Morgunblaðið - 09.07.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.07.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988 39 Guðríður Magriúsdótt- ir - Afmæliskveðja Ævi mætra manna og kvenna líður allt of fljótt. Þessar staðreynd- ir eru alltaf að minna á sig, en enginn breytir örlögunum og því er ekki annað fyrir hendi en færa frú Guðríði hugheilar ámaðaróskir og þakka fyrir liðin kynni. Guðríður er í heiminn borin vest- ur í Miklaholti í Miklaholtshreppi. Þar sleit hún bamsskónum og hóf ævistarf sitt sem kennari í ná- grenni jökulsins sem hún hafði fyr- ir augum í æsku. Eftir að.hún hafði lokið námi í Kennaraskólanum gerðist hún kennari við Austurbæj- arskólann og kenndi þar alla tíð síðan, uns hún hætti fyrir nokkrum árum. Síðan hefir hún helgað krafta sína mannúðarmálum auk þess að annast heimili sitt. Kynni mín af Guðríði Magnús- dóttur hafa varað í meira en aldar- fjórðung. Enda þótt hún sé fjarri því að láta á sér bera er hún þeirr- ar gerðar að hún vekur eftirtekt hvar sem hún fer. Um hana má segja líkt og kveðið var um Björn í Ogri; af henni stendur gustur geðs og gerðarþokki. Stundum geta smáatvik sagt manni meira um allt eðli manns en lagar ræður. Mér er það minnisstæðast að einhverju sinni var ég gestkomandi á heimili Guðríðar að fugl heyrðist kveða við glugga. Þar var kominn þröstur sem var í kosti hjá Guðríði og mér er minnisstæð sú hlýja og gleði sem lýsti upp svip hennar þegar hún brá við til að sinna þessum gesti sínum. Hinn 17. maí 1942 gekk hún að eiga Róbert A. Ottósson. Hann var um flest óvenjulegur maður. Frá- bær vísindamaður og tónlistarmað- ur sem varð að hverfa hingað til lands þar sem fátt var um þau föng sem hugur hans snerist um og menntun hans hæfði. Það var gæfa hans að hljóta slíkan lífsförunaut sem Guðríður var. Eg ætla að hún hafi ekki litlu um ráðið að hann gerðist svo mikill íslendingur og unnandi íslenskra fræða og raun bar vitni. Starf hans í þágu íslenskra fræða og tónmenningar verður seint fullþakkað og hún var konan sem þar stóð á bak við. Með því finnst mér alltaf að Guðríður hafi greitt honum þá þakkarskuld sem íslenska þjóðin stóð í við hann og persónulega langar mig til að flytja henni þakkir mínar. Mér er raunar mjög til efs að Guðríði sé nokkur þökk í því að hennar sé hér við getið, en ég vil samt ekki hætta hér við án þess að tjá henni þá skoðun mína að hún sé kynborin fulltrúi þeirrar þjóð- menningar sem staðið hefir af sér þrautir elds og ísa án þess að bogna eða brotna. Því hafði verið nokkuð jafnræði með þeim hjónum þó ólík væru um margt. Eg ætla ekki að hafa þessi orð öllu fieiri því að ég óttast að valdið geti vinslitum ef áfram er haldið. Sennilega finnst henni svipað til um þetta og annarri merkri konu sem eftirfarandi ljóðlínur eru lagðar í munn: Nú eru slokknir allir eldar, ellin hrukkar bleika kinn, líðr að vetri, kólnar, kveldar - kveddu ei fleira, Svartur minn. (Fomólfur) Ég óska frú Guðríði Magnús- dóttur aftur innilega til hamingju með sjötugsafmælið og slíkt hið sama afkomendum hennar og ætt- fólki. Aðalgeir Kristjánsson Ég get með engu móti látið hjá líða að senda vinkonu minni, Guðríði Magnúsdóttir kennara, örlitla kveðju á sjötugsafmæli hennar í dag. Ég sleppi því að rekja ættir Frá sumarsýningu Nýhafnar í Hafnarstræti. Sumarsýmng í Nýhöfn í LISTASALNUM Nýhöfn, Hafn- arstræti 18, stendur nú yfir sum- arsýning á verkum ýmissa lista- manna. Verkin eru öll til sölu og til af- hendingar strax, en ætlunin er að þetta form verði á sýningum í sum- ar og standi fram í september þeg- ar einkasýningar hefjast á ný. í sumar verður opið í Nýhöfn alla virka daga frá kl. 12.00— 18.00. Lokað um helgar. (Fréttatilkynning) Þjóðminjasafnið: Fyrirlestur um dýrafornleifafræði THOMAS