Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1988 31 Misnotuð tæknibrella eftirSteinar Guðmundsson Við fengum AA frá hugsjóna- mönnum vestur í Ameríku, en illu heilli tókum við auglýsingabrellur atvinnumanna í ofdrykkjuvörnum traustataki og ofnotum þær í ein- feldni okkar. Vinur og velgjörðarmaður hóps- ins sem myndaði AA, dr. Silkworth, taldi sig sjá kraftaverk í AA-stefn- unni en sem læknir kaus hann að nefna fyrirbærið sjúkdóm („dis- ease“). Þolandann nefndi hann samt aldrei „sjúkling" heldur „alko'-- holic“ (þ.e. að hann væri haldinn alkóhólisma). Hann komst að þeirri niðurstöðu að alkóhólismi væri sjúkdómur sem að vísu væri ekki hægt að lækna, en hann gerði sér ljóst að félagamir vom búnir að sýna og sanna að hægt var að stöðva hann. Á þessa skilgreiningu læknisins féllst hópurinn með því fororði þó, að hér væri um ofnæmissjúkdóm að ræða, því ef menn ekki neyttu áfengis þá væri hættunni bægt frá. Þeir vom sammála um það að alkó- hólismi væri ekki læknanlegur, en ef drykkjumanni tækist að breyta hegðun sinni og lífsmati þá stöðvað- ist þessi „sjúkdómur" af sjálfu sér. Þetta var upphaf þess að farið var að bendla alkóhólisma við sjúk- dóm. En þegar frá leið og rekstur afeitmnarstöðva og endurhæfíngar varð eftirsótt atvinnugrein notuðu slungnir forsvarsmenn fyrirtækj- anna sér þessa kveikju og auglýstu alkóhólisma sem sjúkdóm. I kapphlaupinu um viðskiptavini var svo farið að bjóða upp á tauga- lyfín innan stöðvanna og þannig var mikilvægustu hjálpartækjum ein- staklingsins, timburmönnum og þynnku, drekkt í dópinu. Þessi kór- villa hefur ekki náð að festa rætur innan SÁÁ nema að litlu leyti, en í ríkiskerfínu em þeir glataðir. Sú guðsgjöf sem fólst í AA- stefnunni verður aldrei metin til verðmætis, frekar en sálarheill ein- staklingsins, og aldrei var henni ætlað að hossa mönnum upp neinn metorða- eða mammonsstiga, en sá sem ber gæfu til að tileinka sér stefnuna óbrenglaða hlýtur að njóta þess jafn lengi og hann lifir. Hinn stórkostlegi árangur okkar íslend- inga í þessum efnum sannar þetta. En þetta fjöregg er brothætt ekki síður en önnur egg. Afvötnunar- og endurhæfingar- stöðvar byggja starf sitt á tilvist AA-stefnunnar, en alls ekki í sam- vinnu við AA. Af misgáningi en vafalaust í góðum tilgangi hefur ráðamönnum stöðvanna orðið á þau glappaskot, nú í mjög vaxandi mæli, að missjá sig á auglýsinga- brellum framtakssamra amerískra fésýslumanna og telja sér trú um að þær boðuðu sannleika sem byggjandi væri á. í fúlustu alvöru er mönnum talin trú um að drykkju- skapur sé sjúkdómur og varnanna að leita hjá íæknum og hómópötum ákveðinna sjúkrastofnana. Menn gera sér ekki ljóst að hér er um tæknibrellu að ræða sem gripið hafði verið til í þeim tilgangi að tryggja betur rekstur amerísku stöðvanna. En þetta á ekki við hér á landi því við búum við fullkomið opinbert og allt að því sjálfvirkt trygginga- kerfi sem þó er misnotað með því að gæta þess vel að biðröð sé jafn- an tiltæk til að tína úr strax og pláss losnar, því tryggingamar borga ekki fyrir auðu rúmin; við njótum tryggingakerfis sem er svo tillitssamt að drykkjumönnum tvist og bast um búllumar er í sjálfsvald sett hvenær og hversu oft þeir not- færa sér óútfylltar ávísanir á Tryggingastofnunina. An hins lúmska áróðurs um eðli alkóhólisma er hætt við að biðrað- imar við afeitrunarstöðvamar yrðu mun styttri, jafnvel engar, en með því móti væri einmitt hægt að bjarga mörgum manninum á þeirri stundu sem líkurnar til að hægt sé að komast að honum eru hvað mestar. Þetta er mergurinn málsins en það virðist ekki borga sig að mati þeirra sem lifa á kerfínu. Á sínum tíma varð fersk tilraun Bláa bandsins atvinnubótum