að í kennaraliði félagsví-
sindadeildar sé að finna einlitan
hóp skoðanabræðra og persónu-
legra kunningja, þá dylst engum
hvað býr að baki þessum aðdrótt-
unum, m.ö.o. félagsvísindadeild er
„kommabæli". Fordómar eru eyð-
andi afl, en gegn þeim ber að beij-
„ Samsæriskenningin
gegn Hannesi er falleg
flétta í einfaldleika
sínum, en það sem
skemmir hana er sú
óþægilega staðreynd að
hún er röng. “
ast. Félagsvísindi fást við það að
hnekkja ýmsum goðsögnum sem
eru í gangi um þjóðfélagið. En það
er greinilegt að goðsögnin um að
félagsvísindi feli ávallt í sér að
einstaklingamir sem fást við þau
séu eða séu gerðir vinstri sinnaðir
lifí góðu lífi.
Samsæriskenningin gegn
Hannesi er falleg flétta í einfald-
leika sínum, en það sem skemmir
hana er sú óþægilega staðreynd
að hún er röng. Sá er les dóm-
nefndarálitið sér það undir eins
að dómnefndin hefur lagt á sig
ómælda vinnu við að lesa verk
umsækjenda og bera þau við þær
kröfur er auglýsingin skilgreindi.
í þau tvö ár sem ég hef setið í
félagsvísindadeild hef ég aldrei
orðið var við það að pólitískar
skoðanir kennara minna hafi haft
áhrif á kennslu þeirra og efnistök
almennt innan deildarinnar. Það
er enda nokkuð útbreidd skoðun,
nánast regla, að við iðkun fé-
lagsvísinda beri að skilja vel á
milli gilda og staðreynda og það
hefur kennurum mínum tekist full-
komlega. Það getur auk þess ekki
talist góð breytni, hvorki siðferðis-
lega né lagalega að menn njóti eða
gjaldi fyrir lífsskoðanir sínar.
Fagkröfur
Sú kennsla sem félagsvísinda-
deild hefur haldið uppi nýtur tölu-
verðs álits úti í heimi, mælti í vel-
gengni þeirra sem fara í fram-
haldsnám erlendis. Þetta er raun-
verulegur mælikvarði á gæði þess
náms er félagsvísindadeild veitir,
en ekki hvað marga ólíka hug-
myndafræðilega bræður hún hefur
innanborðs. Þetta getur mennta-
málaráðherra fengið staðfest hjá
erlendum sérfræðingum, enda
virðist hann treysta þeim betur.
Versta brotalömin í röksemda-
færslu menntamálaráðherra er
auðvitað sú að telja dómnefndina
óhæfa vegna persónulegs kunn-
ingsskapar við einn umsækjenda,
en lenda svo sjálfur í því að tala
við menn sem verða að teljast
beinir persónulegir kunningjar
Hannesar. Slík röksemdafærsla er
í raun ekki fyrirgefanleg mennta-
málaráðherra landsins.
Vald í skjóli
væntanlegra viðbragða
Það er rétt að þetta var síðasta
tilvikið þar sem vald ráðherra var
formlega ótvírætt, en vald krefst
einnig raunsæis sem felst í því að
meta væntanleg viðbrögð almenn-
ings, og að því leyti er valdið ekki
ótakmarkað. Það vekur því furðu
að jafn reyndur stjórnmálamaður
og Birgir ísleifur skuli ekki hafa
metið stöðuna rétt og styrkir þá
kenningu að hann hafi verið beitt-
ur þungum þrýstingi frá Sjálf-
stæðisflokknum.
Arnar Jónsson
Krafa stúdenta við HÍ er besta
mögulega kennaraliðið og að menn
skuli meta faglega en ekki
pólitískt. Þessum grundvallarkröf-
um hefur verið neitað á fádæma
ruddalegan hátt. Hannes Hólm-
steinn getur ekki látið sig dreyma
um þægilegt vinnuandrúmsloft í
náinni framtíð og skil ég ekki
hvemig hann hefur geð í sér að
þiggja þessa stöðu og hvað þá
telja að sér hafí verið sýnt til þess
traust.
Þeir Birgir og Hannes hafa í
raun unnið orustuna tæknilega en
tapað stríðinu siðferðilega gagn-
vart öllu og öllum.
Höfundur er nemandi á þriðja ári
i stjórnmálafræði ogsitur í stúd-
entaráði fyrir Vöku, félaglýðræð-
issinnaðra stúdenta.
1
Sauðfé er oft illa leikið af völdum riðuveiki.
Riðuveiki í sauðfé:
Um 30 þúsund fjár
skorið niður í haust
Se110881.
í HAUST verður fé af að minnsta kosti 160 bæjum skorið niður vegna
riðuveiki, alls um 30 þúsund fjár. Nú hefur riða fundist á um 100
bæjum. Riðuveikin hefur greinst í öllum sýslum landsins nema 5 þar
sem hún hefur aldrei greinst. Hún greindist nýlega í fyrsta sinn á
svæðinu milli Hvitár og Þjórsár þar sem eru 22-23 þúsund kindur á
vetrarfóðrum sem þýðir um 50 þúsund fjár í sumarhögum.
