Morgunblaðið - 29.07.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 29.07.1988, Blaðsíða 56
 e/xS [3 ‘V ÆfTnraiTFET? // TRYGGINGAR * / * fttgttitftffifeifr E/NKAfíEIKNINGUR ÞINN í LANDSBANKANUM g FOSTUDAGUR 29. JULI 1988 VERÐ I LAUSASOLU 70 KR. Mosfellsbær: Hringtorg og göng boðin út VEGAGERÐ ríkisins hefur boðið út framkvæmdir við Vestur- landsveg i Mosfellsbæ. Tvö tilboð bárust og voru bæði mun hærri en kostnaðaráætlun Vegagerðar- innar. Hér er um að ræða gerð tveggja hringtorga og ganga fyrir gangandi vegfarendur undir Vesturlandsveg. Kostnaðaráætlunin var upp á 12.058.692 kr. Loftorka bauð 17.200.100 kr. í verkið, en Hag- virki 17.500.008 kr. Lægra tilboðið var því 142,6% af kostnaðaráætl- unni. \ Stokksnesstöðin: Akureyri: Kókbíll mannlaus ut 1 SJO MANNLAUS vörubifreið hafn- aði úti í sjó um kl. 11.00 í gær- morgun eftir að hafa runnið úr miðju Kaupvangsstrætinu niður að Torfunesbryggju og beint út í sjó. Bíllinn stóð í halla og var í gangi en í handbremsu þegar hann rann skyndilega af stað og fór sem leið lá niður Kaupvangs- strætið, yfir á rauðu ljósi og beint fram af Torfunesbryggjunni. Ekki er enn ljóst hvers vegna vörubifreiðin fór af stað. Umferð var ekki mikil á þessum tíma við Kaupvangsstrætið og mildi að ekki skuli hafa farið verr því þjón- ustubyggingar eru beggja vegna götunnar. Að sögn vitnis mun bíll hafa farið á undan vörubifreið- inni og flautað mikið er bílstjórinn varð var við hvað var að gerast. Bfllinn fór auðvitað á bólakaf en gosflöskur og dósir rak á land og voru gestakomur tíðar í fjör- una, þar sem hægt var að fá fría drykki. Morgunblaðið/Rúnar Þór Kókbifreiðin var hífð upp úr Akureyrarhöfn í gærkvöldi og fylgdist mikill mannfjöldi með. 35.000 manns fá glaðning Ný hús byggð með fjármögn- unarleigu Ratsjárstofnun utanrikisráðu- neytisins hefur, fyrir hönd bandaríska hersins, gert samn- ing við íslenskt fjármögnunar- leigufyrirtæki um að fjármagna byggingu tveggja íbúðarhúsa við ratsjárstöðina á Stokksnesi. íslendingar tóku formlega við stjóm ratsjárstöðvarinnar á Stokks- nesi í síðustu viku en Ratsjárstofn- un utanríkisráðuneytisins annast nú rekstur ratsjárstöðvanna hér á landi. Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra sagði við Morg- unblaðið að stofnunina hefði vantað íbúðarhúsnæði fyrir starfsmenn sína á Stokksnesi. Bandaríski herinn greiðir fyrir slíkar framkvæmdir en Steingrímur sagði að svo virtist sem ekki hefðu verið fjárveitingar fyrir hendi til að greiða fyrir íbúðarbygginguna. Fjármálaráðherra vildi ekki veita fé umfram ijárlög til þessara fram- kvæmda og var því gripið til þess ráðs að semja við fjármögnunar- leigu um að fjármagna húsbygging- una. Skuldin á að greiðast á 10 árum. Steingrímur sagði að verkið hefði verið boðið út og þrír verktakar hefðu tekið að sér að byggja húsin. tekningum þó. Hafi einhver misst hér af glaðningí, er enn ekki of seint að bregða við. Þeir sem telja sig eiga rétt á húsnæðisbótum geta enn sótt um. Athugasemdir við úthlutun húsnæðisbóta þurfa að berast skattstjóra viðkomandi umdæmis fyrir 1. september næstkomandi. Húsnæðisbætumar eru greidd- ar einstaklingum og fá því bæði hjón peninga. í skýringum fjár- málaráðuneytisins við þessar end- urgreiðslur er tekið dæmi af fjög- urra manna fjölskyldu sem ekki nýtur vaxtaafsláttar. Sú fjöl- skylda fær um 92.000 krónur í húsnæðisbætur. 9.505 einstakl- ingar fengu þær bætur núna. Sjá frekari upplýsingar og frétt um framlagðar skatt- skrár á bls. 31 Flugleiðir hafa ákveðið að leggja niður 180 stöðugildi Enn er ekki of seint að sækja um húsnæðisbætur 70 starfsmönnum verður sagt upp FLUGLEIÐIR ákváðu í gær að segja 70 manns upp störfum. Þar af eru 50 starfsmenn á íslandi og 20 erlendis. Alls verða 180 stöðugildi lögð niður hjá félag- inu, að sögn Sigurðar Helgason- ar forsljóra Flugleiða. 