geð- lækna og hjálparkokka þeirra að bráð og mér virðist sem SÁÁ sé að fara sömu leið. Ef sú merka starfsemi á að ná því sem stefnt var að þegar þjóðinni var lofað heil- brigðum ofdrykkjuvörnum í nafni samtakanna þá verða ráðamenn þar að stinga við fótum og skoða sig um í blekkingahjúpnum. En þá, og þá fyrst er von til að ykjust til muna líkurnar á því að drykkjumað- ur, sem búinn er að týna sjálfum sér, grípi til bældrar sjálfsábyrgðar og geri sér ljóst að drykkjuskapur hans er heimatilbúið mein, en eng- inn sjúkdómur. Ég tel samt réttlætanlegt að nota þessa einföldun á ástandinu og gauka því að byttunni ef á þarf að halda, að um sjúkdóm geti verið að ræða því jafnvel greindustu menn láta fordildina tæla sig til að afneita eigin drykkjuskap eða klæða staðreyndir í felubúning af hræðslu við að verða álitnir minni menn ef það kynni að vitnast að þeir þyrftu á aðstoð að halda. En takist að vekja kauða til sjálfs- ábyrgðar þá molnar þessi hvimpni utan af honum þegar skilningur hans á drykkjuskap og alkóhólisma fer að festa rætur. Honum er þá hjálpað til að gera sér ljóst að „sjúk- dómurinn" er meira huglægs og siðferðilegs eðlis heldur en gengur og gerist um aðra sjúkdóma og að hér er aðeins á ferðinni ofnæmi fyrir áfengi samfara siðferðilegu niðurbroti sem styðst við vankaða skynsemi. Annað ekki. Mönnum er auðvitað frjálst að kalla þetta sjúkdóm svo lengi sem þeir í krafti opinberra starfsheita sinna og embætta reyna ekki að ýta þessu til almennings sem stað- reynd, enda eiga þeir þann kost, ekki síður en við hinir, að þeim er alveg óhætt að kalla drykkjuskap drykkjuskap. Það skilst. Öll þekkjum við þann leiða ávana að afsaka hvers konar villur og mistök með því að vesalingurinn hafi verið drukkinn þegar hann missá sig. Ef ölvun við akstur og grófustu nauðganir eru undanskild- ar þá skiptir þessi rangfærsla e.t.v. ekki svo miklu máli. Að vísu verkar hún hvetjandi á delinkventinn til að halda uppteknum hætti því al- menningsálitið er búið að gefa hon- um plástur á ónáttúruna. Þessi afstaða okkar byggist vafa- laust á góðvild og er því afsakanleg en að plástra drykkjuskap sem sjúk- dóm er óafsakanleg fáviska. Dæmin sanna, dæmin hér í Reykjavík, bið- raðafarganið og læknaleikurinn, að hvimpnir drykkjumenn og óhörðnuð ungmenni taka þessari skilgrein- ingu fegins hendi og samviskan, mórallinn, sem híft hefur margan drykkjumanninn á þurrt, fær frí. Sjálfsbjargarviðleitni verður óþörf því læknunum er ætlað að vinna verkið og tryggingunum að borga. Á meðan barist var fyrir þeim mannréttindum sem afvötnunar- og endurhæfingarþjónustan nú hefur fært okkur Islendingum, kom fyrir Steinar Guðmundsson „Mönnum er auðvitað frjálst að kalla þetta sjúkdóm svo lengi sem þeir í kraflti opinberra starfsheita sinna og embætta reyna ekki að ýta þessu til almennings sem steðreynd.“ að ég var rekinn út úr Amarhvoli þegar ég var að reyna að vinna hina ýmsu heilbrigðis- eða félags- málaráðherra til fylgis við málstað- inn og samansafn úr 5 stjómmála- I.O.O.F. 12 = 17010288V2 = I.O.O.F. 1 = 17010288V2 = 9.O.* Frá Guöspeki- félaginu Ingólfsstrœtl 22. ■ Áskrlftarsfmi Ganglera er 39S73. I kvöld kl. 21.00 Haraldur Er- lendsson: Gullnablómið. Tao- Jóga. Á morgun kl. 15.30 Jón L. Arnalds. flokkum, svokölluð allsherjamefnd, kallaði mig eitt sinn á sinn fund niðri í Þórshamri og hótaði mér tugthúsi ef ég þagnaði ekki, því áróður minn varðaði við lög. Glæp- urinn hefur sennilega verið sá að mér fannst ekki taka því að gera upp á milli alþingismanna og al- mennings þegar ég krafði laumu- drykkjuna. En allt heyrir þetta for- tíðinni til því nú gera allir sér ljóst að alkóhólismi virðir hvorki stétt né stöðu. En ég vil