Morgunblaðið - 18.08.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.08.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1988 Zia-ul-Haq, forseti Pakistans, týnir lífi í flugslysi Mikil óvissa ríkir um aðstoð- ina við afganska skæruliða Óbreyttir borgarar í Islamabad, höfuðborg Pakistans, fylgjast með nýjustu sjónvarpsfréttum af flugslysinu í verslun einni í borg- inni. Washington. Reuter. MEÐ fráfalli Mohammeds Zia-ul-Haqs, forseta Pakistans, hafa Bandaríkjamenn misst mikilvægan bandamann og dauði hans gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir baráttu afganskra skæruliða gegn leppstjórninni í Afganistan, að því er bandarískir embættismenn og sérfræðingar í utanríkismáilum sögðu i gær. „Samskipti Bandaríkjamanna og Pakistana hafa verið mjög sérstæð og fráfall Zia er harmleikur," sagði George Bush, varaforseti Banda- ríkjanna, á blaðamannafundi á flokksþingi repúblikana í New Orle- ans. Bandarísk vopn hafa verið send til afgönsku skæruliðanna um Pa- kistan og Sovétmenn, sem styðja afgönsku stjómina, hafa ítrekað lýst yfir óánægju með aðstoð Pak- istana við skæruliðana. Fyrrum sendiherra Banda- ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Jeane Kirkpatrick, sagði að með dauða Zia ríkti óvissa um það hvort Pakistanir gætu veitt afgönsku skæruliðunum eins mikla aðstoð og þeir hefðu gert, því að hún gæti skapað nokkra hættu fyrir Pakist- ani. Hún sagði enn fremur að at- burðurinn skapaði jafnframt óvissu um það hvort Pakistanir „gætu staðist þá íslömsku öfgastefnu sem vissir menn vilja innleiða í Pakist- án.“ Auk Afganistans á Pakistan landamæri að íran, Indlandi og Kína. John Zindar, sérfræðingur í hem- aðarlegum málefnum þriðja heims- ins, sagði að dauði Zia skapaði mikla óvissu fyrir Bandaríkjamenn sökum þess hversu örugg tök hann hefði haft á stjóm lands síns. Ric- hard Cronin, sérfræðingur í málefn- um Asíu, sagði hins vegar að afleið- ingamar hefðu orðið miklu verri fyrir ári, áður en Genfar-samning- urinn um brottflutning sovéskra hermanna frá Afganistan var undir- ritaður. Perez de Cuellar, aðalritari Sam- einuðu þjóðanna, tók fréttinni um fráfall Zia mjög nærri sér, að sögn talsmanns Sameinuðu þjóðanna, og Allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna fyrirhugaði að minnast hans sér- staklega áður en fundur hófst í gærkvöldi. Zia-ul-Haq: Umdeildur en snjall stjórnmálaleiðtogi Andstæðingar sögðu hann blóði drifinn harðsljóra Islamabad, Pakistan. Reuter. LEIÐTOGI Pakistana, Mo- hammed Zia-ul-Haq, hershöfð- ingi, sem nú er látinn, efndi til stj ómarby ltingar árið 1977 gegn sitjandi forseta, Zulfikar Ali Bhutto, eftir að götubar- dagar höfðu átt sér stað í landinu mánuðum saman. Hann hét því að boða til fijálsra kosn- inga innan 90 daga frá bylting- unni. Zia lét síðar draga AIi Bhutto fyrir rétt og sakaði hann um launráð gegn pólitísk- um andstæðingi árið 1974; hann var hengdur 1979. Zia var enn við völd og herlög voru enn að mestu leyti í gildi er hann lést, 11 árum eftir byltinguna og andstæðingar hans sögðu hann vera einræðisherra. Zia var þriðji maðurinn úr röð- um herforingja til að ráða ríkjum í Pakistan frá því að ríkið var stofnað er Bretar yfirgáfu yfirr- áðasvæði sitt á Indlandsskaga árið 1947. Fyrstu tvö árin í valda- sessi naut Zia lítils