Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1988 33 Jakobína Jónsdóttir Waage - minning Fædd 28. apríl 1922 Dáin 18. október 1988 Þegar ég tek mér penna í hönd til að minnast æskuvinkonu minnar, Jöggu, eins og hún var kölluð af ættingjum og vinum, þá eru mér efst í huga sólskinshliðar iífsins. Við ólumst upp á Seyðisfirði, með sín tignarlegu Qöll, Bjólfinn og Strandartind, sem hafa gefið okkur þetta trausta umhverfí. Við vorum saman í skóla, þekkt- um lítið annað en að láta sér vel ljmda, sem hver dagur bauð upp á. Kröfur nútímans voru óþekkt fyrir- bæri. Jagga hafði sérlega glaða lund, hlátur hennar, var svo smitandi, var því gaman að njóta návistar henn- ar. Við vorum fermdar saman, en eftir það skildu okkar leiðir. Arin líða, en vegamótin eru mörg, við áttum eftir að mætast aftur. Síðustu árin hittumst við á „Sólar- kaffi Seyðfírðinga". Fyrir nokkru voru liðin 50 ár, frá því við vorum fermdar, þá kom til tals að gaman væri að koma saman til að minnast þess, en það varð ekki af þvi Jagga veiktist og varð að lúta því hlut- skipti að leggjast á sjúkrahús, en gat þó farið heim annað slagið. Eg kom til hennar nokkrum sinn- um. Alltaf var hún glaðleg og þakk- lát fyrir komu mína. Þrátt fyrir mikil veikindi gat hún gefíð mér sitt gleðibros sem ég mun geyma. Aldraðri móður hennar og nánum ættingjum votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Jöggu. Ellen Svava Stefansdóttir í dag verður til moldar borin elskuleg tengdamóðir og amma, Jakobína Jónsdóttir Waage. Eftir tuttugu ára kynni er margs að minn- ast. Efst í huga er einstæð hjarta- hlýja, glaðværð og mildi sem ein- kenndi hana í ríkum mæli og.dugn- aður hennar og ósérhlífni. Ogleym- anlegar eru allar samverustundim- ar, sem við áttum svo góðar, og stuðningurinn sem hún veitti fjöl- skyldunni, bæði andlega og efna- lega. Það var ætíð mikið tilhlökkunar- efni að hitta ömmu Jöggu sem allt- af átti stund aflögu fyrir lítið fólk. I hugann kemur mynd af ömmu sem situr með litla hnátu eða lítinn dreng í fangi, segir sögur, hlustar og huggar, skilningsrík og góð. Það er dýrmætt að eiga slíkan að á unga aldri og þeir missa mikið sem mikið eiga. Eg minnist þess aldrei að hafa heyrt hana leggja illt til nokkurs manns. Hún sá það sem gott var hjá fólki og mat það. Að vori 1987 greindist sjúkdómur sá er dró hana til dauða þann 18. október síðastliðinn. Það var sárt en jafnframt aðdáunarvert að sjá hvað hún tók örlögum sínum með mikilli ró og hve hetjulega hún barð- ist fram á síðustu stundu. Hún tal- aði oft um sérstaklega góða umönn- un starfsfólks krabbameinsdeildar Landspítalans og var því þakklát. Sannarlega eru þær þakkir makleg- ar og skulu ítrekaðar hér. við kveðjum ömmu Jöggu með söknuði og þakklæti og geymum minningu hennar. Tengdadóttir og barnabörn Það eru margar myndir frá yfir fjörutíu ára kynnum er koma upp í hugann, er ég nú minnist minnar elskulegu mágkonu, Jöggu, er lést í Landspítalanum 18. þ.m. eftir nærri tveggja ára baráttu við þann sjúkdóm er flesta leggur að velli nú. Þessar myndir geisla allar af góð- vild og hlýju, því að öllum leið vel í kring um hana. Jakobína var dóttir hjónanna Jóns Amasonar fyrrv. skipstjóra