Morgunblaðið - 18.08.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.08.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1988 Yextír, lánsfé, geng- ismál og verðbólga eftir Sigurberg Björnsson Það,. þykir mörgum eflaust að bera í bakkafullan lækinn að setja niður nokkur orð um það efni, sem kemur fram í titlinum að ofan. Margir eru kallaðir, en fáir útvald- ir. Sáralítið hefur verið fjallað um þessi mál frá faglegu sjónarhomi og enn færri hafa nálgast þetta umræðuefni útfrá kenningum pen- ingamagnshagfræðinnar. Umræð- umar hafa einkennst af framboðs- ræðum stjómmálamanna um vaxta- okur. Nokkrar deilur em á milli hag- fræðinga, sem kenna sig annars vegar við svokallaðan „monetar- isma“ eða peningamagnshagfræði og hins vegar Keynesisma, sem hefur verið ráðandi allt frá því að bók Keynes, „General Theory", birt- ist. Að mínum dómi er þekking sú, sem kemur fram í umræðunum á kenningum hinna fyrmefndu nán- ast engin. Enda virðist ekkert sam- band vera á milli sjúkdómsgreining- ar á hagkerfinu og þeirra aðgerða, sem helst er fjallað um í fjölmiðlum að verði gripið til. T.d. er mjög hættulegt að lækka verðbólgu komna til vegna ofþenslu með að- gerðum, sem gagnast í verðbólgu, sem er mynduð með kostnaðar- hækkunum. Hagfræðingar, sem kenna sig við þessar tvær meginstefnur nútíma- hagfræði, deila um áhrif ýmissa efnahagslegra ráðstafana og vægi ýmissa efnahagslegra stærða í hag- kerfinu. Hér er um að ræða efna- hagsstærðir, sem erfitt er að mæla og er hreyfíng þeirra innan skekkju- marka hvors hagfræðingahóps um sig. Ef litið er á þau hagfræðilegu vandamál, sem íslendingar eiga við að glíma, þá eru þau það stór að þau lenda langt fyrir utan þau mörk, sem þrætuepli Keynesista og monetarista markast af. Drekavogur Stigahlíð 49-97 UTHVERFI Hraunbær Verðbólga vegna þenslu í þjóðfélaginu Tökum eitt dæmi úr byggingar- iðnaði (vegna þess að byggingar- iðnaður er ekki í mikilli samkeppni við innfluttar vörur og er því skýrt dæmi um innlenda framleiðslu): Fyrir einu og hálfu ári varð spreng- ing í byggingariðnaði á íslandi. Þá voru stórbyggingar í gangi s.s. Kringlan, Flugstöðin, Seðlabank- inn, Holiday Inn, ásamt því að stór- um hluta af sparifé landsmanna, sem var að finna í lífeyrissjóðakerf- inu, var veitt í byggingariðnaðinn í. gegnum húsnæðismálastofnun. Ástandið varð þannig að iðnaðar- menn voru eltir á röndum um allan bæ og boðið gull og grænir skógar. Sem sagt þensluástand. Þetta væri í sjálfu sér ágætt ef þetta ástand gæti varað til frambúðar. Ég er hreint ekki svo viss um að svo verði og tel að búast megi við miklum samdrætti í byggingariðn- aði í næstu framtíð, sem verði þyngri fyrir þá sök eina að fyrri þensla orsakaði miklar vænting- ar um há kjör þeirra er í þessari iðn starfa. Þau geta ekki enst til langframa, nema eitthvað nýtt komi til eins og t.d. nýtt álver. Peningar eru ávísun á verðmæti, en ekki framleiðslan i sjálfu sér í kenningum hagfræðinnar er gerður skýr greinarmunur á fram- leiðslu annars vegar og peningum hins vegar, sem eru ekkert annað en ávísun á verðmæti og í þessu samhengi mikið til ávísun á vinnu iðnaðarmanna. Skv. blaðafregnum á sl. sumri jókst peningamagn í umferð um 15% á stuttum tíma. Eflaust var mikið af þessari aukn- ingu tilkomin vegna byggingariðn- aðarins. T.d. sá einn prófessor við Háskóla íslands ástæðu til þess að vekja athygli á því að þrátt fyrir góð orð um aðhaldssemi í ríkis- Qármálum