Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1988 11 Viðarskúlptúr Myndlist Bragi Ásgeirsson íslenzkum myndhöggvurum fjölgar jafnt og þétt ekki síður en málurunum en e.t.v. í minna mæli en þó ekki tiltölulega séð. Og sem betur fer nema þeir ekki á neinum ákveðnum stað öðrum fremur heldur dreifa sér vítt og breitt um meginlandið og Banda- ríkin. Það eitt hlýtur að gera það að verkum að miklar væntingar megi gera um framþróun list- greinarinnar á næstu árum ef menn læra þá ekki það sama á öllum stöðunum — en það er fræðilegur möguleiki eins og mál hafa þróast á undangengnum ára- tugum. Einn af þeim ungu mönn- um, er hafa verið við nám ytra síðustu ár eftir að námi í MHI lauk, og nánar tiltekið í Hamborg, er Ólafur Sveinn Gíslason, sem um þessar mundir heldur sína fyrstu einkasýningu í kjallarasöl- um Norræna hússins. Vafalítið draga hin sjö viðar- verk í kjallarasölunum nokkurn dám af lærdómi Ólafs í Hamborg. Viðarverk eru þetta með réttu því að uppistaðan er hvers konar smíðavinna í við, smíðavinna í frjálsri mótun svo sem hugarflug- ið gefur tilefni til svo og hinar ákveðnu forsendur, sem gengið er út frá. Þetta eru um margt nýstárleg verk hér á landi þótt áður hafi verið unnið í tré á margan hátt. Helst eru þau nýstárleg fýrir upp- byggingu sína og ákveðna rúm- takstilfínningu, sem gengur eins og rauður þráður í gegnum öll verkin. Og það eru viðamestu verkin sem vekja mesta athygli svo sem „Lagerun" nr. 1, 2 og 3 Robert Dell í menningarstofnun Banda- ríkjanna á Neshaga 16 stendur um þessar mundir og fram til 3. nóvember yfir sýning á verkum myndhöggvarans Roberts Dell frá Nyach í New York-fylki. Hér er um að ræða mynd- höggvara af yngri kynslóð (f. 1950) en sem þó er þegar orðinn allkunnur í sínu heimalandi og hefur haldið einkasýningar í þekktum sýningarsölum í New York-borg og San Francisco og víða annars staðar í Bandaríkjun-. um og hafa honum hlotnast nokkrar viðurkenningar auk þess sem verk hans eru í éigu opin- berra aðila, safna og einkasafn- ara. Satt að segja kom þessi sýning mér nokkuð á óvart á þessum stað fyrir óvenju góðan frágang og menningarlega uppsetningu. Ýmsar sýningar hafa verið haldn- ar á staðnum og þá oftar en ekki gætt ofhlæðis og sumar sýning- amar átt takmarkað erindi á stað- inn. En sýning eins og þessi er á allan hátt menningarstofnuninni til mikils sóma og er verð athygli listunnenda, sem geta um leið skoðað fjöldann allan af nýjustu listtímaritunum er út eru gefín í Bandaríkjunum, auk listaverka- bóka á hæðinni fyrir ofan. Robert Dell vinnur myndir sínar í stál brons og það er heitir á ensku Rock Crystal - málminn bræðir hann og steypir í mót. og þá helst fyrir margræða form- hugsun og þó sára einfalda. Hér er unnið af mikilli vand- virkni, enda krefjast slík vinnu- brögð einmitt hámarks nákvæmni og vandvirkni ef dæmið á að ganga fullkomlega upp. Þó vantar hér á stundum herslumuninn á því að smíðavinnan er á köflum aðeins of hrá, sem kemur þó ekki að sök úr fjarlægð. En hér er það einmitt ofumákvæmnin sem gildir ef toppárangri skal náð, sem fyrr segir. Rétt þykir mér að endurtaka hér það sem listamaðurinn segir sjálfur um þessa tegund mynd- gerðar og birtist í Menningarblað- inu sl. laugardag, því að hér er um eins konar stefnujrfirlýsingu í hnotskum að ræða. „Það sem ég er að reyna að koma til skila em þessar litlu uppfinningar mínar. Verkin héma á sýningunni sem bera heitið Lagerun eru samsetn- ingar ólíkra uppfínninga — hug- mynda — sem ég þjappa saman í eina mynd. Ég er að fást við ákveðnar veruleikaspumingar, setja fram ýmsar fullyrðingar með alls