Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1988 eftirÞóriKr. Þórðarson Rósa B. Blöndals, Leyndar ástir í Njálu. Rvík: Vasaútgáfan, 1987, 142 bls. með nafinaskrá. Kr. 488.- íslendingasögurnar voru fyrrum eins konar siðgæðislegt hnitakerfi („grid“) sem menn miðuðu við lífsgildin og athafnir sínar. „Dreng- skapur" og aðrar dyggðir voru studd- ar dæmum úr sagnasjóði, og þangað sóttu menn sannanir með og móti í rökræðum um lífið og tilveruna, um rétt og rangt, dyggð og lesti. Sam- ræður voru kryddaðar tilsvörum úr íslendingasögum, sem menn lásu í baðstofunni. Kvöldvökurnar voru akademía íslands, því þær voru hvorki aðferð til vinnuþrælkunar, þótt menn ynnu við tóskap undir lestrinum og sumir hefðu vökustaura í augum, né skemmtunin einber, því að sögumar voru rannsakaðar. Menn mótuðu sér sjálfstæðar skoðanir um atvik og söguhetjur, dyggðir persón- anna eða bresti, mátu aðstæður, dæmdu um rétt og rangt atferli og ræddu síðan álit hvers og eins, bæði í baðstofunni og í íjósinu næsta dag. En það er einmitt eðli akademísks starfs, að rýna og komast að niður- stöðu, og greinir það frá fróðleiks- molasöfnun. Baðstofíilesandinn Sá einstaki atburður hefur gerst að komin er út bók eftir einn slíkan baðstofulesanda (en svo nefnir höf- undur sig), og geta menn því kynnst af eigin raun þeirri andlegu vinnu sem fram fór á kvöldvökunum og entist mönnum ævilangt. Það er bók Rómantískt oghuggulegt kvöld íBlómasal - ánægjunnar vegna Áhugafólk um góðan mat! Matseðill kvöldsins: Rjómalöguö humarsúpa Agúrku- krapis Ofnhakaöur lambahryggur meö hvítlauks- og steinseljudjús Súkkulaöiterta meö mokkasósu Splunkunýr sérréttaseðill i Blómasal. Njótið lífsins og reynið splunkunýjan ogferskan sérréttaseðil auk fjölda annarra úrvals málsverða. Verb aöeins kr. 2.070,- Víkingaskipið er á sínum stað hlaðið alskyns grænmeti ogbrauðum HÓTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDA HÓTEL Rósu B. Blöndals, Leyndar ástir í Njálu. Bókin er skrifuð á því lipra og litríka máli sem ræktað var í baðstofunni við lestur fremstu lista- verka íslenskra bókmennta og nært við bijóst tungunnar. Bók Rósu er frábært dæmi um baðstofulestur íslendingasagna. Hin gáfaða skáldkona hefur lifað með Njálu og fleiri sögum frá því hún var bam og velt fyrir sér innri rökum sagnanna. Samræðumar í baðstof- unni um Hallgerði langbrók og hjónabönd hennar, ást eða ástleysi, um Bergþóm og dætur Njáls og um innri rök persónanna og þeirra at- burða, sem sagan greinir frá, endur- speglast í bókinni. Þær hafa kristall- ast í næmum huga höfundarins á langri ævi. Var Hallgerður vond manneskja, eða em rök til þess að hún hafi ver- ið allt annarrar gerðar en sagan gefur í skyn og lesendur hafa til þessa haldið vera hið rétta? Hveijar vom hinar duldu ástæður fyrir óvild Bergþórshvolsheimilisins í garð hennar? Vom brostnar vonir bundnar við samband Gunnars á Hlíðarenda og Bergþórshvolsdætra? Rósa rekur söguþráð Njálu, sýnir hve spennandi sagan er, og segir fram rök sín fyrir annarri sýn á per- sónum sögunnar en „opinber ritskýr- ing“ hefur haft til þessa. Þótt ekki sé hún vísindamaður, kann