og físki- matsmanns, sem lést 1972, og Guð- bjargar Guðmundsdóttur, sem lifir mann sinn og dóttur í hárri elli. Sigurlaugur Guð- mundsson - minning Fæddur 1. október 1911 Dáinn 21. október 1988 í dag er borinn til grafar Sigur- laugur Guðmundsson. Hann fæddist 1. október 1911 á Hvammstanga. Eftirlifandi systkin Sigurlaugs eru Ingileif og Lilja. Árið 1921 fluttist hann til Flateyr- ar og ólst þar upp. Til Reykjavíkur kom Sigurlaugur 1961. Hann var dugnaðarmaður og vann við ýmiss konar störf en síðustu ár starfaði hann hjá Völundi hf. allt þar til hann lét af störfum fyrir rúmum tveimur árum. Sigurlaugur var ósérhlífinn maður til vinnu og var viðburður ef hann sleppti vinnudegi. Sigurlaugur var yfirleitt kominn á fætur fyrir allar aldir og fór dag- lega í sund. Hann hafði einstaklega gaman af að tefla og taka í spil. I sumarleyfum sínum fór hann ávallt til æskustöðva sinna á Flateyri og dvaldist hjá Lilju systur sinni. Kynni okkar hófust fyrir u.þ.b. 20 árum er Sigurlaugur kynntist ömmu okkar Bergþóru Skarpéðins- dóttur og varð okkur öllum vel til vina. Hann var ömmu okkar traustur og tryggur vinur, þó að aldrei hafi þau búið saman. Alltaf gat amma reitt sig á hann, alltaf stóð hann við hlið hennar og hugsaði um hana. Ævinlega var Sigurlaugur kallaður Laugi og þegar amma var nefnd var undantekningalaust sagt „amma Begga og Laugi“ eins og tveir óað- skiljanlegir vinir. Svo mikill vinur og tryggur var hann ömmu okkar. Laugi var hæglátur, dulur en blíðlyndur maður. Sást það er bama- bamaböm ömmu áttu í hlut. Eitt iítið bros nægði til að hlátur heyrð- ist milli hans og bamanna en allt fór þetta svo innilega og hæglátlega fram. Laugi varð skyndilega veikur er hann sat að tafli hjá Taflfélagi Reykjavíkur og lést viku síðar. Við þökkum Lauga fyrir sam- fylgdina, vináttu og sérstaklega fyr- ir þá tryggð er hann sýndi ömmu. Við sendum elsku ömmu okkar, systrum hans og öðmm aðstandend- um innilegustu samúðarkveðjur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. S.b. 1886 - V.Briem Halldóra, SigTÚn, Bergþóra, Herdís og Kjartan. Föstudaginn 12. október var Laugi við taflmennsku eins og svo oft áður, en að þessu sinni var það sá er öllu ræður sem mátaði hann. Laugi hné niður og var fluttur á gjörgæsludeild Borgarspítalans og rúmri viku síðar kvaddi hann þennan heim. Þegar ég lít til baka streyma minningamar í huga mér, allt hlýjar og góðar minningar, þannig var Laugi. Fyrir hartnær tuttugu ámm kom Laugi í fjölskyldu mína sem vinur móður minnar, Bergþóm Skarphéð- insdóttur, sem þá var ekkja. Sjálf- sagt verður það aldrei metið svo vel sem vert er, hversu mikils virði hann var móður minni. Þau vom hvort öðm allt I senn. Laugi var lærður bókbindari og eftir að hann hætti störfum tók hann Hún dvelst nú á Hrafnistu í Reykjavík. Jagga var fædd á Seyðisfirði og ólst þar upp næstelst 6 systkina, en þau sem lifa hana em: Geir, Ambjörg, Guðmundur, Bjami og Jónas. Geir og Bjami em búsettir í Seattle í Ameríku, en hin systkin- in em búsett hér í Reykjavík. Jakobína fór um 15 ára aldur á Eiðaskóla og var jafnframt í vist hjá skólastjórahjónunum, eftir það var hún í vistum bæði á Akureyri og í Reykjavík. Einnig var