Morgunblaðið - 16.10.1988, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 16.10.1988, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1988 B 13 Morgunblaðið/Steingrtmur Sigurgeirsson Þrátt fynr að verkfall sé er ein og ein búð opin. Þessi arabíski bakari gerði fleira en að sejja brauð, því bak við borðið var hann með flesta þá vöru sem hugurinn girntist. Morgunblaðið/Steingrimur Sigurgeirsson Palestínuarabar og israelskir hermenn í Austur-Jerúsalem. Sem sjá má eru búðirnar lokaðar vegna allslierjarverkfalls araba. þrátt fyrir að arabar og gyðingar búi yfirleitt ekki f sömu borgar- hverfum hefur sambúðin gengið tiltölulega áfallalaust fyrir sig. Þá má ekki heldur gleyma því að fjöldinn allur af aröbum á herná- mssvæðunum sækir atvinnu til Israels. Hálfsannleikur fréttamyndanna Sá hálfsannleikur, sem lesa má úr fréttamyndum, er í fáum orðum sagt sá, að Palestínuarabar hafi þjáðst undir oki ísraela, sem beiji niður andóf araba af mikilli hörku. Með þessu er gefið í skyn að vegna þess að ísraelar hersitja Vestur- bakkann og reyna að halda þar uppi lögum og reglu sé þeim ein- um um hemámið og píslargöngu Palestínuaraba að kenna. Sú stefiia arabaríkjanna og PLO, að ísrael hafi engan tilvistarrétt og beri að uppræta, er hins vegar ekki nefnd í þessu viðfangi. Menn skyldu ætíð hafa sögu undanfarinna ára í huga þegar hitnar í kolunum fyrir botni Mið- jarðarhafs. Hemám ísraela á Vesturbakkanum og Gaza má rekja til Sexdagastríðsins fyrir 21 ári, en þá vora það arabaríkin í kring, sem gerðu sameiginlega árás á ísrael en ekki öfugt. Fyrir fjörutíu áiram kusu arabaríkin frekar að ráðast gegn hinu ný- stofnaða ísraelsríki en að sætta sig við stofnun þess. Afleiðing árásarinnar var hins vegar sú að áður en yfir lauk töpuðu þau land- svæðum á tiltækinu. Arabaríkin hafa sífellt harð- neitað að viðurkenna ísraelsríki og hafa ekki þreyst á að láta þá afstöðu í ljósi með herföram, hryðjjuverkum og efnahagsþving- unum, svo ekki sé minnst á yfir- lýsingar á opinberam vettvangi. Þegar rætt er um öryggi ísra- els hefur borið á því að menn gera sér ekki alveg gréin fyrir smæð landsins. Ef fréttastreymi þaðan er haft í huga mætti ætla að hér væri um eitt stærsta land í heimi að ræða, en sé haft fyrir því að líta á landakort segir það sína sögu að nafn landsins kemst ekki einu sini fyrir á landsvæðinu. Til þess að menn geri sér betri grein fyrir vegalengdum má nefna að þar sem landið er breiðast ræðir um sömu vegalengd og frá Reykjavík til Hvolsvallar. Þar sem það er mjóst (Vesturbakkinn ekki talinn með) er samsvarandi vega- lengd frá Gróttu á Seltjamamesi til Kópavogs. Eins og menn geta gert sér í hugarlund er erfitt að veija landið, því ef árás er á það gerð er afskap- lega lítið hægt að hörfa nema út í Miðjarðarhaf og þá er eftir lang- ur sundsprettur til næsta vinsam- lega ríkis. Sýrlenskar herþotur era ekki nema þijár mínútur að fljúga frá Damaskus til Tel Aviv. Yfir Gólanhæðir, sem era mesta fyrirstaðan í vegi Sýrlendinga inn í ísrael, er ekki nema um tveggja stunda ferð á sknðdreka. Sérfræðingar ísraelshers telja vonlaust að veija ísrael án þess að hafa Vesturbakkann upp á að hlaupa, svo óh'klegt má telja að ísraelar hörfi þaðan í bráð — síst til þess að rýma fyrir nýju ríki PLO, sem hefiir það að stefnu að sameina alla Palestínu undir sína stjóm. ísraelar hafa lært af bit- urri reynslu að vamarviðbúnaður getur ekki aldrei verið of mikill f þessu homi heimsins. Umsetið lýðræðisríki Vissulega má margt fínna að ísrael og stefnu þarlendra stjóm- valda vegna Intifada. ísraelar hafa enda aldrei látið sem þar væri allt í himnalagi. Það sem e.t.v. má kalla kraftaverk er sú staðreynd að þrátt fyrir að setið hefur verið um landið af óvinum þess í 40 ár, er ísrael enn lýðræð- isríki með öllum þeim kostum og göllum sem lýðræðinu fylgja. Mál- og prentfrelsi er í hávegum haft og lífið gengur sinn vana- gang þrátt fyrir að Damóklesar- sverð hangi yfir ísrael og allir íbúar þess — arabar jafnt sem gyðingar — njóta réttaröryggis eins og best gerist meðal annarra vestrænna þjóða. Þegar hermenn ísraelshers bijóta af sér er ekki hylmt yfir það heldur málið dregið fram í dagsljósið, viðkomandi hermenn dregnir fyrir herrétt og yfírmenn þeirra leystir frá störfum þar til ljóst er hver ábyrgð þeirra er. Slíkt myndi ekki gerast í nokkra nágrannaríki Israels. Þessi við- brögð bera því e.t.v. gleggstan vott að ísraelar gera sér grein fyrir því að öllu valdi