hún vel að meta Njálurannsóknir, ekki síst Einars Ólafs Sveinssonar, sem einnig var baðstofulesandi í æsku, en niður- stöður hennar em um margt aðrar en við eigum að venjast. Bók um stöðu konunnar Af þessum sökum er bókin þeim skemmtileg kynning Njálu sem farið er að förlast um efni hennar eða hafa aldrei lesið hana, en jafnframt er hún spennandi framlag til um- Gólfmottur - ítveim stærðum w Hægt er að krækja mottunum saman, bæði á endum og hliðum. Stærðir: 120 x 60 og 60 x 60 sm. fjkj. • y/. Sími 4 62 16 Auðbrekku 2 - Kópavogi. Rósa B. Blöndals „Af þessum sökum er bókin þeim skemmtiieg kynning Njálu sem far- ið er að förlast um efai hennar eða hafa aldrei lesið hana, en jafaframt er hún spennandi fram- lag tii umræðnanna um Islendingasögur frá sjónarhóli lesendanna.“ ræðnanna um íslendingasögur frá sjónarhóli lesendanna. Loks er hún athyglisverð um það, að þar er rætt af djúpsæi um stöðu konunnar í íslenskum bókmenntum til foma. Bókin er um margt vamarskjal fyrir Hallgerði og andmælir þeim neikvæða dómi sem hún hefur hlotið í huga Njálulesenda til þessa. Höf- undur rekur söguþráðinn og rýnir frásöguna. Túlkar hún persónu Hall- gerðar mjög á annan veg en venja er. En Hallgerði skoðar hún einnig í ljósi tilgátu sinnar um angursamt hugarþel að Bergþórshvoli, hvort hugsanlegt sé að Bergþóra hafi eygt von um tengdason í Gunnari á Hlíða- renda og það skýri spennu þá sem var milli þeirra Hallgerðar? Er þess- um dramatísku átökum fjarska vel lýst. Lesandinn fær í kaupbæti glögga mynd af höfuðþáttum atburðarásar- innar í Njálu, jafnvel vígaferlum. Unglingum ætti að benda á þessa bók. Hún er fjarska vel fallin til þess að vekja áhuga ungra lesenda og nýrra lesehda á auðlegð íslendinga- sagna og sagnaskemmtun þeirra. „Lesendarýni" í útvarpi hafa verið haldnir skemmtilegir mannfundir um viðhorf lesenda til íslendingasagna. Minnis- stæðir eru þættir Einars Karls Har- aldssonar um Njálu og Ólafs Torfa- sonar um Laxdælu og kvenlýsingar hennar. Þar vom á ferðinni baðstofu- lesarar nútímans, og á sama veg og fyrr ræddu menn um sín eigin við- horf til þess sem lesið var, lögðu mat á persónur sögunnar, rýndu í þá mynd sem sögumar bregða upp og skilning höfundanna á efni sínu. Samrýmist hann skilningi nútímales- endanna? I útvarpsumræðum þessum var þáttur nútímalesandans í brenni- depli. Þegar farið er að bera þessa spurningu upp og ræða hana, eign- ast Islendingasögurnar von um að þær lifi áfram með þjóðinni. Þá kemst þáttur nútímalesandans í brennidepil og Njála eignast von. Jón Sveinbjömsson, prófessor í guðfræðideild, hefur kynnt hina nýju rannsóknaraðferð í bókmenntafræð- um, „lesendarýni" (á ensku Readers' Criticism). Er þá rannsakað viðhorf lesandans, hins foma lesanda og nútímalesandans. Hlutverk lesan- dans er kannað, því að hann býr sér til nýjan texta við lesturinn. Og það er það sem Rósa B. Blöndals hefur gert. Þess vegna er bók hennar svo merkileg. Hún miðar ekki eingöngu við persónur frásagnarinnar (hinar „narratológísku“ persónur eins og í franskri narratológíu) heldur býr hún sér til mynd af því sem raunverulega gerðist