Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1988 Nýhöfii: Gunnar •• Omsýnir einþrykk GUNNAR Orn Gunnarsson opn- ar sýningu í Nýhöfii, Hafiiar- stræti 18, laugardaginn 29. október kl. 14.00. Á sýningunni verða máluð einþrykk unnin á þessu ári. Þetta er 21. einkasýning Gunn- ars en einnig hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga. Gunnar Óm var valinn fulltrúi íslands á Feneyjabíennalnum sem nú er ný- lokið. Áformuð er sýning á þeim verkum í New York nú í febrúar að tilhlutan Listasalar Achim Mo- eller í New York sem Gunnar er í sambandi við og er að koma honum á framfæri úti í hinum stóra heimi. Gunnar Öm á verk á mörgum söfnum, svo sem Listasafni ís- lands, Listasafni háskólans, Lista- safni ASÍ og erlendis á Saubu Museum í Tókýó og hið virka Guggenheim Museum í New York keypti eftir hann verk. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga kl. 10—18 og um helgar kl. 14—18. Henni lýkur 16. nóvember. Gunnar Örn Gunnarsson. Textílsýning í FÍM-salnum ÓLÖF Einarsdóttir og Sigríður Kristinsdóttir opna sýningu á verkum sínum í FÍM-salnum, Garðastræti 6 i Reykjavík, laug- ardaginn 29. október ki. 14.00. Listakonumar, sem báðar eru úr Kópavogi, útskrifuðust úr textíl- deild Myndlista- og handíðaskóla íslands vorið 1985. Þær hafa tekið þátt í samsýningu hér heima og í Danmörku. Þær sýna báðar ofin myndverk. Sýningin verður opin alla daga vikunnar frá kl. 14.00 til 19.00. Henni lýkur sunnudaginn 13. nóv- ember. (Fréttatilkynning) Leiðrétting Á bls. 16-17 í Morgunblaðinu í gær birtist frásögn frá þingi BSRB. Niður féll að þetta var fréttaskýring Þórhalls Jósepssonar blaðamanns. Blaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Norræna húsið í Vatnsmýri, teiknað af finnska arkitektinum Alvar Aalto. Tuttugu ára afinæli Norræna hússins: „Miðstöð norrænnar menningar á Islandi“ Hatiðadagskrá á laugardag NORRÆNA húsið var tekið í notkun hinn 24. ágúst 1968 og er því tuttugu ára um þessar mundir. Af því tilefni verður hátíðadagskrá í Norræna húsinu laugardaginn 29. október og er hún öllum opm. í frétt frá Norræna húsinu í til- efni afmælisins segir m.a: „Norræna húsið hefur það hlutverk að vera miðstöð norrænnar menn- ingar á íslandi og kynna íslenska menningu á hinum Norðurlöndun- um. Það hefur á þessum tuttugu árum orðið ómissandi hlekkur í menningarlífi landsins ogjafnframt einn þeirra þátta í norrænni sam- vinnu sem Norðurlandaráð og Norr- æna ráðherranefndin vísa gjama til _sem velheppnaðs. í tuttugu ár hefur Norræna hús- ið gegnt stóru hlutverki sem farveg- ur norrænna strauma, einkum menningarstrauma. Allan ársins hring hefur verið efnt til tónleika, sýninga, fyrirlestra, upplestra og alls kyns menningarviðburða. Sum- ir þessara viðburða munu verða skráðir í íslenska og norræna menn- ingarsögu. Það var fyrsti forstjóri Norræna hússins sem, ásamt Vlad- imir Ashkenazy, átti frumkvæðið að fyrstu Listahátið í Reykjavík og núverandi forstjóri átti stóran þátt í hugmyndum og framkvæmd bók- menntahátíðanna 1985 og 1987. Fjöldi mikilvægra sýninga hefur verið haldinn í Norræna húsinu og má nefna sýningu á olíumálverkum Edvards Munchs og Norrænt grafík-þríár. Einnig hefur húsið staðið fyrir íslenskum sýningum á hinum Norðurlöndunum t.d. Form Island, sem opnaði í Finnlandi 1984. Norræna húsið hefur auk þess lagt áherslu á að kynna menningu frá minni stöðum á Norðurlöndum, t.d. samíska, grænlenska, færeyska og frá Álandseyjum. Bókasafn Norræna hússins geymir nú um 27.000 titla og er einstakt sem norrænt bókasafn á íslandi. Norrænir sendikennarar hafa skrifstofur sínar í Norræna húsinu og þar er einnig til húsa skrifstofa fyrir sameinuð Norðurlönd." Hátíðadagskráin á laugardag hefst með ávarpi Knuts Ödegárd, forstjóra Norræna hússins, sem einnig stjómar dagskránni. Þá mun Erling Blöndal Bengtsson leika ein- leiksverk á selló eftir Bach, Jón Sigurðsson, samstarfsráðherrá Norðurlanda, flytja ávarp og Hákon Randal fylkisstjóri, formaður stjómar Norræna hússins, ávarpa gesti. Norski óbóleikarinn Brynjar Hoff leikur á óbó en hátíðaræðuna flytur Gylfi Þ. Gíslason. Loks mun Hamrahlíðarkórinn undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttur frumflytja tvö íslensk verk: „Umþenking" eftir Atla Heimi Sveinsson og „Ek wiw- ar“ eftir Þorkel Sigurbjömsson. Stj órnmálayfir- lýsing Heimdallar: Borgaraleg öfl sameinist í eina breið- fylkingu Á aðalfundi Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem haldinn var ný- lega, var samþykkt stjórnmála- yfirlýsing þar sem mótmælt er harðlega þeim áformum ríkis- stjórnar Steingríms Hermannsson- ar að veita milljörðum króna í millifærslur, sem mismuna fyrir- tækjum eftir atvinnugreinum og munu hafa í för með sér stóraukn- ar álögur á almenning og lántökur erlendis. í yfirlýsingunni segir að þessi áform séu órækur vitnis- burður þess að enn eitt vinstra slysið sé í uppsiglingu, sem muni einkennast af því að illa reknum fyrirtækjum verði hampað og Qár- magni ausið í vonlausar fram- kvæmdir. í stjómmálayfirlýsingu Heimdallar segir að skýringanna á falli ríkis- stjómar Þorsteins Pálssonar sé ann- ars vegar að leita í ístöðuleysi Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Alþýðuflokksins, og hins vegar í und- irferli formanns Framsóknarflokks- ins, Steingríms Hermannssonar, sem hafi verið í óopinberri stjómarand- stöðu allt frá myndun stjómarinnar sumarið 1987. Steingrímur hafi nýtt sér getuleysi og uppgjöf Jóns Bald- vins þegar tækifærið gafst, og boðið honum ömgga útkomuleið úr erfiði fjármálaráðuneytisins í þægindi ut- anríkisráðuneytisins. Jón Baldvin hafí losnað við að taka á gífurlegum vanda ríkissjóðs, en reyni nú að hylja þá staðreynd með stórkarlalegum yfir- lýsingum og svigurmælum um sjálf- stæðismenn. Ólafi Ragnari Grímssyni sé hins vegar falið að sópa vandræð- um Jóns Baldvins undir teppið með stórauknum sköttum og öðmm álög- um. Heimdallur hvetur sjálfstæðis- menn til að efla samstöðu sína og veijast ásókn þeirrar vinstristjómar sem nú hefur sest að völdum ófyrir- séð og án undangenginna kosninga. Miklilvægt í því sambandi sé að nú þegar verði hafist handa um samein- ingu borgaralegra afla í eina breið- fylkingu sem geti hmndið launsát þeirra Jóns Baldvins, Steingríms og Ólafs Ragnars. Heimdallur heitir á alla fijálslynda menn hvar í flokki sem þeir standa að snúa bökum sam- an í nýrri sókn Sjálfstæðisflokksins í þeim kosningum sem hljóta að vera á næsta leiti. Stefnumálin í átökunum framundan hljóta að vera aukinn stöðugleiki í efnahagslífinu, minni ríkisafskipti og sala ríkisfyrirtækja í stómm stíl. Markmið sjálfstæðis- manna nú sem endranær sé að vinna að víðsýnni og þjóðlegri umbóta- stefnu á gmndvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis, með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Hótel Borgarnes: Fer ðamálasj óður kaupir 40% hluta Morgunblaðið/Theodór K. Þórðarson Hótel Borgarnes. Borgarnesi. Aðalfúndur Hótels Borgar- ness hf. var haldinn nýlega í kjölfar hluthafafúndar, sem haldinn var sama dag. Á þessum fúndi var samþykkt að auka hlutafé félagsins um 45 milljón- ir króna og að taka inn nýjan hluthafa, Ferðamálasjóð ís- lands. Hið nýja hlutafé skiptist þannig á hluthafa að 25 milljónir koma í hlut Ferðamálasjóðs og 20 milljón- ir í hlut eldri hluthafa, þ.e. Borgar- nesbæjar, Kaupfélags Borgfirð- inga og sýslusjóðs Mýrasýslu. Eldri hluthafar eiga nú 60% heild- arhlutafjár, en Ferðamálasjóður 40%. Rekstur hótelsins var gerður upp með tapi á síðastliðnu ári, ef afskriftir og fjármagnskostnaður eru meðtalin, en skilaði þó mun meiru, en árið þar á undan, ef þessi atriði era frátalin, eða 1,9 millj. kr. á móti 0,8 millj. kr. á árinu 1986. Verurlegur fjár- magnskostnaður hefur mjög háð rekstrinum á undanförnum áram, þar eð viðbygging hótelsins, sem tekin var í notkun fyrir nokkrum árum, var fyrst og fremst byggð fyrir lánsfé. Við hlutaíjáraukning- una skapast nýr rekstrargrand- völlur hjá hótelinu og gera eigend- ur sér vonir um mun bjartari tíma framundan, enda nýtur Hótel Borgames sívaxandi vinsælda og er orðið þekkt fyrir góða aðstöðu til ráðstefnuhalds og reyndar allr- ar almennrar hótelþjónustu. Hótelstjóri Hótel Borgamess er Þórður Pálmason og starfsmenn era 30 að tölu. - TKÞ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.