Morgunblaðið - 18.08.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 18.08.1988, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1988 Þýðingar- mikið orð Hugleiðing til hundaeigenda Kæru hundaeigendur! Nú líður senn að hundasýningu Hundaræktarfélags íslands 1988. Sýning þessi hefur að vonum vakið mikla athygli. Bæði jákvætt og neikvætt umtal um hundahald eykst. Nú beini ég orðum mínum til þín, hundaeigandi góður. Jákvæð viðhorf til hundanna okkar eru okk- ur mikils virði. Sýnum því í verki, að við séum ábyrgir hundaeigend- ur; þrífum upp (litlu sætu) stykkin þeirra. Hundurinn er þrifinn og við skulum líka vera það. Og látum hundana endilega heldur ekki flakka lausa um götumar. Ef okkur er annt um hundana okkar og viljum að hundahald verði leyft áfram, þá skulum við sýna tillitssemi og virða settar reglur um hundahald í þéttbýli. Kær kveðja, Hundaeigandi. Tvískinnungur varðandi viðskiptabann á S-Afríku Til Velvakanda. Áhrif viðskiptabannsins, sem ís- lendingar hafa sett á S-Afríku munu ekki vera mikil, enda við- skipti íslendinga við landið tak- mörkuð. Tilgangur bannsins var líka sagður vera að sýna andstöðu íslendinga við aðskilnaðarstefnu stjómvalda þar syðra. Ekki get ég mælt þeirri stefnu bót, en á hitt ber að líta, að út um allan heim eru framin sambærileg mannréttinda- brot, og víða mun alvarlegri. Og ef íslensk stjómvöld hafa markað þá stefnu, að ekki beri að leyfa verslun við lönd þar sem harðstjóm og kúgun ríkir, þá má búast við æði miklum s'amdrætti í utanríkis- verslun þjóðarinnar. Það er staðreynd, að mun fleiri þjóðir búa við ólýðræðislegt stjóm- skipulag heldur en lýðræðislegt. Þar á meðal eru þjóðir eins og Sovét- menn, sem við eigum talsverð við- skipti við. Það er mikill tvískinnung- ur að halda áfram viðskiptum við þá, á sama tíma og viðskipti við S-Afríku em stöðvuð. Getur verið, að það hafí ráðið afstöðu Alþingís til viðskiptabannsins, að viðskiptin Gullkeðja týnd- ist við Reynimel Heiðraði Velvakandi! Ástæða þessa bréfs er sú, að miðvikudaginn 20. júlí síðastliðinn týndi ég gullkeðju, þar sem ég var við vinnu mínat að mála glugga að Reynimel 84. I keðjunni var bók- stafurinn E. Þessi keðja hefur mik- ið tilfinningalegt gildi fyrir mig og þætti mér því mjög vænt um að fínnandi skilaði henni til mín. Heiti ég þeim, sem kemur keðjunni til skila 15.000 kr. fundarlaunum. Virðingarfyllst, Þórir Þorgeirsson, Hólsvegi 11, 104 Reykjavík. Sími: 685557. við S-Afríku em okkur ekki mikil- væg? Ef svo er, er tvískinnungurinn og hræsnin meiri en svo, að það sæmi löggjafarsamkundu þjóðar- innar. Borgari. Laugardaginn 13. ágúst svarar Magnús Thoroddsen, forseti hæsta- réttar smágrein frá mér, sem birtist í Velvakanda 11. ágúst um setningu forseta íslands í embætti, og leið- réttir hann mig réttilega varðandi þtjú- atriði. Það, að forseti hæstaréttar hafi sagt „landi vom og ríki“, en ekki „Iandi voru og lýð“ var misheyrn mín. Eg er feginn að svo skyldi vera, því að í hinu síðamefnda felst, að hér skuli framvegis vera þjóðríki, eins og verið hefur frá stofnun lýð- veldisins, og óefað var þá framtíð- arsýn margra, ef ekki flestra. En þjóðríki er þar sem íbúamir eiga sameiginlega, en ekki sundurleita, tungu, menningu, siði og kynstofn. Og um leið og sú hugsjón hefur á þennan hátt enn verið staðfest, vil ég bæta bessu við: Það er á margra vitorði, að und- anfarið hafa verið uppi stórfelldar, leynilegar ráðagerðir, sem ganga í þveröfuga átt við hina íslensku hugsjón um þjóðríki. Til dæmis eins og áætlanir um ólöglegan innflutn- ing þúsunda verkamanna frá Aust- urlöndum. Það er líka