og er oft ósammála Njáluhöf- undi um mat hans á persónum á borð við Hallgerði eða leyndar vænt- ingar á bænum að Bergþórshvoli. Þetta gerir bókina gríðarlega spenn- andi, og lesandinn fær það hlutverk að gera upp við sig eigið mat sitt á persónum, einkum kvenpersónum Njálu, hvort sem hann reynist sam- mála Rósu að lokum eða ekki. Fyrir tæpar fimm hundruð krónur fær sú eða sá sem áhuga hefur á íslenskri menningu, hvort heldur er í kvennarannsóknum eða í sauma- klúbbum þjóðarinnar, upp í hendum- ar dýrmæta bók og listræna nautn, stássstofulesandinn fær eitthvað að hugsa um, og unglingurinn í skóla lærir íslensku af lestri hennar, því að dvínandi íslenskukunnátta stafar af því hve lítið menn lesa á snjöllú og gagnyrtu máli. Mættu einnig íslenskukennarar unglinga kynnast þessu merka verki frábærs fyrrverandi bamakennara og skáld- konu og nota það í kennslunni. Höfundur er prófessor íguðfrœði við Háskóla Istands. AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKlRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1983-2. fl. 01.11.88-01.05.89 kr. 339,34 1984-3. fl. 12.11.88-12.05.89 kr. 329,54 *lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframtframmi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, október 1988 SEÐLABANKIÍSLANDS Nýkjörin stjórn Hafnasambands sveitarfélaga. Talið frá vinstri: Þorvaldur Jóhannsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, Þórður Skúlason, sveitarstjóri, Hvammstangahreppi, Sturla Böðvarsson, bæjarsljóri, Stykkishólmi, formaður, Hannes Valdimarsson, varahafiiarsljóri, Reykjavík, varaformaður, og Guðmundur Sigurbjörnsson, hafiiar- stjóri, Akureyri. Ný stjóm Haíhasam- bands sveitarfélaga 19. ársfimdur Hafnasambands sveitarfélaga var haldinn á ísafirði 29. og 30. september sl. Meginmál fundarins voru: Fjög- urra ára hafiiaáætlun, sem Her- mann Guðjónsson, hafiiamála- stjóri, kynnti. Mengunarvarnir í höfiium, sem Magnús Jóhannes- son, siglingamálastjóri, flutti er- indi um. Ahrif breyttra sam- gangna á landi á rekstur hafiia, sem Jóhann T. Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Fjórðungssam- bands Vestfirðinga, flutti. Formaður Hafnasambandsins var kjörinn Sturla Böðvarsson, bæj- arstjóri í Stykkishólmi. Gunnar B. Guðmundsson, hafnarstjóri í Reykjavík, gaf ekki kost á sér til endurkjörs eftir að hafa gegnt for- mennsku í 19 ár. Aðrir í stjórn voru kjörnir: Guð- mundur Sigurbjörnsson, hafnar- stjóri á Akureyri, Hannes Valdi- marsson, verkfræðingur Reykjavík- urhafnar, Þorvaldur Jóhannsson, bæjarstjóri á Seyðisfírði, og Þórður Skúlason, sveitarstjóri á Hvamms- tanga. í varastjórn voru kjömir: Gísli Gíslason, bæjarstjóri, Akranesi, Hrafnkeíl Ásgeirsson, formaður hafnarstjómar, Hafnarfirði, Krist- inn Gunnarsson, bæjarfulltrúi, Bol- ungarvík, Sigurgeir Ólafsson, hafn- arstjóri, Vestmannaeyjum, Úlfar B. Thoroddsen, sveitarstjóri, Pat- reksfirði. í Haftiarráð hafa verið tilnefndir: Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri, Stykkishólmi, og til vara Hannes Valdimarsson, verkfræðingur Reylgavíkurhafnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.