Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1988 35 Hjónaminning: Jón Guðmunds- son — Sigríður G. Guðmundsdóttir Fæddur 21. júlí 1900 Dáinn 22. september 1982 Fædd 16. mars 1900 Dáin 22. október 1988 Okkur systkinin langar til að kveðja afa og ömmu, Jón Guð- mundsson og Sigríði G. Guðmunds- dóttur sem reyndust okkur svo vel alla tíð. Við þökkum fyrir yndislegar æskustundir í Hafnarfirðinum og allt sem þau gerðu fyrir okkur og kveðjum þau með þessu erindi: Að beði ég höfðinu halla, hljððs biður sál mín og önd. Nú sofna ég sátt við alla og svíf inn á draumanna lönd. (Fr.V.) Ásbjörn Andrason, Guðrún Edda Andradóttir, Ásgeir Andrason og Sigrún Jóna Andradóttir. Mig langar með örfáum orðum að kveðja foreldra mína. Faðir minn, Jón Guðmundsson, f. 21. júlí árið 1900 að Seljalandi í Álftafirði, d. 26. sept. 1982. Þegar hann lést, var ég erlendis og kom daginn áður en hann var jarðaður og þess vegna er þessi síðbúna kveðja frá mér núna. Lífsstarf föður míns var sjó- mennska sem var mjög erfíð áður en vökulögin komu, eins og þeir vissu sem til þekktu. En það var ekki til í honum að hlífa sjálfum sér. Hann var á línu- veiðaranum Fróða þegar árásin var gerð á hann í mars 1941 og stóð hann á milli tveggja rnanna sem fórust. Þrátt fyrir þessa lífsreynslu hélt hann áfram á sjónum meðan heilsa hans leyfði. Foreldrar mínir voru búin að vera gift í 58 ár þegar hann lést. Móðir mín, Sigríður Guð- rún Guðmundsdóttir, f. í Amardal 16. mars árið 1900, andaðist 22. október sl. á sjúkradeild Hrafnistu. Hún var svo æðrulaus í sinni sjúk- dómslegu, að þegar hún var spurð hvemig henni liði þá var svarið yfir- leitt að henni liði vel. Fyrir tveimur mánuðum var hún flutt fársjúk á Landakot en þá lá maðurinn minn einnig þar. Þá spurði ég hana hvemig henni liði, þá sagði hún, „það er ekkert með mig, en hvemig hefur hann Benedikt minn það“? Svona var ávallt hugsun hennar fyrst og fremst um aðra. Og bama- bömunum sínum sýndi hún alveg sérstaka umhugsun og hlýju. Hún var skýr í hugsun fram á síðustu stund og fylgdist með öllu sem var að gerast hjá fólkinu sínu. Hún var ( 18 ár á Hrafnistu og við bömin hennar þökkum af alhug starfs- fólkinu á 4. hæð og starfsfólki á sjúkradeildinni, frábæra umönnun. Ég kveð foreldra mína með þökk fyrir allt og fel þau í hendur okkar himneska föður. Ólöf Ragnheiður Jónsdóttir Hótel Saga Slml 1 2013 Kransa-og kistuskreytingar. Heimsendingarþjónusta. Sfmi 12013. Opið laugardaga til kl. 18.00. Þau voru bæði fædd aldamóta- árið. Tilheyrðu þeirri kynslóð sem kölluð hefur verið aldamótakynslóð- in. Þá var fátæktin landlæg, flestir bjuggu við basl og bágindi. En þetta var afreksfólk, sem vann mikið en gerði litiar kröfur um þægilegt líf. Var fómfúst og lagði sig fram að sjá fyrir sér og sínum. Jón Guðmundsson var fæddur á Seljalandi í Álftafirði við Djúp. For- eldrar hans voru Guðmundur Jóns- son, bóndi á Seljalandi en síðar búsettur á Flateyri, og Jóhanna Jakobsdóttir frá Skarði á Snæfjalla- strönd. Sigriður G. Guðmundsdóttir var fædd í Arnardal. Foreldrar hennar voru Guðmundur Helgi Kristjáns- son, sjómaður sama stað, og