Morgunblaðið - 16.10.1988, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1988
B 5
og allir sem þar voru létust."
Ottó starfaði sem fyrr segir sem
yfirmaður reiknivélaverkstæða
þýska fyrirtækisins í Saxlandi á
árunum 1942 til 1944. Þá hélt hann
til Kaupmannahafnar í framhalds-
nám og lauk þaðan prófi sem „fin-
mekaniker" frá Teknologisk Insti-
tut 1946. Það hvarflaði aldrei annað
að honum en að fara heim að
stríðinu loknu og er hann hafði lok-
ið framhajdsnámi sneri hann aftur
heim til íslands. Sama ár, 1946,
stofnsetti Ottó Skrifstofuvélar hf.
„Fyrsta árið starfaði ég einn við
viðgerðir á skrifstofuvélum, hafði
þá aðstöðu í skúr í Mjóstræti 10
en flutti árið 1950 að Laugavegi
11. Síðar réð ég til mín lærling þar
sem ég hafði svo til strax meira en
nóg að gera enda var skortur á
mönnum sem lært höfðu viðgerðir
á skrifstofuvélum. Fyrirtækið rak
ég til 1967 og hafði starfsmönnum
þá fjölgað úr tveimur í 32 og um-
svifín aukist að sama skapi. Á þess-
um árum gekk fyrirtækjarekstur
þó víðast hvar erfiðlega m.a. vegna
gjaldeyris- og innflutningshafta. og
urðu Skrifstofuvélar hf. fyrir barð-
inu á því.
Árið 1950 fékk ég umboðið fyrir
IBM en ísland var þá eitt af fáum
löndum sem það hafði engin við-
skipti við. Reyndar var IBM hvar-
vetna rekið í gegnum eigin útibú í
hveiju landi en hér leyfðu landslög
ekki erlendan fyrirtækjarekstur og
því var mér fengið umboðið í hend-
ur. í maí 1967 tókust samningar
um að IBM keypti þann hluta í
Skrifstofuvélum hf. sem sá um
rekstur þeirra tækja. Var þetta
mikið happaspor og þróuðust bæði
fyrirtækin vel upp frá þessu. Á
þessum tímamótum gerðist ég for-
stjóri IBM og stjórnarformaður
Skrifstofuvéla hf. Hjá IBM starfaði
ég til 1982 en þá dró ég mig í hlé
vegna aldurs. Skrifstofuvélar hf.
seidi ég svo til Gísla J. Johnsen sf.
á síðasta ári en eigendur þess störf-
uðu hjá IBM um árabil á meðan
ég gegndi forstjórastöðunni. Svo
ég veit að fyrirtækið er í góðum
höndum. Ég hef reyndar ekki alveg
sagt skilið við það því ég sit enn í
stjóm þess og hef þar skrifstofu.“
Tölvur framtíðarinnar mun
auðveldari í notkun
— Ertu ánægður með ævistarf-
ið?
Útstilling á ritvélum í verslunar-
glugga Málarans í Bankastræti.
Myndin er tekin í kringum 1955.
verða fyrir okkur eins sjálfsagt og
ómissandi tæki og bíllinn og verður
þar að auki langtum auðveldari í
notkun en hún er nú. Margir munu
geta unnið á tölvu heima fyrir og
léttir það vafalaust umferðarþung-
ann. Vonandi mun lyklabömum
sömuleiðis fækka og þá verður enn-
þá meira gaman að vera mamma.“
Stjórnleysi okkar
stærsta vandamál
Við ræðum um breytingar á fyr-
irtækjarekstri, stjómmálaástandið í
landinu og mannlífíð.
„Við íslendingar eigum í raun
aðeins við eitt vandamál að etja og
það er stórt," segir Ottó ákveðinn.
„Það er stjómleysi, sama hvert litið
er. Við þolum engan aga og öll
önnur vandamál okkar era afleiðing
þessa, ekki orsök. Af þessum sökum
tekst engum að stýra okkar bless-
aða landi. Sömu sögu er að segja
um fyrirtækjarekstur nú til dags
en skipulagsleysið og stjómleysið
víða í fyrirtækjum er hreint með
ólíkindum. Við íslendingar lifum í
eilífu kapphlaupi við verðbólguna
og ekki era nema sex til átta ár
síðan menn fóra að gera sér grein
fyrir því að hún væri böl. Annars
er ég lítið gefinn fyrir slíkt svart-
sýnishjal. Ég lít frekar í átt til unga
fólksins sem er að verða svo há-
menntað og hvert öðra efnilegra.
Það á vonandi eftir að láta gott af
sér leiða. Það má þó gæta þess að
fara sér ekki of geyst, það er best
að taka stigann í þrepum. Á það
reyndar við um okkur alla íslend-
inga.“
Trúin kemur jafiivægi
á líf okkar
Ottó hefur starfað mikið að fé-
lagsmálum í gegnum árin en gefíð
sig mest að málefnum kirkjunnar.
