Morgunblaðið - 09.07.1988, Síða 58
58
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988
■ KNA TTSPYRNUMAÐUR-
INN snjalli, Igor Belanov er ekki
of bjartsýnn á að hann spiii með
ítalska liðinu Atlanda á næsta
keppnistímabili. Belanov hefur
mikinn áhuga á að spila utan Sov-
étrikjanna bæði launanna vegna
og eins til þess að auka reynslu
sína sem knattspymumaður. Hann
er þó frekar svartsýnn á að lið hans
Dynamo Kiev láti hann fara. Forr-
áðamenn Atlanda halda því fram
að þegar hafi verið samið um Bel-
anov, en sovéska knattspymusam-
bandið neitar því alfarið. Talsmaður
ítalska liðsins sagði í gær að þrátt
fyrir vandamál við samningagerð,
væm Italir bjartsýnir á að Belanov
spilaði í þeirra herbúðum næsta
keppnistímabil.
MALEMAO, brasilíski knatt-
spyrnumaðurinn sem leikið hefur
með Atletico Madrid undanfarið,
hefur verið seldur til ítalska liðsins
Napoli. Samingurinn er virði rúm-
lega 180 milljóna kr. Talsmaður
spænska liðsins sagði að Alemao
hefði skrifað undir tveggja ára
samning. Alemao sem er 26 ára
'y gamall, gekk til liðs við Atletico
1986. Hann verður þriðji erlendi
leikmaður Napoli. Fyrir em þeir
Maradona og samlandi Alemao,
Oliveira Gareca.
■ UNGVERSKA knattspymu-
stjaman Lajos Detari mun verða
áfram hjá v-þýzka félaginu
Eintracht Frankfurt að sögn
stjórarformanns félagsins. Gríska
félagið Olympiakos hafði áður lýst
því yfir, að það væri búið að kaupa
kappann.
■ JIM McLean, þjálfari skozka
liðsins Dundee United, hefur sagt
upp störfum til þess að mótmæla
því að hann var dæmdur í 4000
punda sekt og bannað að fara út
að hliðarlínu í leikjum til að hvetja
sína menn.
■ BANDARÍSKA körfuknatt-
leiksliðið Atlanta Hawks mun fara
í 12 daga keppnisferð til Sovétríkj-
anna 20. júlí. Þar mun það meðal
annars keppa við sovézka landsliðið.
■ SAMTÖK enskra knatt-
spymuliða hafa samþykkt að fresta
leikjum þeirra liða, sem enskir
landsliðsmenn leika með, laugar-
daginn 15. október. Ástæðan er sú,
að 19. október leika England og
'*-» Svíþjóð á Wembley í undankeppni
HM. Bobby Robson verður vafa-
laust ánægður með að fá aukinn
tíma til undirbúnings, því að enska
landsliðið er undir mikilli pressu að
standa sig vel eftir hrakfarir á EM.
„Sofnuðum
á verðinum“
- sagði Atli Hilmarsson, eftir að V-Þjóðverjar
höfðu skorað sigurmarkið eftir aukakast þegar
fimm sek. voru til leiksloka
HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ
Alfreð Oíslason var ekki tekinn neinum vettlingatökum af leikmönnum v-
þýska liðsins. Hér taka tveir hálstak á honum.
Sagt eftir leikinn:
„Lékum gegn sterku
liði sem hafði dómar-
ana með sér“
Bogdon, landsliðsþjálfari ís-
lands, var ánægður með leik
sinna manna þrátt fyrir ósigurinn.
„Þetta eru betri úrslit en við reikn-
uðum með. Við vorum að leika í
V-Þýskalandi, gegn sterku lands-
liði, sem hafði dómarana með sér.
„Við erum hér til að fá æfingu, sjá
hvar við stöndum nú í upphafi und-
irbúningsins fyrir Ólympíuleikana í
Seoul. Það komu margir vankantar
fram, sem við munum fínpússa fyr-
ir átökin í Seoul. Strákamir hafa
nægilegt þrek, en þeim vantar meiri
æfingu með knöttinn," sagði Bogd-
an.
