Morgunblaðið - 09.07.1988, Síða 35
35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988
Hlutverkaskipti
Judge Reinhold og Fred Savage leika föður og son í myndinni
Endaskipti, sem sýnd er í Stjörnubíói.
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Endaskipti („Vice Versa“).
Sýnd í Stjörnubíói.
Bandarísk. Leikstjóri: Brian
Gilbert. Handritshöfundar og
framleiðendur: Dick Clement
og Ian La Frenais. Kvikmynd-
taka: King Baggot. Helstu hlut-
verk: Judge Reinhold, Fred
Savage, Corinne Bohrer og
Swoozie Kurtz.
Það er segin saga í Hollywood
að þegar upp kemur góð hugmynd
fá allir hana. Núna er t.d. mjög
vinsælt að gera myndir sem fjalla
um endaskipti á persónum, þ.e.
faðir verður sonur eða öfugt eða
strákur verður fullorðinn líkam-
lega en sami strákurinn andlega.
Þannig eru myndir eins og „18
Again!“, „Like Father, Like Son“
og „Big“, sem fengið hefur mikla
aðsókn í Bandaríkjunum í sumar.
Og þannig er líka mynd Stjörnu-
bíós, Endaskipti („Vice Versa“).
Hún er um feðga sem skiptast á
líkama, en halda sálinni.
Það gerist með einhvetju hók-
uspókusi austurlenskrar töfra-
hauskúpu sem faðirinn (Judge
Reinhold), stressaður framapotari
og yfirmaður í stórverslun, flutti
óafvitandi með sér frá Thailandi.
Hann og sonur hans (Fred
Savage), sem pabbinn getur aldr-
ei fundið tíma fyrir í öllu stress-
inu, þurfa ekki annað en að óska
sér að þeir gætu verið hvor annar
eitt sinn þegar þeir eru að rífast
og . . . bomsarabomm . . . allt
í einu er drengurinn farinn að
drekka vodkamartíní og pabbinn
að lesa hasarblöð.
Hugmyndin er talsvert góð og
úrvinnslan í þessu tilviki með
ágætum. Endaskipti er hin besta
skemmtun, velheppnaður, fyndinn
og fjörugur farsi hlutverkaskipta
og misskilnings með góðum per-
sónum og aukaleikurum og það
líður aldrei langt á milli brandar-
anna, sem eru algerlega sak- og
meinlausir en eiga vel við. Hér
er ekki verið að kafa of djúpt oní
hlutina. Að vísu fléttast inní
myndina hin siðferðilega dæmi-
saga um manninn sem vaknar til
vitundar um að hann hefur lifað
rangt, lagt meiri áherslu á
framapot en manneskjuleg sam-
skipti en það fær aldrei að flækj-
ast fyrir og myndin passar að
verða aldrei of væmin. Hún er hér
til að fá okkur til að hlæja og
ekki annað.
Heilmikið er gert úr hliðarsögu
um ömurlega misheppnað glæ-
papar sem í fyrsta lagi veldur því
að töfrahauskúpan berst í hend-
umar á Reinhold og í öðru lagi
gefur Endaskiptum svolítinn has-
armyndastíl á tímabili með
mannráni og bílaeltingaleik.
En myndin missir þó aldrei
sjónar á því sem mestu máli skipt-
ir; 11 ára dreng í líkama hálffer-
tugs uppa og uppa í líkama 11
ára drengs. Hvemig á 11 ára
heilinn að ráða við erfiða stjómar-
fundi hjá stórversluninni? Hvernig
á hann yfirleitt að geta slitið sig
Bylgjan („North Shore“). Sýnd
í Laugarásbíói.
Bandarísk. Leikstióri: William
Phelbes. Framleiðandi: Randal
Kleiser. Helstu hlutverk: Matt
Adler, Nia Peebles og John
Philbin.
Það er augljós fötlun fyrir brim-
brettakappa að búa í Arizona í
Bandaríkjunum. Þar eru engar
öldur nema kannski í sundlaugum.
Honum hlýtur því að líða svipað
og skautadrottningu í Sahara.
Svo unga brimbrettahetjan frá
Arizona í myndinni Bylgjan
(„North Shore“), sem sýnd er í
frá hljóðfæra- og leikfangadeild-
inni? Og hvað gerir martíníþyrstur
uppaheilinn þegar hann er búinn
Laugarásbíói, kemur sér í snatri
til Havaii að leita sér frægðar og
frama á risaöldunum.
