Morgunblaðið - 29.07.1988, Side 41

Morgunblaðið - 29.07.1988, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988 41 Kveðjuorð: Guðrún Teitsdótt- ir, Víðidalstungu Þann 14. júlí sl. var gerð útför frú Guðrúnar Teitsdóttur frá Víði- dalstungu, en hún andaðist laugar- daginn 9. júlí á sjúkraheimili Hrafn- istu í Reykjavík. Er þar gengin á Guðs síns fund merk og mikilhæf kona, sem bar gott fram úr góðum sjóði hjarta síns. Hún var hæglát í fasi og trú- verðug. Umhyggjusöm eiginkona og móðir. Styrkur bágstöddum og líkn þeim sem lífið þjáði. Hún var kjamakvistur á húnvetnskum ætt- arstofni, traustrar menningar og mannkosta. Guðrún fæddist 21. janúar 1906 að Víðidalstungu fVíðidal. Hún var dóttir hjónanna Teits Teitssonar og Jóhönnu Björnsdóttur, sem þá bjuggu á hinu foma höfuðbóli á fýrri hluta aldarinnar við búsæld og góðan orðstír og vinsældir sveit- unga sinna. Þau hjón eignuðust 11 böm er upp komust. Öll vom þau vel gefin og gott fólk. Em frá þeim komnar fjölmennar ættir í Húna- vatnssýslum og víðar. Sú sem hér er minnst var fædd í sporaslóð fjögurra bræðra og einn- ar systur, var hún því sjötta bamið í röð þeirra systkina. Af þeim Víði- dálstungu systkinum em nú 8 þeirra látin en eftir lifa þrír bræð- ur, sem allir em komnir á háan aldur. Guðrún var vel gefin og sem bjartur geisli í myndarlegum hópi þeirra systkina. Úndirritaður man vel eftir þroska hennar og tápi, þegar hún um fermingaraldurinn, í hópi vina og jafnaldra var í leik skólafélaga eða tók þátt í öðmm landamærin. Hún er sú, að Drottinn rétti honum hönd sína og leiði hann í ljósið og friðinn. Framnesi í júní 1988, Björn Sigtryggsson Þeim er eðlilega farið að fækka bændunum, sem búsettir vom í Akrahreppi um það leyti, sem ég fiuttist þangað handan úr Hegra- nesinu. Ætli þeir séu nema 11 eftir á lífi af 57. Sagt er að maður komi í manns stað. Víst er nokkuð til í því. En engir tveir menn em að öllu eins, og víst er, að sá kemur aldrei aftur, sem eitt sinn er horf- inn. Sveitin sjálf er hin sama og áður. En mannlífið breytist því hver einstaklingur setur sinn svip á það umhverfí og samfélag, sem hann lifír í. Nú síðast hvarf Jón Eiríksson í Djúpadal af sviðinu. Engum þurfti í sjálfu sér að koma það á óvart með 90 ára gamlan mann. Og þó tók það sinn tíma að sætta sig við og átta sig á þessari andlátsfregn. Ekkert var fjarlægara né fráleitara en hugsunin um dauðann í návist þessa elskulega og lífsglaða manns, Jóns í Djúpadal, þótt níræður væri orðinn. A æskufjör hans, bjartsýni og lífstrú sló naumast nokkmm fölskva allt til efsta dags. Jón Eiríksson fæddist í Djúpadal í Blönduhlíð 1. maí 1898. Vom for- eldrar hans Eiríkur Jónsson, bóndi og trésmiður í Djúpadal og kona hans, Sigríður Hannesdóttir, góð hjón og glæsileg og ákaflega vel gerð á alla grein. I Djúpada) átti Jón heima til æviloka, enda hefði hann naumast að fullu fest rætur í nokkm umhverfí öðm. í Djúpadal hefur sama ættin setið um aldabil og sem betur fer em ekki horfur á að það breytist í bráð. Innan ferm- ingaraldurs dvaldi Jón nokkur ár hjá frændfólki sínu á Reynistað og mat það heimili jafnan mikils síðan. Um tvítugsaldur hvarf Jón til náms við Bændaskólann á Hvanneyri og lauk þaðan búfræðiprófí. Annars skólanáms mun hann ekki hafa notið utan hinnar venjulegu bama- fræðslu þeirra tíma, sem nú mun naumast þykja merkilegt né hald- dijúgt veganesti. Allt um það var Jón vel menntaður, í bestu merk- ingu þess orðs. Hann las flest, sem