Morgunblaðið - 09.07.1988, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988
59
Ntrgils Óttar Matthli
frá Alfreð Gíslasyni.
AP
n, sést hér I kröppum dansi og skorar eitt af glæsilegum mörkum sínum, eftir sendingu
Sagt eftir leikinn:
„Islendingar eru góðir“
Petre Ivanescu, landsliðsþjálfari
V-Þjóðverja, sagði að leikurinn
hafi verið mjög vel leikinn af beggja
hálfu, eða rétt eins og hann átti
að vera. „Bæði liðin eru í góðri
æfingu. Ég er mjög ánægður með
sigurinn, en neita því ekki að íslend-
ingar voru ekki langt frá sigri."
JochenFraatz
J“ „Það kom mér á óvart hvað íslenska
liðið lék vel. Við áttum ekki von á
því svona sterku, því að við vissum
að leikmenn liðsins hafa farið í
gegnum miklar þrekæfingar. Því
vorum við undrandi hvað vel þeir
léku. Leikurinn var erfiður, en ég
tel að sigurinn hafí verið sann-
gjam."
Stefan Hecker
„íslenska liðið lék vel, en hvort að
sigurinn hafí verið sangjam. Því
get ég ekki svarað. Leikmenn
íslenska liðsins voru mjög erfíðir
og þeir eru í góðri líkamlegri æf-
ingu, en vom nokkuð þunglamaleg-
ir. Ég er mjög ánægður með minn
hlut - séstaklega að mér tókst að
veija þrjú vítaköst.“
HANDKNATTLEIKUR
Ivanescu býður
Jasoni Ólafssyni
til V-Þýskaiands
á keppnisferð, fékk boð um að
borða kvöldverð með Ivanescu og
leikmönnum landsliðs Islands og
V-Þýskalands í gærkvöldi.
Ivanescu, sem á son á sama aldri
og Jason, hefur heyrt mikið talað
um getu Jasonar. Hann ákvað því
að bjóða honum að koma til
Dormagen til að æfa í sumar.
Þess má geta að Jason er sonur
Ólafs Jónssonar, fyrrum fyririiða
landsliðsins úr Víkingi.
KNATTSPYRNA / 3. & 4. DEILD
Grétar skoraði
þrennu fyrir Reyni
Petre Ivanescu, landsliðsþjálf-
ari V-Þýskalands og þjálfari
Dormagen, bauð Jasoni Olafssyni,
stórefnilegum sextán ára strák
ggggH úr Fram, í gær-
Frá kvöldi - til að
LogaB. koma til V-Þýska-
Eiössynu lands í sumar og
dveljast á heimili
sínu í þijár vikur.
Jason, sem er í Hamborg með
ungum srákum úr Fram, sem eru
Reynir Sandgerði burstaði
Leikni, 7:0, í A-riðli 3. deildar
á heimavelli sínum í gærkvöldi.
Grétar Sigurbjömsson skoraði þijú
mörk, Siguijón Sigurðsson tvö og
Jónas Jonsson og Ivar Guðmunds-
son eitt mark hvor.
Afturelding sigraði UMFN í
Njarðvik með einu marki gegn
engu. Sigurmarkið kom um miðjan
síðari hálfleik og var það sjálfsmark
frá Hermanni Hermannssyni sem
nýlega hafði komið inná sem vara-
maður í liði heimamanna.
í 4. deild fóm fram þrír leikir.
Neisti sigraði Æskuna, 3:0, á Hofs-
ósi í D-riðli. Mörkin gerðu Magnús
Jóhannsson og Haukur Þórðarson,
þriðja markið var sjálfsmark. Efling
sigraði Vask, 1:0, á Akureyri.
í B-riðli fóm fram tveir leikir.
Haukar og Emir gerðu jafntefli,
3:3, á Hvaleyrarholtsvelli. Mörk
Hauka gerðu Pal Palsen og Valur
Johannsson, þriðja markið var
sjálfsmark. Fyrir Emi skomðu Sig-
uijón Bjömsson 2 og Lúðvík Tóm-
asson.
Hvatberar unnu Létti, 2:1, á Selt-
jarnamesi. Jóhann Armannsson og
Sigtryggur Pétursson gerðu mörk
Hvatbera en Bjöm Hjálmarsson
minnkaði muninn fyrir Létti.
Augnablik sigraði Snæfell, 2:1, í
A-riðli í Stykkishólmi.
