Morgunblaðið - 29.07.1988, Síða 26

Morgunblaðið - 29.07.1988, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988 Indland: Samruni miðflokka ógnar ekki Gandhi Nýju Delhí. Reuter. SAMRUNI fjögurra stærstu miðflokka Indlands kann, að sögn stjórnmálaskýrenda, að veikja stöðu Rajivs Gandhis, forsætisráðherra Indlands, í næstu þingkosningum, sem áformað er að fari frsun í lok næsta árs. A hinn bóginn er ekki talið að samruninn ógni stöðu Gandhis nú um stundir en flokkur hans CongTess- flokkurinn nýtur mikils meiri- hluta á þingi. Vishwanath Pratap Singh, fyrr- um vamar- og fjármálaráðherra Indlands sem allra stjómmála- manna mest hefur barist gegn hvers kyns spillingu í landinu, skýrði frá því á þriðjudag að fjór- ir stærstu miðflokkar landsins hefðu ákveðið að sameinast en innibyrðis átök flokkanna hafa í gegnum tíðina sett mark sitt á allt stjómmálalíf á Indlandi. Enn hefur leiðtogi hins nýja flokks ekki verið valinn en staða Singhs er talin nokkuð traust þó svo þær raddir hafí heyrst að flokkuripn gæti lotið forystu nokkurra manna. Singh var ráðherra í ríkis- stjóm Rajivs Gandhis en neyddist til að segja af sér eftir að hann hafði sakað embættismenn um mútuþægni. Congress-flokkurinn hefur haldið um stjómvolinn á Indlandi allt frá því landið fékk sjálfstæði frá Bretum árið 1947 að undan- skildum tveimur árum 1977 og 1978. Þá tókst stjómarandstæð- ingum loks að ná samstöðu og Janata-flokkurinn komst til valda. Hús Mandela eyði- lagðist í íkveikju Soweto. Reuter. HEIMILI Nelsons Mandela eyði- lagðist í eldsvoða í gær og skellti lögregla og nágrannar Mandela- fjölskyldunnar skuldinni á þel- dökka táninga. Winnie Mandela, kona blökku- mannaleiðtogans, var fjarverandi þegar hópur táninga úr skóla í blökkumannahverfinu Soweto, en hús Mandela er í samnefndu hverfí, réðust að húsinu með gijótkasti. Ruddust þeir inn á lóðina og inn í húsið þar sem þeir helltu benzíni á öll gólf og kveiktu síðan í. Slökkviliðsmenn náðu að bjarga einhveiju af eigum §ölskyldunnar úr brennandi húsinu, sem gjöreyði- lagðist. Hermt er að rekja megi ástæður íkveikjunnar til viðvarandi ágrein- ings og illinda milli framhaldsskóla- nema og knattspymuliðs, sem kennt er við Mandela. Nelson Mandela afþlánar dóm í Pollsmoor-fangelsinu í Höfðaborg fyrir meinta byltingatilraun. Lög- maður hans skýrði honum frá íkveikjunni í gær og fyrirskipaði Mandela að fjölskyldan skyldi enga yfirlýsingu senda frá sér vegna at- burðarins. Hús hans hefur verið eins konar tákn baráttu milljóna þeldökkra íbúa Suður-Afríku gegn aðskilnaðarstefnu ' minnihluta- stjómar hvítra manna þar í landi. Reuter Lögreglu- og slökkviliðsmenn við hús Mandela-fjölskyldunnar í Sow- eto. Þeldökkir unglingar kveiktu í húsinu og gjöreyðilagðist það í eldsvoða. Hjónin Dennis og Judith Marks ræða við fréttamenn á lögreglustöðinni á Majorcu i gær. Hassbaróninn á Spáni: Hef ekki selt eiturlyf síðan 1973 Palma de Majorca. Reuter. BRETINN Dennis Marks, sem handtekinn var ásamt eiginkonu sinni og vini á eyjunni Majorcu á Spáni síðastliðinn þriðjudag og gefið að sök að