Morgunblaðið - 29.07.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.07.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988 19 Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri. samt sem áður er það ljóst að beit- arþol var verulega ofmetið.“ Sveinn sagði að því væri ekki að neita að beitarálag á þessum slóðum hefði verið mjög mikið og sérstakt að því leyti að bændur hefðu sleppt fé allt of snemma í afréttarlönd. Hér áður fyrr oft í byijun maí og það tíðkaðist alveg fram á haust 1987 að bændur slepptu ánum í afrétt eftir göngur. Beitartíminn hefði því verið geysi- lega langur á þessum svæðum. Þó bæri að hafa í huga að um væri að ræða óhemju víðáttumikið svæði. Mikill munur er á gróðri innan landgræðslugirðinga og utan þeirra. Vetrarbeitarland, Hlíðarfjall í baksýn. Vetrarbeit er ólíðandi „Við höfum haft mestar áhyggj- ur af vorbeitinni vegna þess að í maí er yfírleitt enginn annar gróð- ur en melgresi farinn að spretta," sagði landgræðslustjóri. „Melgres- ið þolir illa vorbeit því þá myndar það ekki fræ og mellöndin hafa því ekki tækifæri til þess að end- umýja sig. Landgræðslan hefur í allmörg ár, og ítölunefndin á sínum tíma, varað við þessu mikla beitarálagi, sérstaklega á vorin. Bændur hafa talið að þeir yrðu að flytja féð svona snemma á afrétt vegna þess hve mývargur legðist á féð við Mývatn í byijun júní. Samkomulag hafði tekist haustið 1986 um að sleppa ekki fé á afrétt eftir göngur en það var ekki haldið. Að beiðni Landgræðslunnar bannaði land- búnaðarráðuneytið þá upprekstur sfðastliðið haust og nú tel ég að engum manni detti í hug að sleppa fé á afrétt eftir göngur. Bændur eru einnig orðnir ásátt- ir um að sleppa ekki fé í afrétt fyrr en 1. júní sem þó er 3—4 vik- um fyrr en fé er sleppt annars stað- ar á landinu. Fénu hefur fyrst og fremst verið sleppt í mellöndin. Einnig hefur verið stunduð allmik- il vetrarbeit frá Reykjahlíð sem er ólíðandi við þessar aðstæður sem eru þama." Landið þurrt og gróður kyrkingslegur „Heimamenn telja að síðastliðin 3—4 ár hafi verið óvenju úrkomu- snauð og gróður ber þess núna greinileg merki," sagði Sveinn. „Til marks um það hvað úrkoman hefur verið lítil og snjór með minna móti er hægt að nefna að heima- menn hafa ekki komist frá húsi á vélsleðum sínum sökum snjóleysis. Sumarið 1987 var mikið sandfok og uppblástur fyrri part sumars á öllu þessu svæði, frá Hólsfjöllum vestur í Bárðdælaafrétt og ástand- ið er enn verra nú í ár. Landið er ákaflega þurrt, gróður kyrkings- legur og spretta var mun seinna á ferðinni á þessu ári en 1987.“ Sveinn sagði að vegna þessa hefði landið verið ákaflega illa í stakk búið að mæta ofviðrinu sem geisaði um allt land í kringum 17. júní. Þá var mikið moldrok nánast á öllu þessu svæði. Viðamikilla aðgerða þörf Varðandi ráðstafanir til að spoma gegn þessu hefur verið rætt um að girða þyrfti og friða ný svæði. „Að mati Landgræðsl- unnar er mjög erfitt að ákveða hvar ætti að byija og hvar enda slíkar friðunaraðgerðir," sagði landgræðslustjóri. „Að frumkvæði landbúnaðarráðherra hefur verið ákveðið að koma á starfshópi sem í verða fulltrúar sveitarstjómar og gróðurvemdamefndar, fulltrúi þingmanna kjördæmisins, fulltrúi Landgræðslunnar og fulltrúi land- búnaðarráðuneytisins. Þessum starfshópi er ætlað að gera nokk- urs konar landgræðslu- og land- nýtingaráætlun fyrir þetta svæði. Það er reyndar samkvæmt ósk frá sveitarstjóm Skútustaðahrepps frá 1987. Það er ljóst að það verður að taka fyrir miklu fleiri mál en bara fjármögnun á beinum land- græðsluaðgerðum, það er að segja friðun og sáningu melfræs. Það eru félagslegu aðgerðirnar sem em þýðingarmiklar. Það verða að koma til breyttir búskaparhættir. Bændur verða að hætta að sleppa fé á vorin í mellöndin og hætta verður alveg vetrarbeit. Sauðfé hefur á allra síðustu árum fækkað á þessum slóðum og ekki annað fyrirsjáanlegt en það haldi áfram. Samt sem áður tel ég ástæðu til að skoða það sérstak- lega að gera ákveðnar ráðstafanir til handa bændum á þessum slóð- um sem gera þeim kleift að hætta sauðfjárbúskap. Jafnvel hefur ver- ið rætt um að þegar fé verður fækkað enn frekar en nú er orðið þá væri ódýrara fyrir það opinbera að girða féð af á þeim stöðum þar sem gróður þolir beit. Frekar en að girða af mörg uppblásturs- svæði. En þetta er aðeins til um- ræðu og alveg ljóst að ekki verður gripið til neinna aðgerða á þessum slóðum nema í fullu samráði við heimaaðila. Ég tel að Landgræðslan geti ekki farið út í neinar nýjar upp- græðsluaðgerðir á þessum slóðum fyrr en menn verða búnir að gera áætlanir um hvernig búskapar- háttum verður hagað