1700 stöðugildi voru hjá félaginu, þannig að fækkunin er um 11%. Uppsagnir þurfa ekki að verða fleiri vegna þess að ekki hefur verið ráðið í störf sem hafa losn- að á undanförnum misserum og hafa verið mönnuð með laus- ráðnu starfsfólki. Ennfremur tókst að koma í veg fyrir upp- sagnir með hagræðingu. Sigurður Helgason sagði í gær- kvöldi að t flug- og tæknideild fé- lagsins yrði fækkað um 64 stöðu- gildi, þar af sagt upp 20. Flugmönn- um fækkar um 16, þar af er 12 sagt upp, þeim sem hafa stystan starfsaldur. Hinir fjórir hætta vegna aldurs í vetur og næsta vor. Engri flugfreyju var sagt upp, en stöðugildum þar fækkar um 29. Engum flugvélstjóra er heldur sagt upp, en þeir flytjast til í störfum. Á skrifstofu var fækkað um 19, þar af eru tvær uppsagnir. í hótel- og bflaleigurekstri verður hagrætt mikið, meðal annars verður bakarí lagt niður. Þar er fækkað um 24 stöðugildi með uppsögnum. Sigurð- ur sagði að léleg nýting hótelanna yfir vetrartímann og mikið framboð hótelrýmis í Reykjavík væru helstu orsakir uppsagnanna. Á Keflavík- urflugvelli erfaekkað um 19 stöðu- gildi, þar af var þremur sagt upp. Alls eru 125 stöðugildi lögð niður hér á landi. 55 eru lögð niður er- lendis og af þeim eru 20 uppsagn- ir. Engum var sagt upp á Norður- Sigurður sagði að reynt hefði verið eftir fremsta megni að halda uppsögnum í lágmarki. Það hafi tekist með því að ráða ekki í störf sem losnað hafa á síðustu misser- um. Þau hafa verið mönnuð laus- ráðnu fólki. Ennfremur hefur verið hagrætt í störfum, í sumum tilvik- um tók fólk á sig að minnka störf sín úr heilum störfum í hálf eða 75%. „Við erum með mikið af vel þjálfuðu starfsfólki og reynum að halda í það,“ sagði hann. Þessar uppsagnir eru liður í end- urskipulagningu fyrirtækisins. Sig- urður sagði að verið væri að breyta áherslum í rekstrinum. Lögð yrði aukin áhersla á að selja ferðir til íslands, en minni áhersla verði á flug á milli Ameríku og Evrópu. Sífellt er verið að leita arðbærra verkefna, sem geta nýtt mannafla og vélakost fyrirtækisins og sagði Sigurður að samningar við græn- lenska flugfélagið Greenland Air skiptu miklu í því sambandi. Flug- leiðir fljúga nú fimm ferðir á viku á milli Danmerkur og Grænlands með viðkomu á íslandi. Samningur- inn rennur út í mars 1989. Nú standa yfir sammningaviðræður við Grænlendinga um áframhald þess flugs og sagði Sigurður að það skýrðist á næstu tveimur mánuðum hvort Flugleiðir fái verkefnið áfram. Fari svo, verður hægt að endurráða hluta af því fólki sem nú var sagt upp. í vetur mun verða flogið leigu- flug fyrir Scan Air í Svíþjóð. Þar verða verkefni fyrir flugáhafnir og flugvirkja á tveimur DC 8 vélum. Þá stendur fyrir dyrum að þjálfa flugáhafnir á nýjar þotur félagsins sem teknar verða í notkun næsta sumar. Þær eru af gerðinni Boeing 737-400. MARGIR fengu óvæntan glaðn- ing frá ríkissjóði í gær. Þá fengu hinir fyrstu af 35 þúsund landsmönnum í hendur ávísanir frá Seðlabankanum, sem sendar voru út í fyrradag. Margir ráku upp stór augu þeg- ar þeir sáu upphæðirnar, áttu von á barnabótum en könnuð- ust ekki við að þær hefðu hækk- að um tugi þúsunda. Skýringin er sú, að samtímis barnabótun- um voru sendar út húsnæðis- bætur til þeirra sem rétt eiga á þeim og einnig vaxtaafslátt- ur. OHum greiðslunum var steypt í eina upphæð. Alls voru það 1.900 milljónir króna sem streymdu úr ríkissjóði í vasa landsmanna á þennan hátt. Húsnæðisbætumar þurfti að Ingibjörg Höskuldsdóttir gjaldkeri Seðlabankans er líklega í hópi þekktustu og vinsælustu Islendinga í dag eftir að hafa gefið út ávisanir til 35 þúsund einstaklinga upp á 1.900 milljónir króna alls. sækja um sérstaklega og eru þær eða byggt sína fyrstu íbúð á ámn- greiddar þeim, sem hafa keypt um 1984 til 1987, með undan- löndunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.