Um árabil hefur hann verið safnað-
arfulltrúi í Bústaðasókn og átt sæti
á kirkjuþingi. Einnig er hann stjóm-
arformaður útgáfunnar Skálholt og
fulltrúi biskups í Þjónustumiðstöð
kirkjunnar. Hann er inntur eftir því
hvort atvikið í húsagarðinum forð-
um hafi orðið til þess að hann fékk
áhuga á trúmálum.
„Nei, ég hef alla tíð verið trú-
hneigður og umrætt atvik breytti
engu þar um. Að mínu mati er trú-
in afskaplega þýðingarmikil. Boð-
skapur kristninnar kemur jafnvægi
á líf okkar og ekki mun_ af veita í
lífsgæðakapphlaupinu. Á stærstu
stundum lífsins s.s. við skímir,
við sterkar taugar norður. í fyrra-
sumar fóram við hjónin í hnattferð
sem var vissulega áhugaverð. Síðar
um sumarið fór síðan ég með vini
mínum í tíu daga ferð um hálendið
og sú ferð sló allt út sem ég hef
séð á lífsleiðinni. Ferðin var stór-
kostlegt ævintýri hreint út sagt og
ekki spillti fyrir hve veðrið var ynd-
islegt."
Sérstök þjóð með
sérstakar þarfir
Ottó kveðst alla tíð hafa verið
hraustur og lifað góðu fjölskyldu-
lífí, en þau hjónin eiga íjögur upp-
komin böm. „Ég syndi á hveijum
morgni og er ekki í nokkram vafa
um að það hefur stuðlað að góðri
heilsu minni. Ég er ævinlega mætt-
ur tíu mínútur í sjö við útidyr sund-
laugarinnar í Laugardal og bíð þess
að þær verði opnaðar. Það er nokk-
uð spaugilegt en það er alltaf sami
hópurinn sem bíður við dymar og
komi það fyrir að ég sé aðeins seinni
en venjulega þá er mínu plássi við
dymar haldið fyrir mig! Svo hitt-
umst við sama fólkið í heita pottin-
um og skröfum um allt milli himins
og jarðar. Og sú umræða og félags-
skapurinn svona í morgunsárið ger-
ir manni ekki síður gott en sundið
sjálft, svo mikið er víst.
Þeir sem séð hafa sig um í út-
landinu era alltaf að róma kráarlíf-
ið og fmnst það eitthvað s_em við
föram hroðalega á mis við. Ég held
að heitu pottamir í laugunum komi
alveg í stað kránna í útlöndum og
víst er að engin hætta er á að pott-
amir verði misnotaðir eins og bjór-
inn. Já, ég er harður á þvi að við
höfum ekkert við bjórinn að gera,
bara ekki nokkurn skapaðan hlut.
Mörgum finnst að við eigum að fá
að að hafa bjór, eins og aðrir. En
það er ekki rétt, við eram sérstök
þjóð með sérstakar þarfír og við
„Já, ég tel það hafa verið mjög
áhugavert og ég er meira en ánægð-
ur. Ég starfaði öll þessu ár með
afbragðs góðu fólki sem reyndist
vel í alla staði. Og ég hef ekki
ástæðu til annars en vera bjartsýnn
á að fyrirtækin sem ég hef byggt
upp muni ganga vel, því að nýju
eigendurnir era harðduglegir."
— Hver heldurðu að þróunin
verði á tölvusviðinu?
„Síðastliðin ár hefur þróunin ver-
ið mjög ör og verður ekki minni
næstu fímm árin. Töivan á eftir að
Fyrsta skrifstoftivélasýningin á
Islandi haldin í kringum 1964 í
nýrri viðbyggingu gamla Versl-
unarskólans við Þingholtsstræti.
Frá vinstri: Jóhann Gunnarsson
yfirmaður tæknideildar Skrif-
stofuvéla hf., dr. Gylfi Þ. Gísla-
son þáverandi menntamálaráð-
herra, Ottó A. Michelsen for-
stjóri Skrifstofuvéla hf. og lengst
til hægri Gísli V. Einarsson form-
aður skólanefndar Verslunar-
skóla íslands.
fermingar, giftingar og jarðarfarir
er kirkjan ávallt athvarf, því megum
við ekki gleyma."
Hann kveðst vera mikill náttúra-
lífsunnandi, enda búi hann á yndis-
legu landi. „Ég og kona mín Gyða
Jónsdóttir höfum ákaflega gaman
af því að ferðast um ísland og virða
fyrir okkur hijúfa náttúrana. Hún
er engu lík. Við hjónin eigum hús
á Sauðárkróki og þangað föram við
hvenær sem tækifæri gefst. Hún
Gyða mín er fædd og uppalin á
Króknum eins og ég og því höfum
þurfum ekkert á því að halda að
vera eins og aðrir.“
Ottó segir það fjarn sér að setj-
ast í helgan stein. „Á meðan ég
held heilsu ætla ég að einbeita mér
að hinum ýmsu félagsmálum sem
ég hef starfað að í gegnum árin.
Einnig á ég eftir ýmis ófrágengin
mál varðandi Skrifstofuvélar. Ég
sit inni með þekkingu og lífsreynslu
sem ég hef öðlast á löngum starfs-
ferli og vil gjarnan nýta hvort
tveggja sem best.“
Viðtal: Bergljót Friðriksdóttir