Þannig kemst skriður á þetta
annars ómerkilega afbrigði af
sögunni um drengstaula sem slær
í gegn með hjálp góðs þjálfara
sem kemur honum í skilning um
að íþróttin er göfug list og öldum-
ar hafa sál og allt það — frekar
en hatrömm barátta til að vinna
titil.
Reyndu að segja Mike Tyson
það og nefbrotna ekki.
Stráksi vex og dafnar í góðum
höndum og auðvitað þarf mótherj-
í skólanum? Möguleikamir em
óþijótandi.
Það sniðugasta sem framleið-
endumir gátu gert var að fá Judge
Reinhold til að fara með aðal-
hlutverkið í myndinni. Þessi elsku-
lega álappalegi gamanleikari hef-
ur einstakan sjarma einskonar
vanmáttar og furðu og skilnings-
leysis sem hjálpar honum að ná
tökum á hugarfari og svipbrigðum
krakkans. Hann er meistari sljó-
leikans en líka ljúfmennskunnar
og sakleysisins. Og algerlega laus
við stórstjörnubrag.
Fred Savage er litli drengurinn
sem verður að leika pabbann og
gerir það af föðurlegri vanþókn-
un. Jane Kaczmarek og David
Proval leika glæpaparið mis-
heppnaða og em óborganlegir
smákrimmar en Corinne Bohrer
leikur kæmstu Reinholds.
inn að hafa rangt við á úrslita-
stundu til að vinna en það abbast
ekkert uppá okkar mann, hann
hefur sannað sig, orðið ástfanginn
af stelpu sem er alltaf fáklædd
eða á hestbaki (framleiðandinn,
Randal Kleiser, gerði líka „Blue
Lagoon") og öðlast aukinn skiln-
ing á bæði íþróttinni og lífinu
sjálfu. Geispi.
Með aðalhlutverkin fara fjall-
háar öldurnar við strendur Hawa-
ii sem em myndaðar af nokkurri
leikni. Þær em stórbrotnar hvem-
ig sem á þær er litið og það eina
sem horfandi er á í myndinni yfir-
leitt.
BÁRUR HÁAR RÍSA
Áströlsk ókindareftiröpun
Bjarnarfjörður:
Sumarhótel í Klúku-
skóla á Laugarhóli
Ferðamannastraumur eykst á Strandir
Bjarnarfirði.
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Háskólabíó:
Óvætturinn — „Dark Age“
Leikstjóri Arch Nicholson.
Handrit Sonia Borg. Aðalleik-
endur John Jarratt, Nikki Cog-
hill, Max Phipps, Burnam
Burnam, David Gumpilil. Ás-
trölsk. Embassy 1987.
Það er auðvelt að ímynda sér
að framleiðandi, handritshöfund-
ur og leikstjóri þessarar myndar
hafi séð Ókindina nokkmm sinn-
um of oft, eða þangað til þeir
hafi lokið upp einum munni:
„Þetta getum við.“ Óvætturinn
er nefnilega hörmuleg, áströlsk
afbökun á Ókindarformúlinni,
munurinn sá að hér er barist við
plastkrókódíl í stað polyester-
hákarls. Náttúmfræðingur nokk-
ur reynir að vama því að drepinn
sé risavaxinn, fjörgamall krókó-
dill sem farinn er að leggja menn
sér til munns. Hann fær fmm-
byggjana til liðs við sig en lög-
regla og veiðimenn vilja skjóta
skrýmslið.
Hér er eingöngu verið að viðra
myndbandsefni, auglýsa það upp
áður en það verður gefíð út á
spólu. Þetta er fádæma slöpp
framleiðsla sem stendur varla
undir því að stytta stýrilátustu
viðskiptavinum stundir. Tækni-
vinnan er ákaflega fmmstæð og
handritið dapurt. Reynt að krydda
það með náttúmlausu ástarævin-
týri og þá er gripið til gamal-
kunns ráðs í áströlskum myndum
— að reyna að upphefja myndef-
nið með skírskotun til hinna stór-
merku frumbyggja, reyna að
sveipa það þeim dularblæ sem
umlykur sögu og tilveru aborigin-
ana, hvað snertir virðingu þeirra
fyrir náttúmnni og trú þeirra á
hefnd hennar ef henni er mis-
boðið. Það rennur útí sandinn ein-
sog annað.