staðreynd, að Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra sagði í Washington, að ísland væri tölu „opinna fjölþjóðlegra ríkja" („open pluralistic societies“), og er alrangt að þýða slíkt með „lýðræðisríki", þó að það hafí verið gert. Vonandi hefur ráðherra aðeins átt við, að ísland skipaði sér við hlið þeirra ríkja, en ekki að við ættum að taka upp eftir þeim allt það sem er að grafa undan tilveru þeirra. Þorsteinn Guðjónsson. Þessir hringdu . . . Hægagangur í hópferð Ein bálvond hríngdi: „Ég vil kvarta yfír þjónustunni hjá hestaleigunni íshestum á Laugarvatni. Ég fór ásamt vini mínum á hestum frá leigunni og lentum við í hópi með þremur fjöl- skyldum. Það vom',allir neyddir til að fara á sama hraða, og við máttum ekki einu sinni brokka. Þegar við vinur minn vildum fá að fara hraðar, þá var okkur neit- að um það, því með fjölskyldunum voru 3 til 4 ára krakkar, sem hefðu getað dottið af baki. Þetta fínnst okkur ekki nógu gott, því við þurftum að borga 800 kr. fyr- ir leigu á hestunum." Jakki týndist í Broadway Síðasta laugardag var svartur karlmannsjakki tekinn í misgrip- um úr fatahenginu á Broadway. Sa sem tók jakkann er vinsamleg- ast beðinn að hringja í síma 46009. Ambögur í lestri þular Borgari hringdi: „í hinum annars frábæra sjón- varpsþætti „Dýralíf í Afríku“ koma oft fyrir ambögur í máli þularins, Sögu Jónsdóttur. í þætt- inum 15. ágúst sagði hún til dæm- is: „Þau hafa engin tök á að halda býli", og átti hún þar við fólk í ákveðnu þorpi. Eins notaði hún orðasambandið „laga sig að“, í stað „að aðlaga sig“, sem ég hélt að væri rétt. Síðar talaði Saga um „teppi til að sofa undir", en á íslensku er talað um teppi til að breiða yfir sig. Mér finnst þetta ákaflega leiðinlegt, því þessar dýralífsmyndir eru frábærar." Silfurhálsfesti fannst fyr- ir utan Kringluna í síðustu viku fannst silfurháls- festi fyrir utan Kringluna. Hér er um að ræða keðju, með skrauti festu við. Upplýsingar í síma 31143. Gaman að Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar Tvær ánægðar hringdu: „Við vildum vekja athygli á plötunum „Fjörkippir" og „Hljóm- sveit Birgis Gunnlaugssonar“, með samnefndri hljómsveit. Hljómsveitin er frekar lítið þekkt, en plötumar eru mjög góðar og kosta bara 800 kr. saman.“ Yfirlit yfir dóma í Sjón- varpsvísinn Sjónvarpsáhorfandi hringdi: „Mig langar að koma á fram- færi þeirri fyrirspurn til forráða- manna Stöðvar 2, hvort ekki sé hægt að birta yfírlit yfir dóma kvikmyndagagnrýnenda Stöðvar- innar í Sjónvarpsvísinum." 5fá Frímerkjakaup Eigiö þið íslensk frímerki sem þiö viljiö selja? Ef svo er þó erum við tilbúin til aö kaupa ótakmarkaöan fjölda. Viö borgum allt fró ’/e og alit upp aÖ margföldu viröi þeirra. Klippiö aöeins frímerkin af umslögunum og sendiö þaö sem þiö hafið. Viö sendum ykkur síöan borgunina um leið. SSE-Frimærker, Postbox 1038,8200 Arhus N, Denmark. KROSSVIÐUR T.d. vatnslímdur og vatnsheldur - úr greni, birki eða furu. SPÓNAPLÖTUR T.d. spónlagðar, plast- húðaðar eða tilbúnar undir málningu. Vegg- og loftklæðningar, límtré og parket. Einstök gæðavara á sérdeilis hagstæðu verðL SPARIÐ PENINGA! - Smíðið og sagið sjálf! * Cu{HD5INS \ ^ið fáið að sníða niður allt plötuefni BBSTA tijá okkur í stórrísög ÚfZVAL 1 yTv - ykkur að kostnaðarlausu. BJORNINN Við erum í Borgartúni 28 SACHS KÚPUNGSPRESSUR KÚPLINGSDISKAR KÚPLINGSLEGUR Fyrir flestar tegundir evrópskra og japanskra fólks- og vörubifreiða. Útvegum í allar helstu tegundir fólks- og vörubifreiða. m Þeiœing Reynsla Þjónusta FÁLKINN* r- SUOURLANDSBRAUT 8, SIMI 84670 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.