Morgunblaðið - 09.07.1988, Page 27

Morgunblaðið - 09.07.1988, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988 27 V estur-Þýskaland: Deilt um framlög til varnarmála Bonn. Reuter. Varnarmálaráðherra Vestur-Þýskalands, Rupert Scholz, sem tók við embætti af Manfred Wörner fyrir mánuði, liggur nú undir ámæli Fijálsra demókrata (FDP), annars stjórnarflokksins, sem segja hann þóknast um of yfirmönnum hersins á kostnað skattborgaranna. Flokkurinn segir að áætlanir um að auka framlög til varnarmála um 3,8% á ári, sem merkir aukningu um 1,9 milljarða vestur-þýskra marka (um 48 milljarða ísl. kr.), séu of eyðslufrekar. Klaus Beckmann úr flokki Fijálsra demókrata, olli miklum óróa í vikunni hjá hinum stjómar- flokknum, Kristilegum demókröt- um (CDU), með því að að segja að auðveldlega mætti spara allt að milljarð vestur-þýskra marka (25 milljarða ísl. kr.) á ári í útgjöldum til vamarmála. „Mig langaði til að hrista svolítið upp í þessum málum. Þetta merkir ekki að ég sé almennt á móti aukn- ingunni eða efist um hæfni Scholz; við eigum bara að spara þar sem við getum," sagði Beckmann í gær. Miklu af aukningunni á að veija til rannsókna og þróunar, þ.á m. áætlunar íjögurra ríkja um að smíða nýja orrustuþotu, Eurofigh- Indland: Ottastumaf- drif 100 lest- arfarþega Nýja Delí. Reuter. ÓTTAST er að rúmlega hundrað manns hafi látið lífið í suður Indl- andi í gær þegar lest fór útaf spori og steyptist ofan í vatn. Að sögn indversku fréttastofunn- ar Press Trust þá var lestin, sem er hraðlest, á leið til Trivandrum, höfuðborgar Kerala héraðs þegar hún fór af sporinu og steyptist ofan í vatnið sem er nálægt hafnarbæn- um Quilon. Kafarar frá indverskri flotastöð um 100 km norðan við bæinn, vom strax kallaðir á vett- vang til að taka þátt í björgunarað- gerðum . Þegar hafa fundist 65 lík á slys- stað og talið er að um 500 manns hafi slasast, þar af 25 alvarlega. Orsakir slyssins em enn ókunnar. ter, sem leysa á af hólmi Tomado- þotuna á næsta áratug. TaJka blíðmæli Rohs Tae-woo ekki alvarlega Peking. Reuter. HÁTTSETTUR norður-kóreskur diplómat í Peking sagði í gær, að ekki væri unnt að taka alvar- lega nýlegt boð Suður-Kóreu- manna um að draga úr spennu á milli rikjanna á Kóreuskaganum, enda væri blíðmælum þessum aðallega ætlað að hafa áhrif er- lendis. Roh Tae-woo, forseti Suður- Kóreu, sagði í sjónvarpsávarpi á fimmtudag, að hann hefði áhuga á að vinna með Norður-Kóreu-mönn- um að friðsamlegri sameiningu Kóreu-ríkjanna. Einnig kvaðst hann vilja stuðla að bættu sambandi Norður-Kóreu annars vegar og Bandaríkjanna og Japans hins veg- ar. Talsmaður Bandaríkjastjómar lýsti yfir, að ræða Rohs hefði verið Jákvætt framlag" og vonast væri til, að viðbrögð stjómvalda í Norð- ur-Kóreu yrðu vinsamleg. Kim Chang Gyu, sendiráðunaut- ur Norður-Kóreu í Peking, sagði í gær, að ræðan breytti engu um afstöðu stjómarinnar í Pyongyang. „Það, sem skiptir mestu máli, er, að Suður-Kórea er hemumin af Bandaríkjamönnum," sagði hann. „Ef Bandaríkin drægju hemámslið sitt burt þaðan, gætum við trúað því, sem sagði í ræðunni." Hann sagði, að tilboð Rohs væri alvörulaust og ávarp hans „eins konar auglýsing", sem ætti að þjóna þeim tilgangi að bæta ímynd Suð- ur-Kóreu í öðrum löndum. Stórhýsi hrynur Reuter ÞAKIÐ á stórri, þriggja hæða verslunarbygg- ingu hrundi á fimmtudag í borginni Brownsville í Texas. Vitað er um manntjón og 41 sem slasað- ist. Tíu lík hafa þegar fundist en lögreglumenn leita enn í rústunum. Gifurleg rigning var er slysið dundi yfir og hafði fjöldi fólks leitað skjóls við bygginguna og í henni. Björgunar- menn grófu skurð um rústasvæðið til að leita að fólki en lögregluyfirvöld töldu ósennilegt að fleiri væru á lifi þar. Á myndinni sjást björgunar- menn við störf sin. Júgóslavía: Mikulic hyggst ekki hvika frá efnahagsáætlun sinni þrátt fyrir verkföll og ólgu Belgrað, Reuter. BRANKO Mikulic, forsætisráðherra Júgóslavíu, segir að stjórn sín muni ekki láta undan þrýstingi gegn sparnaðarráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar hvað sem verkföllum í landinu líður. „Við munum ekki hvika frá umbótunum jafnvel þó svo við stöndum frammi fyrir þjóðfélagsumróti. Ef við veldum þá leið fæ ég hreint ekki séð fram á neina framtíð,“ sagði Mikulic í viðtali við útvarpið í Sarajevo, höfuðborg Bosníu-Herzegóvínu. Yfirlýsing þessi kemur degi eft- ir að 1.500 verkfallsmenn úr leður- iðnaði ruddust inn í þingið í