Gífurleg aukning hefur orðið í út-
breiðslu veikinnar síðastliðin fímmt-
án ár. Sýslumar þar sem hennar
hefur ekki orðið vart eru Snæfells-
og Hnappadalssýsla, A- Barða-
strandarsýsla, Strandasýsla, A-
Skaftafellssýsla og Vestmannaeyjar.
Á þessu ári hefur riðuveiki greinst á
22 nýjum bæjum í eftirtöldum sýsl-
um, Amessýslu, Dalasýslu, Húna-
vatnssýslunum báðum, Skagafjarð-
arsýslu, Eyjafíarðarsýslu S-Þingeyj-
arsýslut N-Múlasýslu og S-Múla-
sýslu. Á þessum 22 bæjum eru um
5.000 fjár.
í haust verður, að sögn Sigurðar
Sigurðarsonar dýralæknis á Keldum,
öllu fé lógað á bæjum þar sem riðan
hefur greinst og eftir það jafnharðan
á nýjum stöðum, strax og veikin
greinist eða haustið eftir ef hægt er
að koma fénu f einangrun. Viss svæði
verða tekin fyrir þannig að lógað
verður öllu fé jafnt á sýktum sem
ósýktum bæjum. Sem dæmi um það
þá verður öllu fé lógað á Dalvík, í
Svarfaðardal og í nokkrum öðmm
sveitum þar sem mikill samgangur
er við hjarðir sem meiri líkur em á
að smit leynist í. Þetta er gert svo
ekki verði strax samgangur við
gamla stofninn þegar nýtt fé kemur
á svæðið.
Sigurður sagði að níu ára reynsla
væri tii um að veikinnar liefði ekki
orðið vart á ný á riðubæjum þar sem
skorið hefði verið niður, haft fjár-
laust og sótthreinsað eftir settum
reglum.
- Sig. Jóns.
Mikillar aðgæslu þörf í
baráttu við riðuveikina
Öruggar bótagreiðslur stór liður í
vörnum gegn útbreiðslu veikinnar
Selfossi.
FJÁRBÆNDUR á svæðinu milli
Hvítár og Þjórsár eru verulega
uggandi um sinn hag eftir að
riðuveiki var staðfest í einni á í
Hrunamannahreppi. Tveir fund-
ir voru haldnir á svæðinu á
fimmtudagskvöld, í Þingborg og
á Flúðum, þar sem rætt var
hvemig bregðast ætti við þessum
vágesti. Bændum er ráðlagt að
hætta fjárkaupum og huga vel
að fénu núna og að flytja ekkert
vafasamt fé á afrétt, heldur kalla
til dýralækni verði þess vart.
Mönnum stendur til boða að fá
dýralækni sér að kostnaðarlausu
til skoðunar á einstökum gmn-
samlegum kindum. Einnig að
varast að hýsa aðkomufé og lóga
öllu fé sem lendir á flækingi.
Áhersla er lögð á að svonefndar
túnrollur séu ekki fluttar á af-
rétt.
í máli Sigurðar Sigurðarsonar
dýralæknis á Keldum, sem flutti
erindi um riðuveikina og vamir
gegn henni á fjölmennum fundi á
Flúðum, kom fram að riðuveikin er
mjög erfið viðfangs en að nú séu
vonir að glæðast um að unnt sé að
uppræta veikina. Til þess þurfi þó
órofa samstöðu bænda um aðgerðir.
Sauðfé, geitur og minkar geta
sýkst af riðuveiki. Einnig er hægt
að sýkja mýs og rottur en ekki er
vitað hvort þær geta tekið veikina
á bæjum eða borið hana á milli.
Sigurður sagði að þar sem mink-
ar gætu tekið þessa veiki þyrftu
menn að vera á varðbergi og sýna
sérstaka varúð í umgengni við dýr-
in til þess að eiga ekki á hættu að
bera smit á milli tegunda en smit
getur hugsanlega borist með fóðri
sem gert er úr sláturúrgangi af
riðusvæðum. Hann benti á ótal
smitleiðir sem erfítt er að ráða við
og nefndi meðal annars að hrafnar
gætu borið smit um langan veg
eftir að hafa kroppað í riðuhræ.
Af þeim sökum væri hyggilegt að
ganga ávallt tryggilega frá öllum
hræjum. Sigurður gat þess að
hestamenn sem keypt hefðu hey
af riðubæjum mættu alls ekki hafa
þetta hey með sér á ferð um landið
heldur fá hey af þeim svæðum sem
þeir ferðast um. Að öðru leyti væri
ekkert athugavert við notkun þess.
Sigurður benti á að helsta smit-
leiðin væri kaup og sala og annar
flutningur fjár til lífs á milli bæja.
Helstu smitleiðir í fjárhúsum væru
tengdar brynningartækjum og því
að ær ætu hyldir hver úr annarri.
Smithætta er mest á húsi en sauð-
burðurinn hættulegasti tíminn.
Einnig benti hann á að menn sem
færu bæ frá bæ og sveit úr sveit
með rúningsvélar, svonefndar af-
tökusveitir, gætu borið smit milli
staða nema gætt væri ítrustu var-
færni.
Á fundinum á Flúðum voru menn
á einu máli um að það þyrfti að
Gunnlaugur Skúlason dýralæknir ávarpar fundinn. Við borðið sitja
Sigurður Sigurðsson dýralæknir á Keldum, Helga Haraldsdóttir
fundarritari og Kjartan Helgason fundarstjóri.