Morgunblaðið - 18.08.1988, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 18.08.1988, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1988 6Í KNATTSPYRNA / VINÁTTULANDSLEIKUR Einn sigur gegn Svíum - í6tilraunum Islendingar og Svíar hafa sex sinnum mætst í landsleik í knattspymu. íslendingar hafa einu sinni borið sigur úr býtum — í fyrstu viðureigninni 29. júní 1951 í Reykjavík. Úrslitin urðu 4:3 og skoraðj Ríkharður Jóns- son öll mörk íslands. Einu sinni hefur orðið jafn- tefli og fjórum sinnum hafa Svíar sigrað. Síðasti leikur þjóð- anna fór fram í Reykjavík 17. ágúst 1983 og þá sigruðu Svíar, 4:0. Amljótur í byrjunar- liðinu? Eina spurningin virðist hvort hann eða Ragnar Margeirsson verði í framlínunni með Halldóri STÓRA spurningin varðandi byrjunarlið íslands í landsleikn- um gegn Svíum á Laugardals- velli í kvöld er hvort Arnljótur Davíðsson úr Fram leiki sinn fyrsta landsleik. Amljótur, sem leikið hefu'r geysilega vel með Fram í sum- ar, var kallaður inn í hópinn gegn Búlgaríu á dögunum eftir að Pétur Pétursson meiddist. Hann tók ekki þátt í þeim leik, en þar sem Sigurð- ur Grétarsson kemur ekki til leiks í kvöld frá Sviss hafa menn í her- búðum KSÍ velt þvi fyrir sér hvort Amljótur fái tækifæri í kvöld. í augum uppi Tvær breytingar sem liggur fyrir að verði gerðar era þær að Bjami Sigurðsson stendur í markinu í stað Friðriks Friðrikssonar og að Gunnar Gíslason taki stöðu Sigurðar Jóns- sonar sem aftasti miðvallarleikmað-'* ur. Hvorki Friðrik né Sigurður mæta til leiks þannig að þessar breytingar liggja í augum uppi. Þriggja manna vörn Islands verð- ur varla breytt frá Búlgaríuleiknum. Guðni verður því aftasti maður og Sævar Jónsson og Atli ðvaldsson fyrir framan hann. í vængstöðunum verða Ólafur Þórðarson, hægra megin, og Viðar Þorkelsson og á miðjunni með Gunnari þeir félagar úr Fram, Pétur Ormslev og Ómar Torfason. Ragnar eda Amljótur 0g þá er það framlínan. Skv. heimildum Morgunblaðsins lá það nokkuð Ijóst fyrir í gær að Halldór Áskelsson yrði í byrjunarliði, en spumingin var talin, eins og áður sagði, hvor þeirra Ragnars eða Arnljóts, yrði með honum frammi. Ragnar var tekinn útaf í leikhléi í viðureigninni við Búlgaríu á dög- unum — þar sem hann náði sér ekki á strik. Halldór kom inn á fyr- ir Ragnar og stóð sig vel. Siegfried Held, landsliðsþjálfari, vildi í gærkvöldi ekki tjá sig um byrjunarlið sitt, venju fremur. Sagðist tilkynna leikmönnum sfnum eftir morgunæfingu í dag hveijir hæfu leikinn. Og því verða menn bara að bíða spenntir... Á varamannabekk íslands í kvöld munu því sitja Guðmundur Hreið- arsson, markvörður úr Víkingi, Pét- ur Amþórsson Fram, Þorvaldur Örlygsson KA, Þorsteinn Þorsteins- son Fram og annaðhvort Amljótur Davíðsson úr Fram eða Keflvíking- urinn Ragnar Margeirsson. „Mikilvægur liður í undirbúningi okkar*4 Flautad til leiks klukkan hálfsjö LEIKUR íslands og Svíþjóðar á Laugardalsvelli í kvöld hefst kl. 18.30. ómari leiksins í kvöld verður W.N.M. Crombie frá Skotlandi en línuverðir Sveinn Sveinsson og Magnús Jónatansson. Aðstoðar- maður þeirra verður Haukur Torfa- son. Forsala aðgöngumiða verður á Laugardalsvelli frá kl. 12.00 f dag. Verð aðgöngumiða er kr. 600 í stúku, 400 í stæði og 150 kr. fyrir böm. Hornaflokkur Kopavogs leikur fyrir leik og í hálfleik undir stjóm Bjöms Guðjónssonar. Morgunblaðiö/Bjarni Sansku leikmennirnir sýna takta á æfingu í gærmorgun á Laugardals- velli. „LEIKURINN við íslendinga er afar mlkilvœgur liður í undir- búningi okkar fyrir Ólympíu- leikana f Seoul, því að þetta er seinasti landsleikurinn sem við spilum fram að leikunum", sagði Benny Lennardson, þjálf- ari sœnska óiympfulandsliðs- ins í knattspyrnu f samtali við Morgunblaðið í gær. rír atvinnumenn, sem leikið hafa með sænska ólympíulið- inUj komust ekki frá liðum sínum til Islands en ungir leikmenn taka sæfyþeirra í liðinu. „Ég ætla að prófa nokkra unga leikmenn í þessum leik en það þýð- ir ekki að við tökum leikinn ekki alvarlega. Þvert á móti munum við beijast á fullu“, sagði þjálfari Svíanna. Hann sagði að lið sitt væri nú ekki í 100% formi en yrði það á Ólympíuleikunum. Aðspurður um möguleika Svía þar sagði hann, að Sovétmenn, V-Þjóðveijar og Bras- ilfumenn væra með sigurstrang- legustu liðin. ítalir gætu líka bland- að sér í toppbaáttuna en Svíar kæmu sennilega á hæla þessara þjóða. Sænska liðið keppti nýverið við þtjár þessara þjóða, tapaði fyrir Sovétmönnum 0:3, tapaði fyrir V- Þjóðveijum 0:1 en gerði jafntefli við Brasilfumenn 1:1. Svíar era með V-Þjóðveijum, Kfnvetjum og Túnis- mönnum í riðli. Tvær efstu þjóðirn- ar í hveijum riðli komast í átta liða úrslit. íslenzka IIAIA sterkt „íslendingar era með sterkt lið. Ég sá að þeir stóðu sig mjög vel gegn Frökkum og Sovétmönnum á heimavelli og heyrði að þeir hefðu verið mjög óheppnir að vinna ekki Búlgari um daginn. Eg þekki ekki til allra leikmanna fslenzka liðsins en kannast þó við Ólaf, bróður Teits Þórðarsonar, Pétur Ormslev og síðan auðvitað Bjama Sigurðsson og Gunnar Gfsla- son, sem leika f Noregi“, sagði Lennardson, þjálfari sænska ólympíuliðsins í knattspymu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.