Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1988 i £ { % I % a Tökum afstöðu til vandamála nútímans Rætt við Jonas Jonson aðstoðarframkvæmda- stjóra Lútherska heimssambandsins HÉR Á landi dvaldist á dögtin um Svíinn Jonas Jonson, að- stoðarframkvæmdastjóri Lút- herska heimssambandsins. En ísienska þjóðkirkjan tók þátt í stofoun þess árið 1947. „Við reynum að heimsækja aðildar- kirkjur sambandsins reglulega. Ég er staddur hér nú í boði íslensku þjóðkirkjunnar til þess að kynna það helsta sem er á döfinni hjá okkur og ekki síður til þess að heyra viðhorf kirkj- unnar manna á íslandi," sagði Jonsson þegar blaðamaður Morgunblaðsins hitti hann að máli í Biskupsstofu við Suður- götu. 55 milljónir meðlima Jonas Jonson var fyrst beðinn um að gera grein fyrir uppbygg- ingu og starfi Lútherska’heims- sambandsins: „Að Lútherska heimssambandinu standa 104 kirkjudeildir í öllum heimsálfum og meðlimir þess eru nú um 55 milljónir talsins. Höfuðstöðvamar eru í Genf, þar sem starfsmenn eru um 120 frá öllum heims- homum. Æðsta vald sambandsins er heimsþing þess, sem haldið er á sex ára fresti. Það næsta verður haldið f Curitiba f Brasilfu snemma árs 1990, og hefur ísland þar þijá fulltrúa. Lútherska heimssambandið er ekki kirkja og hefur því ekki vald til þess að setja aðildarkirkjunum neinar regiur. Það er sameiginlegur full- trúi kirknanna og lýtur þeim. Á þeim 40 árum, sem Lúth- erska heimssambandið hefur starfað, hefur það rofið einangrun lútherskra kirkna, stuðlað að gagnkvæmri aðstoð þeirra, veitt neyðarhjálp og þróunaraðstoð um allan heim og þjónað sem grunnur undir sameiginlegar rannsóknir og sameiginlega afstöðu í málefn- um dagsins." Vinnur að einingn allra kristinna manna „Tilgangur Lútherska heims- sambandsins er meðal annars að treysta bönd lútherskra manna um allan heim. Lútherstrúarmenn eiga sér sömu hefðir, sömu trú og að vissu leyti sömu sögu og þeir eru að nálgast hver annan í vaxandi mæli. Lútherskar kirkjur í dag eru miklu háðari hvor ann- arri en þær voru. Þá vinnur sam- bandið að einingu allra kristinna manna í heiminum, en við skulum koma seinna að því. Við viljum stuðla að réttlæti og koma til móts við mannlegar þarf- ir í sínum fjölbreyttu myndum. Til að þjóna þessum markmið- um er sambandinu skipt í §órar deildin heimsþjónustudeild, kirkj- usamvinnudeild, samskiptadeild og fræðadeild.“ Hver eru helstu verkefiiin sem sambandið vinnur að um þessar mundir? „í dag tekur Lútherska heims- sambandið þátt í um 700 verkefn- um af ýmsu tagi um allan heim. Það starfar mjög mikið á vett- vangi hjálpar- og þróunarstarfs. Sem dæmi má nefna hjálparstarf í Eþíópíu og Bangladesh, þar sem hörmungar hafa dunið yfir ný- lega. Þá stendur það að víðtækri flóttamannahjálp í Mið-Ameríku. Þetta eru dæmi um skammtíma hjálparstarf. En það sem kannski er mikil- vægara er þróunarstarf, þar sem reynt er að koma í veg fyrir hörm- ungar og stuðla að auknu rétt- læti. Við höldum úti ijölda þróun- arverkefna víða um heim, frá skipulagningu heilbrigðisþjónustu til uppbyggingar menntunar." Tökum afetöðu til vandamála nútímans „Sem alþjóðleg samtök tökum við einnig afstöðu til vandamála nútímans, eins og erfiðrar skalda- stöðu þróunarríkjanna. Skulda- byrði ríkja Suður-Ameríku er til dæmis slfk, að afborganir og vext- ir af lánum éta upp stóran nluta þjóðarframleiðslunnar. Þetta hef- ur gert ríkin mjög háð lánadrottn- um sínum. Vandamál sem þetta verður að leysa á alþjóðlegum grunni. Sjálfstæðisbarátta Namibfu, vandamál Palestfnuþjóðarinnar, friðarumleitanir í Mið-Ameríku, þetta eru dæmi um vandamál þar sem við leggjum okkar skerf að mörkum til lausnar. Þá látum við til okkar taka í tengslum við þær breytingar, sem nú eiga sér stað í Sovétríkjunum. Prá sjónarhóli kirkjunnar eru breytingamar þar sérstaklega áhugaverðar." Ekkl hvikað firá grundvallaratriðum Hvemig gengur samstarf við stjórnvöld þar sem trúfrelsi