Morgunblaðið - 09.07.1988, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988
Jón Þ. Amason:
Lífríki og lífshættir CXXIII
Spurningin er: Hver getur láð Solzhenitsyn
þótt hann treysti sér ekki til að ráðleggja lönd-
um sínum, að taka Vesturlönd, eins og þau
nú eru, sér til fyrirmyndar?
Óhætt mun vera að fullyrða,
að aldrei hafí gjáin á milli vél-
rænna framfara annars vegar og
þjóðfélagshollustu og þroskavið-
leitni hins vegar verið geigvæn-
legri heldur en á líðandi öld. Enn-
fremur, að hún bæði dýpki og
gliðni samtímis.
Fyrir áhrif vísinda og tækni
hefír máttur og auðlegð mann-
eskjunnar orðið með undraverðum
og flestum óskiljanlegum hætti.
Alveg sérstakiega síðan í lok
síðari heimsstyijaldar, jafnframt
því að hyldýpið, sem aðskilur
möguleika til bölverka og andlegr-
ar, sálrænnar og siðlægrar hæfni
til að hemja hin óstýrilátu öfl efn-
isheimsins til undirgefni við
lífríkið, hefir orðið „álíka hrika-
legt og hið goðsagnalega hyldýp-
isgap Vítis“ eins og enski sögu-
heimspekingurinn Arnold J. Toyn-
bee (1889-1975) kemst að orði í
bók sinni „Mankind and Mother
Earth“.
Tangarsókn tveggja
systra
Toynbee varð auðvitað ekki
fyrstur til að vekja athygli á þess-
ari staðreynd. Sama sinnis hafa
verið og eru fjölmargir aðrir, sem
láta til sín taka á vettvangi
ábyrgra vísindaiðkana. Þeim ber
yfirleitt saman um, að eitt helzta
mein vestrænnar menningar eigi
sér rætur í þeim jarðvegi, sem
skapazt hefir af völdum þess, að
andlegt atgervi og siðbundin þró-
un hafi reynzt vanmegna að hafa
stjóm á ofsabruni efnislegra
vísinda og verklegrar tækni.
M.ö.o. og þar af leiðandi: Heim-
urinn er stjómlaus. Hann hrekst
hryggbrotinn og viljalaus undan
bylmingi jöfnunaróra og eyðslu-
vaxtarfysna í gin tortímingarinn-
ar.
Báðar þessar vinstrikrákur,
jöfnunarstefnan og hagvaxtar-
kenningin, hafa keppzt við að
þenja bijóst og sperra stél, fitnað
og færzt í aukana án afláts, eink-
um vegna tilburða „stjórnmála-
manna“ og hagspármanna, kæru-
leysis klerka og kennara, að við-
bættu ólæknandi tómlæti almenn-
ings. Allir telja ákjósanlegast að
hætta ekki á að ofreyna heila-
frumumar, þá skortir kjark til að
horfast í augu við vemleikann,
þeir hafa á tilfinningunni að allir
vizkubmnnar séu þurrausnir; og
víst lítur helzt út fyrir að þannig
sé í raun komið. Öll sund lokuð.
Annað væri enda hneisa hin
mesta, þegar þess er gætt, hversu
margir hafa lengi unnið ötullega
að því að tanna burðarstólpa
mennta- og menningarlífs, stjórn-
málastarfs og bjargræðisvega nið-
ur í svörð. Fyrir því á ekki að
geta valdið neinni stórfurðu þó
að mörgum verði á að spyija,
hvort mannheimur sé orðinn og
verði ofurseldur upplausn og
stjómleysi um alla framtíð. Svarið
er sæmilega auðfundið: Það verð-
ur hann óhjákvæmilega, ef látið
er sitja við úrræði, sem sýnast
bæði þægileg og hagkvæm í senn.
Sígild aðvörun
Enn sem um aldir stendur
óhagganlegt, að stjómleysi er
sama og rótleysi, og rótleysi hefir
ávallt vanmátt réttarríkisins í fór
með sér — og gagnkvæmt. Við
þessu varaði gríski heimspeking-
urinn Platón (427-347 f.Kr.)