Kró- atíu og kröfðust helmingslauna- hækkunar. Atvik þetta er hið Síðustu liðsmenn Ara- fats yfírbugaðir í Beirut Beirut. „Þetta var ótrúlegt blóðbað. Þeir sprengdu sjúkraluisið hér 'í loft upp og það hrundi yfir tugi sjúklinga, sem allir biðu bana. Siðan eyðilögðu þeir moskuna og gerðu atlögu að neðanjarðarskýlum, þar sem þeir máttu þó vita, að börn væru“ sagði skosk hjúkrunarkona um árásir liðsmanna Abu Musa á Bourj al-Barajneh flóttamannabúð- irnar, hinar síðustu í Beirut sem fylgismenn Yassirs Arafats réðu. Tvö hundruð hermenn gáfust upp og sagði yfirmaður sveitanna, Abu al-Ainain, að Arafat hefði skipað að þeir gæfust upp til að forð- ast frekari blóðsúthellingar. Mikil reiði greip um sig eftir að PLO-herménn höfðu gefist upp. Konur söfnuðust saman og gerðu hróp að liðsmönnum Abu Musa. Ein sagði að harmleikurinn væri hvað óbærilegastur fyrir það, að þarna hefðu Palestínumenn verið að beij- ast innbyrðis.„Ég hefði verið stolt, ef sonur minn hefði fallið yfir hönd ísraela, en ég get ekki á heilli mér tekið að palestínskur bróðir hans skuli hafa banað honum,“ sagði ein móðirin. Ung stúlka réðst með óbóta- skömmum að einum hermanni Abu Musa, sem hafði orðið vini sínum og bróður stúlkunnar að bana. „ Hann var besti vinur þinn, þegar þið voruð litlir," hrópaði stúlkan grátandi.„Vonandi átt þú eftir að upplifa refsingu guðs fyrir ódæðið.“ Almennt var mikil geðshræring ríkjandi og hermenn Abu Musa heldur niðurlútir eftir sigurinn er þeir voru að taka fjöldagröf fyrir þá rösklega hundrað Palestínumenn sem þeir höfðu fellt í umsátrinu. Shatila-búðimar sem voru einnig á yfirráðasvæði Arafatsmanna féllu í hendur Abu Musa fyrir um tíu dög- um. Sýrlendingar styðja Abu Musa og fréttamenn segja að ógemingur sé að átta sig á hvort og þá hvaða afleiðingar það muni hafa að Abu Musa menn létu sverfa til stáls við menn Arafats, þar sem sættir höfðu tekist með Arafat og Assad Sýr- landsforseta, altjent á yfirborðinu. Vitað er að Sýrlendingar voru hvattir til þess að láta af bardögum, og munu stjómvöld í Alsír og Kuwa- it hafa reynt að bera klæði á vopn- in, en árangurslaust. Búist er við að liðsmennimir verði fluttir á braut, ásamt þeim sem gáfust upp í Shatila-umsátrinu. Ostaðfestar fregnir herma að þrátt fyrir þetta alvarlega áfall, sem Arafat hefur nú orðið fyrir, séu allmargir liðs- menn hans enn í Beirut og fari huldu höfði. Ekki sé útilokað að þeir reyni að fylkja liði þótt síðar verði. síðasta í röð margra eftir að stjóm Mikulic kynnti spamaðarráðstaf- anir sínar, en í þeim felst meðal annars frjáls verðmyndun, frjáls innflutningur og fljótandi gengi, én á hinn bóginn vom kauphækk- anir frystar og vemlega dregið úr opinbemm útgjöldum. Aðgerðum þessum var hleypt af stokkunum í maí til þess að reyna að ná föstum tökum á efna- hagsvandanum, en verðbólga var um 175% og erlendar skuldir námu um 21 milljarði Bandaríkjadala (um 945 milljarðar íslenskra króna). „Ég er öldungis fullviss um að við munum komast yfir þessa kreppu," sagði Mikulic. Meira en 5.000 verkfallsmenn frá leður- og skóverksmiðjunni Borovo í Króatíu fylktu liði til þingsins á miðvikudag og um 1.500 þeirra tókst að bijótast í gegnum raðir lögregluþjóna og inn í þinghúsið. Að minnsta kosti einn lögregluþjónn særðist í stymping- unum. Mikulic sagði að fyrstu merki um árangur efnahagsaðgerðanna væru að koma í ljós, en tók jafn- framt fram að enn væri of snemmt að segja fyrir um hvort tekist hefði að snúa taflinu við í baráttunni við verðbólgudrauginn og aðrar þær óvættir er steðjuðu að júgóslv- neskum efnahag. Kvað Mikulic útflutning hafa aukist um 16% á fyrra misseri 1988 og samdráttur í iðnaði, sem var 1,7% á fyrstu fimm mánuðum ársins, hefði minnkað. Þá nefndi hann að búist væri við methvei- tiuþpskeru í ár og að arðbærar fjárfestingar myndu að líkindum aukast á ný á seinni hluta ársins. Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar- innar fengu á sínum tíma blessun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem veitti ríkinu einnig vilyrði fyrir skammtímaláni að upphæð 420 milljónum Bandaríkjadala. Sam- kvæmt áætlun Mikulic verður verðbólgan um 90-95% í árslok, en margir hagfræðingar hafa látið í ljós efasemdir um þær áætlanir. Graegum Græoum ÁTAKILANDGRÆÐSLU LAUGAVEGJ120.105REYKJAVfK SiMI: (91)29711 Hlaupareiknlngur 251200 Búnaðarbankinn Hallu ro «o E » ■§1 k- to SUBSTRAL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.