Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.10.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1988 Leikfélag Akureyrar: Aðsókn nánast eng- in á „Skjaldbökuna“ Þjóðleikhúsið býður upp á tíu sýningar fyrir sunnan Þjóðleikhúsið hefúr boðið Leikfélagi Akureyrar að koma suður með sýninguna „Skjaldbakan kemst þangað líka“. Leikfélagið sýnir verkið tíu sinnum á litla sviði Þjóðleikhússins og verður fyrsta sýn- ingin þar þann 9. nóvember nk. Síðustu sýningar verða á Akureyri um þessa helgi, en þar hefúr verkið fengið fádæma lélega aðsókn þrátt fyrir góða dóma, að sögn Arnórs Benónýssonar leikhússtjóra. „Aðsókn á þetta fyrsta verk leik- ársins hefur vægast sagt verið mun minni en við bjuggumst við. Hins- vegar hefur sýningin spurst víða út og fengið góða dóma, það góða að Þjóðleikhúsið hefur séð ástæðu til að bjóða okkur með verkið suð- ur. Þetta mun vera í fyrsta skiptið sem Þjóðleikhúsið býður utanað- komandi aðila að vera með þetta margar sýningar í Þjóðleikhúsinu. Við erum feikilega ánægð með þessar viðtökur sunnanmanna. Þetta er mikil viðurkenning á sýn- ingunni. Þegar sýningum lýkur á Akureyri um helgina, hefur verkið aðeins verið sýnt sjö sinnum á Akur- eyri. Svo ef Akureyringar vilja sjá sýninguna, þá eru síðustu forvöð nú um helgina. Annars verða þeir að fara í helgarpakka suður. Það eru eflaust margir samverkandi þættir, sem valda þessari lélegu aðsókn hér norðanlands. Ég er svo sem ekkert óhress því eitt af hlut- verkum leikhússins er að halda vöku sinni og setja upp verk, sem höfða ekki til fjöldans en hafa samt sem áður sterka meiningu og sterka stöðu í íslensku menningarlífi. Við lítum einnig á okkur sem þjónustu- fyrirtæki á Norðurlandi og því er íslenski dansflokkurinn frumflytur nýjan dans eftir Hlíf Svavarsdóttur á Akureyri 4. og 5. nóvember. Jafnframt gefst grunn- og framhaldsskólum kostur á að fá íslenska dansflokkinn til sín til að vera með kynningar á listdansinum sem listformi. Þá er sunnudagurinn 6. nóvember alþjóðlegur dansdagur og hyggst dansflokkurinn halda upp á þann dag á Akureyri. ætlunin að bjóða upp á sem fjöl- breyttasta leikhúsdagskrá þó við framleiðum hana ekki sjálfir," sagði Arnór. íslenski dansflokkurinn er á leið norður í boði Leikfélags Akureyrar og frumflytur þar m.a. nýjan íslenskan ballett, sem Hlíf Svavars- dóttir hefur nýlega lokið við að semja. Dansflokkurinn sýnir á Ak- ureyri dagana 4. og 5. nóvember og er það fyrsta listdanssýning leik- ársins. Nýi ballettinn ber nafnið „Innsýn", en auk hans verða tveir aðrir ballettar sýndir, verðlauna- verkið „Af mönnum" og „Tangó“. Öll verkin eru eftir Hlíf og hefur hún sjálf hannað búninga við tvö verka sinna. Næsta verkefni Leikfélags Akur- • eyrar er jólaleikritið, sem verður bamaleikritið Emil í Kattholti, og eru æfingar á því hafnar. Það verð- ur frumsýnt á annan dag jóla. Morgunblaíið/Rúnar Farandfisk- salaríMý- vatnssveit Mývetningar gera út lítinn sportbát frá Húsavík, Kviku ÞH 345. Aflanum er síðan ekið til Mývatnssveitar þar sem sveitungar geta fengið nýjan fisk í soðið. Sverrir