Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1988 V estur-Þýskaland: Fjárstuðningiir og gjöf urðu ráðherra að faUi ZUrich. Frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. WILFRIED Hasselmann, inn- anríkisráðherra Neðra-Saxlands í Vestur-Þýskalandi og formaður Kristilega demókrataflokksins í Neðra-Saxlandi sagði af sér ráð- herraembœtti á þriðjudagskvöld eftir að það kom í ljós, að hann greindi sérstakri rannsókna- neftid þings landsins rangt frá samskiptum sínum við Marian Felsenstein, fyrrverandi for- sljóra spilavitisins í Hannover. Hasselmann sagði þingnefndinni að hann hefði aldrei þegið neitt af Felsenstein, en í nýjasta hefti Der Spiegel eru tvö bréf birt sem sýna fram á að Hasselmann hafi tekið við 40.000 v-þýskum mörkum (rúmri milljón ísl. kr.) af Felsen- Noregur: Vöggudauðinn rakinn til súr- efnisskorts Ósló. Reuter. TVEIR norskir læknar segjast hafa gert meiriháttar uppgötvun í rannsóknum sínum á vöggudauð- anum svokallaða en eitt eða tvö börn af hveiju þúsundi verða þess- um sjúkdómi að bráð áður en fyrsta árinu er náð. Segjast þeir hafa komist að þvi, að ástæðan sé skyndilegur súrefnisskortur. Læknamir, Torleiv Ole Rognum og Ola Didrik Saugstad, birtu niður- stöður sína í bandaríska læknablað- inu Pediatrics og þylq’a þær ekki síst merkilegar fyrir það, að þeir útiloka margar skýringar, sem hingað til hafa verið gefnar á þessu torráðna fyrirbæri. Rognum og Saugstad hafa unnið að þessum rannsóknum í Ósló í ijög- ur ár en þeir segja, að vöggudauðinn sé ein helsta dánarorsök hvítvoðunga á Vesturlöndum og verði æ algeng- ari. Við rannsóknir sínar fundu þeir mikið af efni, sem kallast hypoxant- in, í augnvökva bamanna, sexfalt á við það, sem eðlilegt er, en það eykst skyndilega ef súreftiisskortur gerir vart við sig. Der Spiegel Wilfried Hasselman tekur við hamingjuóskum flokksbróður síns, Helmuts Kohls, á sextugsaf- mælinu fyrir fjórum árum. Þann sama dag þáði hann veglega gjöf frá eiganda spilavitis í Neðra- Saxlandi og það kom honum í koll i vikunni. stein fyrir Kristilega demókrata- flokkinn (CDU) 1979 og þegið af honum gjöf á sextugsafmæli sínu árið 1984. Spilavítin í Hannover og Bad Pyrmont urðu gjaldþrota fyrir tæpu ári. Tengsl Felsensteins, forstjóra þeirra, við stjómmálaflokkana hafá verið í rannsókn síðan. Er talið sannað að a.m.k. 243.100 v-þýsk mörk (yfír 6 milljónir ísl. kr.) flæddu í flokkskassana á þeim ellefu ámm sem spilavítin vom rekin — ftjáls- lyndir fengu 33.000 mörk (825.000 ísl. kr.), jafnaðarmenn 68.400 (1,7 millj. ísl. kr.) en kristilegir 141.700 v-þýsk mörk (3,5 miilj. ísl. kr.). Hasselmann hefur þótt klókur stjómmálamaður. Honum er til dæmis þakkað að CDU komst í stjóm í Neðra-Saxlandi 1976 þar sem jafnaðarmenn og ftjálslyndir höfðu meirihluta. CDU og fíjáls- lyndir hafa nú knappan meirihluta eða 77 þingsæti en jafnaðarmenn og græningjar 76 á landsþinginu. Hasselmann hefur verið bendlaður við nokkur hneykslismál í V-Þýska- landi að undanfömu og stjóm lög- reglunnar, sem er á hans ábyrgð, þykir ábótavant. Talið er að Hassel- mann muni segja af sér formennsku flokksdeildar CDU í Neðra-Saxl- andi einhvem næstu daga. Reuter