álits erlendis. Hann var sakaður um mannrétt- indabrot og síðar formælt af mörgum fyrir að láta taka vinstri-yfírstéttarmanninn Ali Bhutto af lífi. Innrás Sovétmanna í nágrannaríkið Afganistan í árs- iok 1979 breytti stöðu hans til hins betra. Honum var fljótlega hampað sem mikilvægum banda- manni Vesturlanda og hrósað fyr- ir stuðning sinn við frelsisher- sveitir Afgana sem börðust gegn Sovétmönnum og leppum þeirra í Kabúl. Innanlands treysti hann stöðu sína, sneri undantekningalítið á stjómarandstæðinga og var ekki vandur að meðulunum. 1986 kom dóttir Ali Bhuttos, Benazir, heim úr útlegð og var talin ógna völdum Reut«r Zia-ul-Haq flytur ræðu á sjálfstæðisdegi Pakistans, 14. ágúst siðast- liðinn. - Zias er henni tókst að efna til íjöldafunda stuðningsmanna sinna. Zia braut þá hreyfíngu á bak aftur sama ár en að undanf- ömu hafa stjómarandstæðingar haft uppi mikil mótmæli vegna banns Zia við því að stjórnmála- flokkar fengju að bjóða fram í þingkosningum sem eiga að fara fram síðar á árinu. Zia var ávallt brosleitur og höfðinglegur í framkomu er hann lét sjá sig opinberlega en pólití- skir andstæðingar hans sögðu hann grimman harðstjóra. Sjálfur sagðist hann vera auðmjúkur og sanntrúaður múslimi sem vildi miklu fremur leika golf en stjóma landinu. Hvað sem auðmýktinni leið þá var Zia fádæma viljasterk- ur maður og einn af snjöllustu stjómmálamönnum þessa heims- hluta. Um það voru pakistanskir stjómmálamenn, stjórnmálaský- rendur og stjómarerindrekar yfir- leitt sammála. í upphafí ferils síns reyndi Zia- ul-Haq að sveigja Pakistan í átt til meiri rétttrúnaðar og var lög- um m.a. breytt svo að þau væru í samræmi við boð kóransins, helgasta rits múslima. Strangtrú- armönnum fannst þó ekki nóg að gert og smám saman snerust þeir gegn honum. Pólitísk framtíð hans var því enn ótrygg er hann lést. Reuter Zia-ul-Haq, forseti Pakistans og Arnold Raphel, sendiherra Banda- ríkjanna í Pakistan, létust báðir í flugslysinu í Pakistan í gær. Mynd- in er tekin við móttöku í bandaríska sendiráðinu í Islamabad sem haldin var í tilefni af þjóðahátíðardegi Bandaríkjanna árið 1987. Sendiherra Bandaríkjanna: Tók við embætt- inu á síðasta ári Sérfróður um málefni Mið-Austurlanda Washington, Reuter. ARNOLD Raphel, sem lést í flugslysinu við Iandamæri Indlands í gær, var skipaður sendiherra Bandaríkjanna í Pakistan í janúar árið 1987. Raphel var einn þeirra sem þátt tók í að frelsa banda- rísku gíslana, sem haldið var í sendiráðinu í Teheran, höfuðborg íran, árið 1979. Raphel var fæddur í bænum Troy í New York-ríki árið 1943 og lauk prófí frá Hamilton College í New York árið 1964. Hann lauk meistaragráðu frá Syracuse- háskóla árið 1966 og hóf störf við utanríkisþjónustuna að námi lok- nu. Raphel var tvíkvæntur og læt- ur eftir sig dóttur af fyrra hjóna- bandi. Raphel hafði starfað í íran og Pakistan auk þess sem hann gegndi ýmsum störfum hjá ut- anríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Árið 1984 var hann aðstoðarut- anríkisráðherra og fór með mál- efni Austurlanda nær og Suður- Asíu. Jeane Kirkpatrick, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði í sjón- varpsviðtali í gær að mikill missir væri að Raphel sem hefði verið framúrskarandi sendiherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.