samtíð og framtíð þegar fyrir
meira en 2.300 árum, er hann reit:
„Þegar lýðræðið setur frels-
isöflum sínum engin takmörk,
þá kemur til stjórnskipunar-
breytingar, lýðræðið umhverf-
ist í harðstjóraveldi ... Hin
óhefta frelsisákefð breiðist yfir
alla, hún laumast inn á heimili
borgaranna. Þá hegðar faðir-
inn sér eins og stráklingur, og
tekur að óttast syni sína. Þá
leikur sonurinn föður, honum
stendur enginn ótti af foreldr-
unum og vill aðeins lifa og leika
sér að eigin geðþótta. Þá taka
yfirvöld sér sæti á sama bekk
og undirsátar. Þá skelfast
kennarar nemendurna, þeir
smjaðra fyrir þeim, og nemend-
urnir bera enga virðingu fyrir
kennurunum framar. Virðingin
fyrir lögunum hverfur. Menn
þola yfirleitt engan húsbónda
yfir sér upp frá því, enga leið-
sögn af neinu tagi, nema mönn-
sprakka „Drottins útvöldu þjóðar"
í Palestínu („Þeir eiga sér trú, sem
gefur þeim rétt til að ræna ókunn-
uga,“ mælti Goethe). Menn geta
stigið fótum á tunglið, en komast
ekki á milli borgarhverfa í Berlín
án þess að stofna lífi sínu í hættu,
og knattspymuvellir Evrópu eru
á valdi skrílsins, þegar honum
býður svo við að horfa.
Aðeins þar, sem „gömul íhalds-
úrræði" eru enn í sómasamlegum
heiðri höfð, hefir réttarríkið við-
unandi taumhald á þegnum
sínum. Alls staðar þar, sem múg-
urinn leikur lausum hala, hnignar
heilbrigðum lífsháttum með ör-
ustum hraða.
Brýnasta þörfin
Á síðari öldum hefir mannlíf
og þjóðlíf á Vesturlöndum aldrei
komizt nær því að líkjast því, sem
Platón lýsti með ívitnuðum orðum,
heldur en á 9. áratug 20. aldar.
Röskar 2 aldir liðu frá því að Plat-
ón gaf þjóð sinni hina frægu
styijöld gerðist bandaríski blaða-
maðurinn og rithöfundurinn Walt-
er Lippmann (1889-1974) einna
fyrstur Bandaríkjamanna til að
nálgast kjarna málsins, þegar
hann komst þannig að orði:
„Ef unnt á að verða að ná tök-
um á aðsteðjandi vanda, t.d.
verndun umhverfisins, verður til
að koma meiri stjóm yfir mann-
kynið en nokkru sinni fyrr. En
sökum sívaxandi fjölda fólks, sem
í sífellu flykkist að stjórnveli,
verður öll stjórnun jafnframt erf-
iðari og illviðráðanlegri. “
Ekki bar á að orð Lippmanns
vektu teljandi athygli, þegar þau
voru sögð, árið 1969. U.þ.b. 2-3
árum síðar kváðu sér hljóðs í svip-
uðum anda tveir nafntogaðir
heimsmálamenn. Þá var hlustað
um stund, og fjölmiðlar tóku kipp.
Henry A. Kissinger, þáverandi
utanríkisráðherra Bandaríkjanna
(1973-1977), lét { ljós áhyggjur
út af að hinn vestræni heimur
væri að hrekjast „out of control",
i • ■ ywmmm.
*iii»**
Varnarmáttur vestrænnar menningar:
„Þá taka yfirvöld sér sæti á sama bekk og undirsátar."
ir, og kemur því naumast á óvart,
að ósköpin eru fyrir allnokkru
orðin áhyggjuefni geðlækna og
sálfræðinga.
Úr dýraríkinu
Fyrstu fréttir, sem ég hafði af
þessu tilefni, bárust mér í blaða-
greinum um alþjóðaráðstefnu
geðlækna, er haldin var í Hono-
lulu í ágúst árið 1977. í fyrir-
lestri, sem bandaríski geðsjúk-
dómalæknirinn Stanley Lesse hélt
þar við óskipta athygli áheyrenda
að því er hermt var, leiddi hann
rök að því, að einstaklingurinn
sem slíkur ætti sér ákaflega
óbjörgulega framtíð. Hann taldi
öll rök hníga að því, að árið 2000
myndi hjarðveran hafa leyst ein-
staklinginn að mestu af hólmi.
Persónubundinn árangur og afrek
einstaklingsins yrðu metin hópn-
um til verðleika. Einstaklingurinn
yrði, sagði hinn merki vísinda-
maður, að hlíta því dómsorði, að
vera afturhaldsdrussi og hvergi
nálægt að mega teljast andlega
heilbrigður.
Að áliti Stanley Lesse munu
meginástæður þessara róttæku
viðhorfsbreytinga vera offjölgun
mannkyns og vöxtur iðnfram-
leiðslunnar. I framtíðinni, hélt
hann áfram, mun þungbærasta
taugaálagið verða fólgið í ótta við
að verða utanveltu við hjörðina,
félagið eða samtökin.
Geðsjúkdómalæknirinn áleit
ennfremur, að hefðbundin metn-
aðarmið, lærdómsgráður og met-
orðatákn muni einskis verða virt
í veröld morgundagsins.