Á leið ílangferð Gíraffinn Ricky horfír raunamæddum augum í átt til skýjakljúfa Sydney-borgar skömmu áður en hann var fluttur um borð í skip sem mun feija hann yfír Tasman-hafíð á fund ný-sjálenskra gíraffa. Ricky, sem er aðeins eins árs gamall, á lögheimili í Taronga dýragarðinum í Sydney en mun dveljast íjarri ættjörð- inni næstu mánuði þar sem honum hefur verið falið það verkefni að fjölga gíraffastofninum í dýragarði einum á Nýja-Sjálandi. Júgóslavía: Stjórnin í Svartflalla- landi hefur sagt af sér Þrýstingnr vex á ráðamenn í Kosovo Belgrað. Reuter. STJORNIN í Svartfjallalandi, minnsta lýðveldi Júgóslavíu, sagði af sér á miðvikudag. Vuko Vukadinovic, forsætisráðherra lýðveld- isins, segir að vegna þess að einungis þremur fjórðu hlutum ráð- herra stjórnarinnar hafi tekist að afla sér traustsyfirlýsingar í þinginu á þriðjudag þá hafi stjómin verið orðin óstarfhæf. Forsæt- isráðherrann sagði að afsögnin væri óafturkræf en þingmenn í Títógrað, höfuðborg Svartfjallalands, hafa reynt að fá stjórnina til að endurskoða ákvörðun sína. Afsögn stjómarinnar má rekja til mótmæla verkamanna og náms- manna 8. október en þá kröfðust þeir mannabreytinga á æðstu stjómstöðum lýðveldisins vegna óstjómar. 600.000 manns búa í Svartfjailalandi og þar af lifa 100.000 manns undir fátæktar- mörkum. íbúamir skiptast í Svart- fellinga, Serba og Albani. Mótmæl- in samtvinnuðust fljótlega kröfum serbneskra þjóðemissinna um yfír- ráð í Kosovo, sjálfstjómarhéraði í Serbíu, þar sem Serbum fínnst Al- banir helsti ráðríkir. Óeirðalögregla í Svartfjallalandi beitti mikilli hörku Er smávægilegnr erfðagalli meginorsök áfengissýkinnar? London. The Daily Telegraph. GALLAÐUR erfðavísir kann að reynast meginorsök drykkju- sýki, ef marka má nýjustu rannsóknir á þessu sviði. Drykkjusýk- in gengur gjarna i ættir — um það bil helmingur drykkj usj úkra á ættingja, sem einnig eru drykkjusjúkir — en vísindamenn hafa verið ósammála um, hvort orsakanna væri að leita í umhverfi eða erfðum. Nú þykja hins vegar vaxandi líkur á, að tilhneiging manna til að ánetjast áfengi orsakist af smávægilegum erfðagalla, að sögn dr. Christopher Cook, fyrir- lesara um eiturlyfja- og áfengis- hneigð við University College í London. „Nýlegar rannsóknir Skandínava á ættleiddum bömum renna stoðum undir þetta," segir Cook. „Körlum, sem komnir vom af drykkjusjúkum, en voru aldir upp í eðlilegu umhverfi, reyndist §órum sinnum hættara við dryklgusýki en öðm fólki.“ Enn skortir þó nákvæmar upp- lýsingar um, hvaða mynd þessi gallaði erfðavísir tekur á sig, og óljóst er, hvemig hann veður þess valdandi, að viðkomandi einstakl- ingur verður hneigðari til áfengis- sýki en fólk almennt. Dr. Cook hefur hafíð rannsóknir á tugum Qölskyldna, sem hafa að minnsta kosti tvo áfengissjúklinga innan sinna vébanda, til að leita svara við þessum spumingum. Ein kenningin, sem banda- rískur vísindamaður setti fram, gekk út á, að hneigð til drykkju- sýki stafaði af ákveðnu samspili erfðaeiginleika eins og „nýjunga- gimi“, „vemleikaflótta" og „sér- gæsku". „Þessi kenning felur í sér, að til sé „áfengissjúkur per- sónuleiki", sem er og verður um- deilt atriðí," segir