Morgunblaðið - 29.07.1988, Page 51

Morgunblaðið - 29.07.1988, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988 51 Þessir hrlngdu . . . ViII borgarráð í Heimsmetabókina? Steingrímur hringdi: „Er borgarráð að leitast við að komast í Heimsmetabók Guinnes? Það mætti ætla af því, að borgin ætlar að byggja 130 bílastæði undir ráðhúsinu fyrir um 192 milljónir króna.“ Burt með hreindýrin Kona á landsbyggðinni hringdi: „Mikil umræða hefur verið um ofbeit og gróðureyðingu undan- farið. Hvers vegna er þá verið að halda uppi 3000 dýra stofni hrein- dýra. Þau gera ekkert gagn en krafsa upp og skemma landið. Þá þykir mér sjálfsagt að setja kvóta á hestaeign. Lífsviðurværi bænda er bundið við kvóta og því sjálf- sagt að takmarka fjölda hrossa, sem ganga laus um landið." Reiðhjól í óskilum Karlmannsreiðhjól af gerðinni Monark-Sport racer er í óskilum. Upplýsingar í síma 74013. Forstjóri Hagkaupa verði einræðisherra Karlmaður hringdi: „Eg vii koma meða þá áskorun til ríkisstjómar íslands, að hún segi af sér sem fyrst og forstjóra Hagkaupa verði gefíð vald ein- ræðisherra til um það bil fimm ára til reynslu. Ef honum tekst vel upp, sem ég efast ekki um, þá verði valdatíð hans fram- lengd.“ BMX-hjóli stolið Nýtt grátt BMX-reiðhjól með svörtu og hvítu köflóttu sæti og höldum var tekið fyrir utan sund- laugamar í Laugardal 26. eða 27. júlí. Upplýsingar í síma 13442, eða í Blönduhlíð 3. Reiðhjóli stolið Bleiku telpnahjóli af gerðinni Miss Peugeout var stolið fyrir utan Kleppsveg 2 24. eða 25. júlí. Allar upplýsingar um hvarfið eru vel þegnar í síma 31875. Hliðartaska tapaðist Brún hliðartaska tapaðist, sennilega í Skaftahlíð eða Stakkahlíð, sunnudaginn 24. júlí. Upplýsingar gefur Guðlaug í síma 17890 eða 11425. Litla Hraun: Vestur-þýskir vörulyftarar G/obusi LÁGMÚLA 5. S. 681555. Bæta þarf aðstöðu til heimsókna Til Velvakanda. í samfélagi okkar eru hópar fólks félagsbundnir til að aðstoða með- bræður sína á ýmsa vegu, veita leiðbeiningar og beina aðstoð. Um þetta er ekki nema gott eitt að segja og er raunar til fyrirmyndar. Þrátt fyrir það er einn hópur sem hefur ekki hátt, ber harm sinn í hljóði, og er þess vegna troðið á af kerfís- köllum, skilningslausum starfs- mönnum eða smáembættismönn- um, sem halda að þeir séu bæði mátturinn og dýrðin. Sá hópur, sem hér er átt við, em eiginkonur, mæður og börn þeirra sem dvelja á vinnuhælinu á Litla Hrauni. Á þeim stað gildir gamall máls- háttur, að fátt segi af einum, en af slæmum aðbúnaði spretta óæski- legar vangaveltur jafnvel hefndar- hugur - aðgát skal höfð í nærveru sálar. En hvað er til ráða? Það sem gera mætti strax er að bæta að- stöðu við heimsóknir vina og vanda- manna. Heimsóknir eru leyfðar á sunnudögum og er það sjálfsagt. Þann eina dag vikunnar má dvelja Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. nokkrar klukkustundir, en útilokað er að eiginkonurnar fái vatnsglas, hvað þá meira. Þær mega ekki held- ur taka með sér bita, t.d. samloku; það er bannað á stað sem ræður yfir um fjörutíu starfsmönnum. Þar er ekki hægt að haga svo til að án áhættu sé hægt að sýna þá sjálf- sögðu mannúð að selja kaffibolla eða brauðsneið heldur skulu að- standendur fanganna niðurlægðir með því að hafa þá í svelti í nokkra klukkutíma. Afsökun þeirra, sem þessum ósóma stjórna, er sú að ekki sé aðstaða til veitingasölu á hælinu. í raun duga hér ekki afsakanir. Að sjálfsögðu er hægt að finna afsak- anir til að friða slæma samvisku, en það er ekki lausn. Um allan hinn siðmenntaða heim er unnið að mannúðarstefnu um meðferð fanga og aðbúnað þeirra í fangelsum, en í þeim efnum eigum við langt í land. Ekki skal þó gleyma að minna á að hér er starfandi félagið Vernd, samtök áhugamanna um mál þeirra sem eru að koma út í samfélagið að lokinni fangavist. Framangreint mál er frekar innanhúsmál á Litla Hrauni en mál Verndar þó skorað sé á þau ágætu samtök að taka málið upp. Til frekari skilnings á aðbúnaði og lífi fanga á Litla Hrauni skal bent á grein, sem birtist í 5. tbl. tímaritsins Mannlífs sem út kom í júní síðastliðnum og heitir Dagbók fanga. Það vakna margar spuming- ar við lestur þeirrar greinar. Að lokum skai þess getið sem gera má strax til úrbóta. Veitið aðstöðu til þess að aðstandendur fanganna þurfi ekki að svelta heilan heimsóknardag. Bætið símaþjón- ustu við hælið svo hægt sé að ræða við fangana. Komið á heimsókn- artímum t.d. seinni hluta dags í miðri viku þannig að aðstandendur, sem ekki eiga heimangengt á sunnudegi, fái notið heimsóknar. Þessar ráðstafanir mundu allar bæta líðan þeirra sem málið varða, vera ráðamönnum til sóma og sjálf- um föngunum til sálar- og mann- bóta. Núverandi dómsmálaráðherra er að allra dómi, sem til þekkja, góður drengur, mannúðarmaður. I fram- angreindu máli hefur hann vald og því ætti hann nú að gefa út tilskip- un um endurbætur, ekki hlusta á úrtölur starfsmanna sinna heldur skipa fyrir um endurbæturnar. Ekki er nauðsynlegt að bæta við mann- afla eða fjármunum, vilji er allt sem þarf. Reykvíkingur. SÉRBLAÐ á fimmtudögum Auglýsingar í viðskiptablaðið þurfa að hafa borist auglýsinga- deild fyrir kl. 12.00. á mánudögum. fltorgimÞtofrifr - blaé allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.