Morgunblaðið - 18.08.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 18.08.1988, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 18. AGUST 1988 iÞRÖmR • FOLK ■ ÞORSTEINN Einarsson sér ekki um gönguæfingu íslensku ólympíufaranna að þessu sinni. Hún verður 6. september, en þá verður Þorsteinn farinn til Seoul í boði íslensku ólympíunefndarinnar, þar sem hann mun flytja fyrirlestur um islensku glírnuna. Sennilegt er að Valdimar Ornólfsson stjómi æf- ingunpi í stað Þorsteins. ■ ÓLAFUR H. Jónsson, fyrrum ^ landsliðsfyrirliði í handknattleik, og nú stjómarmaður í HSI, verður flokksstjóri landsliðsins á Olympíu- leikunum í Seoul. Hann verður því aðalfararstjóri handknattleiks- manna. Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSI, verður einnig á staðnum. Hann gegnir hins vegar starfí blaðafulltrúa ólympíunefndar íslands meðan á leikunum stendur. ■ ELLERTB. Schram, formað- ur KSÍ, hafði samband við blaðið vegna fréttar í gær um að eins leiks heimaleikjabanni KS hefði verið aflétt. Það væri ekki rétt, en hins vegar hefði aganefnd KSI fallist á að fresta framkvæmdinni, því öll aðstaða á Siglufirði væri stórbætt ^ með tilkomu nýja grasvallarins. Dómurinn væri skilorðsbundinn út næsta tímabil og kæmi ekki til óláta yrði ekkert af banninu. ■ ÞAÐ verður enginn annar en Michel Vautrot frá Frakklandi sem dæmir síðari leik Fram og Barcelona í Evrópukeppni bikar- hafa, sem fram fer á Spáni 5. októ- ber í haust. Vautrot þessi dæmdi úrslitaleik Hollendinga og Sovét- manna í Evrópukeppni landsliða fyrr í sumar og hlaut frábæra dóma fyrir. ■ CHELSEA á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir; í fyrra féllu þeir niður í aðra deild og nú horf- ast þeir í augu við það að þurfa að yfírgefa heimavöll sinn, Stam- ford Bridge, sem liðið hefur leikið á síðan árið 1905. Chelsea bauðst til að kaupa völlinn, en það hefur leigt þar, en þeirri ósk var hafnað, og stendur til að byggja íbúðarhús á svæðinu. Félagið hefur ítrekað reynt að koma í veg fyrir að það þurfí að yfirgefa svæðið, en fall þeirra í aðra deild, svo og ólæti áhangenda þeirra, hafa ekki orðið til að bæta málstað þeirra. I KURT Jara mun taka við “v þjálfarastöðunni hjá St. Gallen í Sviss. Jara tekur við stöðunni af Markúsi Frei, sem var rekinn frá félaginu á þriðjudag, eftir að félag- ið hafði tapað fyrstu sex leikjum sínum í deildakeppninni þar. Jara er 38 ára gamall og lék 59 lands- leiki fyrir Austurríki. IÞROTTAMANNVIRKI / TENNIS Fyrirhugað að reisa höll með sex völlum Verður stærsta íþróttahús landsins að gólffleti FYRIRHUGAÐ er að reisa tennishöll í Reykjavík er rúm- að gæti sex tennisvelli í fullri stærð. Tveir ungfr tennisá- hugamenn hafa um nokkurt skeið unnið að þessu máli og skapað grundvöll fyrir bygg- ingunni með stuðnigi ýmissa aðila. Sótt hefur verið um lóð undir húsið í Suður-Mjódd og lagðar fram teikningar að því. Er nú beðið svara borgar- yfirvalda við umsókninni. Húsið á verða límtréshús og er kostnaður við byggingu þess áætlaður 60 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að húsið sjálft verði 4500 fermetrar að gólffleti, 113 metrar á lengd og 39 metrar á breidd. Þar með er ljóst, að það verður stærsta íþróttahús landsins að gólffleti. Hluti hússins verður þjónustuhús með búningsaðstöðu og veitngasölu. Finnur Björgvins- son arkitekt hefur annast teikn- ingar að tennishöllinni. Fjármögnun tryggð Skúli Mogensen og Ámi Páll Hansson hafa haft veg og vanda að undirbúningi byggingarinnar. Að þeirra sögn hefur íjármögnun verið tryggð. Stærsti hluti fjárins kemur frá ýmsum fyrirtækjum og einstaklingum en hlutfallslega lítill hluti verður á lánum og er gert ráð fyrir að þau verði nær alveg að fullu greidd eftir fímm ár. Sennilegt er, að leiga fyrir einn völl verði 800 krónur á tímann eða 400 kr. á mann í einliðaleik og 200 kr. á mann í tvíliðaleik. Tennishöllin er hönnuð með hliðsjón af sams konar höllum erlendis. Gólfefnið og undirlag verður miðað við tennis og viður- kennt á alþjóðamælikvarða. Ætlunin er að