er Morgunblaðið/Bjami Jonas Jonson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Lútherska heimssambandsins. skert, eða þar sem þið vinnið að málefhum beinlínis í and- stöðu við ríkistjóm viðkomandi lands? „Auðvitað koma upp vandamál. En í Sovétríkjunum til dæmis hafa hlutimir breyst ótrúlega hratt og nú eigum við verulega góð samskipti við sfjómvöld þar. Lútherska heimssambandið em kristileg samtök og því em nokk- ur gmndvallaratriði, sem við get- um ekki hvikað frá í samskiptum okkar við stjómvöld hver sem er í heiminum. Mannréttindi, friður og trúfrelsi em markmið, sem við getum ekki undir neinum kring- umstæðum vikið frá. Dæmi um þetta má finna í Suður-Afríku. Þar em sterkar lútherskar kirkjudeildir. Tveimur þeirra var vikið úr sambandinu, þar sem þær tóku ekki nógu skýra afstöðu gegn aðskilnaðarstefnu stjómvalda í Pretoríu. Andstaða við aðskilnaðarstefnuna er gmnd- vallaratriði, sem við stöndum fast á.“ Rödd krístinna manna þarfað vera samhljóma Hvemig er sambandinu við Alkirkjuráðið háttað? „Höfuðstöðvar beggja samtak- anna em f sama húsi í Genf og því er daglegt samband þar á milli. Alkirkjuráðið er langhelsta sameiningartæki kristinna manna. Flestar aðildarkirkjur Lútherska heimssambandsins em þannig einnig aðilar að Alkirkjur- áðinu. Við höfum skýrt markmið um það að stuðla að auknu samstarfi allra kristinna manna, en teljum jafnframt að þörf sé á báðum þessum samtökum. Það er þörf á einingu allra lútherskra manna, enda er trúarleg játning þeirra sú sama. En á sama tíma þarf rödd allra kristinna manna að vera samhljóma. Það er því þörf á báð- um þessum samtökum og þau eiga ekki í neinni keppni.“ En er eining kristirma manna að aukast? „Kristnir menn frá öllum heimshomum hafa mun meiri samskipti sín á milli nú á dögum en áður. Ein ástæða þess eru bættar samgöngur; flugvélar, hraðskreiðar lestar og fleira í þeim dúr, og tæki eins og sími, telefax og fleira og fleira. Þjóðimar hafa tengst betur á þennan hátt og kristnir menn em auðvitað ekki undanskildir þessari þróun. En kirkjudeildir hafa einnig nálgast hver aðra guðfræðilega. Lútherska heimssambandið hefur það sem við köllum „tvíhliða sam- ræður" við aðrar kirkjudeildir. Þetta fer þannig fram að sendi- nefndir frá báðum aðilum hittast reglulega og fást við guðfræðileg álitamál og ná stundum sam- komulagi um túlkun. Með þessu móti hefur gagnkvæmur skilning- ur lúthersku kirkjunnar og til dæmis þeirrar rómversk-kaþólsku aukist veulega og þær em nú nær hvor annarri en nokkm sinni. Þessi skilningur er allsstaðar að aukast. Við sjáum það til dæmis í gmndvallaratriðum eins og skíminni. Flestar kirkjur í dag viðurkenna skím annarra kirkna. Ef þú hefur verið skírður Meþód- isti í Bandaríkjunum og þú kemur til íslands og vilt ganga í þjóð- kirkjuna hér þá dytti engum í hug að skíra þig aftur. Fleiri dæmi mætti nefiia." Fijó guðfræðileg umræða í þríðja heiminum Er frjó umræða um guðfræði innnan Lútherska heimssam- bandsins? „Það er athyglisvert að Evrópa hefiir einokað kristna guðfraeði nær algjörlega fram á síðustu ár, og á það sérstaklega við um lúth- erskuna. Næstum öll guðfræði lútherskunnar á rætur sínar að rekja til evrópskra háskóla. En nú em ljósar miklar breytingar í þessum efnum. Frjó guðfræðileg umræða kemur nú frá þríðja heiminum, sem við köllum svo. Þar má nefna frelsunarguðfræð- ina frá Suður-Ameríku, afríska eða svarta guðfræði, Min Yun- guðfræði? frá Suður-Kóreu og svo framvegis. Guðfræðileg umræða í þriðja heiminum er nú mjög áhrifamikil og þar hefur verið spurt margra afar mikilvægra spuminga. Á næsta heimsþingi sambandsins í Brasilíu verður frelsunarguðfræðin einmitt rædd sérstaklega. Það á bæði við um Alkirkjuráð- ið og Lútherska heimssambandið að þessi guðfræðilega umræða í þriðja heiminum hefur haft djúp- stæð áhrif. Margar kirkjur þar em í ömm vexti og þær starfa í hring- iðu samfélagsins.