vera forsprakki eins af stærstu hasssöluhringjum heims, sagði á miðvikudag, að hann hefði hætt eiturlyfjasölu fyr- ir 15 árum. Handtaka Marks var liður í víðtækum lögregluaðgerðum um heim allan gegn fyrmefndum hass- hring. Marks sagði við fréttamenn, að hann hefði ekki komið nálægt eiturlyfjabransanum, frá því að hann seldi 500 kg af hassi til Banda- ríkjanna árið 1973. Hann kvað eigin- konu sína, Judith, og Bretann Geof- frey Kenyon, sem handtekin voru um leið og hann sjálfur, alsaklaus og óvitandi um fyrri afskipti hans af eiturlyfjasölu. Alls hafa 16 manns verið handteknir í þessum lögreglu- aðgerðum. Hringurinn, sem sagt er að hafi byijað starfsemi sína árið 1970, er sakaður um að hafa smyglað þúsund- um tonna af hassi og maríúana frá Asíu til Bretlands, Bandaríkjanna, Spánar, Vestur-Þýskalands, Kanada, Hollands, Hong Kong og Filippseyja. Marks, sem er 43 ára gamall og útskrifaður úr Oxford-háskóla, sagði, að ásakanir þess efnis, að hann væri foringi eiturlyfjahringsins, væru „ævintýralega vitlausar". „Þetta er eins og endaleysa í Holly- wood-farsa," sagði hann. „Ég veit ekki hvaðan þeir hafa þetta.“ Marks sagði, að honum hefði ekki verið greint frá því, hvaða kærur bandarísk stjómvöld hefðu lagt fram á hendur honum. Það var krafa frá bandarískum stjómvöldum, sem leiddi til þess, að hann var hand- tekinn. Hann kvaðst fús að vinna með lögregluyfirvöldum, ef eigin- kona hans yrði leySt úr haldi. Meðal 16 gmnaðra einstaklinga, sem teknir hafa verið fastir í þessum umfangsmiklu lögregluaðgerðum, er breskur lögfræðingur, James Maurice Newton. Hann er sakaður um að hafa lagt lið við að smygla miklu magni af hassi og maríúana til Bandaríkjanna og „hvítþvo" gróð- ann. Evrópubandalagið: Deilur um nýskipan í í'ramkvæmdastjóminni Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópubandalagsins er skipuð sautján framkvæmdastjórum til fjögurra ára í senn. Kjörtímabil núverandi framkvæmdasljórnar rennur út um næstu áramót. Fimm fjölmennustu ríki banda- lagsins skipa tvo framkvæmda- stjóra hvert en hin sex einn hvert fyrir sig. Framkvæmdasljórn EB er áhrifamikil, hlutverk hennar er fyrst og fremst að fylgjast með því að sáttmálar bandalags- ins séu haldnir, undirbúa og leggja fram tillögur fyrir ráð- herrafundi bandalagsins og sömuleiðis að framkvæma þær tillögur sem ráðherrarnir sam- þykkja. A vegum framkvæmda- stjórnarinnar starfa um 15 þús- und manns sem skiptast niður á 20 stjórnardeildir, einskonar ráðuneyti. Vegur framkvæmdastjóranna hefur vaxið mjög á síðustu árum og þeir koma í æ ríkari mæli fram á alþjóðavettvangi sem talsmenn þeirra 320 milljóna sem byggja aðildarríki EB. Það þykir t.d. sjálf- sagður hlutur að forseti fram- kvæmdastjómarinnar, Jacques Del- ors, sitji leiðtogafundi iðnríkja heims og ljóst er að vaxandi tiilit er tekið til skoðana „Brussel" ekki bara á þessum fundum heldur og í öllum alþjóðlegum samskiptum. Framkvæmdastjóramir fara í opinberar heimsóknir til ríkja utan bandalagsins á sama hátt og þjóð- höfðingjar og ráðherrar sjálfstæðra ríkja. Samkvæmt Rómarsáttmálan- um