Morgunblaðið - 09.07.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.07.1988, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988 48 fclk í fréttum PAUL NEWMAN OG ROBERT REDFORD Alltaf jafnunglegir Robert Redford ásamt nýju kærustunni, Soniu Braga, sem leikur á móti honum í kvikmyndinni Milagro. Paul Newman lét nýlega reisa sumarbúðir fyrir börn sem eru haldin krabbameini eða öðrum lífshættuleg- um sjúkdómum. Robert Redford og Paul New- man virðast alltaf jafnung- legir og hafa lítið breyst í ára- tugi. Margir hafa furðað sig á þessu en elli kerling virðist ekki hafa roð við þeim. Paul Newman lítur ekki út fyr- ir að vera eldri en fimmtugur en í reynd er hann orðinn 63 ára. Robert Redford segir um félaga sinn: „Ef maður verður eins og Paul Newman með aldrinum, þá er allt í lagi að eldast." Sjálfur er Robert Redford al- gjört undur. Hann er 13 árum yngri en Paul Newman sem þýðir að hann er orðinn fimmtugur. Samt sem áður er hann eins og unglingur í vextinum og ekki eitt einasta grátt hár farið að sjást. Robert er mikill vinnuþjarkur og kannski er það ástæðan fyrir því að hann fitnar ekki. Hann er nefnilega ekkert að vanda fæðuvalið og er mjög sólginn í „draslfæði" eins og það kallast. Þrátt fyrir að Robert geri engar leikfímiæfíngar, hefur hann enn sömu málin og þegar hann var í menntaskóla. „Það er alltof erfitt fyrir mig að æfa kraftlyftingar,“ segir hann. „Guð skapaði mig svona og hann hefur ekki ennþá tekið það frá mér.“ Ef Robert verður eins lánsamur og Paul Newman mun hann a.m.k. halda útlitinu til ársins 2000. Hann hefur þegar gert sínar ráðstafanir til að halda sér ung- legum. Sagt er að það yngi menn upp að ná sér í unga konu. Nú hefur Robert sagt skilið við Lolu, eiginkonu sína, sem hann hefur verið giftur í áratugi og náð sér í kærustu sem heitir Sonia Braga. Þau léku saman í kvikmyndinni Milagro og ástin virðist blómstra. Paul Newman hefur hinsvegar verið hamingjusamlega giftur í 30 ár og tekur til fótanna ef ein- hver glæsikvendi eru að eltast við hann. Hann notar aðrar aðferðir en Robert Redford til að halda sér unglegum. Hann gerir þrekæfing- ar, hleypur daglega og hefur það einnig fyrir vana að stinga andlit- inu á sér ofan í klakavatn á hverj- um morgni. Margir telja að það sé leyndarmálið á bak við hrukku- laust andlit hans. Eitt helsta áhugamál Pauls eru hraðskreiðir bílar, en hann segir að hitaeiningarnar hreinlega gufi upp þegar hann þeysist um á glæ- sikerrunum sínum. Hraðskreiðir bílar eru þó ekki eina áhugamál Pauls. Hann hefur helgað sig góðgerðarstarfsemi og nýlega lét hann reisa sumarbúðir fyrir börn sem eru haldin krabba- meini og öðrum lífshættulegum sjúkdómum. Robert Redford getur ekki ann- að en dáðst að Paul og hefur sagt um hann: „Það eina sem ég veit um Paul er að hann lítur stórkost- lega vel út, hann á sand af seðlum og styrkir góð málefni." Frú Svava Sigmar og séra Eric H. Sigmar ætla að dvelja á íslandi í tæpt ár. VESTUR-ÍSLENSK PRESTSHJÓN Ætla að dvelja á Islandi í tæpt ár Séra Eric H. Sigmar og Svava kona hans komu nýlega til Islands og ætla að dvelja hérlend- is í tæpt ár. Þau hjónin eru vina- fólk séra Karls Sigurbjörnssonar prests og fjölskyldu hans. Séra Eric og Svava munu búa á heim- ili séra Karls á meðan á dvölinni stendur en séra Karl og fjölskylda hans hafa haft húsaskipti við Eric og Svövu og munu dvelja á heim- ili þeirra í Aubum í Wasington- ríki