Morgunblaðið - 14.08.1988, Page 26

Morgunblaðið - 14.08.1988, Page 26
MORG.yNB^AÐIÐ.SUNJfUDAG^ l^ÁG.ÚST 1988 .26 ,1 ffclk ff fréttum OFNÆMI Ofnæmi hrjáir frekar borg- arbúa en dreifbýlisfólk Borgarbúar fá frekar einhverskonar ofnæmi en dreifbýlisfólk. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn sem gerð var vítt og breitt um Banda- ríkin. Yfir sextán þúsund manns á aldrinum 6-74 ára voru ofnæmisprófað- ir með skinnprófum, og var úrtakið handahófskennt. Það kom í ljós að vel menntað fólk, eða vel efnað fólk, hafi fremur einhversskonar ofnæmi en það fólk sem á styttra nám að baki eða hefur minni fjárhag til umráða. Algengast er ofnæmi hjá fólki á aldrinum 18-24 ára. Einn þriðji hluti karla og einn fjórði hluti kvenna í úrtakinu reynd- ust vera með ofnæmi af algengari gerðinni, til dæmis fýrir húsryki og hundahárum. Af þeim sem voru efnalitlir reyndust 15% vera með ofnæmi, en 25% þeirra ríku áttu við ofnæmisvandamál. Af borgarbúum reyndust 22% hafa ofnæmi, en einungis 16% í dreifbýlinu. Flestir ofnæmis- sjúklingamir bjuggu í Norðurríkjum Bandaríkjanna, eða 25% þátttakenda. Færri komu frá Miðríkjunum, og langfæstir, sem reyndust með of- næmi komu frá Suð- Mjög algengt er að fólk hafi ofnæmi fyrir urríkjunum. húsdýrum. Steven Spielberg stendur í skilnaði Hún hreifst af Ogilvy við fyrstu kynni. STEVEN SPIELBERG Ung blondína heillar Spielberg Steven Spielberg hefur verið giftur í mörg ár leikkonunni Amy Irving, og eiga þau saman þriggja ára son. En nú er skilnaður í aðsigi og ástæðan er sögð leikkon- an Kate Capshaw, sem lék í mynd- inni Indiana Jones. Því er spáð að skilnaðurinn verði sá dýrasti í Hollywood. Sagt er einnig að Kate sé úti eftir peningum Stevens, en hingað til hefur leikstjórinn ekki gengið um eins og sláttuvél og stráfellt ljóskur svo vitað sé. Hann er ein- mitt þekktur fyrir að vera fjölskyldu sinni trúr, og erfíðasta raunin er sögð sú að flytja frá syni sínum. Það er sjálfsagt ekki ofsögum sagt, þetta með skilnaði, hvað þá með frægðina. Kate Capshaw hefur heillað leikstjórann. Jerry vill ekki búa í óvígðri sambúð með Jagger. UMFERÐARMÁL Sex fjölskyld- ur voru verð- launaðar Um verslunarmannahelgina stöðvaði lögreglan sex bílstjóra sem reyndust fullnægja skilyrðum um notkun á öryggis- búnaði bifreiða, um löglegan hraða og um bifreið í góðu ástandi. Lög- reglumenn og starfsmenn Umferð- arráðs veittu verðlaun frá Umferð- arráði og Nesco, þijár TEC hljóm- tækjasamstæður og 3 Olympus myndavélar. Börn víða um land fengu púsluspil í verðlaun og harð- fískpoka frá Tannvemdarráði, fyrir notkun á öryggisbúnaði. Dreifíng verðlauna fór fram með aðstoð Landhelgisgæslunnar. Verðlaunahafar voru: Kolbeinn Gunnarsson og fjsk., Alfreð Tuli- nius og §sk., á A - númeri, Ingi- mar Andrésson og fjsk., Indriði Valdimarsson og fjsk. á E - núm- eri, Birgir Axelsson og Qsk. á G - númeri og Bjöm F. Bjömsson og fjsk., úr Reykjavík. Hjónin Anna Ásdís Björnsdóttir og Kolbeinn Gunnarsson ásamt börnum taka við hamingjuóskum frá Valgeiri Guðmundssyni lögreglumanni. MICK JAGGER OG JERRY HALL Jerry Hall tekur saman við enskan lávarð w Isíðustu viku tók Jerry Hall allt sitt hafurtask og sleit samvistum við Mick Jagger, sambýlismann sinn um tíu ára skeið. Og þetta umrót vegna 30 ára lávarðs, sem er sagður tröllríkur og gullfallegur. Mick Jagger er rasandi. Jerry vildi ganga í hjónaband en hann hefur ekki viljað kvænast henni. Eftir að hafa staðið í skilnaði leiðist honum allt lögfræðingsstúss, hann er ekki sagður treysta á hjónabönd meir. Þau Jerry eiga tvö lítil börn saman, Elisabeth Scarlett 4ja ára og James 2ja ára. Jerry og Ogilvy hittust fyrst í síðasta mánuði í brúðkaupi hjá sameiginlegum vini. Eftir það hafa þau oft sést, og er sagt að Ogilvy sé jafnvel í giftingar- hugleiðingum. Hann á litla höll með þrettán manns í þjónustu, og hesta og kýr í haga. Jerry er sjálf ekki á flæðiskeri stödd, og hefur aflað sér morðfjár meðal annars með því að leika í auglýsingum. Sagt er að Mick Jagger vilji fá hana og bömin til sín aftur, og geri ítrekaðar tilraunir til þess. Enn sem komið er gengur það illa og tekur hún lávarðinn fram fyrir óvígða sambúð með söngvaranum fræga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.