Morgunblaðið - 28.10.1988, Síða 15

Morgunblaðið - 28.10.1988, Síða 15
15 áherzlu á kaup á skipum eða fasta samninga við þau. Ennfremur hafa útgerðir nokkurra skipa í sameing- inu fest kaup á verksmiðju á Aust- fjörðum. Skipin eru frá suðvestur horni landsins og þar er því um að ræða að draga úr kostnaði við sigl- ingar til heimahafnar og tryggja sér öryggi í löndun. Verð á loðnu er fijálst. Um er að ræða svipað grunnverð, sem breytist í samræmi við íjarlægð verksmiðjanna frá mið- unum. Ennfremur hefur verið í gangi bónuskerfí hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins, en samkvæmt því hækkar verðið eftir því sem meiri hluta kvóta viðkomandi skips er landað hjá verksmiðjum SR. Sam- kvæmt samningum milli útgerðar- manna og sjómanna, sér útgerðar- maðurinn um sölu aflans, en honum ber að selja hann þar sem hag- kvæmast er. Eyjar eiga tæplega 180.000 tonna kvóta Bein tengsl skipa og verksmiðja verða æ augljósari. Krossanes hefur á sínum snærum þijú skip með samtals 45.000 tonna kvóta á síðustu vertíð. Útgerð nokkurra skipa í Grindavík, tveggja í Reykjavík og eins á Akranesi keypti fyrir skömmu síðan fiskmjölsverk- smiðjuna Hafsíld á Seyðisfirði. Þessi skip höfðu á síðasta ári tæp- lega 180.000 tonna kvóta, Sfldar- vinnslan í Neskaupstað á tvö af stærstu skipum flotans, en auk þeirra hafa nokkur skip landað þar nokkuð reglulega. Fiskimjölsverk- smiðjan á Eskifírði á skip, sem höfðu 70.000 tonna kvóta í fyrra, og eitt enn með 24.000 tonna kvóta hefur landað mikið þar. Eskfirðing- ar misstu hins vegar eitt skip, Esk- fírðing, sem fórst og verður annað skip, að minnsta kosti fyrst í stað ekki keypt í stað hans. Hann hafði 17.900 tonna kvóta. Vestmannaeyj- ar ráða yfir næst mesta kvótanum, 174.700 tonnum miðað við sama tíma í fyrra. Þó skipin séu tengd ákveðnum verksmiðjum, landa þau ekki öllum afla sínum þar. Fjarlægð frá miðum og þróarrými ræður miklu um löndunarstað og því dreif- ist löndun skipanna nokkuð víða. Það er þó ljóst, að tengsl skipa og verksmiðja verða enn meiri en áður BORAR OG SNITT- VERKFÆRI í ÚRVALrl G.J. Fossberg vélaverslun hf. Skúlagötu 63 - Reykjavík Símar 18560-13027 MORGUNBLABIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1988 með tilheyrandi tilfærslu afla milli verksmiðjanna. „Hlutur okkar skerðist“ Jón Reynir Magnússon, fram- kvæmdastjóri Sfldarverksmiðja ríkisins, segist hafa af þessu nokkr- ar áhyggjur. „Mér fínnst þetta ekki rétt þróun," segir Jón. „Það er eðli- iegra að útgerð loðnuskipanna og verksmiðjurnar séu aðskildar og þessi þróun hefur á vissan hátt. áhrif á gang mála hjá okkur. Haldi þessu árfram, skerðir það auðvitað hlut okkar í aflanum. Það er stefna stjómar SR að fara ekki í útgerð, enda er það óheimilt samkvæmt lögum. En við höfum til dæmis hlaupið undir bagga með útgerðum einstakra skipa með fyrirgreiðslu. Hráefnisöflunin byggist líka á framboði. Þegar framboð er lítið og verksmiðjumar verða að fá afla upp í gerða sölusamninga, fara skipin, sem þeim em tengd ekkert annað þó langt sé þaðan á miðin. Með vaxandi veiði vænkast hagur okkar, en þróunin er okkur engu að síður óhagstæð," segir Jón Reyn- ir. „Bein teng'sl óæskileg" Sjómenn hafa líka áhyggjur af þessari þróun. Hólmgeir Jónsson, hagfræðingur Sjómannasambands íslands, segir að frjálst verð á loðnu gangi tæpast um leið og skipin og verksmiðjumar séu í eigu sömu aðila. Hann hafí því af þessu áhyggjur, en líklega verði það ekki ljóst fyrr en að lokinni vertíð, hver áhrif þetta hefur haft á laun sjó- manna. „Bein tengsl þarna á mílli em óæskileg. Með þeim er hægt að blanda saman rekstri skipa og verksmiðja og getur það haft áhrif til lækkunar launa sjómanna. Við verðum að vera vakandi fyrir þess- ari þróun og hugsanlegum afleið- ingum hennar," segir Hólmgeir. „Samtök um verðlagningTi" „Mér fínnst auðvitað skemmti- legra, þegar útgerðarmaður kaupir verksmiðju, en þegar verksmiðja kaupir skip,“ segir Kristján Ragn- arsson, framkvæmdastjóri LIÚ. „Það er eftirsjá af sjálfstæðum út- gerðarmönnum, en þeim fer nú fækkandi. Með aukinni tengingu útgerðar og verksmiðja fer maður að efast um gildi frjálsrar verðlagn- ingar á loðnunni. Svo virðist sem nú séu uppi samtök milli verksmiðj- anna um verðlagninguna því þær greiða allar sama verðið. Hins veg- ar get ég ekki snúizt gegn márkað- lögmálunum og frelsi manna til athafna. Menn verða auðvitað að ráða gerðum sínum og haga þeim þannig að þeir sjái hag sínum sem bezt borgið," segir Kristján. Slátrun stór- gripa haf- in í Króks- fjarðarnesi Miðhúsum. SLÁTRUN stórgripa er hafin í KróksQarðarnesi og er slátrað 20—30 gripum á dag. Miklar end- urbætur hafa verið gerðar á slát- urhúsinu í sumar sem miðuðu að því að hægt væri að slátra þar stórgripum með góðu móti. Bundið slitlag hefur verið sett við sláturhúsið, hraðfrystiaðstaða og kælir hafa verið sett upp þannig að öll aðstaða hefur stórbatnað. — Sveinn f f BILASYNING T0Y0TA 1989 Nú kynnum viö 1989 árgeröirnar af Toyota á 8 bílasýningum um allt land, helgarnar 29. - 30. okt. og 5. - 6. nóv. Staðirnir eru: • P. Samúelsson & Co. hf., Kópavogi • Bílasala Brynleifs, Keflavík • Svanur Steinarsson, Borgarnesi • Bókabúð Brynjars, Sauðárkróki • Vélsmiðjan Þór hf., Isafirði • Bílasalan Stórholt, Akureyri • Sigurður Rögnvaldsson, Egilsstöðum • Fjölverk, Vestmannaeyjum. Opiö veröur frá kl. 13.00 - 17.00 laugardag og sunnudag, báöar helgarnar. TOYOTA TOYOTA FIÖLVENTLA VÉLAR h

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.