hún einn vetur við saumanám, en Jakobína var mjög vel verki farin. Það má segja að vinnan hafi leikið í höndun- um á henni og kom það sér vel síðar á lífsleiðinni er hún var ráðskona í Gufunesi. Adda, systir Jöggu, byijaði sinn búskap á Bíldudal og í framhaldi af heimsókn til hennar réðst hún kaupakona að Tjaldanesi í Amar- firði til hjónanna Guðnýjar Þórarins- dóttur ljósmóður og manns hennar, Jóns Waage. Þarna kynnist hún mannsefni sínu, Garðari Waage, syni þeirra hjóna. Þau fluttu 1946 að Hrafnseyri og giftu sig 18. sept- ember 1948. Á Hrafnseyri bjuggu ungu hjónin í tvíbýli við Jón og Guðnýju þar til þau öll hættu búskap og fluttu til Reykjavíkur árið 1964. A þeim ámm, sem Jagga bjó á Hrafnseyri, oft að sér að binda inn bækur fyrir vini og kunningja. Laugi hafði mikið yndi af taflmennsku og það vom ófáar skákimar er hann tefldi við yngstu dætur mínar og glöddust þær ávallt er „amma og Laugi“ komu í heimsókn því þá vissu þær að von var á taflmennsku. Einnig synti hann mikið og tók oft í spil. Með þessum fáu minningarorðum er ekki ætlun mín að rekja æviferil Lauga, það gera aðrir kunnugri. Mér er það ljóst að þessi fátæklegu orð ná ekki langt, þó fann ég mig skylduga til að þakka honum í hinsta sinn allt það góða í samfylgdinni. Far þú i friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt (V.Briem) Ég og fjölskylda mín vottum systmm Lauga, þeim Ingileifi og Lilju Guðmundsdætram, okkar inni- legustu samúð. Megi minningin um góðan dreng lifa. Sjöfii Kjartansdóttir var á hverju sumri hjá henni fullt af börnum, bæði skyldum og vanda- lausum. Adda, systir hennar, var þar með sín börn og hjálpaði henni með hópinn. Þijú af okkar börnum nutu þess að vera þar og minnast verannar þar með gleði. Það var alltaf mikill ævintýraljómi yfir ferðalaginu þangað. Fyrst var farið með Esjunni til Bíldudals og var Adda oftast fararstjóri með stóran hóp af börnum. Þegar til Bíldudals kom beið Garðar þar með trilluna sína og feijaði yfir Arnarfjörð til Hrafnseyrar. Ekki held ég að Jagga mín hafi orðið rík af þessu, annað en gleðinni yfir að geta gert öðram greiða. Það var mikill gestagangur á Hrafnseyri á þessum áram, eins og oft vill verða þegar búið er á sögu- frægum stað, og var því oft vinnu- dagurinn langur hjá henni þar. Jakobína og Garðar eignuðust einn son, Geir, fæddan á Hrafnseyri 1950. Hann er nú prestur í Reyk- holti í Borgarfirði. Geir hefur reynst móður sinni einstaklega vel og alla tíð verið náið samband milli þeirra og hans elskulegu konu, Dagnýjar Emilsdóttur, og bamanna þeirra fyörarra sem nú sakna móður og ömmu sem alltaf vildi hag þeirra sem bestan. Það er sorglegt að henni skyldi ekki endast aldur til þess að sjá þau þroskast og vaxa úr grasi, en þau eru á aldrinum 4-16 ára. Þegar fjölskyldan flutti til Reykjavíkur keyptu þau hús í Gufu- nesi. Þar hafði Jagga ráðið sig í eldhús Áburðarverksmiðjunnar og þeir feðgar í útivinnuna. Þama varð starfsvettvangur Jöggu eftir það, og má segja að hún hafi staðið meðan stætt var, og nú síðast af svo mikilli hörku að undran sætti. Jagga tók við ráðskonustarfinu af fyrri ráðskonu þegar hún lét af störfum vegna aldurs og var ráðs- kona þegar seinni uppbygging