Morgunblaðið - 14.08.1988, Síða 24

Morgunblaðið - 14.08.1988, Síða 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 19g8 Trúbadúrinn snýr aftur Hillingar og blús Trúbadúrinn sem fór sér sjálf- ur með sjáifsvorkunarvæl og til- gerð uppúr 1970 hefur snúið aft- ur. Dæmin um það eru fjölmörg, s.s. Michelle Shocked, Billy Bragg og Suzanne Vega, en þau merkustu eru kannski Ted Hawk- ins og bandaríska stúlkan sem sló í gegn á Mandela-tónleikun- um fyrir skemmstu, Tracy Chap- man. Þau eru ólík um margt Tracy Chapman og Ted Hawkins, en eiga ekki síður margt sameiginlegt. Bæði leita þau beint til áheyrand- ans án þess að vera borinn uppi af hljóðgerflahrossum og upp- blásnum útsetningum. Textagerð- in er einföld og boðskapurinn skýr, þó Ted sé laus við bjartsýni æsk- unnar sem kemur Tracy til að trúa því að hún fái einhverju breytt. Tracy sló í gegn við það að kom- ast á svið á Wembley-leikvangin- um eftir að Stevie Wonder hætti við að spila af tæknilegum ástæð- um. Framkoma hennar á tónleik- unum kom fyrstu plötu hennar, sem ber bara heitiö Tracy Chap- man, á topp breska listans og lagi af plötunni, Fast Car, í sjöunda sætið. Fyrirfram hefði þó enginn getað búist við slíku því platan er allt annað en söluleg, sé miðað við þær plötur sem seljast hvað best. Á tónleikunum náði hún að tala beint til áheyrenda og það gerir hún einnig á plötunni með textum sem spegla einmanaleika, ekki síður en ást sem blendin er beiskju; óánægju með skipan mála í heiminum í dag, ekki síður en von um að hægt sé að færa allt til betri vegar. Einfaldar útsetningar laganna falla vel að textunum þó áhrifamest sé að heyra Tracy syngja a cappella eða þá eina með gítarinn. Tracy hefur einstaka rödd sem hún nýtir til hins ýtrasta til að gefa textunum meiri dýpt og til að bera uppi rómantíska (og barnslega) bjartsýnina sem þeir fela í sér. Bestu lögin eru Talkin’ ’Bout a Revolution, Mountains of Things og For You. Lækjartungl hyggur á tónleika- hald um næstu helgi, og býður þá upp á jöfnum höndum dans- tónlist og blús. Breska dans- hljómsveitfn Mirage er væntan- leg til landsins í vikulokin og mun koma fram í Lækjartungli 18., 19., 20. og 21. og þýski blúsarinn Hans Blues and Boogie, leikur í Bi'ókjallaranum 20., 21. og 22. þessa mánaðar. Mirage Líklega kannast flestir þeir sem á annað borð sækja dansstaði við sveitina, því hún sérhæfir sig í danssyrpum sem hún sýður sam- an ýr lögum úr öllum áttum. Sveitina skipa bræðurnir Nicos og Carlos Griffiths og söngkonan og dansarinn Kiki Billy. Mirage stofanði útsetjarinn Nigel Wright, sem ákvað að setja saman sveit sem fléttaði saman kunnum lögum með þéttum danstakti. I leit sinni að söngvurum leitaði hann ekki síður að dönsurum. Hann komst snemma í kynni við Griffiths- bræðurna en var lengur að finna réttu söngkonuna. Sagan hermir að hann hafi séð Kiki Billy, sem þá var atvinnulaus, dansa í nætur- klúbbi í London og ákveðið þá og þegar að ráða hana í sveitina gæti hún sungið. Það gat hún og á fjórum vikum komst Mirage inn á topp tíu í Bretlandi með lagiö Jack Mix II. Orðsporið barst víðar og sveitinni hefur einnig gengiö vel á vinsældalistum víðar í Evr- ópu. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar, 88 for 88 - The Best of Mirage, kom út snemma á þessu ári, var sex vikur inni á topp tíu og endaöi sem tvöföld gullplata. Önnur plata sveitarinnar kom síðan út fyrir stuttu og ekki er annað að sjá en að hún eigi eftir að seljast í ámóta upplagi. A þeirri plötu er hip-hop mix-syrpa sem vakið hefur mikla athygli og hefur verið mikið spiluð í diskótekum hér á landi. Eins og áður sagði skemmtir Mirage í Lækjartungli 18., 19., 20. og 21. þessa mánaðar. Hans Blues and Boogie Ekki er það þó bara danstónlist sem Lækjartungl býður upp á um næstu helgi, því um svipað leyti verður þýski blúsflakkarinn Hans Blues and Boogie í Bíókjallaranum. Hans, sem kom hingað til land síðasta sumar og lék þá á ýmsum stöðum á Norðurlandi, hefur verið á flakki með gítarinn í sextán ár og er nú í sinni fimmtu Evrópuför, en í henni áætlar hann að leika á um 200 tónleikum á 9 mánuðum. Hans leikur jöfnum höndum frum- saminn blús og gamla blúsa eftir ýmsa meistara og verður hann [ Bíókjallaranum 20., 21. og 22. þessa mánaðar, eins og áður sagði. Hljómsveitin KISS heldur hljómleika f Reiðhöllinni innan skamms, nánar tiltekið 30. ágúst. Hljómsveitin hefur verið að frá árinu 1972, eða alls f 18 ár, og virðist sfður en svo ætla að láta deigan sfga. Af þessu tilefni þykir við hæfi að upplýsa landslýð um sveitina. Nokkur orð um KISS Hljómsveitin var stofnuð í New York og voru frumkvöðlarnir þeir Gene Simmons og Paul Stanleý, sem enn eru aðalforingjarnir í bandinu. Þeir fengu trumuleikar- ann Peter Criss til liðs við sig og skömmu síðar bættist gítar- leikarinn Ace Frehley í hópinn. Þá þegar ötuðu þeir sig andlits- faröa og klæddust búningum, sem gerðu þá líkasta teikni- myndasöguillmennum. Sjónvarpsleikstjórinn Bill Aucoin uppgötvaði hljómsveitina og tók þá að sér. Hljómsveitinni gekk þó brösuglega framan af, enda fussuðu gagnrýnendur og sveiuðu yfir þungarokki þeirra félaga. Þrátt fyrir það eignuðust þeir þegar trygga aödáendur („Kiss-herinn") og það fleytti þeim yfir upphafsörðugleikana. Fjárhagsstaðan var slæm framan af (sagan segir að heil hljómleika- ferð árið 1975 hafi verið fjár- mögnuð með American Ex- press-krítarkorti Aucoins), en þegar hljómleikaplatan „Alive” kom út snerist taflið við og áður en varði var KISS oröin ein vin- sælasta tónleikahljómsveit ára- tugarins. Þegar komið var fram á þenn- an áratug fóru vinsældir sveitar- innar þverrandi og Ijóst að hrista þurfti upp í ímyndinni. Peter Criss hætti árið 1980 og Eric Carr tók við, en auk þess hefur verið skipt um gítarleikara eftir að Ace Frehley hætti. Það gekk þó illa þar til gripið var til þess neyöarúrræðis að hreinsa andlitin af öllum farða og kom hljómsveitin fram sem (tiitölulega) venjuleg þunga- rokkssveit eftir það. Síðan hefur hljómsveitin sótt í sig veðrið að nýju og slegið í gegn með lögum eins og „Lick It Up“, „Heaven’s On Fire" og nú síðast „Crazy Nights.” Enn sem fyrr eru tón- leikar þó aðal sveitarinnar og miðað við tónleika, sem undirrit- aður hefur séð á myndbandi, ættu íslenskir áheyrendur ekki að verða fyrir vonbrigðum í Reið- höllinni. Gerum betur Það er Bobby Harrison sem stendur fyrir tónleikum KISS með félaga sínum í Split Promotions. Bobby sagði að mikil áhersla yrði lögð á að koma málum þannig fyrir að enginn þyrfti að hafa áhyggjur af tónleikagestum. Hann sagði að verið væri að koma því þannig fyrir að ókeypist strætisvagnaferðir yrðu á tón- leikana frá því um kiukkustund áður en þeir byrjuðu og síðan yrðu ókeypis ferðir af tónleikun- um í tvo tíma eftir að þeim lyki. Hann sagði einnig að öll gæsla í Reiðhöllinni yrði þaulskipulögð og að reynt yrði að fylgjasxt sem best með öllu án þess þó að valda þeim óþægindum sem komnir væri til að skemmta sér. Aðspurður um það hvort Split myndi hætta ef tónleikarnir gengju ekki upp fjárhagslega sagði hann að hann hefði engar áhyggjur af því að KISS fengi ekki áheyrendur, enda væri sveií- in annáluð tónleikasveit og að bassaleikari hennar Gene Simm- ons, væri frægur að endemum fyrir tónleikaframkomu sína. Hann sagði einnig að ef allt gengi að óskum væri Iron Maiden næst á dagskrá og myndi sveitin koma í október. Andrós Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.