Morgunblaðið - 18.08.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.08.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1988 45 Nicaragtia: Frelsið gert að martröð eftirDóru Stefánsdóttur Þeir koma oftast á nóttunni. Reyna að læðast framhjá varðmönn- unum og komast heim að hósum fólksins. Stundum vaða þeir inn og draga fólkið út, myrða karlana og bömin umsvifalaust en nauðga yfír- leitt konunum áður en þær eru drepnar líka. Stundum skemmta þeir sér við að pína einn og einn áður en hann er drepinn. Þeir leggja sérstaka áherslu á að eyðileggja allt sem að gagni gæti komið. Heilsu- gæslustöðvar, skóla, brýr, heimili fólks. Fólkið segir að eftir hegðun þeirra að dæma hljóti þeir að vera í stöðugum eiturlyfjarús. Þeir eru hinir svokölluðu kontrar. Sumir kalla þá skæruliða en mér finnst orðið hryðjuverkamenn nær sanni. Fólkið sem þeir ráðast á eru landar þeirra í Nicaragua og til þess njóta þeir stuðnings „vina“ okkar í Bandaríkjunum. Nú eru þeir enn að fara fram á aukinn stuðning þaðan og spara engin vopn í þeirri baráttu frekar en þeirri sem þeir heyja í Nicaragua. Ég skrifaði á liðnum vetri ritgerð í Háskólanum í Hróarskeldu um átökin í Nicaragua. Áður en ég hóf skrifín verður að játast að samúð mín var með fólkinu, sem býr í Nic- aragua, fremur en hinum útlægu kontrum. Sú spuming sem efst var þó í huga mér var af hveiju þessir landsmenn vom og eru að beijast innbyrðis, þegar nóg af flendum virðast vera utan við landamærin sem almenningur gæti sameinast í baráttunni gegn. Eftir því sem ég las meira sá ég betur og betur þau áhrif sem utanaðkomandi aðilar höfðu á að halda þessu stríði gang- andi og að í rauninni eru kontramir ekkert annað en peð í stóru valda- tafli sem við íslendingar eigum óbeina aðild að. Barist fyrir „frelsi" Frá því var sagt í heilsíðugrein í Morgunblaðinu á dögunum (5.8.88) að Adolfo Calero, einn af leiðtogum kontranna, hefði haldið blaðamanna- fund í Washington. Þar barði hann sér á bijóst og sagði að þeir félag- amir væm að beijast fyrir frelsi landa sinna frá ógnarstjóm sandin- ista. Sú stjóm hefði gert draum Nicaraguamanna um lýðræði að martröð með morðum á saklausu fólki, kúgun hvers konar og skertum lýðréttindum. Eina vonin til þess að bijóta þessa stjóm á bak aftur væri aukinn stuðningur við kontrana, væri hann ekki veittur versnaði ástandið enn. Calero lét þess líka getið í leiðinni að sandinistamir væra kommúnistar og á mála hjá Rússum. í lok blaðamannafundarins bað hann fréttaritara Morgunblaðs- ins að koma því áleiðis til Islendinga að kontramir myndu þiggja frá okk- ur aðstoð. Calero „gleymdi" að geta þess að „ógnarstjómin" í Nicaragua var kos- in í löglegum kosningum (sem al- þjóðlegir aðilar vöktu yfir og sam- þykktu) og fékk hún sllkan meiri- hluta atkvæða að íslenska ríkis- stjómin, með sitt stóra fylgi í síðustu kosningum, má öfunda hana. Þó vora 5 flokkar aðrir í framboði, jafn- vel þótt Bandaríkjamenn hefðu hvatt alla til að láta vera að bjóða sig fram. Calero „gleymdi" einnig að ástæðan til þess að sandinistamir hafa leitað aðstoðar hjá Rússum er sú að þeir eiga ekki I nein hús að venda. Banda- ríkjastjóm hefur neytt þjóðir Evrópu til þess að hætta stuðningi við hana, jafnvel bijóta undirskrifaða samn- inga. Þá „gleymdi" hann því að hið óskaplega ástand (landinu er honum sjálfum og hans nótum sjálfum að kenna miklu meira en stjómvöldum. Leppar Bandaríkj astj órnar Kjami kontranna eru fyrrverandi ofurstar í her hins alræmda harð- stjóra Somoza sem sat að völdum í Nicaragua áður en sandinistamir komust til valda. Somoza (reyndar vora þeir þrír feðgar er sátu að völd- Dóra Stefánsdóttír um nær samfellt í 45 ár) sat í „óskiptu búi“ með góðum stuðningi Bandaríkjastjómar. Hann rakaði til sín öllu því er hönd á festi og hirti hvorki um velferð þegna sinna eða framfarir í landinu. Ekki fyrr en Carter Bandaríkja- forseta hætti að lítast á blikuna og hætti stuðningi við Somoza tókst að koma honum frá völdum. Við tóku sandinistamir, vinstrimenn en þó fyrst og fremst ákafír þjóðemis- sinnar. Þeir vora ákaflega miklir klaufar í byijun. Enda fremur vanir því að beijast uppi f fjöllunum gegn Somoza en að stjóma þjóðríki sem ekkert átti (Somoza hafði rækilega séð fyrir því). Til dæmis um klaufa- skapinn fluttu þeir indíánaflokkinn meskitóa í stóram hópum frá heim- kynnum sínum úti við austurströnd- ina og inn í mitt land. Þetta bakaði þeim gífurleg vandræði, reiði meðal indíánanna og í löndum víða um álf- ur. Þegar þeir gerðu sér grein fyrir mistökum sínum