þá væri húsnæðismála- hluti þeirra tvímælalaust þenslu- myndandi. Sannleikurinn er ein- faldlega sá að lán eru slegin er- lendis og veitt í hagkerfið án þess að neitt sé hugað að orsaka- samhengi peninga og fram- leiðslu. A.m.k. var miklu erlendu lánsfé beint inn í hagkerfíð án nokk- urra gagnráðstafana vegna ýmissa framkvæmda s.s. Kringlunnar og Flugstöðvarinnar. Ég spyr: Halda ráðamenn þjóðarinnar að ef er tek- ið 50 milljarða lán í Japan til þess að veita í húsnæðismálakerfið, að úr því verði fyrirhafnarlaust 5.000 einbýlishús eða samsvarandi? Setj- um dæmið upp á annan hátt: Halda ráðamenn þjóðarinnar að 2.000 smiðir geti reist 5.000 einbýlishús á einu ári ásamt öðru, sem í þeirra verkahring fellur? Tvö og hálft hús á smið þessa 3-4 mánuði, sem eru virkir fyrir útiframkvæmdir á árinu, svo ekki sé talað um eftirspum. Ef þeir halda það þá er ég ekkert hissa á þeim vandamálum, sem við er að eiga í efnahagsmálum þjóðar- innar. Peningar í meðferð pen- ingamagnshagf ræ ðinga Einn af homsteinum kenninga peningamagnshagfræðinnar er að reyna að gefa út nákvæmlega eins mikið af peningum og framleiðslu- getan kallar á. I stuttu máli kveður hún á um að það verði að taka úr umferð umframkaupgetu svo ekki hljótist verðbólga af þenslunni, sem annars óhjákvæmilega verður. Er- lendis hefur seðlabanki viðkomandi lands þetta hlutverk og getur hann annaðhvort breytt bindiskyldu inn- lánsstofnana eða selt skuldabréf ríkisins. Gengi, vextir, verðbólga og pen- ingar í umferð eru allt mjög skyld- ir hlutir. Hér á íslandi ber ástandið Sigurbergur Björnsson „Mín skoðun er sú þeg- ar öllu er á botninn hvolft að þá verði ekki horft framhjá orsaka- samhengi vaxta, verð- bólgfu, gengismála og síðast en ekki síst þvi peningamagni, sem er í umferð í hagkerfinu hveiju sinni. Verði ekki litið á þessi mál í sam- hengi þá má með réttu segja að stjórnvöld sjái ekki skóginn fyrir trjánum.“ vott um að enginn skilningur virð- ist ríkja um orsakasamhengi þess- ara þátta. Það er aldrei fjallað um þessar stærðir í opinberum umræð- um heldur miklu frekar um t.d. lausafjárstöðu banka og sambæri- legt, enda er ekki hægt að sjá nokkra stjóm á þessari stærð. Um leið og svo er, þá eru allar forsend- ur fyrir föstu gengi brostnar, sbr. dæmið um prentun peninga hér að ofan. Efnahags- og peningamál annarra landa skipta máli í hagkerfinu Kenningamar kveða á um að í opnu hagkerfí, við fijálsa §ár- magnsflutninga, verði vextir-verð- bólgustig á milli landa að vera það sama til þess að halda föstu gengi. Fjármagn leiti þangað sem arðsem- in er mest. Bresti þetta jafnvægi hlytist af ásókn í peninga þess lands sem gefí hæstu raunávöxtun. Fyrr eða seinna félli gengið svo nýtt jafn- vægi myndaðist. Hér á íslandi hefur komið inn í hagkerfíð töluvert fjármagn utan frá annars vegar vegna góðrar af- komu útgerðar til skamms tíma og hins vegar vegna erlendra lána. Auk þess hafa aðgerðir stjómvalda, s.s. hallarekstur ríkissjóðs, valdið Alls bárust níu tilboð í verkið. Þeir sem buðu voru, auk Þorsteins Högnasonar, Hilmar Magnússon frá Vopnafírði, kr 36.880.928; Árvélar sf frá Selfossi, kr 48.313.500; Rækt- unarsamband Flóa og Skeiða, kr 56.375.000; Hagvirki hf, kr 39.794.000; Plútó hf, kr 38.946.000; Klæðning hf, kr 47.557.000; Suður- ofþenslu, sem aðrar ráðstafanir hafa ekki getað lagfært (s.s. aukinn spamaður og skattheimta). Gengið hefur ekki enn fallið í kjölfar versn- andi viðskiptakjara