Morgunblaðið - 18.08.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.08.1988, Blaðsíða 39
/ MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1988 39 Hundaræktarfélag íslands: Sýning í Reiðhöllinni HIN árlega hundasýning Hundaræktarfélags íslands verður haldin i Reiðhöllinni i Víðidal sunnudaginn 28. ágúst og hefst kl. 9. 170 hundar af tiu tegundum eru skráðir til keppni, sem á sýningunni verð- ur, en aðeins hafa rétt til þátt- töku hundar, sem skráðir eru i Ættbók Hundaræktarfélags- ins. Að sögn forráðamanna sýn- ’ ingarinnar er þetta stærsta hundasýning, sem haldin hefur verið hér á landi hingað til. Dómarar eru fenguir frá Dan- mörku og Finnlandi og að sögn Árna Þórólfssonar, formanns sýningarnefndar, er það vegna þess að fáir íslendingar hafa dómararéttindi og nauðsynlegt væri fyrir hundaræktendur að fá útlendinga hingað til að vita hvar þeir eru staddir i ræktun- inni. Hann sagði að markmiðið væri að þetta yrði heils dags fjölskylduskemmtun. Auk þess sem hundar verða dæmdir verður boðið upp á skemmtiat- riði, hlýðnisýningu og kynn- ingu á félaginu og deildum þess, Björgunarhundasveit ís- iands og fleiru og veitingasala verður á staðnum. Kynnir mun sjá um að upplýsa fólk um það sem fram fer á sýningunni. Gífurleg vinna liggur i undir- búningi sýningarinnar, að sögn Árna, og hafa 50-60 félags- menn lagt þar hönd á plóginn. Dæmt verður í tveim dóm- hringjum, A og B, þannig að á sama tíma er hægt að dæma tvær tegundir. Valinn verður besti hundur hverrar tegundar og þeir keppa um titilinn „Besti hundur sýningarinnar“. í A-hring dæmir Ole Staunskær frá Danmörku, sem hefur réttindi til að dæma öll hundakyn, og í B-hring Kirsti Wuorimaa frá Finnlandi, sem hef- ur réttindi til að dæma Retriever- hunda og Spanielhunda. Að sögn Guðrúnar R. Guðjohnsen, form- anns Hundaræktarfélags lslands, er ákveðið ræktunarmarkmið hjá hverri hundategund, sem liggur ER FELAG ALLRA HUNDAEIGENDA til grundvallar dómunum. Hund- amir eru dæmdir eftir alþjóðleg- um staðli og segir Guðrún að með sýningu eins og þessari fái íslenskir hundaræktendur að vita hvar þeir standa í ræktuninni. „Okkar stærsta vandamál í rækt- uninni er það, að ekki er hægt að flytja hunda til landsins. En það er baráttumál okkar að fá að gera það undir ströngu eftirliti, þar sem hundamir væm settir í sóttkví við komuna til landsins. Eins og ástandið er í dag eru meiri líkur til þess að sjúkdómar breiðist út meðal hunda, en ef innflutningur væri leyfður undir ströngu eftirliti. Það er boðið upp á lögbrot. Það sést lika á þeim fjölda hundategunda, sem til eru hér á landi, að margir hundar koma hingað aðra leið en ætlast er til. Ég held þó að skilningur yfirvalda á þessu sé að aukast," sagði Guðrún. Á ýmsan hátt þarf að undirbúa hundana fyrir keppnina. Reynt er að hafa þá í réttum holdum og í góðu formi, að sögn Guðrúnar, enda er þetta nokkurs konar feg- urðarsamkeppni. Ekki er keppt í hlýðni, en hundamir eiga að sýna góða framkomu og skokka sem eðlilegast við hlið eigandans svo dómaramir geti sem best dæmt hreyfingar þeirra. Þar reynir á samspil manns og hunds, að sögn Guðrúnar. í anddyri Reiðhallarinnar verð- ur sýning og kynning á vegum Hundaræktarfélagsins, auk þess sem nokkur fyrirtæki munu kynna og selja vörur í tengslum við hundahald. Félagið kynnir starf- semi sína sem er margvísleg. Það rekur Hunda- og hvolpaskóla, gefur út fréttatímarit, er með ræktunarráðgjöf og fleira. Hund- ar verða sýndir og gefst gestum þá kostur á því að komast nær þeim og spyijast fyrir um allt sem lýtur að tegundinni og hundahaldi almennt. Félaginu er skipt í deild- ir eftir hundategundum og verður hver deild með kynningu á sinni tegund. Hundaskólinn verður með nýjung hér á landi, hindrunar- hlaup, sem Guðrún segir að sé óskaplega skemmtilegt bæði fyrir hundana og áhorfendur. Þá