“ Aðskilnaður kirkju og ríkis hlýtur að verða í hvaða erindagjörðum ertu staddur hér á landi? „Við reynum að heimsækja aðildarkirkjur sambandsins reglu- lega. Mér var boðið að koma hing- að og langaði til þess af mörgum ástæðum. íslenska þjóðkirkjan á sér mjög sérstæða sögu og er skipulögð á annan hátt en margar aðrar kirkjur. Hún hefur einnig tekið virkan þátt í alþjóðlegu ein- ingarstarfi kristinna manna í mörg ár. Hún var til dæmis með- al stofnenda Lútherska heims- sambandsins og Alkirkjuráðsins. Ég er hér til þess að miðla upplýsingum um starf sambands- ins og verkefni þess, en ekki síður til þess að heyra hvað hér er á döfinni og viðhorf kristinna manna á Islandi. Héðan fér ég svo með upplýsingar sem ég get miðlað annarsstaðar í veröldinni. Á þennan hátt þjónar Lúth- erska heimssambandið sem mið- stöð upplýsinga og miðlar þeim milli lútherskra manna um allan heim. Heimsókn þessi er einnig hluti af af undirbúningi fyriir heimsþingið 1990. Hvað vilja menn ræða þar og á hvað skal leggja áherslu? Þetta eru spum- ingar sem ég leita svara við.“ Að lokum. Hvert er álit þitt á nánu samstarfi ríkis og kirkju, eins og hér á landi, þar sem er sérstök þjóðkirkja? „Það er í fáum löndum sem þetta fyrirkomulag er enn við lýði, en áður var þetta algengt. Nú er þetta nær einskorðað við Norður- lönd, en er þar einnig á undan- haldi. í Svíþjóð er þróunin mjög ákveðin í þá átt, að aðskilja kirkj- una frá ríkinu. Einnig í Finn- landi. Og fyrstu skrefin í þessa átt hafa verið tekin í Noregi. í Danmörku og á íslandi hefur þessi þróun ekki hafist ennþá, en það hlýtur að koma að því.“ Hvers vegna? „Einfaldlega vegna þess að þetta er hin almenna þróun í heim- inurn," sagði Jonas Jonson að lok- um. Stephan Stephen sen — Kveðjuorð Stephan í Verðandi er látinn. Hann var merkur maður. Mér þótti vænt um hann. Vafalaust eiga aðrir og mér hæfari menn eftir að skrifa um Stephan og rekja ættir hans. Að honum stóðu ættir Stefánunga, annars vegar og Karlskælingar, hins vegar. Hann var stoltur af forfeðrum sínum og ættmönnum. Enda full ástæða til. Ég þekkti frænda hans Erlend Paturson, úr Færeyjum. Þeir áttu þetta stolt sameiginlegt. Við Stephan kynntumst fyrir tæplega hálfri öld. Hann sá mér fyrir sjóklæðum ogtóbaki. Greiðsl- an, eins og hjá svo mörgum sem stunduðu sjómennsku, kom stund- um ekki fyrr en seint og síðar- meir. Það skipti Stephan ekki máli, aðeins ef staðið var við lof- orðin. Drengskaparloforð voru honum meira virði en skuldaviður- kenningar. Hann var heiðursmað- ur sem umgekkst aðra sem heið- ursmenn. Við áttum saman góðar stundir, þegar við gáfum okkur tíma til að rabba saman um menn og málefni líðandi stundar. Ég man ekki til að við höfum nokkru sinni verið sammála. Stephan var íhaldsmaður en samt sem áður skemmtiiega róttækur í skoðun- um. Stundum var ekki frá því að skoðanir okkar, t.d. um land- búnaðarmál, færu saman þó að ég væri all langt vinstra megin frá miðju í þeim málum, sem öðrum. Ég kem til með að sakna Steph- ans. Hann var fulltrúi heilbrigðra skoðana, gleði og einlægni, sem nútímafólk hefur því miður ekki lagt mikla rækt við. Stephan fæddist aldamótaárið 1900. Hann starfaði við fyrirtæki sitt fram á síðasta dag, þó var hann aldrei svo upptekinn að hann ætti ekki tíma til að sinna vinum sínum og kunn- ingjum, stórum hópi fólks, sem nú syrgir hann og sendir ekkju hans, bömum og ættingjum inni- legar samúðarkveðjur. Aldraður vinur Leiðréttíng í minningargrein Finns Stephen- sen í blaðinu í gær, um Stephan Stephensen, stóð að hann hafi verið sjötti í röð 9 systkina í stað 10. Þá féllu niður í greininni nöfn tveggja bræðra Stephans; Eiríkur forstjóri í Reykjavík, kona hans er Gyða Thordarson. Björn jámsmíða- meistari í Reykjavík, kona hans er Sigurborg Siguijónsdóttir. Um leið og þessi mistök eru leið- rétt eru hlutaðeigandi beðnir vel- virðingar á mistökunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.