hann náði til. Hann var fluggreind- ur, stálminnugur, næmur og opinn fyrir straumum og nýjungum sam- tíðarinnar, glöggur á að greina kjama frá hismi og manna fljótast- ur til fylgis við þær hreyfingar og hugsjónir, sem hann taldi horfa til heilla. Slíkir menn em allt sitt líf að læra og þeir læra vel. Eiríkur í Djúpadal var listfengur smiður og því mjög eftirsóttur til þeirra starfa utan heimilis. Það kom því snemma í hlut Jóns að veita búinu í Djúpadal forstöðu að meira og minna leyti og síðar alfarið. Hann kvæntist frændkonu sinni, Nönnu Þorbergsdóttur, en missti hana eftir skamma sambúð. Þau eignuðust eina dóttur, Sigríði, sem gift er Rögnvaldi Gíslasyni frá Ey- hildarholti. Jón í Djúpadal bjó aldrei neinu stórbúi en góðu og gagnsömu. Eng- inn var hann auðsöfnunamaður, enda stóð eðli hans og upplag ekki til þess, en svo óeigingjam og örlát- ur að stundum sýndist lítt við hóf. Einn þeirra fágætu manna, sem ávallt láta eigin hag víkja fyrir annarra. Djúpidalur er frá náttúmnnar hendi mikil jörð og fögur. Hún stendur hátt í mynni samnefnds dals og sér þaðan vítt yfir Skaga- fjarðarhérað. Hinn svipmikli Glóða- feykir stendur vörð um bæinn á aðra hlið, Akrafjall á hina. Að baki liggur dalurinn og hið tignarlega Tungufjall. Við túnfótinn rennur Dalsáin í djúpu gili og syngur þar sitt eilífa lag, stundum með trölls- legum gný og ryðjandi fram björg- um svo að nágrennið nötrar við, eða blítt og róandi. Þannig er umhverfí Djúpadals, svipmikið og fagurt í senn og síst undmnarefni þótt Jón kysi að eyða þar ævidögunum. En Djúpidalur er að ýmsu leyti óhæg jörð. Ræktunarskilyrði erfið áður en hinar stórvirku jarðvinnsluvélar komu til sögunnar. Langt á þjóðveg þótt ekki yrði þess vart að það drægi úr gestakomum. Var oft í meira lagi mannkvæmt í Djúpadal og Jón aldrei glaðari en þegar hann hafði fullt hús gesta og gat veitt á báðar hendur. Þá var Jón í Djúpa- dal stórauðugur maður. Fénaðar- ferð er mikil og fjárgæsla erfið svo sem verða vill á jörðum, sem mikið land eiga til fjalls. Kom sér oft vel að Jón var manna léttastur á fæti og brattgengastur. Sá ég Jón, á efri ámm, feta þær klettaskeiðar, sem ýmsum yngri mönnum hefði ekki þótt fysilegt að eiga fang við. Ekki mun ég rekja hér hin marg- háttuðu félagsmálastörf Jóns á langri ævi. Það gerir aldavinur hans og samstarfsmaður hans á þeim vettvangi um áratuga skeið, Bjöm Sigtryggsson á Framnesi, vel og rækilega í annarri grein hér í blað- inu. Þess eins skal getið, að það var fágætlega gott og ánægjulegt að starfa með Jóni að hverskonar félagsmálum. Komu þar til ágætar gáfur hans, glöggskyggni, víðsýni og mannskilningur. Liðsinni hans brást aldrei þegar veita þurfti fram- faramálum brautargengi og þar munaði svo sannarlega um manns- liðið. Þótt Jón í Djúpadal þyrfti oft að fara að heiman vegna marghátt- aðra félagsmálastarfa, fýsti hann alltaf að komast sem fyrst heim. Síðustu vikumar varð hann að dvelja í sjúkrahúsi. En nú er hann aftur kominn heim í Dalinn sinn. Hann var jarðsettur í heimagrafreit í Djúpadal þann 18. júlí sl., að við- stöddu miklu fjölmenni. Skagfirð- ingar og aðrir vinir og venslamenn Jóns kvöddu þar hugljúfan mann- kostamann og góðan dreng. Sú jörð, sem hann unni svo heitt og vann svo vel hefur nú endanlega tekið hann í faðminn. Magnús H. Gíslason ærslum æskudaganna. Hvemig hún frjáls og hispurslaus, klædd mynd- ugleika leiðtogans, var sú sem réði. Hún var ijóð og hlý á svip, fagur- lega vaxin