Morgunblaðið - 09.07.1988, Page 56

Morgunblaðið - 09.07.1988, Page 56
56 MORGUNBLAÐDD IÞROTTIR LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988 KNATTSPYRNA / ENGLAND Dýrasti knattspyrnumaður Bretlandseyja: Byijaðiá X Paul Gasco- igne byrjaði á því að kaupa nýhúsíyrirfor- eldra sína eftir að hann var búinn að skrifa undirfimmára samning við Tottenham DÝRASTI knattspyrnumaður Bretlandseyja, hinn 21 árs Paul Gascoigne, sem Tottenham keypti á tvær millj. sterlings- punda, eða 156 millj. ísl. kr., kynntist knattspyrnunni á St. James Park í Newecastle, á því að busta knattspyrnuskó Kevin Keegan, fyrrum fyrirliða enska landsliðsins, þegar Keegan lék með Newcastle. Gascoigne, eða „Gazza“ eins og hann er kallaður, er nú orðinn • dýrasti knattspymumaður Bret- landseyja og jafnframt launahæsti leikmaðurinn. Hann FráBob fær 312 þús. kr. í Hennessyi vikulaun hjá Totten- Englandi }jarn 0g fjmm ára samningur gefur honum 78 millj. kr. í vasann. Við GOLF / MEISTARAMOT KLUBBANA aðbusta Keegans Paul Gascoigne, er talinn vera framtíðarleikmaður enska landsliðsins. undirskrift samningsins við Totten- ham, fékk hann strax 7.8 millj. kr. Gascoigne, sem er fæddur í bænum Gateshead, byijaði strax á því að kaupa nýtt hús fyrir foreldra sína og einnig gaf hann systir sinni nýtt hús. Þá færði hann föður sínum nýja bifreið. Borðar grænmeti ð Grikklandl M' Gascoigne hélt til Grikk- \\\\ lands, í sumarfrí, eftir að hann var búinn að skrifa undir samning við Totten- ham. Þegar hann hélt til Grikklands fékk hann sérstakan matseðil frá forráðamönnum Tottenham - hon- um var fýrirskipað að borða mikið af grænmeti og vera búinn að létta sig um Þmm kg. þegar hann kæmi aftur til Englands og byijaði að æfa með Tottenham á White Hart Lane. „Sárt að missa Gazza“ Willie McFaul, framkvæmdastjóri Newcastle, sagði að það væri sárt fyrir félagið að sjá á eftir „Gazza" fara til Tottenham. „Við reyndum allt hvað við gátum til að halda í hann, en við gátum ekki ráðið við himinhátt tilboð Tottenham, sem er eitt af ríkustu félögunum í Eng- landi," sagði McFaul. Stuðningsmenn Newcastle fá fljót- lega að sjá átrúnaðargoð sitt leika, því að fyrsti heimaleikur Newcastle næsta keppnistímabil, verður ein- mitt gegn Tottenham. „Betri heldur en Hoddle" Terry Fenwick, fyrrum landsliðs- maður enska landsliðsins og vamar- leikmaður hjá Tottenham, var mjög ánægður þegar ljóst var að Gas- coigne kæmi til Tottenham. „Gazza er betri leikmaður heldur en Glenn Hoddle - er með miklu meiri sprengjukraft og getur hlaupið stanslaust í 90 mínútur. Hoddle er aftur á móti sveiflukenndari. Hann getur leikið toppleik einn daginn, en síðan dottið niður á plan meðal- mennskunnar hinn daginn," sagði Fenwick. Blaðamenn hringdu strax til Hoddle, til að fá hans álit á „Gazza.“ „Hann er leikmaðurinn sem Totten- ham vantaði. Hann þarf þó að hafa meiri stjóm á sjálfum sér í leik sínum. Það er aðeins einn maður sem getur lagfært einbeitingu hans og yfírvegun. Það er hann sjálfur," sagði Hoddle. í sama gæðaflokki og Eusebio ogPele Jackie Charlton, landsliðsþjálfari írlands, var framkvæmdastjóri Newcastle, þegar „Gazza“ byijaði að leika með félaginu, sagði að hann væri vel virði peninganna sem Tottenham hafí borgað fyrir hann. „Gazza er í sama gæðaflokki og Eusebio og Pele voru — geysilega fljótur með knöttinn og snillingur að leika á mótheija sína,“ sagði Charlton. Það er mikið rætt og ritað um „Gaz- za“ í Englandi þessa dagana - spumingin er hvort að hann nái að uppfylla þær óskir sem við hann em bundnar hjá Tottenham? Það mun koma í ljós. Golfkúlur á ferðogflugi Hart barist í meistaramótum golf- klúbbana um allt land HÁTT í 2000 kylfingartaka nú þátt í meistaramótum golfklúb- banna, sem hófust sl. miðviku- dag. Mótin fara fram á golf- völlum hringinn í kringum landið og eru keppendur fólk á öllum aldri. Leiknar eru 72 hol- ur á fjórum dögum og lýkur keppni því víðast hvar í dag. Ísamtali við Morgunblaðið sagði Frímann Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Golfsambands Ís- lands að gífurleg aukning hefði orðið á golfíðkun undanfarin ár - á þessi ári væri óhætt að tala um sprengingu í þessu sambandi. „Sfðustu ár hefur aukningin verið jöfn og stígandi, 10-12% árlega, en á þessu ári hefur hún verið 30-40%,“ sagði Frímann. Nú er orðin örtröð í mörgum golf- Fyrirtækja- keppni GSÍ Fyrirtækjakeppni Golfsam- bands íslands fer fram föstu- daginn 15. júlí. Keppnin fer fram á velli Keilis