SUMARHÓTEL er nú tekið til
starfa á Laugarhóli í Bjarnar-
firði. Hefir reksturinn gengið vel
fram að þessu og er stöðug aukn-
ing gesta. Það er Guðmundur
Jónasson hf. sem rekur sérleyfið
norður Strandir og flytur fólk
að Laugarhóli þrisvar í viku.
Sumarhótelið á Laugarhóli í
Bjamarfirði á Ströndum tók til
starfa þann 17. júní síðastliðinn.
Var það að venju opnað með kaffí-
hlaðborði fyrir gesti og fólk úr ná-
grannasveitum. Komu nokkrir tugir
gesta í kaffi þennan dag auk hótel-
gesta. Þá dregur ekki úr aðsókninni
að sundlaug er á staðnum og geta
gestir notað hana. Daginn eftir
opnunina kom svo kvenfélag úr
Garði í heimsókn á hótelið og fyllti
það. Auk þess var haldið ættarmót
Bæjarættar úr Kaldrananeshreppi
um helgina fyrsta til þriðja júní og
sóttu það á sjötta hundrað manns.
Varð að nota húsnæðið allt sem
hótelið hefir yfír að ráða auk þess
sem gist var í bæjum um allan fjörð
og tjaldað. Meðal annars fór hluti
hópsins með þremur bátum út i
Grímsey í Steingrímsfirði. í þessari
ferð bauð Bjarni bóndi í Bæ öllum
til veglegrar veislu sem mjög var
rómuð.
Rekstraraðilar eru þeir sömu í
ár og síðastliðið ár, eða konur bú-
settar í Bjamarfírði. Hefír rekstur-
inn gengið vel til þessa og er að
verða síaukinn ferðamannastraum-
ur á Strandir yfírleitt og fer sumar-
hótelið á Laugarhóli ekki varhluta
af þvi.
Þá em samgöngur þangað góð-
ar. Auk þess sem Arnarflug flýgur
til Hólmavíkur tvisvar í viku hefír
Guðmundur Jónasson hf. áætlun
þangað þrisvar í viku, það er á
þriðjudögum, föstudögum og laug-
ardögum og suður aftur daginn
eftir. Áætlunin er hinsvegar tvo
daga í viku yfír vetrarmánuðina.
Þá var sundmót Héraðssambands
Strandamanna haldið á Laugarhóli
þann tuttugasta og áttunda júní og
var mikil þátttaka þrátt fyrir að
veður var ekki sérlega gott.
- SHÞ
Það er barist um tilveru krókódíla í Óvættinum.
Fluguhnýtingabók á íslenzku
KENNSLUBÓK í fluguhnýting-
um er komin út í fyrsta sinni á
íslenzku. Er það „Flyguhnýting-
arbókin" eftir bandaríska flugu-
hnýtarann Dick Stewart. Bókin
skiptist í nokkra meginkafla og
gerir skil helztu grundvallarat-
riðum fluguhnýtinga. útgefandi
bókarinnar er „Litla flugan“,
fyrirtæki Kristjáns Kristjánsson-
ar. Þýðandi er Asgeir Ingólfsson.
í bókinni er fjallað um áhöld og
öngla, helztu tegundir efnis, sem
fluguhnýtari þarf á að halda og
gerð er grein fyrir réttum hlutföll-
um bæði votflugna og þurrflugna.
Mikill fjöldi skýringarmynda er í
bókinni, sem lýsa handbrögðum við
hnýtingar, svo og myndir af fjöl-
mörgum tegundum flugna. í bók-
inni er og orðasafn, svo að flugu-
hnýtarinn eigi auðveldara með að
hnýta eftir erlendum uppskriftum.
Höfundur bókarinnar, Dick
Stewart er kunnur fluguhnýtari í
Bandaríkjunum, en einnig er þann
kunnur fyrir ritstörf. Hann er rit-
stjóri og útgefandi tímaritsins Am-
erican Fly Tyer. Fluguhnýtingabók-
in hefur fengið góðar viðtökur í
Bandaríkjunum og hefur verið gefin
þar út 13 sinnum.
Setning og filmuvinna fór fram
hjá ísafoldarprentsmiðju hf., en
prentun og bókband var gerð í
Bandaríkjunum.