konar hætti. Eins og það að lakka og grunna tréplötu áður en ég saga í gegnum hana; sagar- sniðið verður ákveðin fullyrðing. Eins t.d. verða skrúfur og skrúfu- holur að ákveðnum fullyrðingum í þessu samhengi. Það verður einnig ákveðið samspil á milli gagnsemi og skreytigildis. Morgunblaðið/Bjarni Ólafur Sveinn Gíslason myndlistarmaður við verk sitt Lagerun IV. Skrúfuröð til dæmis; skrúfumar þjóna ákveðnum tilgangi en um leið er skrúfuröðin skreyting í sjálfu sér. Merkingin er því tvö- föld. Þetta em nokkur dæmi um þær hugmyndir sem ég er að vinna með.“ Ennfremur segir Ólafur Sveinn: „Lagemn er kannski dálítið klaufalegt orð en það þýðir raunvemlega geymslu- ástand þar sem ég er að geyma hugmyndir í ákveðnu formi." — Frammi við afgreiðsluborðið er mögulegt að kaupa bók með teikningum eftir listamanninn, sem er góðra gjalda vert en það em einmitt teikningar, sem ég sakna á veggjunum sjálfum, sem mikilvæga viðbót við mótunar- iistaverkin. í heild er þetta hin athyglis- verðasta fmmraun. Einsemd og ísbirnir Thunderstone, eir (Argonsuða). 90x28x28 sm. 1987. Listamaðurinn vinnur í einföld- um oftast aflöngum skýmm form- um og sumar mynda hans geta jafnvel minnt á Alexander Arc- hipenko, einn af brautryðjendum nútíma höggmyndalistar og er þá ekki leiðum að líkjast en einnig mun þetta eiga sér rætur í amerískri skúlptúrhefð. Myndim- ar, sem em ekki nema 7 að tölu, fylla samt ágætlega út í rýmið og mynda sterka heild og geð- þekka. Allar hafa þær eitthvað til síns ágætis en einkum staðnæmd- ist ég við myndimar „Emesus" (1), „Thunderstone" (4) og „Hrafn" (7), en sú síðasttalda er jafnvel öflugasta verkið á sýning- unni fyrir sitt hreina og klára form. Sem sagt prýðilegt framtak, sem vonandi verður framhald á. Nútímaþjóðfélag býður upp á þann hraða og þá firringu, að ein- staklingurinn finnur til smæðar sinnar og leitar ósjálfrátt halds og trausts í einhvetju, er getur veitt honum öryggistilfinningu. Margur leitar í vímuefni, sem í eina tíð var faraldur hjá ungu fólki, en aðrir í trúarbrögð, en þetta tvennt vill ósjaldan tvinnast sem orsök og afleiðing. Myndlistarkonan Helga Egils- dóttir sem virðist hafa gengið í gegnum ýmsdar hremmingar í lífí sínu, en tekist að mála sig frá þeim, sækir mikið í jarðliti og stór form um þessar mundir og tengir gjaman líkingu eða útlínum ísbjamar. Telur sig finna traust og öryggi í þessum ábúðarmiklu formum hins merkilega einfara ísbreiðanna og má það allt eins til sanns vegar færa. Sumstaðar rétt glittir í ísbjam- arformið, því að trygging og hugs- un myndverkanna er í hæsta máta óhlutlæg þar fyrir utan, og þar vill Helgu einmitt takast best upp eins og í myndinni „ísamir braka" (7), en hins vegar felldi ég mig miklu síður við hinar áleitnu hvítu útlínur myndarinnar „Án titils" (13). Línumar em þar einhvem veginn svo utan á mynd- Helga Egilsdóttir ásamt einu verka sinna. fletinum og tengjast ekki innri Iífæðum myndheildarinnar. En hvað sem öllum ísbjamar- formum líður, þá er það áberandi í vinnubrögðum Helgu, að óhlut- læg táknræn form eru hennar sterkasta hlið, og þar hefur hún mest að segja og nýtur sín jafn- framt best svo sem í litlu mynd- inni „Án titils" (12). Það er ein- hver innri seiður í þeirri mjmd og skynræn tengsl við sköpunarverk- ið líkt og maður sér í allri mikilli list. Þessi mynd staðfestir, að Helga Egilsdóttir þarf ekki að hafa nein- ar áhyggjur af því, hvaða mynd- efni hún velur sér, heldur á hún að mála af fingrum fram og finna um leið myndefnið, hér em mála- miðlunarlausnir með öllu óþarf- ar... Bör kemur aftur Bókmenntir Erlendur Jónsson Jolian Falkberget: BÖR BÖRS- SON. 206 bls. Helgi Hjörvar þýddi. 