Tryggvason físksali er hér á ferð með tveimur aðstoðar- stúlkum sínum. HÓTEL DÖC KEA Fjölskyldu- tilboð sunnudag Blómkálssúpa Londonlamb m/rjóma- sveppasósu Verðaðeins kr.750,- Frrtt fyrir börn 0-6 ára V2 gjald fyrir 6-12 ára. Afkoma ríkissjóðs janúar til september: Verulegnr samdráttur í tekjum af veltusköttum segir í greinargerð fíármálaráðherra Hér fer á eftir í heild yfirlit um afkomu ríkissjóðs fyrstu níu mánuði þessa árs, sem Ólafúr Ragnar Grímsson fiármálaráð- herra skýrði frá í utandagskrár- umræðum á Alþingi í gær: 1. Rekstrar- o g greiðsluafkoma Fyrstu níu mánuði ársins var rekstrarafkoma ríkissjóðs neikvæð um 5.250 mkr. en það er mun meira en áætlanir gerðu ráð fyrir að yrði á þessum hluta ársins. Helstu skýr- ingar á þessu fráviki eru að veruleg- ur samdráttur hefur orðið í tekjum af veltusköttum, einkum á síðustu fjórum til fimm mánuðum. Þannig urðu heildartekjur 1.580 mkr. lægri en áætlað hafði verið í endurskoð- aðri greiðsluáætlun í júní. Á gjalda- hlið eru frávik minni eða tæplega 500 mkr. Þyngst vegur hækkun vaxtagjalda af yfirdrætti í Seðla- banka, sem að stærstum hluta má rekja til samdráttar í tekjum. Tekjur Gjöld Rekstrarafkoma Lánahreyfingar, nettó þar af innlend fjáröflun, nettó Greiðsluafkoma þessu ári námu innheimtar tekjur ríkissjóðs 45.802 mkr., sem er IV2 milljarði króna lægra en gert hafði verið ráð fyrir, eða um 3% frávik. Skýring þessarar þróunar er í megin- atriðum tvíþætt. í fyrsta lagi eru innheimtar tekjur af aðflutnings- gjöldum V2 milljarði króna lægri en reiknað hafði verið með. Þar kemur tvennt til, annars vegar samdráttur í vöruinnflutningi og hins vegar óvissan, sem skapaðist um áhrifin af upptöku nýrrar tollskrár um síðustu áramót, en í ljós hefur kmið að þau eru ríkissjóði í óhag. í öðru lagi er innheimta söluskattstekna tæpum 900 m.kr. undir áætlun. Þessarar þróunar tók að gæta þegar á öðrum ársfjórðungi eins og fram kemur í veltutölum og hefur farið stigvaxandi síðan. Erfitt er að leggja nákvæmt mat á þessi samdráttar- áhrif, þar sem samanburður milli ára skekkist vegna breikkunar á sölu- skattstofni frá því í fyrra. Janúar-september 1988 Júníáætlun Reynd Frávik m.kr. m.kr. m.kr. 47.383 45.802 -1.581 50.581 51.054 473 -3.198 5.252 -2.054 -288 • -1.669 -1.381 1.350- 165 -1.185 -3.486 -6.921 -3.435 Á lánahlið fjárlaga er á sama ttma halli að fjárhæð 1.670 mkr. samanborið við 290 mkr. í júníáætlun. Frávik koma að mestu leyti fram á innlendri fjáröflun sem var tæpum 1.200 mkr. undir áætl- un. Þannig er innlausn spariskírteina 330 mkr. meiri en áætlað var og saia spariskírteina og fjáröflun bankakerfis- ins var um 850 mkr. lægri en áætlað var. Samanlagður rekstrarhalli og halli á lánahlið felur í sér að greiðsluafkoma ríkissjóðs á fyrstu níu mánuðum ársins var neikvæð um 6.920 mkr., eða sem nemur 15% af tekjum. Áætlanir t júnt gerðu ráð fyrir að greiðsluhalli væri á sama tíma tæplega 3.500 mkr. 2. Tekjur Á tímabilinu janúar-september á Þá má benda á, að fyrstu níu mánuði þessa árs er innheimta tekju- og eignarskatta heldur lakari en búist hafði verið