Morgunblaðið - 29.07.1988, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 29.07.1988, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988 fclk í fréttum SKIPTINEMAR Fjölskylda Hrefnu í þorpinu Lizartza á Spáni. Eins árs dvöl hjá Böskum og Túnisbúum Vinkonurnar Hrefna Indriða- dóttir og Fanney Baldursdóttir eru nýkomnar til landsins eftir að hafa dvalist í eitt ár sem skiptinem- ar í framandi landi. Hrefna bjó í þorpinu Lizartza í Baskahéruðunum á Spáni en Fanney bjó í Túnis. Fanney bjó hjá fjögurra manna svartri fjölskyldu í Túnis. Hún telur að fjölskyldan sé ekki dæmigerð Túnisfjölskylda þvi að fjölskyldu- faðirinn er ekki innfæddur, heldur frá Kenýa í Afríku. Eiginkona hans er saumakona og húsmóðir og þau eiga tvo syni sem eru 19 og 21 árs gamlir. Fjölskyldan býr í lítilli íbúð í fjöl- býlishúsi og þar hefur hver fjöl- skyMumeðlimur ekki mikið rými. Fanney svaf í stofunni en þar safn- aðist fjölskyldan vanalega saman á kvöldin og horfði á sjónvarpið. Fanney finnst fjölskyldulíf Túnis- búa vera mjög frábrugðið því sem hún á að venjast á Islandi. Fjöl- skyldan er einstaklega samhent og náin en lítil samskipti eru höfð við utanaðkomandi aðila. Fólk fer yfir- leitt ekki í heimsóknir til annarra fjölskyldna og krakkarnir eru komnir heim klukkan sex á kvöldin. í skólanum lærði Fanney aðal- lega frönsku og ensku. Öll kennsla fór fram á arabísku sem var erfitt fyrir íslending að skilja til að byija með en Fanney fór einnig í sér- skóla til að læra klassíska arabísku svo að hún var fljótlega farin að bjarga sér. Fanney eignaðist eina vinkonu í skólanum en þær umgengust aðeins á skólatíma því að vinkonan varð að fara snemma heim og heimsókn- ir tíðkuðust ekki. Túnisbúar eru flestir múhameðs- trúar og Fanney lenti stundum í því að ókunnugt fólk vatt sér að henni þegar það sá að hún bar hálsmen með krossi. Það var ekki hrifið af því að hún væri kristinnar trúar og reyndi að tala um fyrir henni. Hrefna og Fanney eftir heimkomuna. Ýmsir siðir og reglur voru mjög framandi. Fanney mátti t.d. ekki ganga með hendur fyrir aftan bak því að það táknar að einhver sé að deyja. Einnig varð hún að passa sig á að sitja ekki með krosslagða fæt- ur því það þýddi móðgun við þann sem sat á móti henni. Fanney telur sig hafa lært margt á þessari dvöl og hefur hug á að fara aftur til Túnis þegar tækifæri gefst. Henni fannst fólkið yndislegt og landið heillandi. Hrefna bjó í þorpinu Lizartza í Baskahéruðunum á Spáni. Hún bjó hjá fímm manna fjölskyldu, hjónum ásamt þremur dætrum þeirra. Þau áttu heima í lítilli íbúð í fjölbýlishúsi. F'jölskyldufaðirinn vann í pappírsverksmiðju en var bæjar- stjóri í hjáverkum. Hann var einnig formaður Herri Batasuna-hreyfing- arinnar á staðnum. Sú hreyfing berst aðallega fyrir sjálfstæði Baskahéraðanna. Eiginkona hans sá um heimilis- störfin en var einnig sjálfboðaliði við eldamennsku og hreingerningar í sumarhóteli sem var starfrækt i þorpinu. Dætur þeirra hjóna voru 14, 15 og 18 ára og Hrefna deildi herbergi með þeirri elstu. Hrefna fór ekki í menntaskóla eins og skiptinemar gera gjaman, heldur fór hún í sérskóla til að læra basknesku. Baskneskan hefur sér- stöðu að því leyti að hún er eina tunga Evrópu sem virðist óskyld öllum þekktum tungumálum. í skólanum kynntist Hrefna Spán- veijum og Frökkum sem urðu vinir Morgunblaðið/Þorkell Húsmóðirin Yezza á heimili OFanneyjar í Túnis að gefa kettin- um Lúlla fisk í svanginn. hennar og hún umgekkst mikið á meðan á dvölinni stóð. Hrefna varð nokkuð vör við óeirðir og mótmæli sem Baskar stóðu fyrir í sjálfstæðisbaráttu sinni. Fólkið fór í mótmælagöngur, áróðurspiögg voru hengd upp og barmmerki voru seld. Tvisvar kom fyrir að Baski dó í spænsku fang- elsi á meðan á dvöl Hrefnu stóð. í kjölfar þess brutust út óeirðir en Hrefna taldi sig ekki vera í hættu stadda þrátt fyrir ólguna sem var á svæðinu. Við hliðina á heimili fjölskyldunn- ar var kirkja. í október í fyrra vakn- aði Hrefna klukkan fjögur eina nóttina við að kirkjuklukkumar glumdu. Fólkið hljóp út á götur og söng og spilaði á harmonikkur. I COSPER Við grillum svo afganginn á morgun. SKUGGA-SVEINAR Sauðaþjófar enn á ferli? Er Morgunblaðsmenn voru á ferð í Mývatnssveit fyrir skemmstu urðu þeir þess vsari af heimamönn- um að undanfarin ár hefðu gengið sögur um að sauða- þjófar væru á ferð í sveitinni, en sannanirnar hefði skort. Sigurður bóndi Þórisson á Grænavatni fann hins vegar í sumar kindarhauskúpu með skotgati við Sell- önd, um 11 km suður af bæ sínum, en engin bein önnur þar nálægt. Sigurður segir að þarna hafi kind aldrei verið lógað svo hann viti til, og byssa hafi aldr- ei verið tekin með í göngur fyrr en hann varð gangna- foringi. Það sé því óhugsandi að þarna sé til dæmis um veika kind að ræða, sem gangnamenn hafi lógað. „Hún hefur nú ekki verið skotin á færi, en skotgatið er aftar en vaninn er, sagði Sigurður. „Það hefur ver- ið auðvelt að ná henni þarna í girðingunni, skera svo hausinn af og drösla skrokknum upp í bíl.“ Að sögn Sigurðar er erfítt að segja til um hversu gömul haus- kúpan er, en hann fullyrðir að hún sé ekki eldri en tíu ára.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.