2. prentun. Almenna bóka- félagið. Reylgavik, 1988. Enginn er lastaður þó fullyrt sé að Helgi Hjörvar hafi orðið einn allra vinsælasti útvarpslesari i þessu landi fyrr og síðar. Vissulega bar margt til þess. Útvarpið var þá eini fjölmiðillinn sem raunverulega náði til allra landsmanna. Hlustun var þá svo almenn að maður gat orðið þjóðkunnur af því einu að koma stöku sinnum fram í útvarpi. Sögulestur var sú dægrastyttingin sem almennust gat talist. Því var grannt fylgst með útvarpssögunni hver sem las. Helgi Hjörvar naut þó algerðrar sérstöðu. Því olli með- '&i liá'iÍ mtí iitálí i liíM í i: al annars mikil og breið rödd, per- sónuleg og tilgerðarlaus upplestur, innlifun og sjálfsöryggi, að við- bættum auðvitað þeim töfrum sem síst er unnt að skilgreina. Utvarps- sagan var þvi stórt orð í dag- skránni. Hlustendur — þorri þjóðar- innar — héldu sig heima þau kvöld- in sem hún var á dagskrá. Ekki spillti að Helgi vandaði jafnan val sagnanna, valdi einkum til lestrar skandínavískar úrvalsbókmenntir. Þvi kann að gegna nokkurri furðu að Bör Börsson, þá áratuga gömul norsk gamansaga sem Johan Falk- berget taldi langt frá þvi að vera sitt besta verk, skyldi verða minnis- stæðari öllum öðrum sögum sem Helgi las i útvarp. Hjörtur Pálsson, sem fylgir úr hlaði útgáfu þessari, telur að Islendingar, nýrikir af stríðsgróða, hafi um þær mundir verið móttækilegri en fyrr og siðar fyrir braskarasögu af því taginu. § | J.ÍI fíil'iiíl lillili If IJ M li I i Hélgi-Hjörvar Vafalaust er það hárrétt athugað. Þá má minna á að Norðmenn nutu hér óskiptrar samúðar um þessar mundir; dvöldust hér enda margir á striðsárunum. y iii fMttóiMHi ÍAÍÉil ilNHÍf Bör Börsson var gefinn út skömmu eftir að Helgi lauk út- varpslestrinum. Fólk varð að halda kunningsskapnum við þessa eftir- lætispersónu. En jafnskjótt sem sérhver gat lesið söguna fyrir sig, einn og í hljóði, brá svo við að margur varð fyrir vonbrigðum. Menn fundu ekki í bókinni þann Bör sem Helgi hafði svo eftirminni- lega töfrað fram á öldum ljósvak- ans. Nú er mikið vatn runnið til sjáv- ar frá þvi er rödd Helga hljómaði í útvarpinu. Og nú birtist Bör Börs- son endurútgefinn til að minnast þess að hundrað ár eru liðin frá fæðingu hans. Það er í fyllsta máta verðugt. En nú mun sagan hvorki njóta né gjalda samanburðar við lestur Helga eins og forðum. Það er því með nokkrum hætti nýr Bör sem hér með stigur fram á sjónar- sviðið. Og þá kemur reyndar á dag- inn að þetta er hin skemmtilegasta lesning! Andstæður þær, sem sagan byggir á, teljast auðvitað til liðna t1;. timans. Kurfurinn, sem dreymir um að verða búðarmaður, lykta af sápu og ganga sparibúinn hvundags, er orðinn harla fjarlægur svo ekki sé meira sagt. Hann var afsprengi hins nýja og óráðna borgarsamfélags sem var að taka við af sveitasam- félaginu gamla i byijun þessarar aldar. Þá reyndist mörgum erfítt >. að átta sig á breyttu gildismati. í stað þess að lifa af landinu tóku menn að lifa hver af öðrum; pranga, græða, berast á. Bör Börsson er skrumskæld mynd hins nýrika sem auðgast fyrir heimskulegt áræði jafnt og hundaheppni þótt hann virðist siður en svo til auðs og vel- gengni borinn. Og háttvisi sú, sem hann þráir svo heitt og innilega að tileinka sér, birtist i kátlegum upp- skafningshætti; nokkuð sem Is- lenskur almenningur hlaut að koma auga á i striðinu ef gr annt var skoð- að. Bör Börsson er sem sagt kominn aftur. Fróðlegt verður að fylgjast með gengi hans nú. KKslÉÍ: »feSiS-ÍMl§4áí.lí«lldBliai^lll*lw»i*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.