og hærra verð- bólgustigs en í viðskiptalöndunum. Hins vegar teygja vextimir sig upp og mynda mótvægi við of hátt skráð gengi. Óvenjuleg staða í einfaldri formúlu, sem kenningamar hér að ofan styðjast við. Og atburðarásin er svona: Út- flutningsatvinnuvegimir tapa vegna mikilla kostnaðarhækkana innanlands, sem stafa af þenslu. Þau slá lán til þess að fjármagna tapið. Lánsfjárþörf þeirra veldur yfírþenslu á lánsfjármarkaðnum og vextir hækka. Skv. formúlunni (vextir-verðbólga + breytingar á gengi innanlands = vextir-verð- bólga + breytingar á gengi við- skiptalandanna) myndu raunvextir lækka ef breytingar á gengi fylgdu þróun verðbólgunnar. Þ.e. betri staða útfiutningsatvinnuveganna minnkaði ásókn þeirra í lánsfé og raunvextir þar af leiðandi lækka. En hvað með peningamagnið í umferð? NÚ er verið að veita inn í hagkerfið á annan milljarð í lánsfé. Munu hliðarráðstafanir eyða verð- bólguhvata þessarar ráðstöfunar? Er enn einu sinni verið að slá vand- anum á frest? Eða er kannski að hluta til verið að fylla upp í það gat sem rýmun viðskiptakjara hef- ur haft í för með sér, svo við getum haldið velmegunarfylliríinu áfram. Ef svo er þurfa miklar breytingar að eiga sér stað til þess að við get- um staðið undir þessum lífslqorum og veltum ekki öllu yfír á bömin eins og hingað til í formi erlendrar skuldasúpu. Að binda gengið fast Hér komum við að enn einni vin- sælli tillögu í umræðunni í dag. Að binda gengið fast við ECU, hella erlendu fjármagni inn í landið og þar með lækka rauavextina. Sem sagt að prenta peninga. Hér emm við komin á hættulegar krossgötur. Chile var opnað á sínum tíma fyrir erlendu fjármagni. Meira en það. Það var veitt ótakmörkuð ríkis- ábyrgð fyrir erlenda lánardrottna. Þegar bankar fóm á hausinn borg- aði ríkið brúsann. Og erlendir lánar- drottnar héldu áfram að lána því lánin vora öll gulltryggð. Afleiðing- in varð allt að því gjaldþrot Chile. í þessari umræðu vill gjaman vandamálið sjálft gleymast. Vand- inn er orðinn stærri en svo að hann liggi að mestu í of háum vöxtum. Vandinn liggur í taprekstri fyrir- tækjanna, sem er fjármagnaður með lánsfé í þeirri veiku von að annaðhvort sé hægt að endurskipu- leggja fyrirtækið svo gjörsamlega eða að rekstrargmndvöllurinn batni að þau verði arðbær aftur. Mfn skoðun er sú þegar öllu er á botninn hvolft að þá verði ekki horft framhjá orsakasamhengi vaxta, verðbólgu, gengismála og síðast en ekki síst því peninga- magni, sem er í umferð í hagkerf- inu hveiju sinni. Verði ekki litið á þessi mál í samhengi þá má með réttu segja að stjómvöld sjái ekki skóginn fyrir tijánum. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Höfundur er verkfræðingur. verk hf, kr 41.092.900; Borgarverk hf, kr 39.814.000. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðaði upp á 44.643.000 krónur. Vegarkaflinn liggur á milli Eskiholtslækjar og Gljúfurár og er 6,9 kílómetra lang- ur. Verkinu á að vera lokið þann 1. júlí á næsta ári. Blaðbemr Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR Háteigsvegur Glaðheimar Vogahverfi Samtún Vegagerð: Tilboð opnuð í Vestur- landsveg hjá Svignaskarði Lægsta tilboðið 77,7% af kostnaðaráætlun TILBOÐ í gerð vegarkafla á Vesturlandsvegi lyá Svignaskarði voru opnuð hjá Vegagerðinni á mánudag. Lægsta tilboðið átti Þorsteinn Högnason frá Blönduósi, 34.699.300 kr&nur, eða um 77,7% af kostnað- aráætlun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.