við. Hér skiptir þó í tvö hom. Innheimta á tekjusköttum einstaklinga er heldur betri en áætl- að var, en innheimta eignarskatta er að sama skapi lakari. Samanlagt hækkuðu innheimtar tekjur ríkissjóðs um 36% fyrstu níu mánuði ársins miðað við sömu mán- uði í fyrra. Að teknu tilliti til al- mennra verðbreytinga nemur raun- hækkunin um 8V2%. Þar vega þyngst auknar tekjur af söluskatti, en sú aukning skýrist fyrst og fremst af því, að nú er söluskattur inn- heimtur af mun breiðari stofni en áður. Að því frátöldu hafa sölu- skattstekjur dregist saman um 4% að raungildi frá sama tíma í fyrra, en það endurspegiar glögglega al- mennan samdrátt í þjóðarbúskapn- um síðustu mánuði. Tekjur af aðflutningsgjöldum hafa dregist saman um þriðjung að raungildi frá fyrra ári, sem er heldur meira en búist var við í kjölfar tolla- lækkunar og breytinga á vörugjaldi um síðustu áramót. Hins vegar hafa aðrir skattar hækkað talsvert um- fram almennar verðlagsbreytingar. Sá samdráttur, sem orðið hefur á tekjuhlið fjárlaga fyrstu níu mánuði þessa árs, hefur að sjálfsögðu koll- varpað fyrri áætlunum fyrir árið í heild. Að öllu samanlögðu er nú gert ráð fyrir, að innheimtar tekjur ríkissjóðs verði um 66V2 milljarður króna í ár. Frávikið frá fyrri áætlun- um er verulegt, einkum í söluskatti og aðflutningsgjöldum, en þeir eru nú taldir skila 2.000 m.kr. minni tekjum en áætlað var í júní. Sam- dráttaráhrifin í veltusköttum koma enn greinilegar í ljós með saman- burði við fiárlagatölur. Miðað við óbreyttar veltuforsendur hefði mátt búast við, að óbeinu skattarnir skil- uðu rúmlega 55 milljörðum króna á árinu öllu. Samkvæmt endurskoð- aðri áætlun er hins vegar gert ráð fyrir, að veltuskattarnir skili aðeins 52V2 milljarði, eða 2.500 m.kr. lægri fiárhæð. Þetta svarar til um það bil 4% af heildartekjum ríkissjóðs. 3. Gjöld Útgjöld ríkissjóðs fyrstu níu mán- uði ársins námu alls 50.581 mkr. Samanburður á rauntölum og endur- skoðaðri greiðsluáætlun í júní sýnir að útgreiðslur eru 470 mkr. umfram áætlun. Auk þess eru enn ógreiddar til ýmissa verkefna 400 mkr. Áf einstökum liðum sem eru um- fram áætlun má nefna vaxtagjöld, sem urðu 480 mkr. meiri en ráð var fyrir gert í endurskoðaðri áætlun. Ennfremur niðurgreiðslur, uppbætur J anúar-september 1988 Júní- Jan.-sept . Hækkun áætlun rauntölur Frávik 1987 milli ára m.kr. m.kr. m.kr. m.kr. % Beinir skattar 6.456 6.297 -159 4.464 41 Óbeinir skattar 38.597 37.099 -1.498 27.669 34 Innfl.gjöld 5.969 5.468 -501 6.474 -16 Söluskattur 22.743 21.853 -890 14.389 52 Aðrir skattar 9.885 9.778 -107 6.806 44 Aðrar tekjur 2.330 2.406 76 1.697 42 Tekjur 47.383 45.802 -1.581 33.830 35 Greitt janúar -september Hækkun 1988 1987 88/87 1. Aimennur rekstur 19.108 14.801 29 2. Rekstr. og neyslutilf. 18.790 13.801 36 Lífeyristryggingar 6.592 5.257 36 Sjúkratryggi ngar 4.215 3.185 32 Niðurgr. og útfl.bætur 3.297 2.151 53 Annað 4.686 3.208 46 3. Vaxtagjöld 4.996 3.070 62 4. Viðhald 1.280 975 31 5. Fjárfesting 6.407 4.515 42 Samtals 50.581 37.212 36

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.