flýttu þeir sér hins vegar að flytja indfánana til baka og biðjast afsökunar. Sárið sem búið var að veita er hins vegar ekki full- gróið enn. Önnur mistök sem þeir gerðu var að efna ekki til kosninga fyrstu ár- in. Þeir töldu önnur verkefni þarf- ari, með landið á barmi gjaldþrots. En með þessu veittu þeir Bandaríkja- mönnum tækifæri til að ráðast á sig fyrir ólýðræði. Og eftir að Reagan komst til valda beið hann ekki boð- anna. CIA var skipað að reyna að koma upp andstöðu við sandinistana. Þetta reyndist erfítt verk. Þjóðin í Nic- aragua var alsæl með að vera laus við Somoza og vildi allt annað frem- ur. Það var ekki fyrr en uppgjafaher- menn Somoza sjálfs fundust í útlegð í nágrannalöndunum að vonir CLA urðu að veraleika. Kontramir hafa hins vegar reynst Bandaríkjastjóm erfiðari en hún átti von á. Þeim kemur mjög illa saman innbyrðis og f vetur hafa hveijar fréttimar eftir aðrar borist af lið- hlaupi úr samtökunum, jafnvel menn úr æðstu stöðum flýja eins og rottur sökkvandi skip. Friður fyrir hvern Það hefur ekki haft minnst áhrif á þessa þróun að Nicaragua ritaði í vetur undir samkomulag við granna sína um frið. Aries forseti Costa Rica stóð fyrir samkomulaginu sem ýmist er kennt við hann eða kallað SAPOA-samkomulagið. 1 því ér ríkjunum gert að hætta að beijast, auka mannréttindi innbyrðis og að styðja ekki skæraliða er heija á stjómir nágrannanna. Nicaragua hefur verið það ríki sem mest hefur gert til að koma til móts við þetta samkomulag. Friðar- viðræður við kontrana hófust strax og hefur verið látið eftir mörgum af kröfunum um breytingar í landinu. Á meðan virðast hin löndin lítið gera. í Honduras fá kontramir enn aðstöðu til að heija á Nicaragua og þar era umbætur í landinu ein- göngu í orði. Öllum sem vit hafa á ber hins vegar saman um að án stuðnings Bandaríkjastjómar heyri kontramir brátt sögunni til. Mikið veltur á kosningunum í Bandaríkjunum í vetur. Dukakis hefur lýst yfír að verði hann fyrir valinu muni hann hætta stuðningi við kontrana á meðan ég minnist þess ekki að hafa séð neinar yfirlýs- ingar frá Bush um hvað hann hyggst gera. Það fer líklega eftir þvf hvem- ig ástand mála verður þegar hann tekur við. Reagan er hins vegar ákveðinn í að láta ekki af embætti fyrr en hann hefur tryggt að kontramir fái enn aukna hjálp. Hann ber upp hveija tillöguna eftir aðra í þinginu og læt- ur öll þau neitandi svör sem hann hefur fengið undanfama mánuði (eða í rúmt ár ef allt er talið) engin áhrif á sig hafa. Málstaður kontr- anna er sá sem hann hefur beitt hinum frægu persónutöfram sfnum mest við að liðsinna og iðulega hefur hann haldið beinar ræður í útvarpi og sjónvarpi til að biðja um lið- veislu. Nú er hins vegar sjónvarps- stöðvar sérstaklega orðnar svo leiðar á karlinum að þær era famar að neita honum um tíma, á þeirri for- sendu að hann hafí ekkert nýtt um málið að segja. Mun það vera eins- dæmi f sögu Bandaríkjanna að for- seta landsins sé neitað um tíma í sjónvarpi. NATO-löndin hafa lítið skipt sér af málinu, sem auðvitað hefur virkað sem óbeinn stuðningur við Reagan og þar með kontrana. Calero þarf þvi ekki að biðja íslendinga um stuðning til hryðjuverka sinna og glæpa, hann fær hann nú þegar. Höfundur er nemandi í alþjóða þróunarfrœði og ensku við Há- skólann í Hróarskeldu. Skrifstofutæknir Athyglisvert námskeið! Nú er tœkifœriö til að mennta sig fyrir allt er lýtur aö skrifstofustörfum. Sérstök öhersla er lögö ö notkun PC-tölva. Nömiö tekur þrjá mánuði. Námskeiö þessi hafa reynst mjög gagnleg fyrir skrifstofufólk og þá er hyggja á skrifstofuvinnu. í náminu eru kenndar m.a. eftirfarandi greinar: Almenn tölvufrœði, stýrikerfi, tölvusamskipti, ritvinnsla, gag- nagrunnur, töflureiknar og áœtlunagerð. tölvubókhald, toll- og verðútreikningar, almenn skrifstofutœkni, grunnatriði við stjórnun, útfylling eyðublaða, verslunarreikningur, víxlar og verðbréf.íslenska og viðskiptaenska. Nemendur útskrifast sem SKRIFSTOFUL4EKNAR og geta að námi loknu tekió að sér reksturtölva við minni fyrirtœki. Innritun og nánari uppiýsingar veittar I símum 687590 og 686790 Á skrifstofu Tölvufrœðslunnar er hœgt aö fá bœkling um námiö, baeklingurlnn er ennfremur sendur í pósti tfl þelrra sem þess óska Tölvufræðslan Borgartúni 28. viðskiptavinir okkar sem keypt hafa Pack-let farangurskassa staðhœfa að peir séu sérstaklega góðir!(< Nú höfum við aftur fengið Pack-let farangurskassana í miklu litaúrvali. Gísli Jónsson & Co. Sundaborg 11, S: 91-686644
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.