ekki tráa því að það sé viljandi verið að bijóta niður það sem áunnist hefur. Þess vegna kvaka ég. Grein þessari, sem að mínu viti vissulega er stíluð sem áróðurs- grein, lýk ég með því að skora á núverandi valdamenn þjóðfélagsins, að loka ekki augunum fyrir þeirri hættu sem ógnar lífshamingju óbor- inna íslendinga, ef svo hrapallega skyldi takast til að sjúkdómshug- takið um alkóhólisma komist ósund- urliðuð inní skólabækumar. Þeir sem nú drekka mega drekka sem sjúklingar eða ekki sjúklingar, það skiptir ekki meginmáli. En að blekkja þann hluta æskunnar sem enn er ekki farinn að drekka, eða rétt farinn að lyfta glasi í góðra vina hópi, er glæpur því komandi kynslóðir fá vafalaust að berjast við brennivínið ekki síður en við. Í Jakobsbréfi segir: Hver, sem því hefur vit á gott að gjöra og gjörir það ekki, honum er það synd. Höfundur er leiðbeinand! í of- drykkjuvömum. Bibliulestur verður í Grensás- kirkju á morgun laugardag kl. 10.00. Hafsteinn Engilbertsson fjallar um spurninguna „Hvernig á að sigra í trú?“ Eftir kaffihlé kl. 11.15 verður bænastund. Allir velkomnir. Lærið vélritun Ný námskeið byrja 3. nóvember. Vélritunarskólinn, sími 28040. Auglýsing um tillögur að breytingu á deili- skipulagi Löngumýr- ar 41 -55 í Garðabæ Samkvæmt ákvörðun skipulagsstjórnar ríkis- ins og með vísan til greinar 4.4.1 í skipulags- reglugerð nr. 318/1985 er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að breytingu á deiliskipulagi Löngumýrar 41-55 í Garðabæ. Tillaga er gerð um fjögur parhús og tvö lítil fjölbýlishús i stað átta einbýlishúsa. Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofunum í Garðabæ, Sveinatungu við Vífilsstaðaveg, frá 28. október 1988 til 25. nóvember 1988 á skrifstofutíma alla virka daga. Athugasemdum við skipulagstillöguna skal skilað til undirritaðs fyrir 9. desember 1988 og skulu þær vera skriflegar. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan til- skilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Bæjarverkfræðingurinn í Garðabæ. Akureyri Sjálfstæðisfélagið Vörn Aöalfundur félagsins verður haldinn í Kaupangi laugardaginn 29. október kl. 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagskonur fjölmennið. Kaffiveitingar. Stjórnin. IIFIMDALI.UK Er ríkisstjórnin búin að afsanna efnahagslögmálin? Ungt sjálfstæðisfólk í Reykjavík heldur op- inn umræöufund um aðgerðir og áform vinstri stjómarinnar i efnahagsmálum mið- vikudagskvöldið 2. nóvember kl. 20.30. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðs og varaþingmaður hefur framsögu. Fundurinn verður haldinn í Neðri deildinni i Valhöll, Háaleitisbraut 1 (kjallara) og er öllum opinn. Stjórnin. iifimdali.uk Viðeyjarsigling ungs sjálfstæðis- fólks F • U ■ S Næstkomandi sunnudag, 30. október, heldur ungt sjálfstæðisfólk í skemmtisiglingu út í Viðey. Farið verður með Viöeyjarferjunni, Maríu- súð, frá Sundahöfn kl. 14.00. Sr. Þórir Stephensen, staðarhaldari i Viðey, sýnir gestum eyjuna og rekur sögu hennar og hinna fornu bygginga, sem Viöey prýða. Kaffi verður drukkið í Viðeyjarstofu að lokinni skoðunarferð. Júlíus Hafstein, borgarfulltrúi og formaður umhverfismálaróðs Reykjavíkur, og Árni Sigfússon, borgarfulltrúi og formaður Sam- bands ungra sjálfstæðismanna, verða með í för og slá á létta um- hverfismálastrengi. Skráning fer fram í síma 82900. Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir kl. 17.00 á föstudaginn. Bátsferðin kostar kr. 300, sem greiðast á bryggjunni. Safnast verður saman í Sundahöfn (beygt til vinstri við Sundakaffi) tiu minútum fyrir áætlaöan brottfarartima. Allt ungt sjálfstæðisfólk er hvatt til að mætal Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.