skulu aðildarríkin skipa sameig- inlega í framkvæmdastjómina a.m.k. einn frá hveiju aðildarríkj- anna og aldrei fleiri en tvo. Reynd- in hefur orðið sú að aldrei er skipað- ur framkvæmdastjóri án þess að hann hafí hlotið tilnefningu viðkom- andi ríkisstjórnar. Forseti fram- kvæmdastjómarinnar skiptir með henni verkum í upphafi kjörtíma- bils. Frá upphafí hafa fram- kvæmdastjóramir verið á hveijum tíma frá sex upp í 14 en frá inn- göngu Spánveija og Portúgala 17. Arið 1967 voru framkvæmdastjóm- ir bandalaganna þriggja sem mynda EB sameinaðar, síðan er talað um Evrópubandalagið en síður um Efnahagsbandalagið, Kola- og stál- bandalagið eða Atómbandalagið. Nýja framkvæmdastjórnin Vart hafa tveir menn komið sam- an í Brussel undanfarið öðruvísi en að velta vöngum yfir hugsanlegri samsetningu nýrrar framkvæmda- stjómar. Að líkum hafa mörg nöfn verið nefnd í því sambandi en mest- ur áhugi hefur verið fyrir þeim framkvæmdastjórum sem gegna lykilhlutverkum í framgangi EB- markaðarins árið 1992. Engarhefð- ir hafa skapast um það hvemig og hvenær skipt er um framkvæmda- stjóra. Árið 1985 var t.d. skipt um alla nema þijá. Það viðhorf er þó ríkjandi í Brussel að farsælast sé að hrófla sem minnst við þeirri framkvæmdastjórn sem nú situr, til þess að tmfla ekki undirbúning innri markaðarins. Þó svo að framkvæmdastjómin sé skipuð fulltrúum aðildarríkjanna er engan veginn gert ráð fyrir því að þeir líti á sig sem slíka. Sérhver undirritar eiðstaf við embættistök- una þar sem hann lýsir yfir holl- ustu við sameiginleg markmið bandalagsins og því sömuleiðis að taka ekki við skipunum frá heima- landinu, ganga erinda eða gæta hagsmuna þess. Flestir virðast þó þeirrar skoðunar að Margaret Thatcher forsætisráðherra Breta hafi ákveðið að kalla sína menn heim frá Brussel vegna þess að henni þyki hollusta þeirra á röngum stað. Roy Jenkins sem áður gegndi embætti forseta framkvæmda- stjómarinnar sagði að Cockfield lávarður, annar bresku fram- kvæmdastjóranna, þætti um of hegða sér eins og „innfæddur" í Brussel. Það er a.m.k. ljóst að ýmsar tillagna hans um innri mark- aðinn hafa farið fyrir bijóstið á Thatcher, sérstaklega hugmyndir hans um samræmingu óbeinna skatta innan bandalagsins. Ráð- herrar í bresku ríkisstjóminni hafa, allt frá því þessar tillögur komu fram ýmist gert lítið úr þeim eða vísað þeim á bug. Hinn breski fram- kvæmdastjórinn, sem samkvæmt venju er skipaður í samráði við stjómarandstöðuna yfírgefur Bmssel álíka ófús og Cockfield. Brittan til Brussel Nú er ljóst að Thatcher ætlar að senda Leon Brittan til Brussel. Breska stjómarandstaðan hefur sagt að með þvi sé hún að launa honum það að hann gerðist blóra- böggull í Westland-málinu svokall- aða. Burtséð frá því hveijar fyrir- ætlanir hans séu um framtíðina hafí Thatcher a.m.k. endurreist hann fjárhagslega með því að skipa hann í starf með tæplega átta millj- ónir íslenskra króna í árslaun. Ekki er ljóst hver verður eftirmaður Stanley Clinton Davis en um hann verður Thatcher að ráðfæra sig við

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.