nota húsið sem mest undir tennis. Þó er mögu- leiki á að stunda þar aðrar íþrótt- ir og hafa þar sýningar. Ekki er hins vegar gert ráð fyrir fjölmenn- um áhorfendasvæðum. íslenzki tennisklúbburinn í tengslum við undirbúning að byggingu tennishallarinnar hefur verið stofnaður sérstakur klúbbur, íslenzki tennisklúbburinn. For- varsmenn hans eru auk þeirra Skúla Mogensen og Áma Páls Hanssonar, þeir Arnar Arinbjarn- ar og Árni Tómas Ragnarsson, tennismenn. Klúbburinn er ekki íþróttafélag sem slíkur heldur verður hann opinn öllum tennisáhugamönnum úr hinum ýmsu íþróttafélögum. Er nú verið að vinna að kynning- arbæklingi um klúbbinn. Tennissamband fslands stendur ekki beint að byggingu hússins en hefur mælt sterklega með því að það verði byggt enda mikil- vægt fyrir framgang tennisíþrótt- arinar hér á landi, að hægt verði að iðka tennis allt árið. Til dæmis verður mun auðveldara að byggja upp unglingastarf þegar tennis- höll verður komin upp. FRJALSAR IÞROTTIR Bestu spjótkastarar heims í „feluleik" fyrir ÓL í Seoul EinarVilhjálmsson fær því ekki tæki- færi til að keppa í Finnlandi og Sviss BESTU spjótkastarar heims eru nú í „feluleik" - liggja und- ir feldi og undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í Seoul. „Það kom mér óneitanlega mikið á óvart að flestir bestu spjót- kastararnir eru hættir við að taka þátt í keppni í Bern í Sviss 23. ágúst og Lohja í Finnlandi 28. ágúst," sagði Einar Vil- hjálmsson í viðtali við Morgun- blaðið i gær. Einar sagði að heimsmethafinn Jan Zelezny frá Tékkóslóvakíu, Finnamir Seppo Ráty, Tapio Kotjus og Yki Laine, ásamt Klaus Tafel- íneier frá V-Þýskalandi og Eng- lendingunum Mike Hill og David Ottley, hefðu allir ætlað að vera með í þessum mótum. „Þeir hafa dregið sig til baka, þannig að ég sé enga ástæðu til að fara til Lohja og Bem til að sýna mig.“ „Eg er á mjög góðu róli um þess- ár mundir - bæði líkamlega og andlega," sagði Einar, sem fer fljót- lega í æfíngabúðir til Svíþjóðar eða Kaupmannahafnar, þar sem hann verður fram að landskeppninni gegn Luxemborg 3. september. „Ég sé enga ástæðu til að vera leita uppi mót um alla Everópu - til að sýna og sanna mig. Lokaund- irbúningurinn fyrir ÓL í Seoul er nú kominn á lokastig,“ sagði Einar. Þess má geta að ekki er keppt í GOLF / SVEITAKEPPNI UNGLINGA Umdeildur dóm- ur í bráðabana réði úrslitunum SVEITAKEPPNI unglinga í golfi lauk um síðustu helgi og var keppt í tveimur flokk- umjflokki unglinga 18-21 árs og flokki unglinga yngri en 18 ára. Bráðabana þurfti milli tveggja efstu sveitanna í keppni 18 ára og yngri, og gerðist þar mjög umdeilt at- vik, sem líklega réði úrslitum um það hvor sveitin sigraði. Keppnin fór fram á tveimur stöðum; í Hafnarfirði og á Akranesi. í Hafnarfirði var keppt í fiokki unglinga 18-21 árs og sigraði A-sveit GR. í öðru sæti var A- sveit GK og í þriðja sæti B-sveit GR. Á Akranesi fór fram keppni 18 ára og yngri, og sem fyrr segir þurfti þar bráðabana til að gera upp á milli Golfklúbbs Vest- mannaeyja og Nesklúbbsins. Vestmannaeyingarnir unnu í bráðabananum, en þar kom fyrir atvik, sem olli miklum deilum um það hvort úrskurður dómarans hefði verið réttur eða rangur. Aðstoðarmaður eins kylfingsins hafði tekið upp rangan bolta, og var samheijum hans því dæmd holan töpuð, en töldu margir að einungis hefði átt að dæma eitt högg í víti. Það var því sveit GV sem sigr- aði. I öðru sæti kom sveit Nes- klúbbsins og í þriðja sæti var sveit Golfklúbbs Akureyrar. spjótkasti í ár á Grand Prix-mótun- um. Eins og menn muna þá vann Einar alla fyrrnefnda sjótkastara í keppni í Finnlandi og Svíþjóð á dögunum. Sigurður Einarsson, spjótkastari og Vésteinn Hafsteinsson, kringlu- kastari, eru nú í Svíþjóð við æfing- ar. Helga Halldórsdóttir, hlaupari, er í Bandaríkjunum og íris Grön- feldt, spjótkastari, er á leið til keppni á Norðurlöndunum. Einar Vllhjálmsson ætlar ekki að „sýna sig“ þar aðrir bestu spjótkastarar heimsins eru í „feluleik“ um þessar mundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.