KNATTSPYRNA / 1. DEILD KVENNA
Stórskotahríð hjá Val
Valsstúlkur fóru á kostum í
síðari hálfleik gegn Fram i
gærkvöldi. Þær skoruðu sex
sinnum f hálfleiknum og unnu
stórsigur, 7:1.
alur sótti mun meira í fyrri
hálfleik, en flestar sóknarlotur
liðsins mnnu út í sandinn við víta-
teig Fram. Á 25. mínútu skoraði
Sigrún Sverrisdóttir fyrir Val eftir
góðan undirbúning Magneu Magn-
úsdóttur.
Strax á upphafsmínútu síðari hálf-
leiks jafnaði Fram. Sesselja Ólafs-
dóttir skaut háu „bananaskoti"
langt utan af velli sem hafnaði í
bláhorninu.
Við þetta mark tóku Valsstúlkur
við sér og það sem eftir var leiksins
sóttu þær látlaust og uppskám eft-
ir þvf. Áður en leikurinn var úti
vom þær búnar að senda knöttinn
sex sinnum til viðbótar í mark
Fram.
Bryndís Valsdóttir og Guðrún Sæ-
mundsdóttir skomðu báðar tvf veg-
is. Annað mark Guðrúnar var úr
vítaspymu eftir að bestu manneskju
vallarins, Magneu Magnúsdóttir,
hafði verið bmgðið innan vftateigs.
Sigrún Sverrisdóttir bætti við öðm
marki sfnu og sjöunda markið setti
Amey Magnúsdóttir.
KNATTSPYRNA / 2. DEILD
Markaregn á
Siglufirði
KS og Þróttur skildu jöfn 3:3 í
baráttuleik á Siglufírði í gær-
kvöldi. KS-ingar vom mun betri í
fyrri hálfleik og komust í 2:0 með
mörkum Róberts
Frá Haraldssonar og
Agli Baldurs Benónýs-
Rögnvaldssyni sonar.
á Siglufirði { seinni hálfleik
KS - Þróttur
3 : 3 (2 : 0)
Mttrk KS: Róbert Haraldsson (16.),
Baldur Benónýsson (33. víti), Paul
FVaier (71. mín.).
Mttrk Þróttar: Petcr Frain (65.), Sig-
uröur Hallvarðsson (77. og 87. min.).
Maður leikains: Peter Frain, Þrótti.
komu Þróttarar meira inn í leikinn
og minnkaði bezti maður vallarins,
Peter Frain, muninn snemma í hálf-
leiknum. Þegar 20. mínútur vom
eftir skoraði Paul Fraier fyrir KS
og fóm þá áhorfendur að búast við
sigri heimamanna en sú varð ekki
raunin. Sigurður Hallvarðsson
minnkaði fljótlega muninn og
tryggði Þróttumm síðan annað
stigið með því að skora með lúmsku
skoti.
KS-ingar vom heldur betri í leikn-
um og slæmt fyrir þá að tapa stig-
um á heimavelli. Þróttarar em enn
sem fyrr í botnbaráttunni. Peter
Frain var þeirra bezti maður og
raunar alls leiksins.
J6n Erling Ragnarsson
Selfoss - FH
O : 2 (0 : 1 )
Mörk FH: Ólafur Jóhannesson (33.
mfn.) og Jon Erling Ragnarsson (61.
mín.).
Maður leikainB: Ólafur Jóhannesson
FH.
FHsóttiþijú
stigáSelfoss
SELFYSSINGAR gengu
ákveðnir til leiks gegn FH og
voru augsýnilega staðráðnir að
hafa stig út úr leiknum. Þegar
leið á fyrri hálfleikinn náðu
FH-ingar þó yfirtökunum og
Ólafur Jóhannesson gerði fal-
legt mark eftir að hafa leikið á
tvo varnarmenn utarlega f vfta-
teig Selfyssinga.
Síðari hálfleikur var ijömgur
og áhorfendur fengu ða sjá
margar stórskemmtilegar sóknar-
lotur hjá báðum liðum. Framlína
FH er mjög beitt og
allir sem þar em
með í sókninni virð-
ast ákveðnir að gera
mark. Vamarmenn
Sigurður
Jonsson
skrifar
frá Selfossi
Selfoss réðu lítið við hraðan og létt-
an leik sóknarmanna FH. í einni
slíkri hraðasókn var Jon Erling
Ragnarsson rétt staðsettur þegar
hann fékk fyrirgjöf og gerði annað
mark FH en Jon átti mjög góðan
leik.
Selfyssingar sóttu stíft og gerðu
reyndar mark eftir baráttu innan
vítateigs en dómarinn dæmdi mark-
ið af vegna rangstöðu. Stífur sókn-
arleikur Selfyssinga opnaði FH
færi á skyndisóknum sem margar
vom mjög skemmtilegar en Anton
Hartmannsson markvörður Selfoss
gaf ekki færi á fleiri mörkum, greip
vel inn í leikinn og bægði margri
bráðahættu frá.