Morgunblaðið - 29.07.1988, Side 10

Morgunblaðið - 29.07.1988, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988 Láttu ekki dósúrhendidetta - Sanitas BRAUTARHOLTI 20 - SÍMI 29098 Láttu metnaðinn ráða þínu vali OPNUNARTIMI: Miðvikudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 19.00 - 01.00 Föstudaga og laugardaga kl. 19.00 - 03.00. Pantið borð tímanlega hjá veitingastjóra í síma 29098. Áskriftarsíminn er 83033 Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Þór Vigfússon útskýrir fyrirkomulag skóiahússins fyrir Birgi ísleifi Gunnarssyni menntamálaráðherra. Fjölbrautaskóli Suðurlands: Frumlegasta skólabyggingin — segir Birgir ísleifur Gunnars- son menntamálaráðherra Selfossi. „ÞETTA er afar glæsileg bygging og Sunnlendingar mega vera stoltir af þessu húsi sem er skemmtilegasta og frumlegasta skólabygging sem ég hef komið í,“ sagði Birgir ísleifur Gunnars- son menntamálaráðherra eftir að hafa heimsótt Fjölbrautaskóla Suðurlands á þriðjudag og rætt við forsvarsmenn skólans. „Eitt það mikilvægasta varðandi húsið er að þeir sem starfa í því eru ánægðir með það.“ Heimsókn Birgis ísleifs í Fjöl- brautaskólann var liður í tveggja daga ferð hans um Ámes- og Rangárvallasýslur þar sem hann skoðaði skólamannvirki og ræddi við heimamenn. Með Birgi í för voru Eggert Haukdal alþingis- maður og Ámi Johnsen formaður kjördæmisráðs sjálfstæðismanna í Suðurlandskjördæmi. Aðsókn að Fjölbrautaskólanum hefur aukist ár frá ári. 1986 vom nemendur þar 480, 514 í fyrra og gert er ráð fyrir að þeir verði 540 við upphaf skóla í ár. Búist er við að leigja þurfi húsnæði undir kennslu í vetur og segja forsvarsmenn skólans það sýna nauðsyn þess að huga nú þegar að byggingu síðari áfanga skóla- hússins. Þór Vigfússon skólameistari sagði það greinilegt að tilkoma skólans hefði örvað ungt fólk til framhaldsnáms og hlutfall þeirra nemenda hér á landi sem fæm í framhaldsnám væri hærra en áð- ur. Hann gat þess ennfremur að húsnæði skólans nýttist mjög vel, alveg eins og gert var ráð fyrir við hönnun þess. Birgir ísleifur heimsótti skóla á Hellu, Flúðum, í Þorlákshöfn, á Selfossi og í Hveragerði. „Þessar heimsóknir hafa verið mjög áhugaverðar, við höfum skynjað hvar skórinn kreppir í skólamálum á hveíjum stað. Sjón er sögu ríkari og það er gott. að ná sam- bandi við heimamenn. Við höfum einnig getað rætt stöðu atvinn- ulífsins, fyrirtækja í iðnaði og sjávarútvegi sem hefur verið fróð- legt og ánægjulegt," sagði Birgir ísleifur Gunnarsson menntamála- ráðherra. — Sig. Jóns. Að lokinni skoðunarferð um skólahúsið ræddu gestirnir við forsvarsmenn skólans um stöðu byggingarmála og framtíðar- áform í þeim efnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.