Guð- mundína Magnúsdóttir frá Amar- dal. Eru ættir þeirra mestan part frá ísafjarðardjúpi. Jón byrjaði ungur að vinna fyrir sér eins og títt var um unglinga á þeim árum. Mig minnir að hann segðist hafa verið innan fermingar þegar hann réðst fyrst til sjóróðra. Var þetta vitanlega á árabát. Var bátnum róið frá verstöð yst á nes- inu milli Amardals og Álftaijarðar, nokkru austan við Amarneshamar- inn. Síðar og lengst af var hann svo á stærri bátum og fiskiskipum. Var hann ýmist háseti en þó oftast vélstjóri. Einnig var hann nokkuð í siglingum á farskipum og hafði m.a. komið til Bandaríkjanna og Spánar. Jón var skipveiji á línuveið- aranum Fróða þegar árásin var gerð á hann í mars 1941. Hann var sjómaður á litlum þilfarsbáti, Betu frá Súðavík, og voru þeir á sjó í Halaveðrinu 1925. Skrifaði ég upp frásögn Jóns af þessari sjóferð. Jón var sagnasjór og sagði vel frá. Voru það oftast frásagnir af minnis- verðum viðburðum frá langri veru á sjónum. Minni hafði hann trútt. Jón hafði mikla ánægju af að tala um liðna tíð, ræða um fólk, sem hann hafði þekkt og starfað með. Vísa Stephans G. St. getur mæta- vel átt við hann: Víst er gott að vera hjá vinasveit og grönnum og kunna réttar áttir á eldri byggð og mönnum. Jón var áreiðanlega duglegur maður, óvílinn og ósérhlífínn. Hann hafði ákveðnar skoðanir á flestum málum þ.á m. þjóðmálum. Hann var alltaf heill en ekki hálfur. Sigríði konu Jóns kynntist ég ekki að ráði fyrr en eftir að þau hjón fluttu frá Patreksfirði til Hafn- t GUÐLAUG SIGMUNDSDÓTTIR fró Gunnhlldargarðl Dalbraut 27 lóst í Borgarspltalanum 26.okóber. Inga M. LanghoK Ragnhildur Pótursdóttir Elnar Pótursson Margrót Þorvaldsdóttir Rós Pótursdóttir Bryndfs Pótursdóttlr Benedlkt E. LanghoK Áamundur Matthfasson Sigrfður Karlsdóttir Þórey Sigurbjörnsdóttir Magnús Jóhannsson öm Eirfksson. t Faðir okkar, tegndafaöir og afi, ÓLI PÉTURSSON, Hlfðarvegl 20, Í8aflrðl, sem lést f Fjórðungssjúkrahúsinu, ísafirði, 21. október, veröur jarösunginn fró Isafjarðarkapellu laugardaginn 29. otkóber kl. 14.00. Ásgeir Ólason, Guðmundur Ólason, Elfn Óladóttir, Gunnar Pótur Ólason, Kristján Ólason, BlrgirÓlason, Jakob Ólason, Torfhlldur Jóhannesdóttir, Jena Markússon, Kristfn Jónsdóttir, Anna Jóna Ágústdóttir, Eygló Eymundsdóttir og barnabörn. + Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, UNNUR HALLDÓRSDÓTTIR, Gröf, Mlklaholtshreppi, veröur jarösungin frá Fáskrúöabakkakirkju laugardaginn 29. októ- ber kl. 14.00. Minningarathöfn fer fram frá Neskirkju föstudaginn 28. október kl. 13.30. Ferö verður frá BSl kl. 10.00 á laugardag. Kristfn Helgadóttlr, Halldór Helgason, Pótur Haukur Helgason, Hilmar Helgason, Ásgeir Helgason, Martelnn S. Björnsson, Jóhanna G. Slgurbergsdóttlr, Guðbjörg Þorstelnsdóttir, Erla Sverrisdóttlr, Guðrún K. Inglmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Vegna jarðafarar verður akrifstofa og afgreiðsla Áburðar- verksmiðjunnar lokuð frá kl. 12.00, föstudaginn 28. októ- ber. Áburðarverksmiðja ríkisins. arfjarðar 1959. Höfðu þau áður búið víðar á Vestíjörðum. Þau giftust 1924 og settu saman bú á Súðavík. Eftir