Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1988 9 YIÐEIIARSTOFA Veitingasalur Viðeyjarstofu er opinn á fóstudögum og laugardögum íveturfrákl. 18.00-23.30. Borðapantanir í símum 91-681045 og 91-28470. Upplýsingarum veisluhald ísíma 28470 og ráðstefnuhald í síma 680573 p | Meira en þú getur ímyndað þér! Bráðabirgðalög og at- vinnutryggingasjóður Geir H. Haarde vakti athygli á því í grein í Morgunblaðinu í gær, að svo virðist, sem lánveitingar úr hinum nýja Atvinnu- tryggingasjóði eigi að hefjast áður en komið er í Ijós, hvort bráðabirgðalögin, sem eru grundvöllur starfsemi hans, hafa meirihlutafylgi á Alþingi. Staksteinar vekja athygli á þessari ábendingu þing- mannsins í dag, auk þess, sem vikið er að Moskvuferð Páls Péturssonar og Guðrúnar Agnarsdóttur. Storkun við þingræði f grein í Morgunblað- inu í gær segir Geir H. Haarde, einn af þing- mönnum Sjálfstæðis- flokksins, m.a.: „Fyrir skömmu birtist í dag- blöðunum auglýsing frá nýstofiiuðum Atvinnu- tryggingarsjóði útflutn- ingsgreina, sem gegna á lykilhlutverki i efiiahags- stefiiu nýrrar ríkisstjóm- ar. í auglýsingunni er þeim fyrirtækjum, sem óska eftír lánum úr sjóðnum bent á að snúa sér tíl hans og fá sendar nauðsynlegar upplýsing- arumþessilán ... Sjóður þessi byggir tilveru sína á nokkrum greinum í bráðabirgðalögum rflds- stjómar Steingríms Her- mannssonar... Hins vegar er alkunna sú óvissa, sem rfldr um það, hvort rfldsstjómin hefúr meirihluta i neðri deild fyrir þessum bráða- birgðalögum. En þrátt fyrir þá óvissu, sem rfldr nm afdrif málsins hefúr verið rokið af stað með að koma hinum nýja sjóði á laggirnar. Ef svo fer fram sem horfir, má ætla að byrjað verði að lána úr sjóðnum áður en í ljós kemur hvort lagaákvæði um hann njóta meiri- hlutastuðnings á Alþingi. Þessi vinnubrögð em £i- heyrð og hrein storkun við þingræðið í landinu. Auðvitað er siðlaust að setja bráðabirgðalög, sem ekki er fúllvíst að njóti meirihlutafylgis á Alþingi, en þá tekur steininn úr, þegar byrjað er að gera Qármálaráð- stafanir, er skipt geta milljörðum á grundvelli slíkra laga.“ Bráðabirgða- lög-umhugs- unarefni Auðvitað er þetta rétt ábending hjá þingmann- inum. Það þætti saga til næsta bæjar ef útlán byijuðu úr þessum sjóði og lögin um hann yrðu siðan felld á Alþingi! Það hlýtur að vera orðið nokkurt umhugsunar- efiii nú á tímum, hvort halda eigi ákvæðum um bráðabirgðalög. Nú á tímum er hægt að kalla Alþingi saman með ör- skömmum fyrirvara. Samgöngur og Qar- skiptasamband er með þeim hættí, að það veldur engum vandamálum. Samt er það svo, að rflds- stjómir sitja á fúndum vikum saman til þess að bræða saman aðgerðir i efiiahagsmálum, sem síðan eru lögfestar með bráðabirgðalögum! Hvað er á móti þvi að kalla 'þing saman við þær að- stæður, sem nú tíðkast? Finnst rfldsstjómum óþægilegt að hafa þingið yfir sér? Agreiningur af þvi tagi, sem Geir H. Haarde vekur máls á með réttu, mun alltaf koma upp, meðan haldið er ákvæð- um um útgáfú bráða- birgðalaga, sem áttu rétt á sér í eina tíð en tæp- lega lengur. Nytsamir sak- leysingjar Sú var tíðin, að menn fóm bláeygir til Moskvu og komu til baka með stjöraur í augunum. Þeir vom kallaðir nytsamir sakleysingjar vegna þess, að þeir trúðu hveiju orði af því, sem sagt var i einræðisrfldnu í austur- vegi. Nú á dögum veit fólk betur og m.a. að það, sem fyrir nokkrum áratugum var kallað Morgunblaðslygi i stjóm- málaumræðum hér á landi, var allt sannleikan- um samkvæmt. Þrátt fyrir það, að betri upplýsingar liggi nú fyrir um málatilbúnað og vinnubrögð austur þar, kemur Páll Péturs- son úr heimsókn til Moskvu, þar sem hann var ásamt Guðrúnu Agn- arsdóttur, og kemst að eftír&randi niðurstöðu skv. frétt í Morgunblað- inu i gær: „Páll Péturs- son sagði að sér virtist sem Sovétmenn væm reiðubúnir að leggja nokkuð á sig til að hrinda hugmyndinni um kjtira- orkuvopnalaus Norðurl- önd í fi-amkvæmd. Þeir væm reiðubúnir að draga úr vigbúnaði á Kólaskaga, Leningrad- svæðinu og Eystrasalts- rikjunum, Qarlægja alla kjarnorkukafbáta úr Eystrasalti og senda eng- in skip með kjamorku- vopn innbyrðis til hafiia í öðrum ríkjum. Þá væm þeir tilbúnir að sam- þykkja fúllkomnasta eft- irlit, sem völ er á, en það yrði að vera gagnkvæmt. Páll sagði, að þeir sem farið hefðu báðar ferð- iraar hefðu verið ánægð- ari með viðtökumar i Moskvu en i Washing- ton.“ (!) Em engin takmörk fyrir trúgimi manna? Hvað er það, sem Sovét- menn hafa boðið skv. þessari frásögn Páls Pét- urssonar? Nákvæmlega ekkert, sem máli skiptir. En sögumaðurinn vildi verða formaður utanrík- ismálanefiidar Alþingis íslendinga! Bankahréf Landsbankans cru gcfin út af Landshankanum og adeins seld þar. Bankabrcf eru vcrötryggö miðað við lánskjaravísitölu og árs- ávöxtun er nú 8,5-8,75% umfram verðtryggingu. Endursölutrygging bankans tryggir ávallt örugga endursölu. Endursöluþóknun er aðeins 0,4%. Bankabréf Landsbankans cru eingrciðslu- .íf* bréf, til allt að fimm ára, og cru scld í 50.000,-, 100.000,- r og 500.000,- króna einingum. Gjaldfallin bankabréf bera almenna sparisjóðsvexti þar til greiðslu er vitjað. Nánari upplýsingar fást hjá Verðbréfaviðskiptum Laugavegi 7 og hjá verðbréfadeildum í útibúum bankans um land allt. M Landsbanki Mk íslands \ Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.