dr. Cook. Hann telur þá kenningu væn- Iegri, að erfðavísar ákvarði, í hversu ríkum mæli hvatamir, sem bijóta niður áfengið, em til staðar í líkamanum. Varair Kínverja og' Japana Rannsóknir, sem gerðar hafa verið í Kína og Japan, þar sem diykkjusýki er tiltölulega fátíð, hafa sýnt, að þar fínnast svo- nefndir ALDH-hvatar (aldehyde dehydrogenase enzyme) — annar tveggja aðalhvataflokka sem bijóta áfengið niður — í miklu minna mæli en hjá mönnum af hvita kynstofninum. Ef lítið er um ALDH-hvata í líkamanum, leiðir áfengisdrykkja til þess, að eiturefni safnast fyrir og valda vanlíðan og ógleði. Að áliti dr. Cooks er það einmitt þessi erfðaeiginleiki margra Kínveija og Japana, sem vemdar þá fyrir drykkjusýki með því að kalla fram óþægindin. Á hinn bóginn búa hvítir menn vel að ALDH-hvötum. Þeir þola drykkjuna því mun betur en Kínveijar og Japanir, en er um leið mun hættara við að verða áfengissýkinni að bráð. „Með sérstökum kjamasýru- merkingum vonumst við til að geta greint erfðavísinn eða erfðavísahópinn, sem veldur því, að einum einstaklingi er hættara við áfengissýki en öðrum," segir dr. Cook. Hann segir enn fremur, að læknar geti beitt fyrirbyggjandi aðferðum, þegar tekist hafí að greina „áfengissýki-erfðavísinn". „Þá verður unnt að gera erfða- fræðiprófanir á einstaklingi, sem á til drykkjusjúkra að telja, til þess að meta, hvort viðkomandi er í sérstakri hættu eða ekki,“ segir hann. Fræðilega er ekkert því til fyrir- stöðu, að vísindamenn verði þess megnugir að framkvæma „erfða- vísis-ígræðslu" og fjarlægja gall- aða erfðavísa. Enn slíkar aðgerðir eiga vísast langt í land bæði vegna erfðafræðilegra og tæknilegra vandkvæða, og það hlýtur að vera umdeilanlegt, hvort þeim verður nokkum tíma beitt við fómarlömb áfengissýkinnar. til að kveða mótmælin niður. Tveim- ur dögum áður höfðu hliðstæð mót- mæli í Vojvodina, öðru sjálfstjórnar- héraði í Serbíu leitt til afsagnar stjórnarinnar þar. Ríkissaksóknari í Júgóslavíu fór fram á það í gær að Ilijas Kurtesi, stjómmálamaður í Kosovo, yrði sviptur þinghelgi svo kæra mætti hann fyrir ólögleg fasteignavip- skipti, sem komu Albönum í hérað- inu til góða. Ráðamenn í Make- dóníu hafa einnig krafist þess að öðmm háttsettum stjómmálamanni í Kososvo, Ekrem Arifí, verði vikið úr starfi. Sexmanna forsætisnefnd Júgó- slavíu, þar sem eiga sæti leiðtogar lýðveldanna, hefur boðað til auka- fundar í dag til að bregðast vð efna- hagserfiðleikum og óeirðum um allt land. Sameinuðu þjóðirnar: Finnland kosið í •• Oryggis- ráðið Sameinuðu þjóðunum. Reuter. FINNLAND, Kanada, Kólombía, Eþíópía og Malasía voru kosin til tveggja ára í Öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna á miðvikudag frá og með 1. janúar á næsta ári. Þessi ríki taka sæti Argentínu, Vestur-Þýskalands, Ítalíu, Japans og Zambíu. Árlega fer fram leynileg atkvæðagreiðsla á Allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna um þau fímm sæti sem losna á hveiju ári. Fimmtán ríki eiga sæti í Öryggis- ráðinu. Bandaríkin, Sovétríkin, Bretland, Kína og Frakkland em fastafulltrúar en hin ríkin sitja í tvö ár í senn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.