dvöl sína í Hafnarfirði voru þau mörg síðustu ár sín á Hrafnistu í Reykjavík, eða til dánardægurs hans 1982 en henn- ar 22. þ.m. Þau hjón eignuðust 7 böm. Eitt þeirra, Edda, dó á barnsaldri en Björg og Guðmundur dóu rúmlega tvítug að aldri. Fjögur böm eni á lífi við fráfall móður þeirra. Ólöf sem gift er Benedikt Kristjánssyni, Hólmfríður, maður hennar er Þór- mundur Hjálmtýsson, Hulda, ekkja eftir Sigurð Árna Vigfússon, og Andri sem kvæntur er Agústu Sig- urðardóttur. Þetta fólk býr í Kópa- vogi nema Hulda, sem býr í Reykjavík. Fyrir hjónaband átti Sigríður tvö böm: Jón Gestsson, sem kvæntur er Guðríði Hannes- dóttur og Sigurborgu Gfsladóttur, sem gift er Þorvaldi Ásgeirssyni. Það var alltaf gaman að heim- sækja Jón og Siggu eða fá þau í heimsókn. Þar mætti manni innileg gestrisni, alúð og hlýja. Við hjónin komum oft til þeirra eftir að þau fluttu í Hafnarfjörð og eins þegar þau voru komin á Hrafnistu. En upphaf kunningsskapar okkar var á Patreksfirði. Var oft tekið í spil eða rabbað um heima og geima. Heimili þeirra var jafnan aðlað- andi, þrifalegt og hreint en íburðar- laust. Þau höfðu frá ýmsu að segja og kunnu vísur og ljóð, sérstaklega hún. Hún kenndi mér t.d. vísumar um týnda hringinn, löngu áður en ég las þær í Þjóðsagnabók Sigurðar Nordals: Þegar ég geng út og inn og ekkert hef að gera, hugsa ég um hringinn minn, hvar hann muni vera. Ef hann finna ekki má, áður en rennur vorið, huldufólkið hefur þá hann í kletta borið. og fleira gamalt og gott kunni hún og þau bæði. Ríkur þáttur í skapgerð Sigríðar var gjafmildin. Hún vildi helst alltaf vera að gefa barnabörnum sínum o.fl. Dóttursonum okkar gaf hún stundum á afmælisdögum þeirra af sínum litlu efnum. Mér gaf hún Bamasálma sr. Valdemars Briems af því hún vissi að hann var í dá- læti hjá mér. Sigga var trúuð kona. Hún kveið ekki dauðanum. Hún var sannfærð um líf að loknu þessu. Hún gat tekið undir með Jens Hermanns- syni, kennara frá Bíldudal: Ég þótt rói út á haf - öllum sleppi löndum, og þótt fari allt i kaf, er ég i drottins höndum. Að lokum viljum við hjónin þakka kynnin við þau Jón og Sigríði, fyrir öll árin á Patreksfirði og hér syðra. Megi þau hvíla í friði. Og nú við fráfall hennar sendum við aðstand- endum öllum innilegar samúðar- kveðjur. Salómon Einarsson t Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, EIRlKA P. SIGURHANNESDÓTTIR löjuþjélfl, Vatnsenda, Skorradal, veröur jarösungin fró Hvanneyrarkirkju laugardaginn 29. október næstkomandi kl. 14.00. Haukur Engilbertsson, Bergur Jónsson, Hafstelnn Jónsson, Agnar Mér Jónsson. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og hlýhug við andiót og útför eiginmanns míns, tengdafööur og afa, HALLGRfMS KONRÁÐSSONAR, Furugerðl 1. Inglbjörg Pélsdóttlr og böm. Erfidrykkjur í hlýju og vinalegu umhverfi. Salir fyrir 20-25 Veitingahöllinni o Veitingahöllin S: 685018- Þetta er minningarkort Slysavarnafélags islands Skrifstofan sendir þau bæði innanlands og utan. Þau fást með enskum, dönskum eða þýskum texta. Simi SVPÍ er 27000. Gjaldið er innheimt með giró.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.