í Hafnar- firði. Glæsileg verðlaun. Þátt- tökutilkynningar verða að hafa borist til GSÍ fyrir 14. júlí. klúbbum og hefur víða skapast vandræðaástand vegna þessa. Á Seltjamamesi er t.d. biðlisti eftir inngöngu í Nesklúbbinn. Á nokkr- um stöðum hefur verið hafíst handa við að teikna stækkun við velli. í Mosfellsbæ, Selfossi og Vest- mannaeyjum er verið að teikna níu holur til viðbótar þeim níu sem fyr- ir eru. Þá er verið að teikna átján holu velli í Vetrarmýri við Vífíls- staði og á Urriðakotslandi í Heið- mörk. Það eru Oddfellowar sem standa fyrir þessum framkvæmd- um. Meistaramót klúbbanna er síðasta stórverkefni kylfínga fyrir íslands- mótið sem hefst eftir hálfan mánuð og eftir því sem Frímann Gunn- laugsson segir er næsta víst að þar verði um metþátttöku að ræða. STAÐAN Úrslit á meistaramótinu eftir annan daginn eru sem hér segir: Gotfklúbbur Reykjavíkur Karlar: 1. Hannes Eyvindsson..............150 2. -3. GunrtarS. Sigurðsson.......155 2.-3. Viggó Viggóson..............155 4.-5. Jón H. Karlsson..............160 4.-5. Peter Salmon.................160 6.-7. Helgi Eiríksson.............161 6.-7. Eiríkur Guðmundsson.........161 8. Óskar Sæmundsson.....:.........162 9. -10. Siguijón Amarsson..........164 9.-10. Ragnar Ólafsson.............164 Konur: 1. Steinunn Sæmundsdóttir...........165 2. Ragnhildur Sigurðardóttir........169 3. Jóhanna Ingólfsdóttir............172 GoHklúbbur Akureyrar Karlar: 1. Kristján Gylfason................155 2. Bjöm Axelsson....................158 3. -4. Guðmundur Siguijónsson.......159 3.-4. Konráð S. Gunnarsson .........159 5.-6. Viðar Þorsteinsson............160 5.-6. Þórhallur Pálsson.............160 7. JónÞór Gunnarsson................161 8. Björgvin Þorsteinsson............162 9. SigurðurH. Ringsted..............163 10. Eiríkur Haraldsson..............169 Konur: 1. Inga Magnúsdóttir................180 2. Ámý L Amadóttir..................181 3. Andrea Ásgrímsdóttir.............197 4. RósaPálsdóttir...................205 5. Aðalheiður Alfreðsdóttir.........222 GoHklúbbur Suðumesja Karlar: 1. Sigurður Albertsson..............151 2. Sigurður Sigurðsson..............153 3. Hilmar Björgvinsson..............155 4. Gylfi Kristinsson................157 5. Bjöm V. Skúlason.................160 6. Páll Ketilsson...................164 7. Þorsteinn Geirharðsson...........167 8. ValurKetilsson...................176 Konur: 1. Rakel Þorsteinsdóttir............188 2. Gerða Halldórsdóttir.............202 3. Sigurbjörg Gunnarsdóttir.....:..205 4. Kristín Sveinbjömsdóttir........214 5. Guðný Ragnarsdóttir........... 222 GoHklúbbur Vostmannaoyja Karlar: 1. Haraldur Júlíusson..............151 2. Gylfi Garðarsson................152 3. Sigbjöm Óskarsson...............153 4. Hjalti Pálmason.................155 5. Sindri Óskarsson................156 6. SigurðurSveinsson...............158 7. Ársæll Sveinsson................160 8. Þorsteinn Hallgrimsson..........165 9. Magnús Þórarinsson..............167 10. Ragnar Guðmundsson.............168 Konur: 1. Jakobína Guðlaugsdóttir.........180 2. -3. Sjöfn Guðjónsdóttir..........182 2.-3. SigurbjörgGuðnadóttir.........182 QoHklúbburinn Kaillr Karlar: 1. Guðmundur Sveinbjömsson.........142 2. Úlfar Jónsson....................143 3. Guðbjöm Ólafsson.................144 4. Sveinn Sigurbergsson............145 5. Siguijón Gíslason...............149 6. Tryggvi Traustason..............151 7. -8. Magnús Birgisson............152 7.-8. Björgvin Sigurbergsson.......162 9.-10. Hörður H. Ámason.............160 9.-10. AmarÓlafsson.................160 Konur: 1. Þórdís Geirsdóttir..............155 2. Kristín Þorvaldsdóttir..........161 3. Alda Sigurðardóttir..............162 4. Kristfn Pálsdóttir..............168 Nosklúbbur Karlar: 1. Jón H. Guðlaugsson..............140 2. Gunnar Júlfusson................147 3. Friðþjófur Helgason.............149 4. Gunnlaugur Jóhannsson...........154 Konur: 1. Jónína Pálsdóttir..............165 Góðurgestur hjá Nes- klúbbnum SARA Palmer keppir sem gestur í meistaramóti Nes- klúbbsins í golfí. Sara hefur 5 i forgjöf en enginn íslenskur kvenkyifingur er með svo lága forgjöf. Fyrsta dag mótsins lék Sara á 74 höggum, eða 4 yfír pari vall- arins. Daginn eftir bætti hún um betur og var þá aðeins 2 höggum yfír pari, lék á 72 högg- um. Sara Palmer er íslensk í aðra ættina, móðir hennar er Helga Palmer.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.