Morgunblaðið - 16.10.1988, Page 27

Morgunblaðið - 16.10.1988, Page 27
et HaaoTXo .01 HUo/.au>MU8 .auiAjaMyasroM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1988 ö í'iS B 27 Sögur af Schwarzei Barry Diller, stjórnarformaður 20th Century Fox, hefur bætt stöðu fyrirtækisins verulega frá þvf hann fór frá Paramount árið 1984. Arnold Schwarzenegger egger Arnold Schwarzenegger, þessi hávaxni og þrekni rumur sem get- ur rotað fíl eða bara naut með vinstri þumal og skotið í tætlur heilan óvinaher og sagt brandara á meðan, hefur aldrei verið vin- sælli. Að minnsta kosti í Banda- ríkjunum, en þar er mynda hans beðið með óþreyju. Það liggur við að Arnold leiki í einni mynd á ári — svo mikil er eftirspurnin, réttara sagt örtröðin. Hann fær send í gegnum umboðsmann sinn öll þau handrit sem í mestu metum eru meðal ráðamanna. Ef Arnold Schwarzenegger svo mikið sem kinkar kolli, þá er myndin gerð strax á morgun; ef hann gín ekki við boðinu þá fá minni spámenn sama handrit sent síðar. En þar með er ekki öll sagan sögð. Ef sami Schwarzenegger leikur í ákveðinni mynd er nokkuð víst að hún skilar gróða, svo marg- ir koma til með að sjá hana; ef aftur á móti einhver minni spámað- ur leikur hlutverkið sem skrifað var með vöðvastykkiö í huga þá er nokkuð öruggt að myndin mun ekki njóta eins mikilla vinsælda meðal almennings. Sleppum öllu blaðri um vöðva- rækt — snúum okkur beint að myndunum. Schwarzenegger seg- ist sjá eftir aðeins einni mynd sem hann hefur gert á ferli sínum (Cact- us Jack, sem hann gerði áður en hann varð verulega frægur), en flestar hinar er hann ánægður með. í mestu uppáhaldi hjá honum eru fyrri myndin um Conan villi- mann og svo Tortímandinn. Hann er líka nokkuð ánægður með sína nýjustu sem á frummál- inu kallast Red Heat og fjallar um rússneskan ofurkappa í lögregl- unni, ef til vill KGB, sem kemur vestur um haf og fær til liðs við sig vafasaman mann til að leita að enn vafasamari manni, gott ef ekki pólitískum flóttamanni. Leik- stjóri er Walter Hill, og þann mann kann Schwarzenegger að meta. „Myndatökuvélinni líður vel í návist Arnolds alveg á sama hátt og henni leið vel í návist Gretu Garbo,“ segir Walter Hill og er ekki hlátur í huga. „Arnold er ímynd stórleikans." Schwarzenegger fékk 3 milljónir dala fyrir að leika í Predator, 5 fyrir Running Man, 10 fyrir að leika í Red Heat og sögusagnir herma að hann fái tvöfalt þá upphæð fyr- ir að leika í „Brothers" eða Bræðr- unum sem Ivan Reitman (frægur fyrir Ghostbusters) er að gera um þessar mundir. í þeirri mynd leika risinn Schwarzenegger og dverg- urinn Danny De Vito tvíburabræð- ur! Frábær hugmynd og enginn skilur hvers vegna hún hefur ekki verið útfærð fyrr. Og fleira er í farvatninu, með haustinu byrjar hann að leika í Total Recall undir stjórn Paul Ver- hoevens (sem gerði Robocop) og guð má vita hvað hann fær borgað fyrir þá mynd. Schwarzenegger er ekkert flón. Hann hefur viðskiptavit í meira lagi (giftur inn í Kennedy-ættina en er yfirlýstur repúblikani eins og goðið hans, Clint Eastwood, enda auð- - ugur). En hann veit líka sín tak- mörk. Honum var boðið að leika aðalhlutverkið í „Hættulegum kynnum", en vildi það ekki því honum fannst hlutverkið ekki hæfa sér; taldi réttilega að enginn tæki hann alvarlega í hlutverki auðsær- anlegs manns sem tekur fram hjá konu sinni — og allir vita hvað gerðist svo. Skoðun Schwarzen- eggers styrktist þegar hann sá Michael Douglas í hlutverkinu. IMYTT SIMANUMER 67 42 22 Blikksmiðja Gylfa hf. Vagnhöfða 7,112 Reykjavfk NÝR HEIMIUSLÆKNIR Hefi opnað stofu í Heilsugæslunni Mjódd, Álfabakka 12, Reykjavik. Samúel Samúelsson, læknir, sama stað mun gegna sjúklingum mínum til 31. des. nk. SIGURBJÖRN SVEINSSON, LÆKNIR. NÝR HEIMILISLÆKNIR Hefi opnað stofu í heilsugæslunni Mjódd, Átfabakka 12, Reykjavík. Viðtals- og vhjanabeiðnir í síma 670440. SAMÚEL SAMÚELSSON, sérfræðingur í heimilislækningum. H mHOTEL& M H H H H H M ► 4 ► -< ► -< ► -< TOURiSM SCHOOL in hostr SWITZERLAND Mr. Alan Semonrte, framkvæmdasljóri HOSTA, býöurykkur hjartanlegavelkominá upplýsinga-ogkynningamámskeið * í HÓTELREKSTRl OG FERÐAMANNASEMÐi flmmtudaginn 20. októbor Id. 18.30 ó hótel Hotiday Inn f Reykjavik Allir som óhuga kunna aA hafa eru velkomnir. Ef þú hefur óhuga en ekkl tök ó þvf að msata ó nómskeiðið skrtfaðu og fóðu nónarf upplýsingan HOSTA, HOTEL + TOURISM SCHOOL, CH-1854- LEYSIN Sfmi: 9041 (261) 341814 - Telex: 466 347 hos ch - Telefax: 9041 (251)341821 Allir fyrrverandl nemendur hjartanlega velkomnir ó samkomu miðvikudaginn 19. október kl. 18.30 ó hótel Holiday Inn. ► -< ►-< ►-< ►-< ►-< ►-< ►-< ►-<►-< ► -< ►-< k-f ►-< ►-< ►-< ►-< ►-< MERHÐ SEGIR ALLT UM GÆÐIN campos SKÆÐI LAUGAVEGI - SKÆÐI KRINGLAN - SKÓVERSLUN KÓPAVOGS SKÓBÚÐ SELFOSS - KAUPSTAÐUR MJÓDD - SKÓBÚÐIN KEFLAVÍK VERSLUNIN NÍNA AKRANESI - SKÓBÚÐ SAUÐÁRKRÓKS FÍNAR LÍNUR AKUREYRl - SKÓHÖLLIN HAFNARFIRÐl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.