verk- smiðjunnar stóð yfir með oft yfír 200 manns í mat, og varð þá oft að þrískipta í matsalnum. og af- greiða þetta allt á rúmum klukku- tím_a. Ég hef oft hugsað um það síðan, hvemig þetta var hægt. Ég varð reynslunni ríkari þegar ég vann þarna í nokkra mánuði undir styrkri og hávaðalausri stjóm Jöggu. En með samvöldum hóp kvenna sem hún hafði í kring um sig og sem flestar höfðu unnið þarna áram saman tókst þetta. Samstarf þeirra allra var gott og oft var slegið á létta strengi í eldhúsinu. Jagga hafði að eðlisfari mjög létta lund og hló svo smitandi hlátri að eftir var tek- ið og sér í lagi er Stína hló með. Þær gátu komið öllum í kring um sig til þess að veltast um af hlátri. Ég efast ekki um að margur í Gufu- nesi minnist þess. Þegar nýtt eldhús með fínum tækjum og stóram borðsal var tekið í notkun, þótti ekki við hæfí annað en að ráða bryta. Allir rómuðu matargerð Jöggu enda var hún snilldarkokkur. Eftir að foreldrar Garðars létust slitu þau hjón sam- vistir. En þau höfðu búið á Lang- holtsvegi 160 um 10 ára skeið. Guðný, tengdamóðir Jöggu, var búin að vera sjúklingur í mörg ár áður en hún lést. Jagga annaðist hana í veikindum hennar og var tendaforeldram sínum sérstaklega hjálpsöm og nærgætin alla tíð. Eft- ir að Jagga skildi réðst hún í það að kaupa sér 4 herbergja íbúð í Ljósheimum 10 og þar hafa þær haldið heimili saman, hún og systur- dóttir hennar, Guðbjörg Halla. Hún hefur verið henni mikil! styrkur í hennar langa veikindastríði. Einnig hefur systir hennar Adda verið henni mikil hjálparhella í veikindun- um, þær hafa alla tíð verið mjög samrýndar og góðar vinkonur. Þær höfðu það að fastri venju að heim- sækja móður sína hvern sunnudag, þá var alltaf kallað á okkur fyöl- skylduna í kaffi niður, en tengda- móðir mín hafði íbúð hjá okkur í 35 ár, fyrst á Nesvegi og síðan í Austurgerði. Þessara stunda er saknað í Austurgerði. Og margar góðar minningar tengdar þeim systram og móður þeirra. Jagga hafði mjög gaman af ferða- lögum. Þær systur fóra tvísvar til Ameríku í heimsókn til bræðra sinna og þeirra fjölskyldna. Ég er þakklát fyrir þær ferðir sem við fóram sam- an, bæði til Noregs, en þangað fór hún með mér til að heimsækja son- arbörn mín og fyrrverandi tengda- dóttur. 1986 fóram við svo 5 vinkon- ur með Norrænu. Þá vora hringveg- urinn, Danmörk, Svíþjóð og Noreg- ur allt afgreitt í eitt ógleymanlegt ferðalag og efni í heila bók. Oft erum við búnar að hlæja að ýmsu sem fyrir kom í ferðinni. Ekki var laust við að við vektum hlátur hjá viðstöddum á öllum lestarstöðvum. Þar voru sannir íslendingar á ferð með afarstórar töskur. Þessar stundir sem við áttum saman geymast I minningunni, en því miður entist Jöggu ekki líf til þess að ferðalögin yrðu fleiri. Elsku tengdamamma, Geir og fjölskylda. Okkar innilegustu sam- úðarkveðjur, ykkar missir er mikill en minningin geymist um góða konu sem við söknum öll. Ingunn Erla Stefánsdóttir K.B. PELSADEILD Stórglæsilegt úrval pelsa á verði, sem eng- inn getur neitað sér um. Pelsarog pelsjakkar, minkur, refur, þvottabjörn, húfurogbönd. Þekking- gœÖi - reynsla. Símar 641443 - 41238. Birkigrund 31, Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.