í Bandaríkjunum. Þar ætlar séra Karl að stunda framhaldsnám í eitt ár. Þetta er í sjötta sinn sem séra Erie kemur til Islands. Árið 1953 kom hann fyrst til landsins og var hér við nám í guðfræði við Há- skóla Islands í 8 mánuði. Á meðan á dvölinni stóð, lærði Eric ísiensku og hefur haldið henni ágætlega við síðan. Séra Eric hefur þjónað til prests í rúm 40 ár og er nú kominn á eftirlaun. Þau hjónin ætla að taka því rólega á íslandi, ferðast um og hitta fólk sem þau þekkja. Þau hafa komið hingað það oft áður að þau hafa kynnst mörgum ís- lendingum sem þau hefðu gaman af að hitta aftur. Þau eiga einnig heilmikið af ættingjum hér. Eric er ættaður úr S-Þingeyjarsýslu en Svava er ættuð úr Skagafirði. Afar og ömmur þeirra Erics og Svövu fluttust til Kanada og Bandaríkjanna á árunum 1872- 1883. Þau voru með fyrstu Islend- ingunum sem fluttu til Vestur- heims á sínum tíma. Séra Eric ólst upp í Mountain, sem er vest- ur-íslensk byggð í Norður-Da- kota-fylki í Kanada. Sú byggð kallaðist áður Vatnabyggð. Faðir hans, séra Haraldur Sigmar, var lengi prestur þar og þjónaði í kirkju sem heitir Víkurkirkja. Hann predikaði á íslensku allt til ársins 1935 en þá var bytjað að messa á ensku. Svava Sigmar ólst hinsvegar upp í Geysisbyggð við Winnipeg- vatn í Manitoba í Kanada. Geysis- byggð var á svæði sem kallast Nýja-ísland og var nokkurs konar nýlenda íslendinga í Kanada. Fyrir nokkrum árum gegndi séra Eric biskupsembætti við hið evangelísk-lútherska kirkjufélag íslendinga í Vesturheimi. Á þeim árum komu nokkrir prestar frá íslandi til að þjóna söfnuðum í þessu kirkjufélagi. Það voru séra Bragi Friðriksson, séra Ólafur Skúlason, séra Hjalti Guðmunds- son, séra Jón Bjamason og séra Ingþór ísfeld Indriðason. Séra Eric kom hingað í annað sinn árið 1959 og tók þátt í bisk- upsvígslu séra Sigurbjöms Einars- sonar sem fulltrúi Vestur-íslend- inga. Árið 1977 komu Eric og Svava aftur til íslands en þá hafði Eric verið beðinn um að halda fyrirlest- ur á prestastefnu sem haldin var á Eiðum. Síðan komu þau árið 1983 þeg- ar karlakórinn Vesturbræður frá Seattle, sem Eric var félagi í, kom hingað til lands í söngferðalag og hélt tónleika víða um landið. Árið 1986 kom séra Eric í fímmta skipti til landsins til að vera viðstaddur vígslu Hallgríms- kirkju í Reykjavík. Þá fæddist sú hugmynd að séra Karl Sigur- björnsson og séra Eric myndu hafa húsaskipti í eitt ár. Séra Eric og Svava eiga fimm börn og ijögur barnabörn. Yngsti sonur þeirra heitir Thor og hefur verið við nám í London í Eng- landi. Hann ætlar að koma til Is- lands á næstu dögum og dveljast hjá foreldrum sínum í sumar. Eric og Svava eru einnig að vona að fleiri af bömum þeirra sjái sér fært að heimsækja þau á meðan á íslandsdvölinni stendur. Séra Eric og Svava munu ekki þurfa að láta sér leiðast hér á landi því að þau þekkja fjölda fólks um allt land. Sunnudaginn 3. júlí að- stoðaði séra Eric við messu í Hall- grímskirkju í boði séra Jóns Bjarnasonar og í dag mun hann taka þátt í messu í Bústaðakirkju ásamt séra Ólafi Skúlasyni. Séra Gísli Kolbeinsson hefur einnig boð- ið honum að predika og syngja við messu þann 31. júlí í Flatey á Breiðafirði. Eric og Svava eru mjög ánægð með að fá þetta tækifæri til að dveljast á íslandi og fínnst miklar framfarir hafa átt sér stað síðan þau komu fyrst hingað til lands fyrir 35 ámm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.