með mikið þykkt hárið, sem í rauðgullnum lokkum féll nið- ur um háls og herðar. Þegar Guðrún var 19 ára ræðst hún að heiman og fer í vist hjá móðurbróður sínum, Guðmundi Björnssyni, fyrmm landlækni. Árið 1927 innritast hún í Kvennaskólann á Blönduósi, þar sem hún undir skólastjóm Kristjönu Pétursdóttur frá Gautlöndum nemur hagnýt kvenleg fræði, er_ síðar nýttust henni vel í lífinu. Á þessum yngri ámm var uppi hreyfing á meðal kvenfélaga í landinu að koma á fót hjálparstarfí til aðstoðar bágstödd- um heimilum, einkum þegar veik- indi eða óviðráðanlega atburði bar að höndum. Því enn var víða fá- tækt eða úrræðaleysi og á ýmsum stöðum erfiðar samgöngur. Hjúkmnarkonur vom óvíða og fátt um hjálp í veikindatilfellum nema leita þá til ljósmæðranna, er til vandræða horfði, en þær vom ekki alltaf á lausum kili. Kvenfélagið Freyja í Víðidal vann ötullega að þessum hjúkmnarmál- um. Það hafði haft um skeið mæta og vel gefna konu, sem fór á milli bæja og vann á heimilum við heima- hjúkmn í veikindatilfellum. Það var því engin tilviljun, að heimasætan frá Víðidalstungu, sem var orðin gjafvaxta, vel menntuð, full af lífsvilja og lífsorku, fínnur köllun hjá sér að ganga inn í það hjúkr- unarhlutskipti sem opnar víðar dyr og verk rniklar. Að loknu kvennaskólanámi ræð- ur hún sig til hjúkmnarnáms hjá Jónasi Sveinssyni héraðslækrii á Hvammstanga og lýkur þar prófi í heimahjúkrun, sem hún síðan vinn- ur við næstu árin á vegum kvenfé- lagsins Freyju í Víðidal og kvenfé- lagsins Ársólar í Þverárhreppi. Þar var hún seinna gerð að heiðurs- félaga fyrir giftudrjúgt starf að líknar- og félagsmálum kvenna, sem ávallt vom henni engin óvið- komandi. í þessu sambandi vill sá, er hér stýrir penna, þakka og minn- ast góðrar hjúkmnar og dásamlegr- ar umönnunar, er hann naut frá hennar hendi í veikindum veturinn 1929 á æskuheimili sínu. Árið 1930 verður lífsbrautin ráð- in. Hún giftist Bimi Sigvaldasyni, myndarlegum og vel gefnum bændasyni frá Brekkubæ í Mið- fírði, dóttursyni Þorvaldar Bjarna- sonar prests að Melstað, sem var kunnur fyrir fjölþættar lærdóms- gáfur og mikla tungumálakunn- áttu. Með þeim ungu hjónum var mjög vel jafngefið. í fyrstu hófu þau hjón búskap á föðurleifð Bjöms að Brekkulæk, en síðar á nokkmm stöðum, því fátt var um gott jarð- næði til búskapar á þeim ámm. Árið 1935 er flutt að Bjarghúsum í Þverárhreppi, þar sem síðan er búið næstu 23 árin, þá er flutt til Reykjavíkur óg verður heimilið þeirra síðan á Bergþómgötu 8, við þjóðbraut þvera, uns flutt var á síðasta ári að Hrafnistu í Reykjavík. Þau hjón eignuðust 3 böm, eina dóttur og tvo syni. Öll em þau vel gerð og gott fólk, sem stofnað hafa sín eigin heimili. Að leiðarlokum er þessi mæta kona kvödd með hlýjum kveðjum og þakklæti frá öllum sem hana þekktu og umhyggju hennar nutu og alúðar. Þótt aldurinn færðist yfir og hárin tækju að grána var samt alltaf hlýja viðmótið sem áð- ur. Tiginn svipurinn í fasi og fram- komu og traustið í handtakinu. Innileg kveðja og samúð til Björns Sigvaldasonar, vinar míns, sem mikið hefur misst. Blessuð sé minning mikilhæfrar konu. Arinbjörn Árnason Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. HÖRPU ÞAKVARI LÆTUR EKKI ÍSLENSK VEÐUR Á SIG FÁ s# Einstakt veðrunarþol. Ljósþolin litarefni. Auðveldur og léttur í notkun. Fjölbreytt litaval. HAFÐU VARANN Á Meö HÖRPU þakvara er fátt sem þakið ekki þolir. HARPA gefur lífinu lit!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.