„Á öld sjálfvirkni og sjálfstýr-
ingar mun mikill hluti íbúanna
lifa í iðjuleysi, “mælti Lesse, og
bætti að lokum við: „Sennilega
mun gefast miklu betra svigrúm
til kynlífsiðkana. “
ítalski stjómspekingurinn Nic-
coló Machiavelli (1469-1527)
flokkaði stjórnmálamenn niður í
tvo hópa, ljón og refi. Beggja teg-
unda er nú allvíða saknað. Hins
vegar er nokkuð almennt litið svo
á, að strútar og hýenur megi helzt
ekki vera mikið fleiri á opinbemm
vettvangi.
Stunur heimshafanna, sóknar-
þungi eyðimerkurinnar og upp-
reisn andrúmsloftsins taka af all-
an efa um, að bruðllífi vinstriald-
Bölverk vinstrihyggj u
Gjáin Jöf nunarárátta Aðvörun
skelfilega og peningadýrkun Platons
um líðist að leggja hana út á
þann veg, sem hveijum og ein-
um þóknast.“
Þetta ástand er nú nær alls
ráðandi víðast hvar í lýðræðis-
heiminum. Jafnt í New York og
sumum öðmm stórborgum í
Bandaríkjunum, þar sem
vopnaleit á nemendum unglinga-
skóla dæmist óhjákvæmileg til
verndar lífí og limum kennara og
nemenda sjálfra, sem í Kalkútta
hans hágöfgi, friðarforsetans
Rajiv Gandhi, þar-sem atkvæðin
vaða eigin afgang upp að hnjám
um regntímann. Og enda þótt
geimför Bandaríkjamanna og
Rússa hafí komizt á braut um-
hverfís fjarlægar plánetur, og
nokkrir Bandaríkjamenn til
tunglsins — fyrir ekki óvemlegan
tilverknað vísindamanna Hitlers
— bera friðelskandi þjóðir ekki
einu sinni við að reyna að hindra
landarán og níðingsverk for-
áminningu þangað til vinstrirotn-
un í Hellas hafði gengið af glæstu
heimsveldi og hámenningarríki í
fjörbrotum; og síðan aðrar 2 aldir
tæpar þangað til Neró (37-68),
keisari Rómarríkis (54-681. lagði
Hellas undir sig með söng og
hljóðfæraslætti eingöngu, eins og
ég hefi reyndar látið getið áður í
gleymdri grein.
Nú orðið hljóta flestir að sjá
og fínna að málninguna skefur
af siðmenningu hins vestræna
heims hvarvetna. Um allan heim
reiðir vinstrimennskan hramminn
til dráps.
Fyrir fyrri heimsstyijöld spáði
þýzki söguheimspekingurinn og
stærðfræðingurinn Oswald
Spengler (1880-1935) endalokum
vestrænnar menningar, en eink-
um þó í bók sinni, „Der Unter-
gang des Abendlandes", sem fyrst
kom út í tveimur bindum á ámn-
um 1918-1922. Eftir síðari heims-
og Willy Brandt, þáverandi kanzl-
ari Vestur-Þýzkalands (1969-
1974), stundi upp, að „sífellt verð-
ur erfiðara að stjórna heiminum".
Ummæli þeirra Kissingers og
Brandts em nú gleymd fyrir
löngu. Þau em þó þess virði að
rifja upp, þótt ekki væri af öðru
en því, að þau eru ofurlítill vottur
þess, að jafnvel þekktir múg-
hyggjumenn geta fengið snert af
bata, þegar sérstaklega stendur á.
Ekki verð ég þess var, að oft
sé deilt um, að ríkjandi heims-
ástand þyki gefa ærin tilefni til
að efast sé um ágæti og blessun-
aráhrif þeirra.tveggja hugmynda-
kerfa, sem mestu hafa ráðið um
vansköpun þjóðfélaga Vestur-
• landa og úrkynjun Vesturlanda-
þjóða um lengri tíma en notalegt
er til að hugsa. Margir gerast
jafnvel svo djarfir að líkja jöfnun-
arstefnunni og peningahyggjunni
við seigdrepandi sjálfsmorðsfýsn-
ar, sem að langmestu hefir byggzt
á hemjulausum náttúmránskap,
nálgast óðfluga lokaskeið sitt.
Fyrir fáum áratugum var gmnur-
inn um hefndir náttúmríkisins
einungis uggur fárra framrýna.
Undanfarin fá ár hefir þessi grun-
ur læðzt að flestum, jafnvel rót-
leysingjum, og er nú orðinn vissa
margra. Og nú þegar þjást hundr-
uð milljóna saklausra manna und-
ir eitrunaráhrifum jöfnunaráráttu
og peningadýrkunar.
„Stjórnmálamenn" una glaðir
við sitt eins og jafnan fyrr. Þeir
gusa úr sér ræðunum sínum al-
kunnu og njóta náðargáfna sinna
óaðfinnanlega á veizluráðstefn-
um.
Enginn hefir orðið var við ann-
að en að þeir kynnu vel að meta
ævisögu uxans, sem fór naut yfir
land og haf — og kom heim aftur
sauður.