Kristján Arason
„Vamarleikurinn var góður hjá
okkur. Það var sárt að tapa. Eg
neita því ekki að það er sárara að
tapa fyrir Vestur-Þjóðveijum held-
ur en öðrum. Ég hef leikið hér og
því hafði ég mikinn metnað að
standa uppi sem sigurvegari."
Páll Ólafsson
„Leikurinn var góður og vil lékum
vel í fyrri hálfleiknum, en síðan kom
þreyta í ljós. Við erum aðeins búnir
að ná 70% krafti. Það var grátlegt
að tapa svona á síðustu sekún-
tunni. Það kom fram í leiknum að
við erum ekki í nægilega góðri sam-
æfingu, enda höfum ekki æft mikið
með knött. Fjögur misheppnuð víta-
köst má rekja til þess að við höfum
lítið verið með knött á milli hand-
anna.“
„ÞAÐ var grátlegt að láta Vest-
ur-Þjóðverjana skora sigur-
markið svona rétt fyrir leikslok.
Við sofnuðum á verðinum þeg-
ar þeirtóku aukakastið," sagði
Atli Hilmarsson, eftir að
íslenska landsliðið hafði mátt
þola tap, 18:19, í HSV-höllinni
í Hamborg. „Það var sárt að
tapa, því að við lékum vel -
hraðan handknattleik, en
þreytan fór að segja til sfn
undir lokin, þannig að við vor-
um ekki nægilega vakandi,"
sagði Arli.
Ulrik Roth skoraði sigurmarkið
þegar aðeins fimm sek. voru
til leiksloka. Danskir heimadómar-
ar, sem dæmdu leikinn, gáfu V-
Þjóðveijum tæki-
LogiB. færi til að halda
Eiðsson knettinum síðustu
skrifarfrá mínútuna, án þess
am org v ag dæma töf á þá.
Þegar sjö sek. voru til leiksloka
dæmdu þeir aukakast á íslendinga.
Leikmenn Íslands reiknuðu þá með
að knettinum yrði kastað til Andre-
as Dörhöfer, sem hafði skorað mörg
mörk eftir aukaköst. Jú, Dörhöfer
fékk knöttinn, en hann lék á leik-
menn íslenska liðsins - í staðin
fyrir að skjóta, sendi hann knöttinn
inn á línu til Roth, sem vippaði
knettinum yfir Einar Þorvarðarson
og sigur V-Þjóðveija var í höfn.
„Vestur-Þjóðveijamir fengu of
mikið út úr aukaköstum sínum. Við
höfum ekkert æft vöm gegn þeim
og áttum því ekkert svar til. Það
var aftur á móti mjög slæmt að við
nýttum ekki fjögur vítaköst í leikn-
um,“ sagði Kristján Arason.
Kristján Arason gaf tóninn í leikn-
um og skoraði fyrstu tvö mörk ís-
lands. Þegar V-Þjóðveijar komust
yfir, 4:2, lokuðu íslensku leikmenn-
imir vöminni og skorðu fimm mörk
í röð, 4:7, án þess að V-Þjóðveijar
gátu svarða. Alfreð Gíslason, Atli
Hilmarsson og Þorgils Óttar Mathi-
esen tættu þá oft v-þýsku vörnina
í sundur. ísland var yfir, 10:12, í
leikhléi.
Kristján skoraði, 10:13, en þá kom
slæmur kafli og V-Þjóðveijar skor-
uðu fimm mörk gegn einu, 15:14
og síðan komust þeir yfir, 17:15,
eftir að Stefan Hcker hafði varði
vítakst frá Sigurði Gunnarssyni, en
áður hafði hann varði tvö vítaköst
og Michael Kriter, eitt - frá Al-
freð, Páli Ólafssyni og Kristjáni
Arasyni.
Jakob Sigurðsson og Þorgils Óttar
náðu að jafna, 17:17. Þá skoraði
Rúdiger Neitzel, 18:17, en -Karl
Þráinsson jafnaði, 18:18, þegar
1.06 sek. var til leiksloka. Eftir-
leiknum hefur verið lýst.
íslenska liðið lék vel á köflum -
sérstaklega í fyrri hálfleik, en þá
var mikill hraði og fallegar fléttur
í sóknarleik liðsins. Þorgils Óttar
og Einar Gunnarsson voru bestu
menn liðsins. Atli, Kristján Arason,
sem var sterkur í vöminni ásamt
Alfreð, léku vel.
