Morgunblaðið - 14.08.1988, Síða 25
Glæsileiki og frábær gæði
Sjón er sögu ríkari
INNRÉTTINGA- OG HÚSGAGNAVERSLUN
ELDHÚSKRÓKURINN
Köku-Dyngja
Það eru líklega ekjfi ýkja margir saumaklúbbar gangandi á
þessum árstíma, en þó veit ég um fáeina. Þeim eru sérstaklega
tileinkaðar þessar uppskriftir.
Möndluhúðuð Tosca-kaka
Gómsætur möndlumassinn of-
an á þessari köku gerir hana allt-
af vinsæla þegar hún er borin
fram. Svo hentar hún vel til
geymslu í frysti.
200 g smjör eða smjörlíki,
2V2 dl sykur,
2 egg,
1 tesk. vanillusykur,
20 möndlur,
3 dl hveiti,
1 tesk. lyftiduft,
IV2 dl köld mjólk.
Möndlumassinn:
1 dl möndlur,
V2 dl sykur,
50 g smjör eða smjörlíki,
1 matsk. hveiti,
1 matsk. mjólk.
Hrærið smjör og sykur vel sam-
an þar til hræran er orðin ljós.
Bætið eggjunum út í, einu í einu,
og hrærið vel í á meðan. Hrærið
svo vanillusykri og möluðum
möndlunum saman við. Blandið
saman hveiti og lyftidufti og sig-
tið það út í hræruna. Bætið mjólk-
inni út í, og hellið svo deiginu í
vel smurt og hveiti stráð form
með lausum kanti, um 22 sm í
þvermál.
Bakið kökuna í 175 gráðu heit-
um ofni í um 40 mínútur þar til
hún er nærri fullbökuð.
Möndlumassi:
Grófmalið möndlumar og setjið
þær ásamt öllu öðru sem í mas-
sann fer í skaftpott og látið suð-
una koma upp. Smyijið massan-
um yfir kökuna og bakið hana
áfram í um 225 gráðu heitum
ofni í um 5 mínútur, eða þar til
massinn er fallega gulur.
Látið kökuna kólna í forminu.
Möndlubaka
Þetta er smjördeigsbotn fylltur
með inöndlumassa. Ekki er verra
að bera bökuna fram með jarðar-
beijum og þeyttum ijóma. Hún
geymist einnig vel í frysti.
Smjördeig:
2 dl hveiti,
V2 dl sykur,
100 g smjör eða smjörlíki.
Fylling:
80 g smjör eða smjörlíki,
1 dl sykur,
2 egg,
100 g fínmalaðar möndlur.
Hnoðið vel saman hveiti, sykur
og smjör þar til deigið er mjúkt
og jafnt, og látið það svo standa
smástund á köldum stað. Þrýstið
svo deiginu í smurðan ofnfastan
disk eða bökunarform, um 20 sm
í þvermál.
Þá er það fyllingin. Þeytið vel
saman smjör og sykur. Bætið
eggjunum út í, einu í einu, og
hrærið vel í á meðan. Svo er
fínmöluðum möndlunum hrært
saman við.
Hellið fyllingunni niður í deigið
í bökunarforminu og bakið í 175
gráðu heitum ofni í 20-30 mínút-
ur.
Sykurkaka sem leynir á
sér
Kökuna má borða eins og hún
kemur fyrir, eða með ýmsum beij-
um og ávöxtum, til dæmis kíví,
vanillusósu, mjúkís eða þeyttum
ijóma. Er góð bæði með kaffi og
sem ábætir.
200 g smjör eða smjörlíki,
200 g kartöflumjöl,
1 tesk. lyftiduft,
3 egg,
200 g sykur,
2 matsk. koníak.
Hrærið smjör, kartöflumjöl og
lyftiduft mjög vel saman. Þeytið
egg og sykur saman í annarri
skál þar til létt og ljóst. Bætið
koníakinu út í. Blandið svo eggja-
hrærunni smátt og smátt saman
við deigið. Hellið deiginu í vel
smurt og hveitistráð hringform,
um IV2 1. Bakið kökuna í um 175
gráðu heitum ofni í um 40 mínút-
ur. Notið pijón til að ganga úr
skugga um að kakan sé fullbök-
uð. Pijónninn á að koma svo til
þurr upp úr kökunni.
Verði ykkur að góðu,
Jórunn.
Eldhúsinnréttingar
íslensk framleiðsla á hagstæðu verðL
Margir möguleikar á efni og útliti, staðlað eða sérsmíðað.
MANSTU ÚTSÖLUNA 0KKAR í FYRRA?
Verslun: Reykjavíkurvegi 68, 222 Hafnarfirði, sími 54343.
BARNAULPUR FRÁ Kr. 1990
SUNDFATNAÐUR FRÁ Kr. 390
DANSFATNAÐUR FRÁ Kr. 490
ADIDAS FRÁ Kr. 890
UTSALA
Sendum í póstkröfu
samdægurs.
Nýtt kreditkortatímabil.
® J® Sportvöruverlsunin^ ÉT"" r~a
Bikarmn
Skólavörðustíg 14 - Símar: 24 5 20 & 1 70 54