getur fylgt misbeiting þess og það sem meira er: gerðar era ráðstafanir til þess að fyrirbyggja slíkt og hegna hin- um seku ef svo ber undir. Til skamms tfma átti ísrael samúð alls hins vestræna heims og á það var litið sem lýðræð- isríki umsetið Qandmönnum. Á Vesturlöndum fóra að heyrast efasemdarraddir þegar Israelsher fór inn í Líbanon og hrakti liðs- menn Frelsissamtaka Palestínu (PLO) úr landi. Það var þó ekki fyrr en róstumar hófust á Vestur- bakkanum og á Gaza-svæðinu síðla á síðasta ári, sem almenn- ingsálitið á Vesturlöndum fór að breytast. Breyttar bardagaaðferðir í raun er hins vegar erfitt að skilgreina nákvæmlega hvað hef- ur gerst, ísraelum sjálfum finnst a.m.k. lítið sem ekkert hafa breyst, sem máli skiptir í þessu viðfangi. Arabamir hafa einfald- lega skipt um bardagaaðferðir. í stað þungvopnaðra hermanna, biyndreka og orrastuflugvéla era konur og unglingar nú látin ganga fram fyrir skjöldu, vopnuð gijót- hnullungum og benzínsprengjum. í stað þess að herfylki arabarílq- anna brani yfir Jórdandal, Gólan- hæðir og Sínaískaga era ísrael- skir herflokkar grýttir ofan af húsþökum, eldsprengjum kastað að skólabömum, hrydjuverka- menn PLO drepa eða ofsækja þá araba, sem eru tilbúnir til þess að semja um frið, og eldar lagðir að skógum ísraels, sem era nokk- urs konar þjóðaifyársjóður ísraela. Vopnin og bardagaaðferðimar kunna að hafa breyst, en að baki liggur sami ásetningur og fyrn Uppræting ísraelsríkis. Flestir Vesturlandabúar segjast enn sem fyrr sannfærðir um til- verurétt Ísraelsríkis, en þær radd- ir gerast æ háværari, að ræða eigi við PLO, líkt og samtökin væra. lögmætur fulltrúi allra Pa- lestínuaraba. Það sem e.t.v. hefur mest breyst er öryggi ísraels út á við. Friður ríkir við Egyptaland, þó svo að samskipti ríirjanna séu ekki með allrabesta móti; Líbanir eiga nóg með innanlandseijur sínar og Hussein Jórdaníukonung- ur forðast að stæla við ísraela í lengstu lög. Einn síns liðs getur Assad Sýrlandsforseti lítið að- hafst gegn ísrael. Þetta kann þó að breytast. ísraelar hafa t.a.m. áhyggjur af því hvað Hussein ír- aksforseti tekur sér fyrir hendur takist að semja um frið í Persa- flóastríðinu. Þá má minna á að Saudí-Arabar hafa að undanfömu verið æ stóryrtari í garð ísraela og hafa vopnbúist af kappi síðast- liðin tvö ár — að sögn vegna ótta við írani. Talið er að ísraelar ráði yfir kjamorkuvopnum og vitað er að þeir hafa smfðað eldflaugar, sem borið geta bæði kjamorkusprengj- ur og venjulegar sprengjuhleðslur til nær hvaða skotmarks sem er í Miðausturlöndum. Þá hafa þeir nýverið sent á loft gervihnött, sem óvinir þeirra fullyrða að þjóni hemaðarlegum hagsmunum. Landið er hemaðarlegt stórveldi, en auk þess eru þar bestu lífskjör í þessum heimshluta, enda þótt landið sé í sjálfu sér rýrt af nátt- úraauðlindum. ísraelum hefur á 40 áram tek- ist að koma ár sinni vel fyrir borð og máske er það það, sem breytt hefur afstöðu manna. Lákt og ísrael naut þess að vera lýðræðis- leg smávin í eyðimörk fjandsam- legra alræðisstjóma á árum áður, virðist það nú gjalda þess að hafa loks notið friðar og velsældar. Pax Iudaeæ. ff" SvæðaNudd Námskeið fyrir almenning helgina 22.-23 okt. Grunnatriðin í svæðameðferð - Til heimilisnota Kennari er Örn Jónsson nuddfræðingur "Bætt hamingja, náin tengsl- gefum hvort öðru svœðanudd" NUDD miðstödin • Staðsetning: Dansstúdíó Sóleyjar, Engjateigi 1 R. • Tími: Kl. 10-17 báöa daga • Þátttökugjald: Kr. 5000 • Uppl. og skráning virkadaga kl. 12-15 @68 66 12 (pabor) skór Mikið úrval. Spariskór, götuskór. Breiddir: E. F. G. H. SKÓSEL, LAUGAVEGI44 SÍMI21270. Póstsendum. Fjarkennsla í íslensku stígur sín fyrstu skrefí Sjónvarpinu kl. 17.30 og í Ríkisútvarpinu Rás 1 kl. 21.00 á mánudögum. Sjónvarpsþættirnir verða endursýndir á laugar- dögum kl. 12.30. íslenskukunnátta verður það fyrsta sem býðst. Mál og samfélag - mismunandi málfar, málvenjur, ritmál og talmál af ýmsum toga. Ritun - skrif margskonar texta, greinar, ritgerðir, skýrslur, frágangur ritsmíða. Þýðingar - mikilvægi þýðinga, nytjatextar, bókmenntatextar, aðferðir við þýðingar. Frásagnir - fjölbreyttir frásagnarhættir, frásagnir í daglegu lífi, frásagnarþjálfun. Námið má meta til áfanga í framhaldsskólum. Frekari upplýsingar veitir Fjölbrautaskóli Suðurlands, Selfossi, sími 98-22405. fyrir hádegi alla virka daga. Dreifingu annast Bókaútgáfan Iðunn. Pöntunarsími 91-28787. JARKENNSLA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.