H. McGovern, aðstoð- arprófessor við Mannfræðideild Hunter College í New York, held- ur fyrirlestur i Fornleifasal Þjóð- minjasafns íslands mánudaginn 11. júlí kl. 20.30. Fyrirlesturinn heitir „Dýrafornleifafræði á Norður-Atlantshafssvæðinu: Grænland og ísland". í fyrirlestrinum fjallar McGovem um rannsóknir sínar á dýrabeinum, sem fundist hafa við fornleifarann- sóknir á Norður- Atlantshafssvæð- inu, einkum á Grænlandi og íslandi. Thomas H. McGovem hefur stundað uppgröft og rannsóknir á dýrabeinum frá Norður-Atlants- hafssvæðinu síðan 1975, einkum í fornum íslendingabyggðum á Grænlandi og á Hjaltlandseyjum. Hann vinnur í sumar við rannsókn- ir á fornum bæjarhóli við bæinn Svalbarða við Þistilfjörð ásamt hópi Bandaríkjamanna og íslendinga. hennar, sem þó eru ágætar, og fer að öðru leyti mjög fljótt yfir sögu. Það er allsendis óvíst að við Guðríður Magnúsdóttir hefðum nokkru sinni kynnst ef ekki hefði það komið til að tuttugu og þriggja ára gömul, 17. maí 1942, gaf hún sjálfa sig í afmælisgjöf landflótta þýskum gyðingi sem hér hafði leitað hælis og varð þrítugur þennan dag. Hann bar þá enn sitt þýska nafn, Robert Abraham, en síðar kenndi hann sig við föður sinn að íslenskum sið og hét þá Róbert A. Ottósson. Um þetta hafði hann sjálfur frum- kvæði, enda varð hann smám sam- an íslendingur eins og þeir gerast bestir, — raunar einn af máttar- stólpum íslenskrar menningar á sínu sviði meðan hans naut við, bæði sem listamaður og vísinda- maður. Þetta var engan veginn sjálfgefið. Enginn maður getur vit- að með vissu hve mikinn þátt Guðríður átti í því að Róbert A. Ottóssyni varð eins mikið úr gáfum sínum og frábærum hæfileikum og raun bar vitni. En þeir sem nokkuð þekktu til, töldu sig vita að hlutur hennar var þar mikill. Ég er einn þeirra. Guðríður er ekki ósjálfstæðari en aðrar konur sem hærra hafa og meira láta, því fer fjarri. Hún er hinn mesti skörungur að hveiju sem hún gengur. Hún hefur ekki látið sig muna um að skila fullkomnu ævistarfi í eigin nafni sem kennari í meira en fjóra tugi ára. Um þann þátt í ævi hennar er ég ófróður en þykist þess þó fullviss af öðrum kynnum við kennarann að ekki hafi þar verið svikist um neitt. Það kann að vera „úr takt við tímann“, en það er fyrst og fremst vegna þe.ss hver kona Guðríður var manni sínum sem þessi kveðja er sett á blað. Róbert A. Ottósson var mjög gáfaður maður á ýmsum sviðum, stórbrotinn en þó viðkvæmur, mik- ill „perfektionisti" og ekki alltaf auðveldur í umgengni, gat skipt skapi snögglega og sást þá stundum ekki fyrir. Allt sem hér gat verið áfátt bætti Guðríður ef þess var nokkur kostur með glaðværri ró og háttvísi. Hún stóð jafnan við hlið manns síns, ekki síst í því mikla starfi sem hann vann með kórunum ,sem hann stjórnaði, m.a. Útvarps- kórnum og söngsveitinni Fílharm- óníu, og mun þá ósjaldan hafa reynt á hæfileika hennar til milligöngu og málamiðlunar. Hún kom einatt í veg fyrir árekstra og hlífði Róbert við margháttuðu hnjaski sem hann hefði tekið nærri sér og hefði spillt vinnufriði hans og vinnugleði. Síðast en ekki síst annaðist hún um flesta þá praktísku hluti, sem ekki verður komist hjá að sinna, en hon- um eins og mörgum öðrum lista- mönnum virtist furðulega ósýnt um hversdagslegt veraldarvafstur. Þannig gerði hún honum unnt að helga sig allan áhugaefnum sínum, tónlistinni og fræðistörfum í tengsl- um við hana, — verkefni sem var honum heilög köllun. Fyrir þetta þótt ekki kæmi annað til, standa allir íslendingar í þakkarskuld við Guðríði Magnúsdóttur. Vinátta þeirra hjóna varð dýr- mæt þeim sem hennar nutu. Ég met það mikils að mega telja mig í þeim hópi. Kæra Guðríður! Innilegar árn- aðaróskir frá okkur Siguijónu og þakkir fyrir liðna tíð. Jón Þórarinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.