verð- ur Björgunarhundasveit íslands með kynningu á starfsemi sinni. Dagskráin verður sem hér seg- ir, en skemmtiatriðum verður skotið inn á milli atriða: A-hringur 09.00 Islenskir fjárhundar 12.00 Matarhlé 13.00 Maltese, Pug, Dachshund (Langhundur) 13.45 Poodle 15.00 írskir Setter B-hringur 10.00 Amerískir Cocker Spani- el Enskir Cocker Spaniel 10.40 Enskir Springer Spaniel 12.00 Matarhlé 13.00 Labrador retriever 15.00 Golden retriever Dómunum lýkur klukkan 17.00. Frítt verður fyrir ellilífeyris- þega og böm yngri en 6 ára á sýninguna, en aðgangseyrir fyrir böm 6-12 ára verður 200 krónur og fyrir fullorðna 500 krónur. Þau Ámi og Guðrún sögðust vera bjartsýn á að aðsókn yrði góð enda færi áhugi á hundarækt vaxandi hér á landi. í Hundaræktunarfélagi ís- lands, sem er aðili að alþjóðasam- bandi hundaræktarfélaga, FCI, em um 1500 félagsmenn. Guðrún Morgunblaðið/Bjami Árni Þórólfsson, formaður sýningarnefndar, Guðrún R. Guðjohnsen, formaður Hundaræktarfélags íslands, og tíkin Þórdís, sem er af íslensku fjárhundakyni og er skráð til keppn- innnar. sagði þann misskilning vera út- breiddan, að einungis eigendur hreinræktaðra hunda hefðu að- gang að félaginu, en ræktunin væri aðeins eitt svið innan þess. Hún hvetur þá sem hyggjast fá sér hund að hafa samband við félagið, sem getur veitt ráðgjöf í því sambandi og býður upp á nám- skeið fyrir hunda og eigendur þeirra. „Við viljum gjaman fá fólk inn á hvolpanámskeið áður en það fær sér hund til þess að fyrirbyggja skyndikaup á hund- um. Fólk verður að átta sig á því, að þetta er ekki ólíkt því að hafa „eilífðarbarn" á heimilinu. Sumir kaupa hund fyrir bömin sín sem leikfang. En hundur er ekki leikfang heldur lifándi vera með margvíslegar þarfir sem þarf að uppfylla. Því er nauðsynlegt að fólk viti hvað það er að fara út í,“ sagði Guðrún að lokum. Heimdallur: Niðurskurður ríkisút- gjalda í stað skattheimtu greiðendur með auknum sköttum. Við næstu íjárlagagerð ber full- trúum skattgreiðenda, þingmönn- um, að hafa í huga að afmarkaðir hagsmunir kjördæma og hags- munahópa mega ekki sitja í fyrir- rúmi. Aukin útgjöld ríkissjóðs skila sér eingöngu í meiri þenslu og verð- bólgu. V~ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun: Stjómarfundur Heimdallar, fé- lags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, haldinn 16. ágúst 1988 ályktar eftirfarandi: Allt stefnir í það að framundan sé töluverður samdráttur í atvinnu- lífinu og að almenningur þurfi að taka á sig kjaraskerðingu í kjölfar þess. Kaupmáttur mun rýma, velta fyrirtækja minnka og þjóðartekjur dragast saman. Þrátt fyrir óheyrilegar skatta- hækkanir í tíð núverandi ríkis- stjómar stefnir allt í að milljarða halli verði á rekstri ríkissjóðs á þessu ári. Þrátt fyrir það hafa enn ekki komið fyrir almenningssjónir raunhæfar tillögur stjómarinnar um niðurskurð ríkisútgjalda. Heimdallur tekur undir þau orð Þorsteins Pálssonar forsætisráð- herra og formanns Sjálfstæðis- flokksins að ríkisstjómin glími nú við útgjaldavanda en ekki tekju- vanda; nú beri að takast á við út- gjaldahliðina þar sem tekjuöflunin hafi gengið nógu langt. Launþegar sem sjá fram á að þeir þurfa að taka á sig vemlega kjaraskerðingu og fyrirtæki sem sjá fram á versnandi afkomu og upp- sagnir starfsfólks mega alls ekki við því að skattheimta ríkisins verði enn frekari byrði á þeim en nú er. Heimdallur hvetur ríkisstjómina til að horfast í augu við þennan vanda og takast á við sársaukafull- an niðurskurð í stað þess að velta vandanum á undan sér með aukinni erlendri lántöku eða yfir á skatt- Utsala-Útsala 20-50% afsláttur Glugginn, Laugavegi 40, Kúnsthúsinu. ORLANE P A R I S ORLANE kynning í dag frá kl. 13.00-18.00. Snyrtivöruverslunin Andorra, Strandgötu, Hafnarfiröi. KVEIKIUM UPP IOFNINUM Á MORGUN i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.