a næstu árum. í dag er þetta lang alvarleg- asta sandfoks- og gróðureyðingar- svæðið sem við eigum við að etja,“ sagði Sveinn Runólfsson land- græðslustjóri. — Sig. Jóns. Ógöngur at- vinnulífs og landsbyggðar eftir Óla Þ. Guðbjartsson Frá því að Alþingi var slitið í nokkurri skyndingu þann 11. maí sl. má segja að veruleg óvissa hafi einkennt stjómmálaástandið hér á landi. Þessi óvissa kemur fram með mörgum hætti: 1. Ríkisstjóm, sem byggir efna- hagsstjóm sína ekki hvað síst á fastgengisstefnu — hafði engu að síður fellt gengið í febr- úar — neyddist nú til þess að fella það verulega á nýjan leik í maí — með harmkvælum þó. Á þann veg var þó til verks gengið, að öllum var ljóst að svo illa var um hnúta búið, að fráleitt dygði lengur en fáeinar vikur. Ástæðan? Innbyrðis sundur- þykkja þeirra einstaklinga — er ríkisstjómina skipa — auk næstu bakhjarla. 2. Næstu þættir þessa leiks voru hjaðningavíg á vígvelli orðsins með myndrænum lýsingum, m.a. um „Rómarbruna" „hvolpa og gelt“ og annað í þeim dúr — og þannig var reynt að mynda fjölmiðlaþrýsting á báða bóga í von um stundarhag í skoðana- könnunum. Meðan á þessu hefur gengið blæðir undirstöðuatvinnulífi þessarar þjóðar hægt út og hvert útflutningsfyrirtækið á fætur öðru hrekst að barmi gjaldþrotsins. 3. Hið sögulega baksvið þessa stjómmálaveruleika var dáind- issamstjóm tveggja þáverandi stærstu stjómmálaaflanna — Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokks — sem nutu lífsins vel í þann tíð enda var þá yfrið nóg til skipta handa tveim. Þriggja flokka stjóm hefur hins vegar aldrei orðið lífvænleg hér á landi — af þeirri einföldu ástæðu að ákveðin stjómarandstaða myndast samstundis innan hvers flokks um sig — því það er svo sárlega smátt til skiptanna. Og þessari innbyrðis stjórnar- andstöðu ríkisstjómarflokkanna vex smám saman fiskur um hrygg eða eins og Jón Helgason frá Rauðsgili sagði um hinna hljóðu eyðingu: „en þótt hún sé lágmælt að sinni vinnur hún daglangt og árlangt um eilífar tíðir ðrugg og máttug, og hennar skal rikið um síðir." Hvert er hlutverk ríkis- stjórnar? Ríkisstjóm er handhafi fram- kvæmdavaidsins með þessari þjóð. Auðvitað em skyldur hennar margar. En rétt eins og frumskylda sveit- arstjómar er að búa í haginn fyrir lífvænlega atvinnuþróun í sveitar- félaginu þá er ein æðsta skylda ríkisstjómar að sjá til þess, að útflutningsatvinnuvegir þjóðar- innar hafi eðlilegan og lífvæn- legan starfsgrundvöll. Þetta er þeim mun mikilvægara hér á landi en annars staðar, að þessi undirstaða þjóðarbús okkar er fremur einhæf, ef miðað er við margar aðrar þjóðir. Að auki er það eitt af sérkennum íslands — að hagsmunir lands- byggðar og útflutningsframleiðslu fara ætíð saman. Ríkisstjórn, sem mistekst eða lætur undir höfuð leggjast — að treysta rekstrargrundvöll útflutn- ingsatvinnuveganna — hefur því Óli Þ. Guðbjartsson „Ríkisstjórn, sem mis- tekst eða lætur undir höfuð leggjast — að treysta rekstrargrund- völl útflutningsatvinnu- veganna — hefur því brugðist frumskyldu sinni — brugðist lands- byggðinni — brugðist sjálfri sér.“ bmgðist fmmskyldu sinni — bmgðist landsbyggðinni — bmgð- ist sjálfri sér. Ástæðan er augljós. Innbyrðis sundmng og sundurþykkja í ríkis- stjóminni sjálfri, sem aftur stafar af rangri efnahagsstefnu stjómar- innar. Engu er líkara en þessi óham- ingja hafi aukist um allan helming eftir að þinginu lauk og ríkisstjóm- in missti nöldrið sitt — stjómarand- stöðuna, heim. Ekki var annað séð en stjómin kæmi sér þokkalega saman í vetur — jafnvel til hinna stærstu óhæfu- verka — svo sem helmings hækkun skattheimtunnar á landslýð allan — með matarskattinn á hvers manns borð — þó að nú síðsumars virðist þau fím öll skammt ætla að duga í óráðsíuna gjaldamegin. En sundmng og sundurþykkja í ríkisstjóminni er ekkert einkamál þeirra einstaklinga, sem þar eigast við. Hér er um miklu alvarlegri mál en svo að ræða. Einstaklingar og fjölskyldur um allt land — í borg og byggð — sem nú beijast þrotlausri baráttu fyrir efnahagslegu lífi sínu geta hér best um borið. Ríkisstjóm, sem leitt hefur at- vinnulíf þjóðarinnar og lands- byggðina í slíkar ógöngur ber vissulega að víkja. Holkeri forsætisráðherra Finna var fyrir fáum dögum spurður um ástæðumar fyrir efnahagslegri velgengni þar í landi. Honum vafðist í fyrstu tunga um tönn. En sagði síðan að sjálf- sagt væm ekki allar ástæður þess ljósar en þó væri tvennt öldungis víst að samstöðuhefð meðal Finna og hörkuvinna hefði hér miklu um ráðið. Höfundur er alþingismaður Borg- araflokksins i Suðurlandskjör- dæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.