Morgunblaðið - 29.07.1988, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 29.07.1988, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988 Hópur bandarískra og sovéskra listamanna A staddur á Islandi Geimurinn sameiginlegt viðfangsefni Nokkrir skömmu. Morgunblaðið/BAR fulltrúar úr hópi bandarísku og sovésku listamannanna, sem staddir voru hér á landi fyrir HÓPUR sovéskra og bandarískra listmanna, sem hafa gert geim- inn að viðfangsefni í list sinni, var nýverið staddur hér á landi. Ferð hópsins hingað er liður í áætlun um samstarf og sýningar í Bandaríkjunum og Sovétríkjun- um á næstu fimm árum. í hópnum sem kom hingað voru rúmlega tuttugu myndlistamenn ásamt fylgdarliði. Þeir kalla sig geimlistamenn, eða space artists, þar sem allir hafa þeir geiminn að Langar þig að gleðja sjálfan þig eða vini með fallegri Ijósmynd? Þú færð uppáhaldsmyndina þína stækkaða samdægurs hjá okk- ur ef þú kemur með filmuna fyrir kl. 11 að morgni. Verð á 13x18 18x24 20 x 25 20x30 24x30 28x35 30x40 30x45 stækkunum 150 kr. 290 kr. 350 kr. 430 kr. 580 kr. 800 kr. 1130 kr. 1240 kr. Þú getur skotið filmunni þinni inn til okkar og skroppið í bæinn. Eftir klukkutíma eru myndirnar tilbúnar og þú tekur þær á leiðinni heim! Þægilegra getur það varla verið. Póstsendum um land allt. viðfangsefni í list sinni. Ein ástæð- an fyrir því að listamennirnir hitt- ast á íslandi, er sú að landslagið hér minnir um margt á landslag annarra pláneta, að sögn eins í sov- éska hópnum. Leiðtogafundurinn sem haldinn var í Reykjavík gefi samvinnu þeirra hér auk þess tákn- ræna merkingu. Þar fyrir utan sé íslenskt- landslag mjög áhugavert fyrir hvaða málara sem vera skal. En þó þessir listamenn hafi geim- inn sem sameiginlegt viðfangsefni, þá taka þeir það misjöfnum tökum að eigin sögn, burt séð frá persónu- legum stíl hvers og eins. Bandarísku listamennirnir nálgast það frekar út frá því hvað hugsanlega gæti verið að gerast á öðrum hnöttum og mætti kalla það vísindalega list- rænan stíl. Sovésku listamennirnir nota frekar ímyndunaraflið í list sinni og hún er meira táknræn. Það sem virtist hafa hrifið lista- mennina einna mest í þessari ferð er ósnortin náttúra landsins og það hversu vel við íslendingar göngum um landið okkar, að því er þeir sögðu. Það sé ekki sambærilegt við það sem er í þeirra heimalöndum þar sem hvergi er hægt að komast burt frá siðmenningunni. ísland sé gott dæmi um jákvæða þróun sið- menningar í heimi sem á við glíma svo ótal mörg vistfræðileg vanda- mál. Ferðin vakti líka áhuga þeirra á að komast í samband við íslenska listamenn og að halda sýningu hér, með íslenskt landslag sem megin þema. Eins og fyrr segir hefur hópurinn gert lauslega fimm ára samstarfs- áætlun. Hann mun næst hittast í Moskvu í apríl á næsta ár, en síðan fara sovésku listamennirnir til Bandaríkjanna, ferðast um landið og halda sýningar. Hvort hópurinn á eftir að halda sýningar á geimlist í öðrum löndum er enn ekki ákveð- ið, en stefnt er að því að geta farið með sýningar til Evrópu og Japan í framtíðinni. Hópurinn er styrktur af bandarískum og sovéskum vísinda- og listastofnunum. Þá má að lokum geta þess að með í hópn- um var geimfarinn Alexej Leonov, fyrsti maðurinn sem fór í geim- göngu. Hann hefur nú lagt fyrir sig geimligt. í HÚSI HÓTEL ESJU SUÐURLANDSBRAUT 2 S. 82219 Samtök græningja: Hætt verði við að byggja nýtt álver Morgunblaðinu hefur borist fréttatilkynning frá Samtökum græningja á íslandi vegna hug- mynda um byggingu nýs álvers. Samtökin hafa efnt til undir- skriftasöfnunar þar sem skorað er á ríkisstjórnina að hætta við byggingu nýs álvers. í fyrsta lagi er skorað á ríkis- stjórnina að hætta við fyrirhugaðar hugmyndir vegna mengunar, þar sem rannsókn á mengun við álverið í Straumsvík sem gerð var fyrir tveimur árum síðan hafi sýnt að flúoríðmengun við álverið sé of mikil. í annan stað benda samtökin á að gæta þurfi jafnvægis í byggð landsins og þess að atvinnuupp- bygging fari ekki öll fram á suð- vesturhorni landsins. Að lokum er bent á það að erlend skuldabyrði landsmanna sé þegar orðin gífurleg og siðlaust gagnvart komandi kyn- slóðum að bæta enn frekar við hana. -

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.