Dönsku heimadómaramir settu svip
á leikinn, en þeir „stálu“ fjórum
mörkum af íslenska liðinu, með því
að flauta of fljótt.
V-Þýskaland - ísland 19 : 18
íþróttahöllin í Hamborg. Vináttulandsleikur í handknattleik, föstudagur 8. júlí 1988.
Gangur leiksins: 0:1, 1:2*, 4:2, 4:7, 7:8, 7:10, 8:11, 10:12. 10:13, 12:13, 15:14, 15:15,
17:15, 17:17, 18:17, 18:18, 19:18.
Áhorfendur: 2.680.
Mörk íslands: Þorgils Óttar Mathiesen 5, Kristján Arason 4, Atli Hilmarsson 2, Karl
Þráinsson 2, Jakob Sigurðsson 2, Guðmundur Guðmundsson 1, Alfreð Gíslason 1/1.
Varin skot: Einar Þorvarðarson 13.
Mörk V-Þýskalands: Jochen Fraatz 5/2, Rúdiger Neitzel 4, Andreas Dörhöfer 3, Ulrich
Roth 2, Stefan Schöne 2, Michal Lennert 1, Wolfgang Kubitzki 1 og Frank Löhr 1.
Dómarar: Ole Christensen og Per Godesk Jörgensen frá Danmörku.
Brottrekstrar: ísland í sex mín. og V-Þýskaland í tólf mín.
FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR________ || HANDKNATTLEIKUR
Ingrid
Kristian-
senfrá
keppni í
sex vikur
NORSKA hlaupadrottningin
Ingrid Kristiansen, sem hefur
haft yfirburði í langhlaupum
kvenna undanfarin ár, verður
frá keppni næstu sex vikur
vegna blöðrumyndunar í eggja-
stokkum.
■ ngrid Kristiansen fór í læknis-
I rannsókn eftir að hafa fundið til
l óþæginda í 10 km hlaupinu á Bi-
i slettmótinu í Ósló um síðustu helgi
| en þá tapaði hún sínu fyrsta hlaupi
i í iangan tíma. Læknar segja að
engin hætta sé á ferðum. Meinið
Petre Ivanescu
kennir íslensk-
um þjálfunim
Ingrid Kristlansen
muni sennilega læknast af sjálfu
sér þannig að hún þurfi ekki að
gangast undir skurðaðgerð. Aftur
á móti má hún ekki ofreyna sig og
má einungis stunda mjög léttar
æfíngar og ekki keppa í sex vikur.
EINN kunnasti handknattleiks-
þjálfari heims, Petre Ivanescu,
hefur fallist á ósk HSÍ um að
halda fyrirlestur fyrir íslenzka
þjáifara síðar í þessum mán-
uði. Jafnframt fá þjálfararnir
að fylgjast með tveimur æfing-
um hjá veztur-þýzka landslið-
inu. Þetta er mikiil hvalreki fyr-
ir íslenzka þjálfara því Ivanes-
cu hefur ekki áður gefið þjálfur-
um kost á siíkri fræðslu.
Ívanescu er Rúmeni og margfald-
ur heimsmeistari með rúmenska
landsliðinu. Hann hefur náð frábær-
um árangri sem þjálfari þýzku fé-
lagsliðanna Gummersbach og Essen
og nú síðast sem þjáifari vestur-
þýzka landsliðsins.
Ivenescu heldur fund með þjálfur-
unum föstudaginn 22. júlí kl. 16
og að honum loknum verður fylgst
með tveggja tíma æfíngu þýzka
landsliðsins. Á laugardagsmorgnin-
um verður aftur fylgst. með æfingu
og að henni lokinni verður fundur.
Þjálfararnir munu síðan fylgjast
með landsleikjum Islands og Vest-
ur-Þýzkalands í Laugardalshöll.
Miðað er við að þjálfarar hafí lokið
B- stigs prófi. Þátttöku skal til-
kynna til stjórnar HSÍ sem fyrst.
Petre Ivanescu er talinn ein snjall-
asti þjálfari heims í dag.